Fregnir - 01.03.2004, Síða 22

Fregnir - 01.03.2004, Síða 22
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Norræna ráðherranefndin veitti árlega fé til starfseminnar og fór hluti ijárins í að reka skrifstofu sem sá um framkvæmd starfseminnar ásamt útgáfumálum NORDINFO. Fyrsti formaður NORDINFO var Esko Hákli þáverandi forstöðumaður Háskólabóka- safnsins í Helsinki og fyrsti framkvæmdastjórinn var Mariam Ginman sem einnig er fínnsk. Skrifstofa stofnunarinnar var alla tíð í Helsinki. NORDINFO hefur hafit frumkvæði að mörgum verkefnum og stutt fjöldamörg önnur, bæði stór og smá, á þeim tæplega 30 árum sem nefndin hefur starfað. Sem dœmi um verkefni sem Islendingar hafa átt aðild að má nefna: 1) NOSP (Norræn samskrá um tímarit) eða Nordisk Samkatalog för periodika. NOSP er gott dæmi um verkefni sem NORDINFO hafði umsjón með en fór síðan að lifa sjálf- stæðu lífi. NOSP er nú starfrækt af Þjóðbókasafni Norðmanna í Osló. NOSP-skráin inniheldur upplýsingar um tímaritaeign u.þ.b. eitt þúsund bókasafna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. Núverandi tengiliður Islands við NOSP er Helga Kristín Gunnarsdóttir, Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni. 2) VESTNORD þekkja margir. Það er stafrænt bókasafn blaða og tímarita frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi frá 1773-2001. VESTNORD byggir á öðm verkefni, TIDEN, sem einnig var styrkt af NORDINFO þar sem hin Norðurlöndin fjögur fengu styrki til að þróa tækni til myndatöku gamalla blaða og tímarita og yfirfæra textann yfír í stafrænt form. VESTNORD er samstarfsverkefni Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns og þjóðbókasafna Færeyja og Grænlands. A heimasíðu VESTNORD (http://www. timarit.is) er aðgangur að um 300.000 mynduðum blaðsíðum á stafrænu formi úr blöð- um og tímaritum frá 1773 til 2001 frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi. Aðgangur er öllum opinn og stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðlun upplýsinga. Markmiðið er að bæta aðgang að prentuðum blöðum og tímaritum og bjóða upp á nýjar rannsóknar- aðferðir. Umsjón með VESTNORD af Islands hálfu hefur Öm Hrafnkelsson, forstöðu- maður handritadeildar Landsbókasafns. Nordinfo hefur haft með höndum umfangsmikla útgáfustarfsemi. Tímarit NORD- INFO, Nordinfo-nytt, kom út á árunum 1991 til 2003. Nordinfo-express er fréttablað sem kom út að jafnaði tvisvar á ári frá árinu 2000, bæði á ensku og sænsku og flutti stuttar og hnitmiðaðar fréttir af starfsemi NORDINFO ásamt stuttum greinum um það sem var efst á baugi í heimi rannsóknarbókasafna og í upplýsingasamfélaginu bæði á Norðurlöndunum og um heim allan. Það var Sigrún Klara Hannesdóttir núverandi landsbókavörður og framkvæmdastjóri NORDINFO frá 1998-2002 sem átti heiðurinn af að hrinda þessari útgáfu af stað. NORDINFO-Rapport kom fyrst út árið 1996. í því eru fyrirlestrar sem fluttir voru á árlegum ráðstefnum NORDINFO. Síðast en ekki síst eru NORDINFO Publikationer, ritröð 46 einefnisrita sem mörg hver eru afar merkileg og hafa haft gífurleg áhrif á Norðurlöndunum og víðar. Undirrituð tók við af Pálínu Héðinsdóttur sem fulltrúi íslands í stjórn NORDINFO í byrjun ársins 2003. Þegar ég hóf störf í nefndinni hafði mikil umræða verið í gangi um framtíð NORDINFO og annarra nefnda og stofnana á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar allt frá árinu 2000. Áður hafði þó starfsemi NORDINFO verið metin bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum og niðurstaðan alltaf verið jákvæð. Ráðherranefndin hafði boðað breytingar á starfsemi margra nefnda og stofnana, þ.á m. NORDINFO. Hugmyndir höfðu komið fram um að leggja NORDINFO niður sem sjálfstæða stofnun. Því hafði stjóm NORDINFO unnið að því í nokkum tíma að fara yfir starfsemina og skoða langtímamarkmið nefndarinnar. Var boðað til aukastjórnar- fundar dagana 16.-17. janúar 2003 í Stokkhólmi til að ræða stefnu og framtíð NORD- INFO. Niðurstöður þess fundar voru teknar saman í þremur skjölum: Policydokument for NORDINFO, (Stefna) Program 2003 (Áætlun) og Styrens slutsatser utifrán evalueringens analysomráden. (Ályktanir stjómar í kjölfar mats.) Fyrsti stjómarfund- 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 22

x

Fregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Gongd: