Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 78

Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 78
Í OKTÓBER og nóvember á síð- asta ári áttu grunnskólar Reykja- víkurborgar kost á athyglisverðu ljósmyndanámskeiði. Marteinn G. Sigurgeirsson kennsluráðgjafi leiðbeindi nem- endum í 7. bekk í myndatöku; fór með þeim í tæknileg atriði eins og myndbyggingu, æfði þá í myndatökum í illviðri og kenndi þeim aðferðir við að taka nær- myndir af formum og munstri m.a. Marteinn segist hafa verið að þróa þessa kennsluaðferð í fimm ár. „Skólakerfið íslenska hefur ekki enn kveikt á því að hér er merkileg listgrein á ferðinni,“ segir Marteinn. „Það er hægt að nota hana til sköpunar og tengja öðru námsefni þar sem ljós- myndin er kveikja að einhverju ferli – oftast þá í íslensku.“ Marteinn segir það hafa verið skemmtilegt að vinna þetta í kringum skólana sjálfa. „Það er nýtilkomið að ég fari sjálfur í skólana. Hér áður fyrr bauð ég krökkunum niður í Tjarnargötu þar sem ég var með aðstöðu. Svo þegar ég flutti myndverið sem ég sé um, mynd- ver grunnskólanna, í Réttarholts- skóla bjóst ég við að þetta myndi detta niður því að það væri ekk- ert áhugavert í kringum skólana að mynda. En ég hafði algerlega rangt fyrir mér og verkefnið varð miklu fjölbreyttara fyrir bragðið. Krakkarnir þurftu nú að gaum- gæfa sitt eigið umhverfi á nýstár- legan hátt og taka eftir einu og öðru sem hefur farið framhjá þeim í dagsins önn.“ Um 800 nemendur tóku þátt í verkefninu og eru meðfylgjandi myndir dæmi um afrakstur þess- ara námskeiða. Ungir myndasmiðir í grunnskólum Ljósmynd/Daníel Höfundur: Daníel úr Hólabrekkuskóla. Ljósmynd/Rósa Höfundur: Rósa úr Heiðaskóla. Ljósmynd/Hugrún Höfundur: Hugrún úr Melaskóla. Ljósmynd/Elísa Höfundur: Elísa úr Seljaskóla. Ljósmynd/Heiða Höfundur: Heiða úr Húsaskóla. Ljósmyndir og ljóð FÓLK Í FRÉTTUM 78 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.