Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GILDI eru samningar milli KEA og íþróttafélaganna Þórs og KA. Samningarnir kveða á um mánaðarleg fjárframlög frá KEA þar sem öflugt félagsstarf Þórs og KA nýtist KEA við margvísleg kynningarmál. Í samningunum er jafnframt kveðið á um bónusgreiðslur til félaganna nái þau tilteknum ár- angri. Þær Erla Björg Guðmunds- dóttir, fulltrúi starfsmanna- stjóra KEA, og Heiðdís Jóns- dóttir starfsmannastjóri hafa afhent handknattleiksdeild Þórs slíka bónusgreiðslu í tilefni góðs árangurs, en þeir unnu sig upp um deild og munu á næsta leik- ári spila í úrvalsdeildinni eða Nissan-deildinni eins og hún heitir. KEA hefur átt gott og árang- ursríkt samstarf við íþrótta- félögin á félagssvæði sínu og samningar sem þessir undir- strika vilja KEA og íþrótta- félaganna til að slíkt megi halda áfram. Það er ánægjulegt þegar félögin ná árangri sem skilar bónusgreiðslum en tilgangurinn með þeim er auðvitað að hvetja félögin til enn frekari árangurs. KEA hefur stutt starfsemi fjölda annarra íþróttafélaga á starfssvæði sínu. KEA verðlaunar Þór fyrir góðan árangur í handknattleik Morgunblaðið/Margrét Þóra Erla Björg Guðmundsdóttir og Heiðdís Jónsdóttir frá KEA afhenda Gesti Einarssyni frá handknattleiksdeild Þórs bónusgreiðsluna. UNGMENNAFÉLAG Akureyrar, Greifinn, Sportver og Svali efna til götuhlaups í dag á Akureyri og hefst það kl. 13 en keppendum er bent á að mæta í síðasta lagi hálf- tíma fyrr. Rásmark er við Sportver á Glerártorgi en endamark við Greifann í Glerárgötu. Börn upp í 10. bekk hlaupa tvo kílómetra en 17 ára og eldri geta valið um fjóra eða tíu kílómetra. Keppendum verður skipt í flokka eftir aldri og kyni. Keppnin er jafnframt skólakeppni en stór far- andbikar og minni eignarbikar eru í boði fyrir þann skóla sem er með hæst hlutfall þátttakenda. Skrán- ing hefur staðið yfir síðustu daga og í dag verður hún frá kl. 10 til 11.30. Þátttakendum verður boðið upp á pítsur og svala að hlaupinu loknu. Götuhlaup fyrir al- menning HELGI Arngrímsson og Áskell Heiðar Áskelsson verða með mynda- sýningu og erindi um Víknaslóðir, sem er göngusvæði frá Borgarfirði eystra, í húsnæði Ferðafélags Akur- eyrar við Strandgötu 23 á Akureyri næstkomandi fimmtudagskvöld, 3. maí, kl. 20. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á kaffiveitingar á eftir. Næstkomandi laugardag, 4. maí, verður í boði krefjandi skíðagöngu- ferð á vegum Ferðafélags Akureyrar um Hákamba í Svarfaðardal. Farið verður frá skrifstofu félagsins við Strandgötu kl. 9 að morgni. Víknaslóðir kynntar ♦ ♦ ♦ Grímsey - Á þriðja degi sumars var blásið til stór- fagnaðar vetrarins hjá Grímsfélögum í Kiwanis- klúbbnum Grími. Formaður skemmtinefnd- ar, Sæmundur Ólason, sigldi af stað um hádegi árshátíð- ardagsins til Dalvíkur að sækja hljómsveit og veislu- stjóra. En þeir bræður „Ægir“ og „Kári“ láta ekki að sér hæða þegar þeir koma sam- an og stíga dans. Öldurnar á Grímseyjarsundi risu og hnigu af þvílíkum krafti að snúa þurfti við til lands með skemmti- kraftana. Tvær frúr, þær Guðrún Ás- grímsdóttir og Sigrún Þorláksdótt- ir, höfðu staðið við í tvo daga að matbúa fyrir veisluna, svo nú voru góð ráð dýr. Þremur klukkustund- um fyrir fagnaðinn settust niður hinir þrír úr skemmtinefndinni, þeir Dónald Jóhannesson, Jóhann- es Gísli Henningsson og Magnús Bjarnason og dagskrá var samin, full af gríni og glensi, söng og dansmúsik, allt á methraða. Örlítið var beðið með að byrja á borðhaldinu eða þar til formað- urinn Sæmundur birtist í salnum, eftir 9 tíma volk á Grímseyjar- sundi. Árshátíðin tókst prýðisvel – gestirnir glaðir og sælir en úti fyr- ir geisaði stórhríðin. Morgunblaðið/Helga Mattína Árshátíð Kiwanisklúbbsins Gríms var hin veglegasta og létu eyjar- skeggjar það ekki á sig fá þótt úti geisaði stórhríð sem hafði þær afleið- ingar að hljómsveit úr landi komst ekki í tæka tíð út í eyju. Söguleg árshátíð Morgunblaðið/Helga Mattína ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.