Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 27
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 27 AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga sem haldinn var sl. laugardag samþykkti ályktun þess efnis, að gengið verði í að stofna formlega eignarhalds- félag með vinnuheitinu KEA hf. og færa allan rekstur, eignir og skuldir svo og aðrar skuldbind- ingar samvinnufélagsins KEA til hins fyrirhugaða félags. Jafn- framt var samþykkt að fresta að- alfundinum og boða til fram- haldsaðalfundar eigi síðar en 20. júní nk., þar sem gengið verði frá breytingunum. Í máli Eiríks S. Jóhannsson- ar kaupfélagsstjóra kom fram að viðræður stæðu yfir við forsvars- menn Goða hf. um samruna Norðlenska ehf. og Goða og sé niðurstöðu að vænta innan skamms. Eiríkur sagði að ef af sameiningu verður muni meginhluti kjötvinnslu Goða verða fluttur til Akureyrar og Húsavíkur og þannig fáist betri nýt- ing á framleiðslutækjum Norðlenska. Því séu miklar vonir bundnar við að af sameiningu verði. KÞ vill sameinast KEA Þá kom fram í máli Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, stjórnarfor- manns KEA, að stjórn Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík hafi óskað eftir sameingu við KEA. Jóhannes Geir sagði að stjórn KEA hafi tekið vel í erindi KÞ og að mikilvægt væri að fá 1.500–2.000 nýja félagsmenn inn í KEA á þann hátt, auk þess sem sam- eining myndi styrkja svæðið enn frekar. Eiríkur kaupfélagsstjóri sagði í ræðu sinni á aðalfundinum að þróun í efnahagsumhverfi landsins hafi verið fyrirtækjum erfið og þar hafi Kaup- félag Eyfirðinga ekki verið undan- skilið. Hann nefndi að hækkun vaxta- stigs, mikil lækkun á gengi íslensku krónunnar, olíuverðshækkanir og ný- ir kjarasamningar hafi m.a. framkall- að verulega hækkun í kostnaðarlið- um, hækkun sem félagið hafi haft takmarkaða getu til að velta út í verð- lagið. Þess í stað hafi verið unnið að því að ná fram auknu hagræði í rekstri félaga KEA með samruna þeirra við önnur félög eða almennum hagræðingaraðgerðum innan þeirra. „Sá kostnaðarliður einstakur sem hækkar einna mest á milli ára er flutningskostnaður og sýnir það okkur enn frekar sam- keppnisstöðu okkar gagnvart stærsta markaðssvæðinu á landinu. Leyfi ég mér að benda ráðamönnum landsins á þessa einföldu staðreynd í þeirri umræðu sem nú stend- ur yfir um endurskoðun á tekjuöflun ríkissjóðs því skatt- tekjur ríkissjóðs eru umtals- verðar af þessum einstaka lið, hvort sem er í þungaskatti eða virðisaukaskatti á neysluvör- ur. Þrátt fyrir þessa stað- reynd er engin ástæða fyrir okkur að bogna í baki. Okkar frumkvæði eingöngu er það sem við getum reitt okkur á og frumkvæði höfum við og með frum- kvæði náum við árangri,“ sagði Eirík- ur. Jóhannes Geir, stjórnarformaður, kynnti þær breytingar sem fyrirhug- aðar eru með stofnun eignarhalds- félagsins KEA hf. Í ályktuninni sem samþykkt var á aðalfundinum var jafnframt samþykkt að vinna að sam- þykktarbreytingum á KEA svf. Þær fela m.a. í sér að færa B-deild stofn- sjóðs félagsins úr KEA svf. í KEA hf. með þeim hætti að eigendur B-bréfa eignist það hlutfall hlutabréfa í KEA hf. sem samsvarar eign þeirra miðað við eigin fé KEA svf. um síðustu ára- mót, eða 14,22%. Að uppfæra A-deild stofnsjóðs KEA svf. þannig að deildin standi í 14,22% af eigin fé félagsins miðað við síðustu áramót. Unnið verði að stofnun eignarhaldsfélagsins KEA hf. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður KEA, segir að stjórn Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík hafi óskað eftir sameiningu við KEA. Viðræður um samein- ingu Norðlenska og Goða Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.