Fregnir - 01.03.2004, Side 57

Fregnir - 01.03.2004, Side 57
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða komið fyrir. Neðanjarðar er stór lestrasalur með ofanbirtu og frekari skjala- og bóka- geymslur. Tæknilega séð er safnið mjög fullkomið. Við kunnum Upplýsingu bestu þakkir fyrir ferðastyrkina sem veittir voru til fararinnar. Auður Gestsdóttir, Bryndís Isaksdóttir, Halldóra Þorsteinsdóttir Fyrirlestrar á Netinu: http://www.ifla.Org/IV/ifla69/prog03.htm#6 Jólagleði Upplýsingar 2003 Jólagleði Upplýsingar 2003 var haldin í Bókasafni Seltjamamess föstudaginn 5. desember síðastliðinn, kl. 20-23. Jólagleðin var jafnframt 25 ára afmælishátíð Þjón- ustumiðstöðvar bókasafna og var samkvæmt venju ókeypis fýrir fullgilda félaga í Upplýsingu en nú í boði Þjónustumiðstöðvar bókasafna. í glæsilegu húsnæði bókasafnsins, sem hentar einkar vel til veisluhalda, var boðið upp á ræðuhöld og tónlistardagskrá þar sem þau Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth komu fram. Auk þess var boðið upp á léttar veitingar og notalega samveru- stund í góðum félagsskap. Til leiks mættu um 120 gestir með jólaskapið í farteskinu! Stjóm Upplýsingar þakkar Bókasafni Seltjamamess og Þjónustumiðstöð bókasafna innilega fýrir samstarfið og rausnarskapinn. Stjórn Upplýsingar Frá Fræðslu-og skemmtinefnd Upplýsingar Laugardaginn 20. mars síðastliðinn hélt Katrín Jakobsdóttir fyrirlestur á vegum nefnd- arinnar, í hinu nýja, glæsilega Ársafni, Borgarbókasafns. í fyrirlestrinum: Glœpurinn sem ekki fannst - fúlisti slœr í gegn fjallaöi hún um nýju íslensku glæpasagnalínuna auk þess að fara aftur í tímann og rifja upp fyrstu íslensku glæpasagnahöfundana fyrr á öldinni sem leið. Á efltir urðu fjömgar umræður, Amald Indriðason bar þar hæst. Katrín sýndi okkur fram á að sögur hans em aldeilis meira en glæpasögur - þær eru bókmenntir. Þessu lauk síðan með kaffi og rjúkandi nýju meðlæti í boði Borgarbókasafns sem veitti okkur líka Ársafnið til afnota. Vér þökkum. Óskar Guðjónsson safnstjóri reynd- ist okkur Haukur í homi. Mæting var góð miðað við veður og aðstæður. Þetta er þriðji fyrirlesturinn á vegum nefndarinnar og var ókeypis eins og hinir fyrirlestramir fýrir fullgilda félaga Upplýsingar. F.h. Frœðslu- og skemmtinefndar Upplýsingar Þórhallur ÞórhaUsson bókavörður 70. þing IFLA í Buenos Aires Næsta ráðstefna IFLA, sú 70. í röðinni, verður haldin í Buenos Aires í Argentínu dag- ana 22.-27. ágúst 2004. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Libraries: Tools for Education and Development. Er þetta í fyrsta skipti sem IFLA ráðstefna er haldin í Suður Ameríku. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 57

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.