Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stiga sláttuvélar Hjá okkur er mikið úrval af hinum vel þekktu Stiga sláttuvélum. Aðalsmerki Stiga eru gæði og góð ending. Ef þú vilt hafa garðinn þinn grænan í sumar komdu þá til okkar og skoðaðu úrvalið. Askalind 4 Vetrarsól er flutt að í Kópavogi Vetrarsól - Askalind4 - Kópavogi - Sími 5641864 A U G L Ý S I N G A S E T R I Ð BÚIST er við að Martin McGuinness, menntamálaráðherra í heimastjórn- inni á Norður-Írlandi, muni verða fyrstur stjórnmálamanna í Sinn Fein til að viðurkenna opinberlega að hann hafi verið hátt settur maður í Írska lýðveldishernum, IRA. Haft er eftir heimildum að McGuinness muni eða hafi nú þegar sagt nefnd, sem kannar atburði Blóðuga sunnudagsins, er breskir hermenn skutu 14 óbreytta borgara í Londonderry 1972, að hann hafi þá verið næstráðandi innan IRA í borginni. Hingað til hafa það verið óskráð lög að fulltrúar Sinn Fein játi aldrei nein tengsl við IRA og IRA- liðar sjálfir sverja þess eið að gefa ekkert upp um samtökin. Þáttaskil eða pólitísk klókindi? Ýmsir fréttaskýrendur líta á þetta sem merki um að IRA sé tilbúið til að láta af vopnaðri baráttu en aðrir telja að ástæðan sé stjórnmál og tilraun McGuinness til að auka trúverðug- leika sinn frammi fyrir rannsóknar- nefndinni. Sagt er að lýðveldissinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri til neins fyrir McGuinness að sverja fyrir aðild sína að IRA á ár- um áður. Sagt er að McGuinness hafi sent rannsóknarnefndinni bréf þar sem hann viðurkennir að hafa verið næst- ráðandi í IRA í Londonderry 30. janúar 1972, Blóðuga sunnudaginn, og í því vísi hann á bug sem „þvætt- ingi“ breskri leyniþjónustuskýrslu þar sem því er haldið fram að Mc- Guinness hafi hleypt af fyrsta skotinu. Vopnin í geymslu Í bréfinu kemur einnig fram, að sögn, að McGuinness, sem átti mest- an þátt í nýrri rannsókn á Blóðuga sunnudeginum, hafi verið sammála skipuleggjendum mótmælanna í Londonderry um að engu ofbeldi yrði beitt. Hafi hann fengið skipun um það frá yfirmanni sínum að segja öðrum IRA-mönnum að láta bresku her- mennina í friði. Þá er sagt að McGu- inness haldi því fram að vopnaðir IRA-menn hafi haldið sig fjarri borg- inni en vopn annarra hafi verið sett í geymslu. Það þykja mikil tíðindi ef McGuinness hefur viðurkennt að hann hafi verið næstæðsti yfirmaður IRA í Londonderry, en breska leyni- þjónustan taldi raunar að hann hefði verið æðsti yfirmaður samtakanna í borginni. Var hann yfirheyrður sem slíkur 1971. Ian Paisley yngri, talsmaður Lýð- ræðislega sambandsflokksins á N-Ír- landi, sagði um helgina að viður- kenndi McGuinness aðild að IRA bæri stjórnvöldum skylda til að hand- taka hann og dæma í fangelsi. AP Martin McGuinness, menntamálaráðherra Norður-Írlands, er hann kom út af blaðamannafundi í Belfast í gær. McGuinness sagð- ur hafa viður- kennt aðild að IRA Belfast. Daily Telegraph, AFP. NÝJAR tillögur sem Gerhard Schröder Þýzkalandskanzlari og Jafnaðarmannaflokkur hans hafa lagt fram um framtíðarfyrirkomu- lag stofnanauppbyggingar Evrópu- sambandsins (ESB) mæltust í gær misjafnlega fyrir í höfuðborgum hinna ESB-ríkjanna. Veigamest hinna nýju tillagna er að framkvæmdastjórn ESB verði breytt í eins konar „ríkisstjórn Evr- ópu“ og að ráðherraráðið, sem fram til þessa hefur verið valdamesta ESB-stofnunin, verði að eins konar efri deild Evrópuþingsins. Wolfgang Schüssel, kanzlari Austurríkis, brást við með því að segja að vissulega væri þörf á að endurskoða stofnanauppbyggingu ESB, en hana ætti ekki að nota til að „smíða evrópskt ofur-ríki“. Tillögur Schröders eru hluti af stefnumótunarplaggi sem hann hef- ur lagt fyrir flokk sinn, SPD. Þýzka vikuritið Der Spiegel greindi frá þeim á laugardag og talsmenn SPD staðfestu þær á sunnudag. Yfirlýst meginmarkmið tillagnanna er að „þingræðisvæða“ stofnanir ESB, þar sem Evrópuþinginu yrðu falin aukin völd auk þess sem ráðherra- ráðinu yrði breytt í efri deild þess. Yrði tillögunum hrint í fram- kvæmd yrði Evrópuþinginu falið meðal annars að bera ábyrgð á sam- eiginlegum fjárlögum ESB. Þar með yrði sameiginlega landbúnað- arstefnan, sem eins og sakir standa gleypir nærri helming allra út- gjalda ESB, einnig á valdi þingsins. Þessar tillögur fylgja í kjölfar krafna þýzkra ráðamanna um að samin verði stjórnarskrá fyrir ESB, þar sem kveðið verði á um verka- skiptingu hinna yfirþjóðlegu stofn- ana sambandsins og stjórnvalda í aðildarríkjunum. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýzkalands, hef- ur talað um að ESB ætti að stefna að því að verða „sambandsríki þjóð- ríkja“. Tillögurnar fylgja ennfremur í kjölfar þess að á leiðtogafundi ESB í Nice í desember sl. var samið um breytingar á fyrirkomulagi ákvarð- anatöku hjá sambandinu, sem koma eiga til framkvæmda við stækkun þess, en þar tryggðu Þjóðverjar sér, sem fjölmennasta aðildarþjóð ESB, hlutfallslega meiri áhrif en þeir njóta samkvæmt núgildandi fyrir- komulagi. Umræðunni fagnað Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Stokkhólmi tjáði AFP-frétta- stofunni að sænska stjórnin, sem gegnir formennskunni í ESB þetta misserið, „fagni umræðu um fram- tíð [sambandsins], þar sem mis- munandi sjónarmið eru rædd“. Á skrifstofu Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, voru viðbrögð- in varkár; tillögur Schröders sagðar einungis vera nýjasta innleggið í þá umræðu sem í gangi er um framtíð- arfyrirkomulag stofnanakerfis ESB. En einn talsmaður brezku stjórnarinnar benti á sjónarmið sem Blair hafði lýst í ræðu sem hann flutti í Varsjá í fyrrahaust, þar sem hann sagði að ESB hefði burði til að láta að sér kveða á alþjóða- vettvangi sem „risaveldi“ en ætti að láta aðildarríkin um að framkvæma það hlutverk frekar en að láta yf- irþjóðlegar stofnanir um að sinna því. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins sagði Schröder hafa komið fram með „nýtt innlegg í um- ræðuna um framtíð Evrópu“. Tók talsmaðurinn fram að tillögur kanzlarans væru í takt við aðrar þýzkar hugmyndir sem væru vel kunnar. Þýzki utanríkisráðherrann Joschka Fischer, sem flutti ávarp í Evrópumálastofnuninni í Dyflinni (Institute for European Affairs) í gær, notaði þar tækifærið til að reyna að slá á áhyggjur sem ótví- rætt gætir víða í ESB um að tillögur af þessu tagi hafi það að markmiði að leysa upp þjóðríkið. Sagði hann það alls ekki standa til. Hins vegar muni „þrýstingur alþjóðavæðingar- innar knýja fram „meiri Evrópu“ og nánari samruna“. Nýjar tillögur Gerhards Schröders Þýzkalands- kanzlara um framtíðarskipan stofnana ESB Misjöfn viðbrögð í aðildarríkjunum AP Evrópufáninn (t.v.) og þýzki þjóðfáninn blakta í vorblíðunni fyrir ut- an nýju kanzlarahöllina í Berlín í gær. Þýzka kanzlaraembættið flyt- ur þar formlega inn á morgun, miðvikudag. Berlín. AFP, AP. TVEIR dingóhundar drápu í gær níu ára gamlan dreng og bitu annan illa á ástralskri sumarleyfiseyju. Eltu þeir tvo drengi og réðust á þá er annar þeirra féll. Drengirnir, sem voru í leyfi með foreldrum sínum á Fraser-eyju und- an ströndum Queenslands höfðu brugðið sér í gönguferð og höfðu ekki farið langt er þeir mættu villi- hundunum. Létu þeir ófriðlega og drengirnir tóku þá á rás heim og hundarnir á eftir. Þegar annar drengjanna féll á hlaupunum, réðust hundarnir á hann og drápu. Hinn drengurinn komst í búðirnar og lét vita. Þegar faðir drengsins, sem féll í jörðina, kom á vettvang var sonur hans látinn og hundarnir réðust nú á annan son hans, sjö ára, sem hafði komið með honum. Bitu þeir hann illa en þó ekki alvarlega. Hundarnir hafa nú verið skotnir. Um 300.000 sumarleyfisgestir koma til Fraser-eyju árlega en þar eru um 160 dingóhundar. Eru þeir raunar friðaðir vegna þess, að þeir eru taldir arfhreinastir allra hunda af þessari tegund. Íbúarnir á eyjunni kenna ferða- fólkinu um atburðinn og segja, að það sé alltaf að reyna að gefa hundunum og hæna þá að sér þótt það sé harðbannað. Segja þeir, að áður hafi dingóhund- arnir falist í runnagróðri er þeir urðu manna varir en nú séu þeir ekki lengur hræddir við menn. Dingóhundar hafa áður ráðist á fólk á Fraser-eyju, 1998 og 1999, en þó án þess að drepa það. Nú hefur verið ákveðið að herða mjög viðurlög við því að gefa hundunum og á það að varða háum fjársektum. Árásin í gær minnir á annað mál, sem frægt varð á níunda áratugnum en þá hélt kona, Lindy Chamberlain, því fram, að dingóhundar hefðu tekið níu vikna gamalt barn hennar er hún var í tjaldferðalagi við Ayers-klett- inn inni í miðri Ástralíu. Var hún dæmd fyrir að hafa myrt barnið og sat í fangelsi í þrjú ár áður en dóm- urinn var ómerktur. Dingóhundar drápu dreng og bitu annan Sydney. AFP, Reuters. Dingóhundur á Fraser-eyju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.