Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 6
FORSETI danska þingsins, Ivar Hansen, og eiginkona hans, Karen Marie Hansen, komu í opinbera heimsókn til Íslands sl. sunnudag ásamt fylgdarliði, í boði Halldórs Blöndals, forseta Alþingis. Danski þingforsetinn átti fund með forseta Alþingis í gær í Al- þingishúsinu og fór vel á með þing- forsetunum sem aðallega ræddu Evrópumálin og tengsl Íslands og Danmerkur í gegnum tíðina. Halldór Blöndal kvað samstarf- þjóðanna afar ánægjulegt og benti sérstaklega á samskipti Íslendinga og Dana í Norðurlandaráði. „Síðustu ár hafa utanríkismál orðið fyrirferðarmikil í norrænu samstarfi. Samstarf þessara tveggja þjóða á sér aldagamla sögu og styðst við gamlar hefðir og vin- áttu þjóðanna. Þegar maður kemur til Kaupmannahafnar finnst manni að maður eigi svolítið í borginni því hvarvetna kemur maður á staði þar sem bestu synir Íslands fengu menntun sína og dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Norðurlanda- samstarfið tekur í dag einnig yfir mörg svið, menntunar og vísinda, svo dæmi séu tekin og þegar til lengri tíma er litið hefur Norð- urlandasamstarfið skipt mestu í menningargeiranum og heldur áfram að hafa mikla þýðingu fyrir þjóðirnar,“ sagði Halldór. Hann benti auk þess á að tengsl Dana við Evrópusambandið hefðu einnig spilað stórt hlutverk. „Reynsla mín sem ráðherra var sú að það var gott að eiga Dani að þegar á reyndi og ég tel að við get- um ennþá mikið af þeim lært og þeir af okkur. Á meðan Danir voru einir Norðurlandaþjóða í Evrópu- sambandinu nutum við þess í sam- bandi við ýmislegt sem við þurftum að koma á framfæri við Evrópu- sambandið og svo er enn þótt fleiri Norðurlandaþjóðir hafi komið þangað inn.“ Hansen tók undir orð starfs- bróður síns og sagði samstarf þjóð- anna hafa ríka sögulega merkingu. „Íslendingar hafa til þessa ákveðið að standa utan Evrópu- sambandsins en Danmörk innan þess. Þess vegna viljum við tryggja að Ísland hafi örugga stöðu innan sambandsins í samstarfi okkar við Evrópusambandið. Það skal einnig tekið fram að við virðum ákvörðun og rétt þjóðarinnar til að standa utan við þetta samstarf,“ sagði Hansen. Hann sagði samstarf nor- rænu þingforsetanna einnig alltaf hafa verið til fyrirmyndar enda hefði rík hefð skapast fyrir því samstarfi sem ræktað væri með op- inberum heimsóknum sem þessari. Frá Alþingi hélt Hansen ásamt fylgdarliði í forsætisráðuneytið til fundar við Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. Því næst hitti Hansen formenn þingflokkanna, Sigríði A. Þórðardóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, Bryndísi Hlöðversdóttir, þingflokksformann Samfylkingarinnar, Hjálmar Árna- son, varaformann þingflokks Framsóknarflokksins, og Ögmund Jónasson, þingflokksformann Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Þaðan var haldið til Bessastaða á fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Norræna eld- fjallastöðin var því næst heimsótt þar sem Freysteinn Sigmundsson, forstöðumaður, tók á móti gest- unum. Síðdegis fór Hansen á fund utanríkisráðherra, Halldórs Ás- grímssonar. Að loknum fundi þeirra var haldið aftur í Alþing- ishúsið þar sem þingforsetinn fylgdist með þingfundi af þingpöll- um og ávarpaði svo þingmenn úr forsetastóli. Öðrum degi heimsókn- arinnar lauk loks á kvöldverði í boði forseta Alþingis í Ráð- herrabústaðnum. Heimsókn þingforsetans lýkur í dag og mun þingforsetinn fara ásamt fylgdarliði í útsýnisferð um Reykjavík áður en haldið verður í Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi þar sem Albert Albertsson, aðstoð- arforstjóri, tekur á móti gestunum. Vel fór á með starfsbræðrunum Halldóri Blöndal og Ivar Hansen í Alþingishúsinu í gærmorgun. Þingforsetinn danski heimsótti forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, að Bessastöðum síðdegis. Morgunblaðið/Þorkell Forseti danska þingsins í opinberri heimsókn FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ mati Tómasar Zoëga, geðlæknis, sem rannsakað hefur Atla Guðjón Helgason, sem ákærður er fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni 8. nóvember sl., var morðið framið fyr- ir hreina slysni. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í gær í Héraðs- dómi Reykjavíkur, þar sem Tómas gaf skýrslu fyrir dómi. Hann bar að ákærði hefði alla tíð sneytt hjá átök- um og að hann væri hvorki ofbeldis- fullur né hættulegur. Morðið á Einari heitnum hefði ekki verið undirbúið, heldur virtist það hafa verið framið í kjölfar stympinga. Ákærða og Einari hafi orðið sundurorða, Einar orðið reiður og ákærði hörfað undan honum hálf- an hring í kringum bifreið Einars, uns hann greip hamar úr aftursæti bifreiðarinnar og sló Einar. Í fram- haldi af því hafi ákærði tekið órök- réttar ákvarðanir. Fram kom að neysla amfetamíns hafði aukist mjög síðustu mánuðina fyrir verknaðinn og hafi fíkniefnaneysla átt sinn þátt í því að hann missti stjórn á sér með áðurgreindum afleiðingum. Aðalmeðferð málsins hefst 3. maí. Tómasar Zoëga átti að bera vitni við aðalmeðferðina en vegna fyrirséðrar fjarveru var vitnisburði hans flýtt. Morðið á Einari Erni Birgissyni hreint slys að mati geðlæknis MENNIRNIR tveir sem í gær- kvöldi voru úrskurðaðir gæsluvarð- hald til 7. maí nk. eru taldir við- riðnir skotárás við íþróttasvæði Íþróttafélags Reykjavíkur við Skógarsel í Breiðholti um klukkan 21.30 á sunnudagskvöld. Að sögn lögreglu var um mann- drápstilraun að ræða, enda skotið á bifreiðir með mönnum innanborðs. Einn var fluttur á sjúkrahús, þó ekki með skotáverka. Áverkarnir bentu til að hann hefði sætt bar- smíðum en lögreglan telur ekki ólíklegt að ekið hafi verið á hann. Alls voru fimm menn á aldrinum 20 til 30 ára handteknir í tengslum við málið. Lögreglan hefur lagt hald á skotvopn, sem notað var, en upplýsir ekki hverskonar vopn er um að ræða, þ.e. haglabyssu, skammbyssu eða því um líkt. Ekki fæst heldur uppgefið hversu mörg- um skotum var hleypt af. Skotið var á tvær bifreiðir og þær skemmdar. Málið er einstakt að mati lögreglunnar Lögreglan upplýsir ekki að svo stöddu um ástæður árásarinnar og hefur ekki staðfest sögusagnir um að mál þetta tengist uppgjöri í fíkniefnaheiminum. Þó hefur feng- ist upplýst að sumir mannanna fimm hafi komið við sögu lögregl- unnar áður vegna fíkniefna- og þjófnaðarmála. Yfirheyrslur yfir mönnunum stóðu yfir í gær og mið- aði vel að sögn lögreglu. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, telst mál af þessu tagi einstakt. Lög- reglan hafi á undanförnum árum orðið vör við vopn í tengslum við fíkniefnamál. „Vopnum og tilvist þeirra fylgir auðvitað ákveðin ógn- un; menn geta notað þau. Það er kannski komið að því, ég veit það ekki. Það er í sjálfu sér einstakt að þetta skuli gerast,“ sagði Hörður. Málið er áfram í rannsókn lög- reglu sem verst frekari fregna af því enn sem komið er. Morgunblaðið/Ásdís Viðbúnaður lögreglu á vettvangi var mikill í fyrrakvöld. Hér er lögreglan á vettvangi árásarinnar við Skóg- arsel. Stórsá á bifreiðinni eftir skotárásina. A.m.k. þremur skotum var skotið á hana. Fimm menn handteknir vegna skotárásar við Skógarsel í Breiðholti á sunnudag Málið rannsakað sem tilraun til manndráps
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.