Morgunblaðið - 13.01.2001, Qupperneq 63
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 63
FYRIR nokkrum
dögum, um nýliðin
aldamót, var gerð al-
varlegasta aðför að
lýðræðinu hér á landi,
síðan lýðveldið var
endurreist 1944. Rík-
istjórn Íslands van-
virti Hæstarétt Ís-
lands, sem er æðsti
úrskurðaraðili í deilu-
málum hér á landi.
Einn af hornsteinum
lýðræðis er réttar-
kerfið og virðng fyrir
því og er svo um allan
hinn vestræna heim.
Þegar hæstiréttur
viðkomandi lands hef-
ur fellt úrskurð eru það lokaorð og
allir virða niðurstöðuna, hver sem
hún er eins og sást best í forseta-
kosningunum í Bandaríkunum ný-
lega. Þegar hæstiréttur kvað upp
úrskurð um talningar þar, sagðist
Al Gore virða niðurstöðuna þótt
hann væri ekki sammála. Svona er
þetta um allan hinn vestræna
heim, nema hér á Íslandi. Hæsti-
réttur felldi úrskurð í deilumáli
milli Tryggingastofnunar ríkisins
og Öryrkjabandalagsins og
úskurðaði að Tryggingastofnun
hafi verið óheimilt að skerða tekju-
tryggingu öryrkja vegna tekna
maka, því til þess skorti lagaheim-
ild og þessi skerðing samrýmdist
ekki mannréttindakafla í stjórn-
arskrá Íslands.
Viðbrögð forstjóra Trygginga-
stofnunar fyrst eftir að úrskurður
lá fyrir voru eðlileg og hann sagði
að það væri ekkert vandamál að
greiða út skv. úrskurðinum um
áramót, en það tæki lengri tíma að
reikna allt aftur í tímann, en við-
brögð ríkisstjórnar við þessum úr-
skurði vöktu undrun margra. Heil-
brigðisráðherra sagði dóminn
flókinn og lögmenn ráðuneytisins
þyrftu að skoða hann vel áður
nokkuð yrði gert, forsætisráðherra
talaði um rétturinn hefði átt að
vera fjölmennari og fleira var sagt
í þessum dúr, en ríkistjórnin skip-
aði síðan nefnd til að fara yfir
dóminn og finna út hvernig bregð-
ast skyldi við og koma með tillögur
um lagabreytngar. Síðan sögðu
ráðherrar að ekkert væri hægt að
gera fyrr en nefndin væri búin að
skila af sér. Utanríkisráðherra
sagði í viðtali í Morgunblaðinu að
það hefði verið vitað frá upphafi að
lagabreytingar þyrfti
til áður en hægt yrði
að greiða út sam-
kvæmt dómnum.
Þetta er ótrúlegur
málflutningur, að
halda því fram að
setja þurfi lög til að
fara eftir úrskurði
Hæstaréttar. Hvers-
konar réttarfar stend-
ur til að innleiða hér?
Er hægt að breyta úr-
skurði Hæstaréttar
með lögum eftirá?
Allir nema ríkis-
stjórnin reiknuðu með
að úborgun tekjuteng-
ingar öryrkja um ár-
mót yrði í samræmi við dóm eða
úrskurð Hæstaréttar eða að skerð-
ingum vegna tekna maka yrði
hætt, þar sem Hæstiréttur hafði
úrskurðað það óheimilt, en ríkis-
stjórnin tók ekki mark á úrskurði
Hæstaréttar og hélt áfram skerð-
ingum þótt það væri óheimilt. Ég
held að Hæstarétti og allri ís-
lensku þjóðinni hafi aldrei áður í
sögu lýðveldisins verið sýnd meiri
óvirðing en með þessari framkomu
og er þetta alvarleg aðför að lýð-
ræðinu í landinu. Það er ekki mál-
ið hvort haft er af öryrkjum og
ellilífeyrisþegum með þessari
ákvörðun ríkisstjórnar að láta
Tryggingastofnun halda áfram
ólöglegum skerðingum á bótum
(við erum vön því að taka á okkur
auknar álögur) heldur það að rík-
isstjórnin telur sig yfir Hæstarétt
hafin og skipar stofnun, sem hefur
fengið úrskurð frá Hæstarétti á
sig um ólöglegt eða óheimilt at-
hæfi, að taka ekki mark á úrskurð-
inum og halda lögbrotinu áfram,
eins og gert var 2. janúar þegar
greitt var út eftir gömlu reglunum,
sem sem Hæstiréttur hafði úr-
skurðað óheimilt. Þarna er gengið
ansi langt frá lýðræðinu í átt til
einræðis, þegar ríkisstjórn telur
sig yfir Hæstarétt hafin og tekur
sér sjálfdæmi í málinu. Mikið er á
sig lagt til að reyna að hafa af ör-
yrkjum og ellilífeyrisþegum lögleg
laun þeirra.
Eðlileg viðbrögð ríkisstjórnar,
fyrst hún var ekki sammála úr-
skurði Hæstaréttar, hefði verið að
greiða út skv. úrskurðinun í janúar
og að semja reglur eða lög til
framtíðar og einnig að athuga
hvernig best væri að greiða það
sem búið var að taka án heimildar,
því það getur ekki staðist í lýðræð-
isríki að ríkisstjórn eða Alþingi
seti lög eða reglur, sem geta ógilt
úrskurð Hæstaréttar. Ef ríkis-
stjórn ætlar að setja lög og reglu-
gerðir, sem ógilda, eða draga úr
vægi úrskurðar Hæstaréttar, mun
það leiða til áframhaldandi mála-
ferla, sem aftur enda í Hæstarétti
ef með þarf, og er ólíklegt að
Hæstiréttur dæmi gegn fyrri úr-
skurði. Er ekki kominn tími til að
stjórnvöld hætti að standa í mála-
ferlum og deilum við öryrkja og
aðra styrkþega og fari að hugsa
með velvilja til þeirra og fari að
leiðrétta eitthvað af þeim miklu
skerðingum, sem orðið hafa á
kaupmættinum á undanförnum ár-
um?
Aðför að lýðræðinu
Karl Gústaf
Ásgrímsson
Öryrkjar
Er ekki kominn tími til,
spyr Karl Gústaf
Ásgrímsson, að stjórn-
völd hætti að standa í
málaferlum og deilum
við öryrkja og aðra
styrkþega?
Höfundur er eftirlaunaþegi og
formaður FEBK.
Ofn
æmisprófað
Úr ríki náttúrunn
ar