Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 75 DAGBÓK SKRÁNING Í SÍMUM 551 9160 OG 551 9170 Ertu haldin síþreytu, svefntrufl- unum eða sjúkdómum sem læknavísindin ráða illa við? Losaðu þig við rafbylgjur og ryk í íbúðinni. Árangurinn gæti komið þér á óvart. Upplýsingar gefur Hreiðar Jónsson í síma 581 1008 eða 862 6464, símatími milli kl. 10 og 12. Góð verð Ný glæsileg sending Sundtöskur/sumartöskur Mikið litaúrval Skólavörðustíg 7 STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT afmælisbarn dagsins: Þú ert lunkinn að sneiða hjá erfiðleikum þegar þeir koma upp og með heilbrigða forvitni í farteskinu ertu fær í flestan sjó. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ættir að brjóta upp lífs- munstur þitt og reyna nýja hluti. Þú hefðir gott af tilbreyt- ingu svo árangurinn getur ekki orðið annað en jákvæður. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt þér finnist að þér sótt á vinnustað skaltu halda ró þinni því þeir sem þyrla upp mold- viðrinu munu týna öllum sín- um vopnum í tilgangslausu stríði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þótt þér falli best þær sam- ræður þar sem menn eru á öndverðum meiði og þú gerir þér stundum upp skoðanir til að svo sé skaltu forðast að verða fórnarlamb þess leiks. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sá er hygginn sem hugar að fjármálunum áður en lagt er út í einhver útgjöld. Þótt erfitt sé að ráða í framtíðina skaltu reyna að gera þér grein fyrir því hvað hún ber í skauti sér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur ákaflega jákvæð áhrif á allt í kringum þig en þarft að læra betur að verja sjálfan þig með því að þekkja hafrana frá sauðunum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér finnst sem allir séu að horfa yfir öxlina á þér og það veldur þér umtalsverðri streitu. Talaðu hreint út við vinnufélaga þína og hugaðu betur að sjálfum þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þegar þú tekur þátt í hóp- starfi verður þú að sjálfsögðu að leggja þitt af mörkum en getur ekki bara setið með hendur í skauti og ætlast til þess að hinir vinni alla vinn- una. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að sníða verstu horn- in af framkomu þinni því þótt sumir kunni vel að meta hráa kímni þína fellur hún ekki öll- um í geð og getur skapað vandræði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhverjir möguleikar virðast á ferðalagi en ljóst að þú þarft að hafa öll spjót úti til þess að af því verði. Mundu að haga efninu eftir ástæðum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er engu líkara en þú horf- ir á heiminn í gegnum einhver gleraugu sem þú verður að taka niður ef allt á ekki að enda með ósköpum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver togstreita um völd og áhrif eru í gangi á vinnustað þínum og þú dregst inn í hana nauðugur viljugur nema þú gerir strax hreint fyrir þínum dyrum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt gott sé að láta sig dreyma máttu ekki lifa svo í dag- draumum að þú missir tökin. Ævintýrið og raunveruleikinn eru sitthvað en bæði nauðsyn- leg á sínum stað. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT AÐ SIGRA HEIMINN Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. Steinn Steinarr „ÞETTA er svo tært og fallegt spil að þú verður að birta það.“ Björgvin Víg- lundsson hringdi í umsjón- armann og hafði sögu að segja af OK-spilamennsku á Netinu. Hann sat á öxl- inni á Hrólfi Hjaltasyni – Icenail – eins og hann heit- ir á Netinu og fylgdist með honum spila með Páli Hjaltasyni á móti tveimur reyndum Bandaríkjamönn- um. Hrólfur var í suður, en Páll í norður: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ 10 ♥ Á74 ♦ ÁK4 ♣ KG52 Vestur Austur ♠ ÁK ♠ G96 ♥ KG93 ♥ D10865 ♦ D107 ♦ 9865 ♣ D1087 ♣ 9 Suður ♠ D8754 ♥ 2 ♦ G32 ♣ Á643 Vestur Norður Austur Suður 1 grand Pass 2 tíglar *Pass 2 hjörtu Pass Pass 2 spaðar 3 hjörtu 4 spaðar Allir pass Eftir 15-17 punkta grandopnun yfirfærir aust- ur í hjarta og deyr svo í bútunum. Hrólfur ákvað að berjast í verndarstöðunni, en Páll gaf honum engin grið og setti Hrólf í fjóra spaða. Út kom hjarta. Hrólfur drap og sá að vestur varð að eiga ÁK tvíspil í spaða, svo hann spilaði strax smáum spaða frá báðum höndum. Vestur svaraði með hjarta og Hrólfur trompaði. Hann spilaði aft- ur spaða í bláinn og vestur hamraði enn á hjartanu, sem Hrólfur trompaði. Hann tók nú spaðadrottn- inguna og þar með voru öll tromp í spilinu uppurin. En spaðadrottningin hafði þvingunaráhrif á vestur. Hann gat ekki fleygt frá sérfjórlitnum í laufi, né drottningunni í tígli. Hjarta var þvingað afkast. Það virðist ekki skaða vest- ur, en gerir það í raun, því það lokar útgönguleið hans í þeim lit síðar. Hrólfur tók næst laufás, svínaði gosa, spilaði kóng og sendi vest- ur inn á fjórða laufið. Nú voru aðeins þrjú spil eftir hendi, eintómir tíglar, og vestur varð að spila frá drottningunni og gefa slag á gosann. „Frábært,“ sögðu AV yf- ir sig hrifnir og undir það má taka. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Sjötug-ur verður á morgun, miðvikudaginn 2. maí, Grettir Björnsson harmon- ikuleikari, Urðarbakka 30, Reykjavík. Eiginkona hans er Erna Geirsdóttir starfs- maður Íslandspósts. Þau verða að heiman. 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 2. maí, verður áttræð Guðrún Sigurðardóttir, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Hún og eiginmaður hennar, Þórólfur Sæmundsson, taka á móti ættingjum og vinum laugardaginn 5. maí í saln- um á Kirkjuvegi 11, Kefla- vík frá kl. 15. 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 1. maí, verður sjötugur Magnús L. Sveinsson, formaður VR, Geitastekk 6, Reykjavík. Eiginkona hans er Hanna Hofsdal Karlsdóttir. Þau eru erlendis á afmælisdag- inn. 90 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 2. maí, verður níræð Astrid Skarpaas Hannes- son, hjúkrunarkona, Hjalla- seli 55 (Seljahlíð), Reykja- vík. Astrid verður að heiman á afmælisdaginn. Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Mikið úrvall af Fallegir litir gallafatnaðill i 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 2. maí, verður sextug Sigríður Birna Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Holtagerði 4, Húsavík. Í til- efni af því taka hún og eig- inmaður hennar, Ingimar Hjálmarsson, á móti gestum í salnum í Miðhvammi, föstudaginn 4. maí, frá kl. 19-23. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 2. maí, verður fimm- tugur Sigbjörn Gunnars- son, sveitarstjóri í Mývatnssveit. Sigbjörn mun taka á móti gestum í Gamla bænum, Hótel Reynihlíð, laugardaginn 5. maí kl. 20. Gestum sem langt að koma stendur til boða gist- ing í Hótel Reynihlíð við vægu verði. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.