Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirlestur um skýrslu SNS
Svíþjóð í efnahags-
umhverfi Evrópu
VERSLUNARRÁÐÍslands og Sænsk-íslenska verslunar-
ráðið halda í tengslum við
aðalfund á morgun fund
um sænsk efnahagsmál.
Fyrirlesari verður dr.
Hans Tson Söderström,
formaður og framkvæmda-
stjóri SNS (Stud-
ieförbundet Näringsliv och
Sämhalle) sem eru rann-
sóknarsamtök viðskipta-
lífsins í Svíþjóð. Dr. Söd-
erström er einnig
prófessor í hagfræði við
Viðskiptaháskólann í
Stokkhólmi (Handelshög-
skolan i Stockholm). SNS
hefur nýlega sent út skýrsl-
una „Kluster.se – Sweden
in the New Economic Geo-
graphy of Europe“ sem
fjallar um samkeppnisstöðu Sví-
þjóðar. Dr. Söderström var spurð-
ur um hvernig hún væri nú.
„Hún er að margra mati góð.
Ég ætla á ráðstefnunni á morg-
un að ræða um efnahagslega þróun
og um stjórnun efnahagsmála í
dag.
Sænsk efnahagsmál hafa þróast
á mjög jákvæðan hátt síðustu
fimm ár. Nú er útlitið aftur á móti
ekki eins gott, rétt eins og víðast
um hinn vestræna heim. Ég held
þó að hagvöxtur muni fara vaxandi
er frá líður.“
– Hvað geturðu sagt okkur um
skýrslu SNS og tilurð hennar?
„SNS er nefnd sem sem sett var
fyrst á laggirnar í byrjun áttunda
áratugarins í því skyni að meta
efnhagsstöðu Svíþjóðar á hlutlaus-
an hátt. Samsetning nefndarinnar
er breytileg frá ári til árs en sam-
anstendur þó alltaf af fjórum til
fimm þrautreyndum og viður-
kenndum hagfræðingum. Það hef-
ur sýnt sig að þessar skýrslur hafa
haft áhrif á efnahagsstefnu
sænskra stjórnvalda og þess vegna
hafa þær vakið athygli erlendis.“
– Hvað viltu segja um efnhags-
umhverfið í Evrópu nú um stund-
ir?
„Afnám hafta og tollmúra og til-
koma sameiginlegs Evrópumark-
aðar hefur skapað alveg nýtt um-
hverfi fyrir framkvæmdamenn í
Evrópu og skapað ómæld tækifæri
til að vinna nýja markaði. Þetta
verkur ýmsar spurningar. Hvaða
þættir ákvarða t.d. hagstæðustu
staðsetningu í hinni nýju Evrópu?
Mun þetta leiða til þess að efna-
hagsleg starfsemi þjappast saman
í þyrpingar á ákveðnum stöðum á
kostnað fólksfækkunar og lægðar
á öðrum stöðum? Þekkt er að fyr-
irtæki sem eru með svipaða starf-
semi hafa tilhneigingu til þess að
þjappa sér saman og mynda eins-
konar þyrpingar. Áður voru fyrir-
tæki bundin innan sinna landa-
mæra í miklu ríkari mæli en í hinu
nýja efnhagslega umhverfi Evrópu
þar sem frelsi ríkir á sviði fjár-
magns og vinnuafls. Meginathug-
un skýrslu okkar í ár hefur tengst
þessu.
Svíar standa vel að vígi að því
leyti að þeir hafa komið upp
gróskumiklu tæknium-
hverfi í Stokkhólmi,
Kistan, þar sem um
þrjátíu þúsund manns
starfa um þessar mund-
ir en þeim fer fækkandi
og sum af hinum rót-
grónu fyrirtækjum hafa haslað sér
völl í Evrópu. Staða fyrirtækja
eins og t.d. Ericsson hefur mikil
áhrif í sænsku efnahagslífi og hún
á vonandi eftir að batna. Vegna
þess hve langt virðist í land með að
afleiðingar tæknibyltingar undan-
farinna ára skili sér af fullum
þunga í efnhagslífinu tel ég æski-
legt að vanrækja ekki hinn hefð-
bundna, sterka sænska iðnað.“
– Hvað viltu segja um þróunina
á Íslandi?
„Ég veit ekki mikið um efna-
hagsmál Íslands enda kem ég ekki
til að ræða um þau mál. Ég veit þó
að Íslendingar eiga að mörgu leyti
við svipuð vandamál að stríða og
nágrannalöndin, öll efnahagsmál
núna eru fljótandi á milli landa-
mæra.“
– Hvernig finnst þér staða efna-
hagsmála í Evrópu vera almennt?
„Ég er varkár í yfirlýsingum í
þeim efnum. Hvað gerist á morgun
vitum við lítið um. Það lítur út fyrir
niðursveiflu, en hvað lengi hún
stendur veit ég ekki. Í Bandaríkj-
unum hafa menn verið lítið fyrir að
spara og fengið óhikað peninga að
láni en slík þróun hefur t.d. verið
mun hægari í Svíþjóð.
Öldrunarvandamálin eru heldur
ekki eins mikil hér og víða annars
staðar. Á síðustu áratugum hefur
fjöldi aldraðra aukist mjög og
færri og færri vinnandi menn
verða til þess að vinna verkin og
sinna hinum öldruðu.“
– Hvað með samkeppnisstöðu
Svía?
„Samkeppnisstaða Svía er nú
sem fyrr sagði mjög góð, aukning
framleiðslu hefur verið stöðug
fram undir þetta en nú um stundir
er sænska krónan í veikri stöðu og
hefur raunar verið það síðasta
hálfa árið. Hún mun þó
að öllum líkindum
styrkja stöðu sína á
næstunni en hve hratt
og mikið er ekki gott að
segja. Þá geta Svíar
aukið markaðshlutdeild
sína enn meira.
Íslendingar geta lært ýmislegt
af Svíum í sambandi við efnahags-
lega þróun. Það á einkum við í
sambandi við baráttuna við verð-
bólguna. Vonandi verða fjörugar
umræður á ráðstefnunni á morgun
um þessi mál og önnur sem fjallað
er um í skýrslu SNS.“
Hans Tson Söderström
Hans Tson Söderström fædd-
ist árið 1945 í Stokkhólmi. Hann
varð stúdent árið 1963 og tók svo
próf frá Viðskiptaháskólanum í
Stokkhólmi. Hann tók dokt-
orspróf 1974 frá sama skóla, rit-
gerð hans fjallaði um hagvöxt og
framleiðni. Hann hefur stundað
rannsóknir við ýmsa háskóla í
Bandaríkjunum, m.a. við Prince-
ton, Stanford, Berkeley og víðar.
Hann hefur starfað við SNS frá
árinu 1985 og er þar yfirmaður,
einnig er Söderström prófessor
við Viðskiptaháskólann í Stokk-
hólmi.
Hann er kvæntur Karoline
Flietwood utanríkisstarfsmanni
og eiga þau þrjú börn.
Samkeppn-
isstaða
Svía er nú
mjög góð
Jesús kræst, ég átti alls ekki von á þessu, Guðni minn.
FÉLAG þýzkukennara, í samvinnu
við þýska sendiráðið og menntamála-
ráðuneytið, efndi að vanda til þýsku-
þrautar meðal framhaldsskólanema í
vetur og hefur þremur hlutskörpustu
framhaldsskólanemum þrautarinnar
nú verið boðið til mánaðardvalar í
Þýskalandi. Þýskuþraut er eins konar
landskeppni í þýsku þar sem nemend-
um í framhaldsskólum landsins gefst
tækifæri til að þreyta próf í þýsku og
hljóta þeir sem bestum árangri ná
vegleg verðlaun.
Nemendur framhaldsskólanna
sýna þrautinni mikinn áhuga og tóku
að þessu sinni rúmlega 80 nemendur
úr flestum framhaldsskólum landsins
þátt í henni og náðu margir þeirra, að
sögn Eiríks Haraldssonar formanns
Félags þýzkukennara, frábærum ár-
angri.
Þýsk stjórnvöld bjóða þeim þrem-
ur nemendum sem bestum árangri ná
til mánaðardvalar í Þýskalandi í því
skyni að læra málið enn betur og
kynnast landi og þjóð. Meðan á dvöl-
inni stendur ganga nemendurnir í
þýskan menntaskóla og búa heima
hjá þýskum fjölskyldum auk þess að
fara í menningarferð um landið.
Þeir þrír nemendur sem náðu best-
um árangri í prófinu og eru á leið til
sumardvalar í Þýskalandi eru: Bjarn-
heiður Kristinsdóttir nemandi við
Menntaskólann í Reykjavík, Líney
Halla Kristinsdóttir, Menntaskólan-
um við Hamrahlíð, og Loftur Þórar-
inn Guðmundsson, Menntaskólanum
á Laugarvatni. Loftur mun taka þátt í
sk. Euro-camp þar sem ungu fólki frá
um 40 löndum gefst tækifæri til að
vinna að fornleifauppgreftri og öðrum
slíkum menningartengdum verkefn-
um. Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um hvert Bjarnheiður og Líney fara
en það verður að sögn Eiríks ein stór-
borga Þýskalands; Berlín, München
eða Köln. Þessi góða þýskukunnátta
er öll fengin fyrir dugnað nemend-
anna þar sem það er skilyrði fyrir
þátttöku í þrautinni að þátttakendur
hafi ekki dvalið langdvölum, eða
meira en tvo mánuði, í Þýskalandi.
Svo skemmtilega vill til að þær Bjarn-
heiður og Líney eru systur og segir
Eiríkur þá tilviljun hafa komið dóm-
nefnd á óvart enda hafa systkini ekki
áður unnið til viðurkenningarinnar.
20 nemendur til viðbótar hlutu bók-
arverðlaun frá þýska sendiráðinu í
viðurkenningarskyni fyrir góðan ár-
angur.
Verðlaunin voru afhent í nýjum
húsakynnum Goethe-Zentrum sem
voru formlega tekin í notkun að verð-
launaafhendingunni lokinni.
Þeir hlutskörpustu í þýskuþraut framhaldsskólanema
Mánaðardvöl í Þýska-
landi í verðlaun