Morgunblaðið - 13.01.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 13.01.2001, Qupperneq 47
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 47 ÚTSALAN ER HAFIN NÆRFÖT NÆRFÖT NÆRFÖT Laugavegi 24, sími 562 4235 fyrir löngu gjörbreytt því sem mannshöndin þarf að fást við í nýt- ingu á stærðfræði, allt frá einföldum reikningi með matarpeninga til flók- inna stærðfræðilegra athugana og ákvarðana. En það gerir ekki skiln- ing á stærðfræði óþarfan. Þvert á móti er hann bæði mikilvægari en fyrr og getur hugsanlega orðið eign miklu fleiri kvenna og karla en nokkru sinni áður. Víðtækt stærð- fræðilegt læsi getur orðið eðlilegur þáttur í almennri menntun ef við viljum og skiljum tilgang með slíku. Hér á ég þó við nokkuð annars konar skilning í stærðfræðinámi en oft er talað um. Ég bind skilninginn ekki við það að geta framkvæmt á blaði eða í reiknitæki alla útreikn- inga sem þarf til fá fram lausn af- markaðra viðfangsefna. Þess í stað beinist athygli að því að þekkja til stærðfræðilegra aðstæðna, vita hvers konar viðfangsefni eru af þeim toga að þau krefjist stærð- fræðilegrar nákvæmni og rökfestu. Hvaða svið í mannlífinu eru þess eðlis að stærðfræðihugtök hjálpi til að varpa ljósi á þau og veita yfirsýn? Hvaða liðsinni er í stærðfræði til þess að ná áttum í ýmiss konar glundroða og því sem virðist alfarið óreglulegt? Næmi og eftirtekt, íhug- un og rökleg eftirfylgja skipta vissu- lega máli fyrir þann sem ræðst að þessum spurningum en sá hinn sami situr ekki í hvert skipti með blýant sér í hönd og meðhöndlar tákn. Einhver kann að segja að þetta sé ekki nóg til þess að um stærðfræði- legan skilning sé að ræða og séð undir þröngu sjónarhorni má það til sanns vegar færa. En það sem ég fjalla hér um hefur óumdeilanlega skort í stærðfræðinám allt of margra, bæði þeirra sem litla stærð- fræði hafa numið og hinna sem lokið hafa þar talsverðu námi í framhalds- skólum og háskólum. Slíkur skortur hefur orðið til þess að erfitt hefur reynst að sjá tilgang og samhengi í þessu námi og menntunargildið oft- ar en ekki orðið lítið. Veggspjöld um stærðfræði Á Íslandi var prentað kynning- arspjald vegna stærðfræðiársins þar sem viðburðir voru kynntir. Í ná- grannalöndum tóku menn, í krafti fjölmennis, enn stærri skref. Þannig stóðu Evrópusamtök stærðfræðinga (Eurpopean Mathematical Society – EMS) í samvinnu við stærðfræðiárs- nefndir nokkurra landa að sam- keppni vorið 1999 um gerð vegg- spjalda fyrir almenning. Vegg- spjöldin hafa birst víða, þar sem straumur fólks á leið um, svo sem í lestakerfi eða almenningsvögnum. Á þeim má sjá perlusnekkjuna (naut- ilus) en sú fallega skel tengist gull- insniði. Á veggspjöldunum er einnig sýnt hvaða skyldleika skátahnútar eiga við líffræðilegar rannsóknir á hegðan veira. Brotarúmfræðin (fractal geometry) á þarna einnig sess en í Morgunblaðinu hefur reyndar verið að finna einstaka greinar um hana. Athugun á dýrum með bletta-skinn er enn eitt dæmið og gerð stærðfræðilegra líkana til þess að skoða hvers vegna sum dýr eru með blettaskinn og önnur rákir. Gamalkunn þraut Eulers, sem stærðfræðikennarar hafa oft lagt fyrir nemendur sína, um brýrnar í Königsberg er á einu veggspjaldinu. Hana má t.d. finna í sendingu 2C veturinn 1998–1999, ef farin er slóð- in www.ismennt.is/vefir/heilabrot. Vantar fleiri íslensk veggsjöld Mánaðarlega hafa birst í neðan- jarðarlestinni í London ný og ný veggspjöld sem gerð voru við Stofn- un Newtons (Isaac Newton Insti- tute for Mathematical Sciences). Í janúar var það sólfífillinn og tengsl hans við runu Fibonaccis: 1, 1, 2, 3, 5, 8, …. Í apríl voru það stærðfræði- legar kenningar um eðli og orsakir hamfara og eitt sinn undir haustið dulmálskóðar (http://www.cpm. sees.bangor.ac.uk/rpamath/posters/ posopen.html). Það væri afar ánægjulegt að geta birt hérlendis veggspjöld frá EMS eða Stofnun Newtons með íslensk- um texta til fræðslu og ánægju fyrir þá sem leið eiga um víðfarna staði. Þar skiptir ekki máli þótt árið 2000 sé liðið. Vilji einhverjir, ásamt ís- lensku nefndinni um Alþjóðlega stærðfræðiárið 2000, koma að kost- un slíkra veggspjalda er það ger- legt. Í næstu grein fjallar Anna Krist- jánsdóttir, formaður íslensku nefnd- arinnar um Alþjóðlega stærðfræði- árið, m.a. um norrænu ráðstefnuna Stærðfræði 2000 – Meginatriði fræða og framkvæmda. Meðal þess sem sagt verður frá eru hugmyndir og reynsla ungs verkfræðings í Nor- egi sem ákvað að verða grunnskóla- kennari og hefur stundað kennara- nám í Bergen og víðar. Morgunblaðið/Ómar Skuggar heilla stærðfræðinga. Þeir gleyma sér yfir aðdáun á skuggum. ÁRIÐ 2001 er evrópska tungu- málaárið hjá Evrópusambandinu og EES-löndunum. Ísland tekur þátt í því af fullum krafti og er Jórunn Tómasdóttir verkefn- isstjóri þess fyrir hönd mennta- málaráðuneytisins. Markmið árs- ins er að vekja athygli á fjölbreytni tungumála og menn- ingar í Evrópu, vinna að fjöltyngi Evrópubúa og stuðla að símennt- un á sviði tungumála. Á Íslandi er lögð, í tilefni þessa, áhersla á kennslu, bæði erlendra tungumála og íslensku á tungumálaári auk táknmáls. Sérstaklega verður reynt að höfða til almennings, og að hvetja fullorðna til að læra ný tungumál. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins veitir sérstaka styrki í tilefni ársins og er hægt að spyrj- ast fyrir um þá hjá mennta- málaráðuneytinu. Einnig eru skól- ar hvattir til að nýta svokallaðar þemavikur (eða opna daga) í þágu tungumálanna. Jórunn Tóm- asdóttir veitir upplýsingar um möguleika þessa tungumálaárs. Netfang hennar er jorunn.tom- asdottir@mrn.stjr.is. Merki ársins er litfagurt og á að tákna góða sambandið sem ein- staklingar og þjóðir geta myndað með því að hlusta á og tala tungu- málin. Aðild Íslands mun felast í þátt- töku í samevrópskum sem og inn- lendum aðgerðum. Opnunarathöfn Evrópsks tungumálaárs verður í Lundi í Svíþjóð dagana 18.-20. febrúar 2001 en lokaathöfnin verður haldin í Brussel í desem- ber. Evrópsk vika tungumálanáms innan fullorðinsfræðslu stendur frá 5.-11. maí og Evrópskur tungumáladagur verður haldinn 26. september. Einnig kemur margt fleira til, s.s. útgáfa hand- bókar fyrir tungumálanemendur, sameiginlegt merki og slagorð. Gera má ráð fyrir að árlegir viðburðir hérlendis á sviði tungu- mála verði tengdir tungu- málaárinu, s.s. upplestrarkeppni grunnskólanna, frönsk ljóða- samkeppni, þýskuþrautin og Dag- ur íslenskrar tungu. Viðurkenning fyrir nýbreytni í tungumála- kennslu, Evrópumerkið (European Label), verður veitt á árinu. Þá er ráðgert er að halda ráðstefnu um tungutækni og einnig er áætlað að halda málþing um stefnur og strauma í tungumálakennslu og þörfina fyrir tungumálakunnáttu í atvinnulífinu. A.m.k. verður nóg um að vera. Merki evrópska tungumálaársins Hvað á að gera? LANDSSKRIFSTOFA Leonardó á Íslandi auglýsir eftir sérfræðing- um til að meta íslenskar umsóknir í Leonardo da Vinci-starfs- menntaáætlun Evrópusam- bandsins. Næsti umsóknarfrestur er til 19. janúar og fer matið fram í febrúar. Gert er ráð fyrir að hver mats- maður lesi tvær til þrjár umsóknir. Matsmenn þurfa að hafa góðan skilning á starfsmenntun og sam- starfi atvinnulífs og skóla, auk góðrar enskukunnáttu og tölvulæs- is. Reynsla af sambærilegum störf- um og evrópsku samstarfi er kost- ur, en boðið verður upp á stutt námskeið fyrir matsmenn áður en starfið hefst. Þemaáætlun um upplýsingasamfélagið Rannsóknaþjónusta Háskóla Ís- lands og Evrópusambandið hafa undirritað samstarfssamning um aðstoð við íslenska aðila sem hafa áhuga á þátttöku í þemaáætlun ESB um upplýsinga- samfélagið (IST). Verkefnið sem kallast IDEAL- IST er unnið í samstarfi við tengi- liði áætlunarinnar í þeim 30 ríkjum sem eru aðilar að rannsóknasam- starfinu í gegnum 5. rammaáætlun ESB. Rannsóknaþjónustan tekur að sér eftirfarandi verkefni fyrir ESB: 1. veita upplýsingar um IST og sjá um allt kynningarstarf á Ís- landi. 2. vera milliliður milli ESB og íslenskra þátttakenda í IST. 3. leita að samstarfsaðilum í Evrópu í gegnum leitarkerfi IDEALIST (bæði fyrir íslenska aðila í Evrópu og fyrir evrópska aðila á Íslandi). 4. aðstoða við hliðstæða starfsemi í nýjum aðildarríkjum og taka þátt í upplýsingadreifingu um IST á al- þjóðlegum ráðstefnum og sýning- um. Nánari upplýsingar veitir Rann- sóknaþjónusta HÍ í síma 525 4900. Upplýsinga- skrifstofur um Evrópumál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.