Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 27 SVÍAR telja enn ekki nægar sann- anir fyrir því að Raoul Wallenberg sé látinn. Þrátt fyrir tíu ára þrot- laust starf sagnfræðinga, sem rannsakað hafa skjöl í sænskum og rússneskum skjalasöfnum, hefur ekkert komið fram sem sannar með óyggjandi hætti hver örlög hans urðu. Rússar telja hins vegar að hann hafi látist árið 1947 þótt þeir geti ekki sýnt fram á slíkt og þá ekki heldur hvers vegna. Þetta kom fram er nefnd á vegum sænska og rússneska utanríkis- ráðuneytisins kynnti niðurstöður sagnfræðinganna í Stokkhólmi í gær. Skýrsla sagnfræðinganna er í tveimur hlutum, sem hvor þjóð um sig lagði fram en auk þess veittu Svíar formlega aðgang að um 6 hillumetrum af skjölum er varða mál Wallenbergs. Það er gríðar- legt magn enda eitt stærsta og umfangsmesta mál sem sænska ut- anríkisráðuneytið hefur fengist við. Það kemur því á óvart að í skýrslunni er ein helsta ástæða þess að Wallenberg var ekki látinn laus, sögð vera áhugaleysi utan- ríksráðuneytisins á því að ræða það við sovésk stjórnvöld þrátt fyrir tilraunir hinna síðarnefndu til þess fyrstu tvö árin eftir handtöku hans. Einkum hefur hlutur sendi- herra Svía í Moskvu á þessum tíma þótt hafa haft afgerandi áhrif en komið hefur fram að hann lýsti því ítrekað yfir í samræðum við sovéska ráðamenn að hann teldi Wallenberg hafa látist árið 1945 og lét allar tilraunir þeirra til að taka málið upp sem vind um eyru þjóta. Vitnin látin og skjölin horfin Raoul Wallenberg var sænskur stjórnarerindreki í Búdapest í Ungverjalandi í heimsstyrjöldinni síðari og var tekinn til fanga af Sovétmönnum í janúar 1945. Hann hafði þá forðað þúsundum gyðinga frá því að lenda í útrýmingarbúð- um nasista. Vitað er að Wallenberg var fluttur til Moskvu og að hann var þar fangi en fáu öðru er hægt að slá föstu. Sagnfræðingarnir sem störfuðu fyrir sænsk-rússnesku nefndina, fengu aðgang að gríð- arlegu magni skjala og ræddu auk þess við fjölda vitna. Starf þeirra reyndist þó erfitt vegna þess að fjöldi þeirra sem hefðu getað búið yfir upplýsingum um Wallenberg var látinn er nefndin hóf störf. Þá hefur fjöldi skjala um málið horfið eða verið eyðilagður, þótt Hans Magnusson, formaður sænsku nefndarinnar, útilokaði ekki í gær að einhver skjöl um málið gætu verið til sem sögð eru horfin. Vjateslav Tutinin, formaður rússnesku nefndarinnar, kvaðst hins vegar fullviss um að öll skjöl hefðu verið lögð fram en flest voru þau í skjalasöfnum leyniþjónust- unnar og skrifstofu forsetans. Sænsku nefndarmennirnir hvetja rússnesk yfirvöld hins vegar til að leyfa aðgang að fleiri skjölum en gert hefur verið en hluti skjala- safnanna í báðum löndum er lok- aður þrátt fyrir að Svíar hafi lagt mikinn meirihluta þeirra fram í gær. Þrátt fyrir mikið starf liggja ekki fyrir nein skjöl eða vitnis- burðir er sanna eða afsanna að Wallenberg hafi verið á lífi eftir mitt ár 1947. Sovétmenn hafa hald- ið því fram að hann hafi látist þá og telur rússneska nefndin það vera rétt, þótt hún segi ekkert ljóst um dánarorsök. Rússar kenna áhugaleysi Svía um dauða Wallenberg þar sem Sovétmenn hafi ákveðið „að binda enda á hina óleystu gátu um Wallenberg“ eins og segir í skýrslunni. Neita njósnaásökunum Svíar taka að hluta til undir þessa kenningu Rússa, það er hvað varðar áhugaleysið, sem Magnus- son sagði hafa haft „alvarlegar af- leiðingar er varðaði möguleika Wallenbergs á því að snúa aftur til Svíþjóðar“. Auk þess sem áður hefur komið fram um meint áhugaleysi sænska utanríkisráðuneytisins bendir ým- islegt til þess að Sovétmenn hafi talið Wallenberg vera njósnara Bandaríkjamanna eða Þjóðverja. Því vísa Svíar algerlega á bug. Þrátt fyrir sannfæringu rúss- nesku sérfræðinganna um að Wall- enberg hafi látist 1947 segja Svíar ekkert fram komið því til sönnunar og fallist þeir því ekki á að hann sé látinn. „Þessu máli er ekki lokið,“ sagði Hans Dahlgren, ráðuneytis- stjóri sænska utanríkisráðuneytis- ins, í gær. Svíar telja eina skýr- ingu á óvissunni um örlög Wallenbergs vera þá að hann kunni að hafa verið færður til í fangelsi og honum gefið nýtt nafn og númer í skrám þess. Ljóst er af niðurstöðu nefndar- innar að máli Wallenbergs er ekki lokið. Leggur nefndin enda til að komið verði á fót sjóði til að að- stoða sagnfræðinga er vilji rann- saka afdrif Wallenbergs. Þá munu Rússar í nefndinni beina þeim til- mælum til borgarstjórans í Moskvu að gata eða torg verði nefnd í höfuðið á Wallenberg eða reist verði stytta honum til heið- urs. Tíu ára sænsk-rússneskri rannsókn á örlögum Raoul Wallenbergs lokið Engin niðurstaða um hvort Wallenberg sé látinn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ANSON Chan, næstæðsti maður stjórnarinnar í Hong Kong, sagði óvænt af sér í gær. Hún sagði ástæð- ur afsagnarinnar vera persónulegar en margir telja þó að ósætti við Tung Chee-hwa, æðsta mann stjórnarinn- ar, og átölur frá stjórninni í Peking séu raunverulega orsakirnar. Chan nýtur mikilla vinsælda en hún var skipuð í embætti af síðasta breska landstjóranum í Hong Kong og er í augum margra íbúa svæðisins tákn þess tíma þegar Bretar fóru þar með völd. Tung Chee-hwa, sem var skipaður af kínverskum stjórnvöld- um, nýtur hins vegar lítils stuðnings meðal íbúanna og þau Chan hafa nokkuð ólíkar hugmyndir um stjórn svæðisins. Hún hvatti til dæmis til þess fyrir skömmu að fullu lýðræði yrði komið á í Hong Kong fyrr en áformað var, í samræmi við vilja meirihluta íbúanna, en Tung er mót- fallinn því. Þá hafa fjölmiðlar í Hong Kong gert því skóna að Chan hafi augastað á æðsta embættinu. Ráðamenn í Peking gripu til þess ráðs í september sl., þegar Chan var þar á ferð, að skipa henni að „styðja betur við bakið á Tung“. Chan kvaðst í gær myndu láta af störfum í apríl nk. þar sem hún hefði hug á að verja meiri tíma með fjöl- skyldunni. Ástæðan talin ósætti við stjórn- völd í Kína Hong Kong. AFP, AP. Næstæðsti maður stjórnarinnar í Hong Kong segir af sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.