Morgunblaðið - 13.01.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 13.01.2001, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 13 ÞAÐ ER hægt að framleiða eins mikla mjólk með íslensku kúnni og þeirri norsku og á ódýrari hátt,“ segir norskur bóndasonur, Rune Brumoen, sem starfar um þessar mundir sem mjaltamaður á Vorsa- bæ 2 á Skeiðum. Rune vitnar í skýrslur frá Noregi sem sýna að til að framleiða sama magn af mjólk þarf meira kjarnfóður. „NRF-kýrin er góð en ekki betri en sú íslenska. Hún þarf mikið kjarnfóður til þess að mjólka meira en sú íslenska. Þetta er gott kúa- kyn fyrir Noreg en þar nota menn meira af fóðurbæti sem er ódýrari þar en hér á Íslandi,“ sagði Rune. Rune Brumoen er 24 ára bónda- sonur á bæ Brumoen-ættarinnar í Lillehammer í Noregi. Hann hefur alla tíð starfað við landbúnað: „Það má segja að ég sé alinn upp í fjósi,“ sagði Rune sem er bændaskóla- menntaður. Faðir hans er með 18 mjólkandi kýr og 50 holdakýr auk holdanauta. Alls eru á Brumoen- bænum um 200 gripir. Rune er formaður í félagi um rauðar kollóttar kýr í Austur- Noregi. Hann segir að í Noregi séu sjö gömul kúakyn og félag um hvert þeirra því menn vilji viðhalda þessum gömlu stofnum. Hann segir að NRF-kýrin, sem Íslendingar vilji rækta upp á Íslandi, sé blanda af öllum sjö gömlu norsku kúastofn- unum auk þess sem sæði frá Sví- þjóð og Finnlandi blandist þar sam- an við. Honum líst vel á félagið Búkollu sem stofnað hefur verið um íslensku kúna. Sú íslenska er betri Hann heldur því fram að ekki þurfi að flytja NRF-kúna til Íslands til að fá fram meiri afurðir. Ís- lenska kýrin sé alveg fær um að framleiða meira sé henni gefið tækifæri til þess með auknu kjarn- fóðri og alúð við fóðurgjöf. Hann segir að dæmi séu um þetta nú þeg- ar á Íslandi, bændur með sama mjólkurkvóta en misstór fjós nái að framleiða upp í kvóta sinn. Sá með minna fjósið nær sama magni af mjólk úr færri gripum og þá með því að einbeita sér að fóðurgjöf- inni. „Ef NRF-kúnni er gefið sama magn af kjarnfóðri þá mjólkar hún ekki meira en sú íslenska,“ sagði Rune. Íslenska kýrin fallegri „Mér finnst íslenska kýrin fal- legri en norska NRF-kýrin. Hérna eru fleiri litir á kúnum og meiri til- breyting. Að koma í fjós með þess- um NRF-kúm er eins og að koma í verksmiðju, kýrnar eru allar eins. Aftur á móti eru júgur og spenar betri á þeirri norsku en skapið er svipað. Sú íslenska er svo aftur með hærra fitu- og prótein- innihald. Svo eru 95% þeirra norsku hyrndar og nokkuð um slys í kringum þær,“ sagði Rune. Hann sagði mikið um kúasýningar í Nor- egi þar sem sýnd væru gömlu kúa- kynin og það væri skemmtilegur þáttur í bændamenningunni þar. Hann sýndi dagatal sem hann hafði með sér frá Noregi með myndum af norskum kúm af gömlu stofnunum. Mjólka betur Rune skrapp heim til Noregs um jólin og faðir hans spurði um fyrstakálfskvígur í Vorsa- bæjarfjósinu, hvað slíkur gripur mjólkaði. Svarið var að kýrin í Vorsabæ mjólkaði 24 kg með 6 kg kjarnfóðurgjöf á dag. Í Brumoen- fjósinu í Noregi mjólkar fyrsta- kálfskvígan 18 kg með 8–9 kg kjarnfóðurgjöf á dag. „Þetta segir sitt,“ sagði Rune Brumoen. Norskur mjaltamaður á Skeiðum Íslenska kýrin er betri og fallegri en norska NRF-kynið Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Rune Brumoen, mjaltamaður í fjósinu á Vorsabæ 2 á Skeiðum, ásamt systkinunum á bænum, Jóni Emil Björnssyni, sem stendur hjá kúnni Gróu, og Sigurbjörgu Báru Björnsdóttur, sem stendur hjá kúnni Nókíu, en systkinin eigna sér þessar kýr. Rune Brumoen kann vel við íslensku kúna og líkar vel að vinna í ís- lensku fjósi. Á myndinni með honum er kýrin Trölla. Selfossi. Morgunblaðið. SAMKVÆMT upplýsingum frá varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins er frekari nýting á olíutönkunum í Helguvík til skoðunar hjá Varnarlið- inu og Atlantshafsbandalaginu, NATO, sem eiga mannvirkin í Helgu- vík til helminga. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hefur Skeljung- ur, sem flytur mikið eldsneyti land- leiðina um Reykjanesbraut til Kefla- víkur, lýst áhuga á að nýta tankana í Helguvík. Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi Varnarliðsins, sagði við Morg- unblaðið að ekki væri vitað hvenær niðurstaða lægi fyrir í málinu. Banda- ríski herinn og NATO þyrftu greini- lega sinn tíma til umfjöllunar. Forsaga málsins er sú, samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrif- stofunni, að bandarísk hermálayfir- völd komu að máli við íslensk stjórn- völd vorið 1999 til að kynna hugmyndir um hugsanlega borgara- lega nýtingu á tönkunum í Helguvík. Forsendan fyrir því að bandarísk yf- irvöld héldu áfram með málið var að utanríkisráðuneytið kannaði áhuga hér innanlands á notum af aðstöðunni strax á byrjunarstigi, áður en Banda- ríkjamenn réðust í umfangsmikla vinnu við útfærslu á fyrirkomulaginu. Utanríkisráðuneytið efndi þá til kynningarfunda þar sem hugmyndir bandarískra stjórnvalda voru kynnt- ar og áhugi kannaður. Varnarmála- skrifstofan segir að á þeim fundum hefði legið fyrir að Bandaríkjamenn hefðu ekki ákvörðun með hvaða hætti aðstöðunni yrði ráðstafað. Á þessum fundum kom fram áhugi nokkurra að- ila, þ.á m. Skeljungs. Í yfirlýsingu frá varnarmálaskrifstofunni segir að ráðuneytið hafi ekki hafið viðræður við einstaka aðila um atnot tankanna þar sem forsendur til þess hafi ekki verið fyrir hendi, heldur aðeins kann- að áhuga. Varnarliðið og NATO þurfi einnig að ná samkomulagi um breyt- ingar á notkuninni. Ráðstöfun og borgaraleg nýting byggist hins vegar á því að Varnarliðið þurfi ekki lengur á aðstöðunni að halda í starfsemi sinni. Varnarmálaskrifstofan segir mikinn áhuga í utanríkisráðuneytinu að vinna að málinu vegna mikilvægra þátta er varði umferðaröryggi auk hagkvæmnisþátta. Friðþór Eydal benti á að flugum- ferð herflugvéla hefði stórlega dregist saman á Keflavíkurflugvelli eftir að kalda stríðinu lauk endanlega og elds- neytisnotkun þar með, sem er í dag um þriðjungur af því er mest lét hjá Varnarliðinu. Mannvirkin í Helguvík hefðu verið reist í upphafi níunda ára- tugarins er flugumferð hefði verið miklu meiri en hún er í dag. Engan hefði þá órað fyrir því að kalda stríð- inu myndi ljúka nokkrum árum síðar. Nýting olíutankanna í Helguvík Til skoðunar hjá Varnarliðinu og NATO BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra heimsótti höfuðstöðvar UNESCO, Menningar- og framfara- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, í París í síðasta mánuði, í tengslum við fund menningarmálaráðherra stofn- unarinnar. Myndin var tekin er hann hitti framkvæmdastjóra UNESCO, Koichiro Matsuura, að máli. Með Birni í för voru Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands hjá UNESCO, og Sveinn Einarsson, ráðgjafi ráðherra um menningarmál, en hann er fram- bjóðandi Íslands til framkvæmda- stjórnar UNESCO, sem kosin verð- ur á þessu ári. Morgunblaðið/UNESCO/Cyril Bailleul Með framkvæmdastjóra UNESCO VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það sé ekki hlutverk Sambands íslenskra sveitarfélaga að setja lög og regl- ur fyrir sveitarfélögin í landinu. Það sé hlutverk löggjafar- og framkvæmdavaldsins. Hann vísar á bug athugasemdum umboðs- manns barna, sem segir í Morg- unblaðinu í gær að fjögur ár hafi tekið að fá svar frá sambandinu við fyrirmælum frá embættinu um að settar yrðu lágmarksreglur um sumarnámskeið og vinnuskóla sem starfandi væru á vegum sveitarfélaganna. „Við höfum kannað hvort grundvöllur væri fyrir því að setja sameiginlegar, leiðbeinandi regl- ur varðandi þessi mál. Það er ekki eins og ekkert hafi verið gert í þessum málum og menn vaknað til lífsins þegar embættið var stofnað,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að til séu reglur um þessi mál í öllum stærstu sveit- arfélögunum og sambandið hafi kannað hvort unnt væri að gera sameiginlegar reglur fyrir sveit- arfélögin en fyrir því hafi ekki verið vilji vegna mismunandi að- stæðna í hverju sveitarfélagi fyrir sig. „Við setjum ekki lög gagnvart sveitarfélögunum eða bindandi reglur. Umboðsmaður barna get- ur því ekki sakast við Samband ís- lenskra sveitarfélaga í þessum efnum,“ segir Vilhjálmur. Ekki hlutverk Sam- bands sveitarfélaga að setja reglur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.