Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 65 Kleppjárnsreykjaskóli í Reykholtsdal, Borgarfjarðarsveit, státar meðal annars af: ● góðum starfsanda ● vel búnu skólasafni með tölvuveri ● rúmri vinnuaðstöðu kennara ● markvissri sérkennslu ● öflugri lestrarkennslu, greiningu og eftir- fylgd ● góðri íþróttaaðstöðu og blómlegu íþrótta- starfi ● mötuneyti með morgunmat og heitum mat í hádegi ● húsnæði fyrir kennara Í skólanum eru 1.—10. bekkur og hefur hver bekkur sína heimastofu, auk sérgreinastofa. Nemendur eru um 110, og koma þeir úr Borgar- fjarðarsveit, Skorradalshreppi og fremri hluta Hvítársíðu. Á staðnum er jarðhiti, ylrækt og stutt er í margar fegurstu náttúruperlur landsins. Skólinn nýtur nágrennis ýmissa mennta- og menningarstofnana héraðsins s.s. Reykholtskirkju — Snorrastofu, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Viðskiptaháskólans í Bifröst. Til að kóróna starfið í Kleppjárnsreykjaskóla þegar minnst verður 40 ára afmælis hans leit- um við að tónmenntakennara til að auðga skólastarfið með tónmenntakennslu, kórstarfi og þátttöku í uppfærslu söngleiks. Auk þess vantar bekkjarkennara og sér- kennara. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Væri nú ekki upplagt að líta við eitthvert síð- degið, hitta okkur og skoða skólann, eða hringja í síma 435 1171, 435 1170 eða 861 5971. Allar upplýsingar veitir Guðlaugur Óskarsson, skólastjóri, og Þórunn Reykdal, aðstoðarskóla- stjóri, (s. 435 1173 og 435 1224), auk þess sem á heimasíðu skólans er að finna upplýsingar um starfið http://kleppjarnsreykir.ismennt.is . Sjúkrahúsið Vogur Hjúkrunarfræðingar Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefna- vandann óska eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í fastar stöður við Sjúkrahúsið Vog. Á Sjúkrahúsinu Vogi er starfrækt afeitrun og meðferð áfengis- og vímuefnasjúkra. Þar eru 70 sjúkrarúm, af þeim eru 11 á sérstakri deild fyrir ungt fólk. Auk þess er starfandi við Sjúkra- húsið ný göngudeild. Við Sjúkrahúsið Vog starfar vaskur hópur starfsmanna, auk hjúkrunarfræðinga, læknar, sjúkraliðar, sálfræðingar og áfengisráðgjafar sem hafa starfað þar lengi við meðferð og áfengis- og vímuefnalækningar. Nú þurfum við að fjölga í hjúkrunarfræðingahópnum ásamt því að okkur vantar hjúkrunarfræðinga/ nema til afleysingastarfa í sumar. Góð kjör í boði, góð vinnuaðstaða og um- hverfi. Við hvetjum þá hjúkrunarfræðinga sem eru að hugsa um að breyta til í starfi þessa dagana að hafa samband við okkur og líta á aðstæður og ræða málin. Frekari upplýsingar veita Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri, thora@saa.is , og Theódór S. Halldórsson, framkvæmdastjóri, theodor@saa.is , í síma 530 7600.Kennarar! Veljið vinnusemi, virðingu og vellíðan! Veljið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki Við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar kennarastöður í eftirtöldum greinum fyr- ir skólaárið 2001—2002. Ráðið er í stöð- urnar frá 1. ágúst nk. ● Íslenska 2 stöður ● Málmiðnaðargreinar 1 staða ● Rafiðnaðargreinar 1 staða ● Stærðfræði og eðlisfræði 2 stöður ● Tréiðngreinar 1 staða ● Tölvufræði og umsjón með tölvukerfi skólans 1 staða ● Viðskiptagreinar 1 staða Einnig er laus til umsóknar staða vistar- stjóra við heimavist skólans næsta skólaár. Ekki þarf að skila inn umsókn á sérstöku eyðublaði en í umsókn þarf að greina frá menntun og fyrri störfum og öðru því sem umsækjendi telur málið varða. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjár- málaráðherra og KÍ. Nánari upplýsingar veita Ársæll Guðmundsson, skólameist- ari, og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðar- skólameistari, í síma 453 6400. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2001. Skólameistari. Upplýsingatækni- fyrirtæki Traust og vaxandi fyrirtæki á sviði upplýsinga- tæknimála leitar eftir ungum, vel menntuðum manni með viðskiptavit til starfa. Verkefnið felst í mótun, þróun og markaðssetningu nýrrar þjón- ustu, í samvinnu við yfirstjórnendur fyrirtækisins. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 5. maí merktar: „Spennandi framtíð — 11191“. Starfsfólk óskast Vegna breytinga vantar okkur vana barþjóna og skemmtilega dyraverði. Einnig vantar okkur starfskraft í mötuneyti Þjóðleikhússins, vakta- vinna. Allar nánari upplýsingar á staðnum, þriðjudag og miðvikudag, milli kl. 14 og 17. Leikhúskjallarinn, Hverfisgötu 19, (gengið inn Lindargötum.), sími 551 9636. Afgreiðslustörf Starfskrafta vantar til afgreiðslustarfa í verslun okkar. Æskilegur aldur 20—50 ára. Heilsdagsstörf: 1. framtíðarstarf — 2. sumarafleysingar. Upplýsingar á skrifstofu milli kl. 10 og 14 miðvikudaginn 2. maí og fimmtudaginn 3. maí. Auðbrekku 24, 200 Kópavogur sími 564 5650, www.olympia.is Sjúkrahúsið Vogur Starfsfólk í afleysingar Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefna- vandann óska eftir að ráða starfsfólk til afleys- ingastarfa við Sjúkrahúsið Vog í sumar í eftir- taldar stöður: ● Næturvörð. ● Fólk í ræstingar og í þvottahús. Frekari upplýsingar veita Theódór S. Halldórs- son, framkvæmdastjóri, theodor@saa.is , og Ágúst Jónatansson, launafulltrúi, agust@saa.is , í síma 530 7600. Seljalandsskóli Vestur-Eyjafjallahreppi Auglýst er eftir skólastjóra við Seljalandsskóla í Vestur-Eyjafjallahreppi og kennarastaða. Skólinn er fámennur sveitaskóli með um 20 nemendur í 1.—7. bekk og staðsettur í einni fegurstu sveit landsins í 20 km fjarlægð frá Hvolsvelli og 120 km fjarlægð frá Reykjavík. Á staðnum er nýlegt íbúðarhúsnæði fyrir starfs- fólk, húsnæðishlunnindi og skólamötuneyti. Þar er einnig samkomuhús og tónlistarskóli í tengslum við Tónlistarskóla Rangæinga. Umsóknarfrestur er til 31. maí. Upplýsingar veita Einar Guðmundsson, skóla- stjóri, í síma 691 6118 og Guðjón Árnason, sveitarstjóri, í síma 487 8900. Laus störf á næsta skólaári Á næsta skólaári eru eftirtalin störf við Fram- haldsskólann á Húsavík laus til umsóknar: Staða námsráðgjafa og umsjónarmanns tölvumála. Þetta eru hlutastörf (50%) og gert er ráð fyrir að viðkomandi kenni einnig við skólann. Þá eru lausar kennarastöður í: Stærðfræði, viðskipta- og tölvugreinum, dönsku (1/2 staða) og sálfræði (1/2 staða). Einnig stundakennsla í sérgreinum al- mennrar námsbrautar. Launakjör samkv. kjarasamningum KÍ og ríkis- ins. Auk þess eru sérstök húsnæðiskjör og flutningsstyrkur í boði! Ekki er nauðsyn að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Upplýs- ingar um menntun og starfsreynslu þurfa að fylgja umsókn. Vel menntað fólk frá Húsavík eða nágrenni er sérstaklega hvatt til að sækja um þessi störf. Nú gefst tækifæri til að nýta menntun sína og setjast að í heimabyggð. Umsóknarfrestur er til 22. maí og upplýsingar veita Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameist- ari og Gunnar Baldursson aðstoðarskólameist- ari í síma 464 1344. Skólameistari. Sveitarstjóri Laus er til umsóknar staða sveitarstjóra Breið- dalshrepps. Staðan er laus frá og með 1. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi. Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri hreppsins. Hann undirbýr fundi hreppsnefndar, semur dagskrá og boðar til funda. Hann á sæti á fund- um hreppsnefndar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Sveitarstjóri hefur á hendi fram- kvæmd ákvarðana hreppsnefndar og hrepps- málefna að svo miklu leyti sem hreppsnefnd hefur ekki ákveðið annað. Sveitarstjóri er pró- kúruhafi hreppssjóðs, hann undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna hreppsins, lántökur og aðrar skuldbindingar hans. Sveitar- stjóri er æðsti yfirmaður starfsliðs hreppsins. Breiðdalshreppur er bæði sveitar- og þéttbýlis- sveitarfélag. Náttúrufegurð er mikil í Breiðdal og fellur Breiðdalsá um dalinn sem er laxveiðiá. Á Breiðdalsvík er öll helsta þjónusta. Þar er einsetinn skóli, leikskóli án biðlista og nýtt íþróttahús. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til hreppsnefndar Breiðdals- hrepps, Ásvegi 32, 760 Breiðdalsvík, eigi síðar en 22. maí nk. Nánari upplýsingar veita Rúnar Björgvinsson, sveitarstjóri, í síma 475 6716, og Lárus Sigurðs- son, oddviti, í síma 475 6791. Vélavörður Vélavörð, sem leyst getur af sem yfirvélstjóri, vantar á 200 lesta línuskip frá Grindavík. Upplýsingar í síma 420 5700. Vísir hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.