Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur hafnað erindi Sunddeildar Breiðabliks um að endurskoða stærð innilaugar, sem byrjað er að byggja á í Salahverfi í Kópavogi, en gert er ráð fyrir að laugin verði 16,33 metra löng. Forráðamenn deildarinnar fóru fram á að hún yrði 25 metra löng svo að hún upp- fyllti skilyrði um löglegar keppnislaugar innanhúss. Auk innilaugarinnar á að byggja 25 metra útilaug. Tómas J. Gestsson, formaður sund- deildar Breiðabliks, segir það vera mikil vonbrigði að er- indinu hafi verið hafnað því það hafi lengi verið baráttumál sundhreyfingarinnar að byggja 25 metra innilaug. „Þú setur ekki Íslandsmet nema í 25 eða 50 metra laug- um. Það er alltaf verið að byggja nýjar og nýjar laugar utanhúss en við höldum að al- menningur vilji líka innilaugar þó að bæjarfulltrúar álíti ann- að,“ segir hann. Hann segir til- finnanlegan skort vera á lög- legum innilaugum á höfuð- borgarsvæðinu. „Það er í rauninni engin al- þjóðleg innilaug til á höfuð- borgarsvæðinu. Sundhöllin í Reykjavík og Sundhöllin í Hafnarfirði eru börn síns tíma og í dag eru þær ekki löglegar. Þar vantar svokallaða öldu- brjóta og rennur meðfram bökkunum til að taka við yf- irfallsvatninu. Þess vegna eru öll innanhússmeistaramót á Íslandi annaðhvort haldin í Vestmannaeyjum eða á Keflavíkurflugvelli hjá banda- ríska hernum.“ Beiðnin barst seint Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi, segir ekki hafa verið mögulegt að verða við beiðni sunddeildar Breiða- bliks vegna þess hversu seint hún hafi borist. „Það er búið að hanna þetta og byrjað að grafa fyrir laug- inni. Eins þýddi þetta um 80– 90 milljóna króna hækkun sem er allt of kostnaðarsamt auk þess sem þetta myndi tefja verkið verulega. Svo það var hreinlega ekki hægt að verða við þessu erindi,“ segir hann. Innilaugin ekki stækkuð Salahverfi „AF hverju er gangbraut- arvörður hérna?“ heyrðust nokkrir krakkar segja hver við annan á leið í Mýrarhúsa- skóla í gærmorgun og voru hissa og greinilega ekki van- ir slíku þar. En ástæðan fyr- ir veru gangbrautarvarð- arins var þó ærin því umferðarnefnd Seltjarn- arnesbæjar efnir í samstarfi við ýmsa aðila til umferð- arviku meðal skólabarna dagana 30. apríl til 5. maí. Með umferðarvikunni er ætlunin að hvetja foreldra til að láta börnin ganga í skól- ann á morgnana við sem öruggastar aðstæður og vekja fólk til umhugsunar um öruggustu gönguleið- irnar. Göngustígar bæjarins liggja allir í átt að grunn- skólunum. Á meðan á átak- inu stendur ætla þeir sem að því standa að vera við gang- brautir á Bakkavör, Suður- strönd, Kirkjubraut og Nes- veg og aðstoða börnin við að fara yfir göturnar. Jóhanna Runólfsdóttir er í slysavarnardeild kvenna og stóð vaktina í gærmorgun skammt frá Valhúsaskóla. „Það er gífurleg umferð í kringum Mýrarhúsaskóla við upphaf og lok hvers skóladags og nú er svo kom- ið að foreldrar treysta ekki börnunum í alla þessa um- ferð sem er í kringum skól- ann á morgnana, svo að eitt- hvað verður til bragðs að taka og þetta átak er hluti af því að benda á vandann og hvað er nauðsynlegt að gera,“ sagði Jóhanna. „Þetta horn getur verið dálítið varasamt,“ bætti hún við og átti við að beygjuna þar sem Skólabraut liggur upp að Kirkjubraut. „Gagnfræðaskólinn er hérna skammt frá og ung- lingarnir eru gjarnan keyrð- ir þangað sem gerir það að verkum að umferð er oft mikil einmitt hér. Ég er því hér til að sýna nemendum Mýrarhúsaskóla hvar best er að fara yfir götuna.“ Leyfa börnunum að ganga í skólann En hvað er þá nauðsynlegt að gera til að bæta úr þessu vandræðaástandi? „Ein leiðin til að snúa þessari þróun við er sú að hvetja foreldra til að láta börn sín ganga í skólann; fyrir þá sem eiga um lengst- an veg að fara er er innan við 1 km ganga að og frá skólunum,“ sagði Jóhanna. „Það er alltaf verið að tala um að börnin fái ekki næga hreyfingu svo að ég held að það sé bara af hinu góða að þau labbi þennan spöl. Með því að kenna börnunum á gönguleiðirnar og hvernig ber að haga sér við umferð- argötur eykst jafnframt ör- yggi þeirra í umferðinni, auk þess sem þau koma hressari í skólann og verða betur í stakk búin til að tak- ast á við skólastarfið.“ Einn þeirra sem var á leið í skólann var Runólfur Ís- aksson í 4. bekk D í Mýr- arhúsaskóla. Hann sagðist aðspurður alveg vita hvers vegna Jóhanna væri þarna við gangbrautarvörslu. „Hún er þarna til að hjálpa krökkunum að fara yfir göt- una af því að sumir eiga það til að gleyma sér og labba yf- ir án þess að líta til hliðar og þá gætu þeir lent fyrir bíl.“ Þegar hann var spurður hvort ekki væri nauðsynlegt að hafa gangbrautarverði þarna alla daga ársins, svar- aði hann því til að hann væri ekki viss um að þeim myndi finnast það gaman að hanga við gangbrautir frá morgni til kvölds en þó var hann sammála um að eflaust væri slíkt af hinu góða ef þeir fengjust til þess. Sjálfur ætlar Runólfur að gerast lögreglumaður þegar hann verður stór. Umferðarvikunni lýkur með árlegum hjóladegi sem verður laugardaginn 5. maí á lóð Mýrarhúsaskóla. Í lok hjóladagsins verður farið í stutta hjólaferð með lögregluna í far- arbroddi. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Jóhanna Runólfsdóttir við gangbrautarvörsluna í gær- morgun og Runólfur Ísaksson, nemandi í 4. bekk D í Mýr- arhúsaskóla, sem fékk aðstoð hennar yfir götuna. „Af hverju er gangbrautar- vörður hérna?“ Seltjarnarnes SUNNUBÚÐ í Mávahlíð- inni er 50 ára í dag og verð- ur hún opin, eins og verið hefur undanfarin ár á 1. maí, og að sjálfsögðu heitt á könnunni. Óskar Jóhanns- son kaupmaður rak versl- unina lengst allra manna, eða frá 1951–1982, en nú- verandi eigendur, Sigur- björg og Sigríður Ólafsdæt- ur, keyptu hana árið 1985. „Ég er búin að vinna hérna í búðinni í 28 ár; byrj- aði hjá Óskari 1964 og vann í þrjú ár; fór svo upp í Sunnukjör, en þeir áttu þá verslun saman tveir, Óskar og annar maður. Þegar búið var að selja mig tvisvar með búðinni þá var mér eigin- lega nóg boðið, ég ætlaði ekki að láta selja mig í þriðja skipti; og þá keyptum við,“ segir Sigríður hlæj- andi. Þær systur eru báðar fæddar og uppaldar í Máva- hlíðinni. Sigríður býr núna á Álftanesi og Sigurbjörg í Kópavogi. Þær sögðust vita lítið um elstu sögu verslun- arinnar, en könnuðust þó við að Davíð Oddsson, Frið- rik Sophusson og Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson hefðu allir verið sendisveinar hjá Óskari á árum áður. „Það var fyrir okkar tíð, en ann- ars er Davíð jafngamall og Sigurbjörg,“ sagði Sigríður. „Ég man ekkert eftir þessum ágætismönnum, að öðru leyti en því að Davíð verslaði hérna í gamla daga; ég man ekki eftir honum sem sendli, það var fyrir mína tíð. Það hafa að sjálf- sögðu verið miklu fleiri sendlar en þessir höfðingj- ar, en Davíð, Friðrik og Vil- hjálmur eru þekktastir. Og raunar mætti nefna Pétur Sveinbjarnarson þar líka.“ En hvernig skyldi ganga að reka verslun á tímum stórmarkaða og verslunar- miðstöðva? „Það er náttúrlega erfitt, en það gengur samt,“ sögðu þær systur. „Við eigum trygga viðskiptavini, og svo eru þeir líka oft hjá okkur sem versla í stórmörkuðun- um en koma til okkar líka. Mörgum finnst þægilegra að versla í hinum minni búð- um, kvarta yfir hávaða og þreytu í stórmörkuðunum. Og svo er búðin hér líka eins og félagsmiðstöð; fólk hitt- ist gjarnan hérna og ræðir þjóðmálin. Sumir eru búnir að vera kúnnar Sunnubúð- arinnar allt frá því hverfið byggðist. Við erum líka með mjög gott starfsfólk, sem er búið að vera hjá okkur lengi.“ Fastráðnir starfs- menn eru fimm, og stund- um bætist við þá tölu. Ætlið þið að halda áfram á sömu braut, ótrauðar? „Já,“ segja þær; „meðan þetta gengur. Fyrst við er- um búnar að lifa allt það af sem búið er að ganga á í verslun, held ég að við lifum þangað til okkur langar að deyja. Það eru fáar svona búðir eftir í Reykjavík og hægt að telja þær á fingrum annarrar handar.“ Nú á tímum eru engir sendlar í Sunnubúð, heldur sendast þær sjálfar ef með þarf. Aðspurðar segjast þær þó ekki hafa nokkurn áhuga á frama í stjórnmál- um. Morgunblaðið/Golli Sigríður og Sigurbjörg Ólafsdætur, núverandi eigendur Sunnubúðar, eru ánægðar með lífið og tilveruna, þrátt fyrir að nú sé öld stórmarkaða og verslanamiðstöðva. Hverfisbúð í hálfa öld Hlíðar MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir við Vogabakka í Sundahöfn þar sem verið er að lengja bakkann um 150 metra. Samskip mun hafa að- stöðu á þessu nýja svæði og mun koma tveimur millilandaskipum að í einu, auk þess að stækka gámavöll sinn um 10 þúsund fermetra. Sá áfangi verksins sem nú stendur yfir miðar að því að hlaða 5 metra lagi of- an á undirlag til að þjappa því saman. Efnið kemur úr dýpkun á siglinga- leiðinni inn á svæðið. Mun uppfyll- ingin síðan standa í haust og vetur, en síðan verða malbikuð næsta sum- ar. Vogabakki lengdur Morgunblaðið/Jim Smart Sundahöfn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.