Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ að ekki tíðkist óhófleg álagning í skjóli hennar. Samfylkingin skorar á ríkisstjórnina að beita sér sér tafar- laust fyrir aðgerðum til úrbóta.“ Í ályktun um verkfall sjómanna lýsir Samfylkingin yfir þungum áhyggjum. Samningamál deiluaðila hafi til margra ára verið í ógöngum vegna þess að fiskverð ráðist ekki á frjálsum markaði. „Flokksstjórnin lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórn- FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR Samfylkingarinnar, sem haldinn var sl. laugardag, samþykkti þrjár álykt- anir er fjölluðu um grænmetismálið, sjómannaverkfallið og Kyoto-bók- unina. Varðandi grænmetismálið átelur fundurinn harðlega stefnu stjórn- valda í innflutningstollum á grænmeti sem hafi leitt til milljarða viðbótarút- gjalda fyrir neytendur. „Í skjóli þessarar stefnu hafa þrif- ist óeðlilegir og ólöglegir viðskipta- hættir í heild- og smásölu og óhófleg álagning á grænmeti sem Samfylk- ingin fordæmir. Þannig hefur verð á grænmeti hækkað tvöfalt á við önnur matvæli frá 1995, þegar GATT-samn- ingurinn tók gildi, fram til loka ársins 2000. Á sama tíma hefur verð á græn- meti lækkað umtalsvert í sumum ná- grannalandanna. Þessi stefna stjórn- valda er ekki aðeins atlaga að kaupmætti landsmanna, heldur einn- ig heilbrigði þjóðarinnar,“ segir m.a. í ályktuninni. Sjómannaverkfall og Kyoto-bókunin Að mati flokksstjórnar eru tvenns konar aðgerðir forsenda þess að hægt sé að lækka verð á grænmeti til neyt- enda. „Í fyrsta lagi að draga úr óhóf- legum innflutningstollum sem ríkis- stjórnin er ábyrg fyrir og örva þannig samkeppni á grænmetismarkaði og útrýma einokun í heildsölu. Í öðru lagi verður að stemma stigu við fá- keppni í heild- og smásölu og tryggja völdum vegna þessara tveggja deilu- mála og minnir á stefnu Samfylking- arinnar sem er að skilið verði á milli veiða og vinnslu og að jafnræði verði komið á við nýtingu auðlindarinnar með því að innkalla veiðiheimildir og setja þær á markað. Þá skorar flokksstjórn Samfylking- arinnar á ríkisstjórnina að beita sér af alefli fyrir því að Bandaríkjastjórn breyti afstöðu sinni til Kyoto-bókun- arinnar. Ríkisstjórnin er einnig hvött til þess að fylkja sér bak við frum- kvæði Evrópusambandsins um að freista þess að bókunin verði að al- þjóðalögum fyrir lok ársins 2002, þrátt fyrir að Bandaríkin skerist úr leik. Fundurinn áréttar að mögu- leikar Íslands til að ná skilningi innan Kyoto-ferilsins á sérstöðu landsins minnka ef Ísland tekur ekki fullan þátt í samstarfi Evrópuþjóða.“ Flokksstjórn Samfylkingarinnar ályktar um grænmetismarkaðinn Óeðlilegir viðskiptahættir þrífast í skjóli stjórnvalda Morgunblaðið/Ásdís Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustóli á flokksstjórnarfundinum um helgina. STEFÁN Jóhann Stefánsson, for- maður kjördæmafélags Samfylk- ingarinnar í Reykjavík og fyrrver- andi formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, flutti erindi á flokks- stjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina sem vakti nokkra at- hygli viðstaddra. Hann sagði að ekki væri ástæða fyrir Samfylk- inguna til þess að setja aðild að Evr- ópusambandinu á oddinn. Varaði Stefán við að flokkurinn færi fram úr sjálfum sér og gerðist viðskila við stóran hluta þjóðarinnar með einlitri umræðu, eins og hann orð- aði það. „Það er heldur ekki ástæða til þess að fara að móta einhver samn- ingsmarkmið, sem í raun er það sama og að óska eftir aðild, á meðan ekki hefur farið fram ítarleg skoð- un og umræða um hagsmunamál ís- lensku þjóðarinnar út frá áhrifum EES-samningsins og mögulegrar aðildar. Um svo veigamikið mál sem þetta þarf að ríkja sem mest sátt og til þess að svo verði þarf víðtæk öfl- un og miðlun upplýsinga að fara fram og auk þess ítarleg umræða. Fyrr er ekki hægt að taka afstöðu til breytinga,“ sagði Stefán Jóhann. Þá sagði hann að EES-samning- urinn hefði að langmestu leyti gagnast Íslendingum vel og gerði það enn. Ekki ástæða til að setja ESB-aðild á oddinn Formaður Samfylk- ingar í Reykjavík UNDIRRITAÐUR hefur verið nýr kjarasamningur við alla almenna starfsmenn hjá Norðuráli, sem eru á bilinu 130–140 talsins. Öll stétt- arfélög hjá Norðuráli gera sameig- inlega einn kjarasamning. Í samn- ingnum er ný launatafla með nýju starfsaldurskerfi. Samið var um hæfnisálag sem er tengt launatöfl- unni. Upphafslaunahækkun er svip- uð og í öðrum verksmiðjusamning- um. Auk þess er samið um séreignasjóð, lengingu orlofs vegna veikinda barna og umtalsverða hækkun tryggingabóta. Orlofs- og desemberuppbætur hækka. Samn- ingstími er út árið 2004 og eru áfangahækkanir þær sömu og sam- ið hefur verið um í öðrum samn- ingum. Starfsmenn munu greiða atkvæði um samninginn í þessari viku. Samið við starfs- menn hjá Norðuráli Grunur um fjárdrátt GRUNUR leikur á að starfsmaður hafnarinnar á Fáskrúðsfirði hafi um nokkurt skeið dregið sér fé úr sjóðum hafnarinnar. Í fréttatilkynningu frá Búða- hreppi kemur fram að starfsmað- urinn hefur óskað eftir lausn frá embætti meðan rannsókn stendur yfir. Við ársuppgjör sveitarfélags- ins hafi vaknað grunur um að hann hefði dregið sér fé. Á þessu stigi sé ekki hægt að greina frá þvíum hversu háa upphæð er að ræða, þar sem rannsókn málsins er ekki lokið, en endurskoðandi og skrif- stofa Búðarhrepps eru að fara yfir málið. RANNSÓKNARRÁÐ Íslands út- hlutaði í ár 62,7 milljónum úr Bygg- inga- og tækjasjóði RANNÍS til 23 styrkþega. 36 umsóknir bárust sjóðnum. Sjóðurinn hefur á síðari árum verið ein helsta uppspretta fjár- magns til meiriháttar tækjakaupa til rannsókna í landinu fyrir rannsókn- arstofnanir og háskóla. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs, sagði sjóðinn leggja megináherslu á samvinnu milli stofnana um umfangsmikil fjárfestingarverkefni. Það væri gert til að stuðla að samfjármögnun fleiri aðila á einstökum dýrum tækjum sem annars væri ekki unnt að kaupa. Þetta væri einnig gert til að stuðla að samnýtingu svo margir að- ilar væru ekki að kaupa sömu tækin sem væru síðan illa nýtt fyrir vikið. „Þetta hefur í reynd stuðlað að samvinnu milli stofnana sem skilar betri tækjanýtingu og kemur í veg fyrir tvítekningu,“ sagði Vilhjálmur. Hæsti styrkurinn, 12,9 milljónir króna, var veittur Rannsókna- og háskólaneti Íslands, RHnet, til kaupa á búnaði fyrir gagnaflutn- inganet milli háskóla og rannsókn- arstofnana. Hlutafélag um RHnet var stofnað í janúar sl. en tilgangur félagsins er að tengja þessar stofn- anir saman um háhraða tölvunet og annast þjónustu á sviði tölvusam- skipta, hvort sem er innanlands eða á alþjóðavettvangi. Aðalhvatinn að stofnun þess var Háskóli Íslands sem er einn þeirra 16 stofnaðila sem hlut eiga að máli. Jón Ingi Einars- son, verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri RHnets, sagði í kynn- ingu sinni að markmið félagsins væri að efla möguleika íslenska há- skóla- og rannsóknasamfélagsins til samskipta sín á milli jafnt sem út á við. RHnet er lokað net sem er ein- göngu ætlað viðurkenndum íslensk- um háskólum sem veita háskóla- gráðu í minnst einni grein og íslenskum rannsóknarstofnunum sem stunda vísindalegar grunnrann- sóknir og hagnýtar rannsóknir og njóta viðurkenningar ríkisvaldsins. Spurður hvaða ávinningur fylgi félaginu sagði Jón Ingi Netið gefa möguleika á allt öðrum samskipta- tækifærum en áður hafi tíðkast og muni einnig opna nýjar leiðir í fjar- kennslu, fjarvinnslu og fjarrann- sóknum. Það hafi einnig sýnt sig í öðrum iðn- og tæknivæddum að net af þessu tagi virki sem hvati fyrir rannsóknir þar sem með aukinni samvinnu og betri samskiptamögu- leikum næðist jafnan betri árangur. Hérlendis hefur að sögn Jóns Inga ekkert slíkt net verið sett upp sem skjóti skökku við þar sem þær þjóð- ir sem Íslendingar miði sig gjarnan við hafi komið slíkri þjónustu upp fyrir hálfum öðrum áratug. Ætlunin er að bjóða upp á net með miklum samskiptahraða og engri mælingu á flutningi gagna þar sem allar teng- ingar Netsins verða að sögn Jóns Inga í gegnum ljósleiðara. „Þessi styrkur RANNÍS er mjög mikilvægur til að koma fyrirtækinu af stað þar sem við þurfum að kaupa allan búnað frá grunni. Búnaðurinn er mjög dýr svo styrkurinn gerir það að verkum að fyrirtækið fer mjög vel af stað og auðveldar okkur starfið,“ sagði Jón Ingi. Búnaðurinn hefur þegar verið pantaður og seg- ist Jón Ingi gera ráð fyrir að fyrsta tengingin sem er fyrirhugðuð á höf- uðborgarsvæðinu verði komin í gagnið um mitt sumar. Fastmótaðar tímasetningar varðandi tengingar á landsbyggðina eru ekki komnar enn sem komið er. Ísland með hæst framlög til vísindarannsókna og þróunar Þá var veittur styrkur að upphæð 6,6 milljónir til kaupa á svonefndum örsýnaraðara fyrir lífefna- og sam- eindalíffræðistofu Háskóla Íslands auk fleiri samstarfsstofnana innan Háskólans. Jón Jóhannes Jónsson kynnti notkunarmöguleika tækisins sem gerir vísindamönnum kleift að skoða samtímis virkni flestra gena í einni frumu. Er þetta hluti að tækjauppbyggingu fyrir afkasta- miklar rannsóknir á sviði sameinda- líffræði sem staðið hefur yfir nokkur sl. ár. Hrefna Kristmannsdóttir, deild- arstjóri á Orkustofnun, kynnti að síðustu samstarf stofnana á sviði efnagreininga. Í máli hennar kom fram að nauðsynlegt væri að sam- nýta tækjakost rannsóknarstofnana því þótt verkefni og greiningar sam- starfsstofnana væru margvíslegar væri þeim unnt að nota sams konar tækjakost. „Auk fjárhagslegs ávinn- ings af slíkri samvinnu er unnt að auka gæði og skilvirkni efnagrein- inga og skapa aðstöðu til mælinga sem nú er ekki fyrir hendi hér á landi,“ sagði Hrefna. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra staðfesti úthlutanir sjóðsins og sagði við það tækifæri að Íslend- ingar tækju nú stórt stökk fram á við í veitingum styrkja til þróunar- og rannsóknarverkefna. „Þegar litið er til þessarar þróunar á Norður- löndunum síðasta áratug kemur í ljós að raunaukningin á Íslandi nam 10%, 9% í Finnlandi, 6% í Dan- mörku og Svíþjóð en aðeins 3% í Noregi. Þessi samanburður leiðir því í ljós að Ísland hefur varið mest- um fjármunum til þess að efla rann- sóknir og þróun,“ sagði ráðherra. Vilhjálmur tók undir orð Björns og sagði að nýjustu tölur sýndu að Íslendingar væru nú komnir í sjötta sæti á heimsvísu að því er varðaði hversu miklum fjármunum væri varið til rannsókna, eða 2,25% af landsframleiðslu. Styrkir úr Bygginga- og tækjasjóði Rannsóknarráðs Íslands Eflir samvinnu milli stofnana Morgunblaðið/Jim Smart Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri RANNÍS, og Björn Bjarna- son menntamálaráðherra staðfestu úthlutanir sjóðsins. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.