Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 10

Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Nóatúni vegna umfjöllunar fjölmiðla varð- andi innflutning nautakjöts frá Ír- landi: „Að gefnu tilefni óskar Nóatún eftir að taka fram eftirfarandi vegna umfjöllunar fjölmiðla á innflutningi nautakjöts frá Írlandi þar sem farið hefur verið rangt með helstu stað- reyndir. Nóatún flutti inn nautakjöt frá Írlandi í samráði við landbúnað- arráðuneytið og með samþykki Yf- irdýralæknisembættis, enda lágu frammi fullkomin heilbrigðisvottorð írska landbúnaðarráðuneytisins. Öllum reglum um heilbrigði hefur verið fylgt við innflutning nauta- kjötsins fyrir Nóatún og öll tilskilin heilbrigðisvottorð samkvæmt ís- lenskum reglum hafa verið til staðar. Á vottorðunum er sérstaklega tekið fram að nautgripirnir hafi verið rannsakaðir fyrir slátrun til að ganga úr skugga um að ekki hafi fundist nein merki um kúariðu í þeim. Tilskilin vottorð eru hér lögð fram til sönnunar. Nautakjötið sem Nóatún flutti inn frá Írlandi í lok sl. árs kemur ein- göngu frá viðurkenndum framleið- endum á ósýktu svæði. Aðeins hafa verið fluttir inn nautavöðvar. Í því sambandi er rétt að taka fram að kúariða hefur aldrei greinst í nauta- vöðvum. Kúariða finnst eingöngu í beinum og mænu. Vísindin sýna fram á að kúariða berst ekki með hreinum vöðvum. Nóatún er leiðandi aðili í kjötsölu á Íslandi og það hefur ávallt verið metnaður fyrirtækisins að leita alltaf til besta framleiðanda hverju sinni, hvort sem um íslenskan eða erlend- an framleiðanda er að ræða. Stefna Nóatúns hefur tekið mið af því að vera eingöngu með úrvals kjötvörur og hefur ávallt verið leitað til við- skiptaaðila sem hafa getað sýnt fram á að öllum reglum sé framfylgt við framleiðslu og slátrun. Nóatún hefur til margra ára flutt inn kjötvörur erlendis frá ásamt fleiri íslenskum matvælafyrirtækj- um svo sem nautakjöt frá Dan- mörku, kalkún frá Svíþjóð, hreindýr og endur frá Finnlandi. Aldrei hafa komið upp nein vandamál við þann innflutning, enda lágu fyrir fullkom- in heilbrigðisvottorð réttra yfir- valda. Nóatún mun áfram halda sömu stefnu í viðskiptum við kjötframleið- endur og mun ávallt gæta þess að bjóða viðskiptavinum sínum upp á fyrsta flokks matvöru.“ Yfirlýsing frá Nóatúni HALLDÓR Runólfsson yfirdýra- læknir segir að það sé sitt mat að engin hætta á riðusmiti hafi fylgt innflutningi á írskum nautalundum, sem fluttar voru til landsins í lok síð- asta árs. Vísindamenn séu sammála um að kúariðusjúkdómurinn, sem m.a. hefur greinst á Írlandi, berist ekki með úrbeinuðu nautakjöti. Hall- dór staðfesti hins vegar á blaða- mannafundi í gær að þegar ákvörðun var tekin skömmu fyrir jól um að heimila innflutninginn hafi ekki legið fyrir vottorð um að engir dýrasjúk- dómar hafi fundist í upprunalandinu á síðustu sex mánuðum líkt og kveðið er á um í auglýsingu. Skömmu fyrir jól heimilaði yfir- dýralæknir versluninni Nóatúni að flytja inn 6.437 kg af írskum nauta- lundum. Umhverfis- og heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur samþykkti álykt- un í vikunni þar sem þessum innflutningi er harðlega mótmælt. Vísar nefndin m.a. til þess að inn- flutningurinn virðist í andstöðu við gildandi reglur. Nefndin á þar við auglýsingu „um innflutning á sláturafurðum sem ekki hafa fengið hitameðferð“. Í aug- lýsingunni segir að eitt af þeim vott- orðum sem skuli fylgja vörum sem ekki hafa hlotið fullnægjandi hita- meðferð sé „opinbert heilbrigðis- vottorð frá upprunalandi sem stað- festi að engir sjúkdómar sem eru á lista A frá OIE (Alþjóða heilbrigð- ismálastofnun dýra) hafi fundist í landinu í 6 mánuði fyrir útflutning“. Ísland skuldbundið samkvæmt reglum WTO Yfirdýralæknir og Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í land- búnaðarráðuneytinu, efndu í gær til blaðamannafundar til að útskýra af- stöðu stjórnvalda til málsins. Guðmundur sagði mikilvægt að hafa í huga að við stofnun Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar (WTO) árið 1995 hefði Ísland tekið á sig samn- ingsskuldbindingar um markaðsað- gang fyrir landbúnaðarvörur, þ.m.t. hráar sláturafurðir. Fram til þess tíma hefði ríkt ófrávíkjanlegt inn- flutningsbann á ýmsar landbúnaðar- vörur, sem gátu borið með sér dýra- sjúkdóma. Lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim hefði þess vegna verið breytt og landbúnaðar- ráðherra veitt heimild til að leyfa innflutning á þar til greindum vörum að fengnum meðmælum yfirdýra- læknis, enda þætti sannað að ekki bærist smitefni með þeim sem ylli dýrasjúkdómum. Strangar reglur á Íslandi Fram kom á blaðamannafundin- um að frá því lögunum var breytt hefði hrátt nautakjöt verið flutt inn frá Danmörku, Finnlandi, Hollandi og Írlandi. Fjölmörgum umsóknum um innflutning hefði verið hafnað vegna þess að þær hefðu ekki upp- fyllt skilyrði. Halldór sagði að reglur um innflutning á hráu kjöti, sem fylgt væri á Íslandi, væru meðal þeirra ströngustu í heiminum. Ísland væri t.d. eina landið í heiminum sem gerði kröfu um að dýr, sem kjöt af- væri flutt til landsins, mættu ekki hafa fengið hormóna- eða fúkkalyfja- meðferð. Hann sagði að fram að þessu hefði landbúnaðarráðuneytið verið gagnrýnt fyrir að ganga of langt í kröfum um innflutning á kjöt- vörum. Á blaðamannafundinum í gær lagði Halldór fram þau heilbrigðis- vottorð sem lágu fyrir þegar ákvörð- un um innflutning á írsku nautalund- unum var tekin. Þar kemur m.a. fram að kjötið hafi verið rannsakað með tilliti til kúariðusjúkdómsins. Fram kemur að kjötið komi af dýra- hjörðum þar sem sjúkdómurinn hafi ekki greinst og þeir hlutar dýrsins sem riðusmitefni greinist í hafi verið fjarlægðir, en þar er átt við hluta sem tengjast mænu, heila, beinum og taugakerfi dýranna. Halldór sagði að kjötið kæmi einvörðungu af ungum dýrum. Um væri að ræða úr- beinað kjöt og það væri samdóma álit vísindamanna að riðusmit væri ekki að finna í nautavöðvum. Vottorð um kúariðutilfelli á síð- ustu 6 mánuðum lá ekki fyrir Í upplýsingum sem Halldór dreifði í gær kemur fram að á síðasta ári greindust 145 nautgripir með riðu á Írlandi en í landinu öllu eru um 7 milljónir nautgripa. Þeirri spurn- ingu var varpað fram á fundinum hvers vegna innflutningurinn hefði verið heimilaður þegar sérstaklega kæmi fram í auglýsingu um innflutn- inginn að honum þyrfti að fylgja vottorð um að engir sjúkdómar hefðu greinst á síðustu sex mánuð- um. Ekkert slíkt vottorð hefði verið lagt fram. Guðmundur Helgason sagði nauðsynlegt að hafa í huga að þessar reglur væru ekki í samræmi við gildandi lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og raunar ekki heldur í samræmi við þær skuldbind- ingar sem Ísland hefði undirgengist hjá WTO. Það yrði að túlka reglurn- ar með vísan til laganna og þessara skuldbindinga. Aðspurður viður- kenndi hann að reglurnar væru gall- aðar enda hefði nú um nokkurt skeið staðið yfir endurskoðun á þeim. Upplýsinga um eftirlit með kúariðu í Írlandi hefði verið aflað og íslensk stjórnvöld væru sannfærð um að það væri gott. Halldór sagði að ef yfirdýralækna- embættið ætti að túlka reglurnar bókstaflega væri innflutningur á kjöti almennt óhugsandi. Það sem skipti máli væri að leggja vísindalegt mat til grundvallar eins og gert hefði verið í þessu tilfelli. Hann sagðist hafa rætt þetta mál við landlækni sem hefði lýst sig sammála þeim grundvallarreglum sem unnið hefði verið eftir. Halldór viðurkenndi að hann hefði orðið var við ótta hjá neytendum vegna umræðu um þessi mál síðustu daga. Hann sagði að þessi ótti væri ástæðulaus og mikilvægt væri að reynt væri að slá á hann. Eftirlit með innfluttum kjötvörum væri mjög strangt og raunar mun strangara heldur en með öðrum matvælum sem unnin væru og seld á Íslandi. Hann sagði hins vegar mikilvægt að innfluttar kjötvörur væru merktar upprunalandinu. Þetta væru upplýs- ingar sem neytendur ættu rétt á að fá. Aðspurður sagði Halldór að ekki lægju fyrir hjá embætti yfirdýra- læknis umsóknir um frekari inn- flutning á nautakjöti frá Írlandi. Yfirdýralæknir segir að farið hafi verið að reglum þegar heimilað var að flytja inn írskt nautakjöt Ekkert bendir til að riðu- smit sé í nautavöðvum Morgunblaðið/Golli Halldór Runólfsson yfirdýralæknir (t.v.) og Guðmundur B. Helgason ráðuneytisstjóri kynntu afstöðu landbúnaðarráðuneytisins. FLOKKSÞING Framsóknar- flokksins verður haldið í Reykja- vík dagana 16. til 18. mars næst- komandi. Samkvæmt samtölum Morgunblaðsins við flokksmenn er talið einsýnt að Halldór Ás- grímsson verði einróma endur- kjörinn formaður en ljóst er að kosinn verður nýr varaformaður. Á síðasta flokksþingi var Finnur Ingólfsson kjörinn varaformaður en sem kunnugt er gegnir hann nú stöðu seðlabankastjóra og er af þeim sökum ekki í endurkjöri. Nafn Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra hefur borið á góma í umræðu meðal framsókn- armanna um varaformannskjörið. Guðni staðfesti í samtali við Morg- unblaðið, aðspurður um þessi efni, að margir flokksmenn hefðu haft samband við sig víða að og viljað styðja sig sem varaformann. „Það virðast margir treysta mér til þessara verka. Ég mun á næstu dögum meta það og taka ákvörðun með mínum stuðnings- mönnum hvort ég gef kost á mér og tekst á við þetta mikla verk- efni. Það styttist í flokksþingið,“ sagði Guðni. Siv telur yfirlýsingu ótímabæra Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra gaf kost á sér í stöðu varaformanns flokksins á síðasta flokksþingi en beið lægri hlut fyr- ir Finni Ingólfssyni. Aðspurð hvort hún ætli að gefa kost á sér að nýju sagði Siv ekki tímabært að gefa út neinar yfirlýsingar á þessu stigi. Málin yrðu vegin og metin á næstunni, eins og hún orðaði það. „Þetta er talsvert rætt innan flokksins, eins og eðlilegt er. Það er mikilvægt mál þegar stjórn- málaflokkur velur sér framtíðar- leiðtoga, sem flestir álíta að staða varaformanns feli í sér,“ sagði Siv. Guðni Ágústsson íhugar varafor- mannsframboð ÞRÓUNARSJÓÐUR Hjaltlands hefur ákveðið að leggja fjárhæð sem svarar til um 535 milljóna kr. til byggingar nýrrar Norrænu. Stjórn- arformaður útgerðarfélagsins Smyr- il line telur að nú sé verkefnið aftur komið á rétt skrið. Færeyska félagið Smyril line hef- ur samið við skipasmíðastöð í Þýska- landi um smíði nýrrar bíla- og far- þegaferju sem á að koma í stað Norrænu. Ferjan á að kosta hátt í sjö milljarða króna. Upphaflega var stefnt að því að ferjan hæfi siglingar vorið 2002 en skipasmíðastöðin hefur tilkynnt að það verði ekki fyrr en ári síðar vegna erfiðleika útgerðarinnar að inna útborgunina af hendi. Komið hefur fram að þýskir og hollenskir bankar lána 80% smíða- verðsins en 20% eiga að koma frá út- gerðinni. Hefur verið unnið að söfn- un hlutafjár. Meðal annars ákvað Byggðastofnun fyrir lok síðasta árs að leggja rúmar 100 milljónir í verk- efnið, í formi hlutafjár og láns til Austfars ehf., umboðsaðila Smyril line á Íslandi, til hlutafjárkaupa. Nú hefur Þróunarsjóður Hjaltlands ákveðið að leggja um 535 milljóna króna hlutafé í Smyril line í þessum tilgangi. Óafgreidd er beiðni til fær- eysku landstjórnarinnar um 250 milljóna kr. fyrirgreiðslu en áður hafði stjórnin hafnað því að veita ábyrgð vegna skipakaupanna. Á rétt skrið Norræna kemur við á Hjaltlandi í siglingum sínum milli Íslands, Fær- eyja, Noregs og Danmerkur. Í fréttatilkynningu frá Smyril line kemur fram að Þróunarsjóður Hjalt- lands meti það svo að framkvæmdin sé fjárhagslega hagkvæm. Jafn- framt sjái sjóðurinn ýmsa möguleika í þátttöku í rekstri Norrænu og vak- in er athygli á því að í smíðum séu tvær ferjur sömu gerðar fyrir leiðina milli Leirvíkur á Hjaltlandi og Aber- deen í Skotlandi. Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Austfars ehf. og stjórnarformaður Smyril line, segir að ákvörðun Þróunarsjóðs Hjalt- lands um þátttöku í verkefninu sé mikilvæg fyrir framgang þess, málið sé aftur komið á rétt skrið. Vonast hann til þess að þetta leiði til þess að nú komi aftur að verkefninu ýmsir fjárfestar sem hafi hlaupið undan í erfiðleikunum. Þá telur hann að sú ákvörðun opinberra byggðaþróun- arsjóða á Íslandi og Hjaltlandi verði til þess að heimamenn, Færeyingar, láti ekki sitt eftir liggja. Smíði nýrrar bílaferju í stað Norrænu Þróunarsjóður Hjaltlands leggur fram 535 milljónir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.