Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 63

Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 63
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 63 LENKA Ptacnikova er fyrsta konan sem nær þeim áfanga að fá að tefla í landsliðsflokki á Skákþingi Ís- lands, en keppt hefur verið um tit- ilinn Skákmeistari Íslands árlega frá 1913. Lenka lenti í 2.-3. sæti í áskor- endaflokki Skákþingsins ásamt Páli Agnari Þórarinssyni og þurftu þau því að tefla fjögurra skáka einvígi um það hvort þeirra fylgdi sigurveg- ara áskorendaflokks, Birni Þorfinns- syni, upp í landsliðsflokk. Eftir öruggan sigur Lenku í tveimur fyrstu skákunum virtist hún ætla að vinna einvígið nokkuð auðveldlega. Páll hafði hins vegar ekki náð sér á strik í fyrstu skákunum, en það gerði hann í þeirri þriðju og sigraði eftir langa og stranga baráttu, þar sem segja má að þau hafi haft hlutverka- skipti. Lenka beið aðgerðalítil og var e.t.v. of mikið með hugann við jafnt- eflið sem mundi duga til sigurs í ein- víginu meðan Páll leitaði sóknar- leiða. Í fjórðu og síðustu skákinni hafði Lenka hvítt. Hún lék fram kóngspeðinu í fyrsta leik og Páll svaraði með Pirc-vörn. Hvítt: Lenka Ptacnikova Svart: Páll Agnar Þórarinsson Pirc-vörn 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 Í skákinni Hannes Hlífar Stefáns- son-Kaslmdzhanov, ólympíuskák- mótinu í Istanbúl í fyrra, varð fram- haldið 4...Bg7 5. Dd2 c6 6. Bh6 Bxh6 7. Dxh6 e5 8. 0–0–0 De7 9. f3 b5? og í þessari stöðu sást Hannesi yfir leið, sem hefði gefið honum yfirburða- stöðu: 10. dxe5 dxe5 11. Bxb5! cxb5 12. Rxb5 o.s.frv.. Hannes lék í þess stað 10. Kb1? a6 11. g4 Rbd7 12. Rge2 Bb7 13. De3?! 0–0–0 og svartur vann skákina að lokum. 5. h3 Bg7 6. f4 b5!? 7. e5 Rfd7 8. Rf3 – Lenka taldi eftir skákina, að 8. Df3 hefði verið betri leikur til að rýma fyrir langri hrókun og flýta fyrir sókninni á kóngsvæng. Hugsanlegt framhald væri 8...Rb6 9. 0–0–0 0–0 10. Bd3 b4 11. Re4 d5 12. Rc5 R8d7 13. Rxd7 Bxd7 o.s.frv. 8...0–0 Eða 8...Rb6 9. Bd3 b4 10. Re4 Rd5 11. Dd2 0–0 12. 0–0 f5 13. Rf2 Db6 14. Hfe1 Bh6 15. h4 a5 16. Rh3 Ra6 17. h5 Rac7 18. Bf2 Re6 19. g3 og hvítur vann í 31 leik í skákinni, David-Dele- marre, Vlissingen 2000. 9. Bd3 Rb6 10. 0–0 b4 11. Re4 -- Í skákinni Sveshníkov-Kraschl, 1994, varð framhaldið 11. Re2 a5 12. a3 Ba6 13. axb4 axb4 14. Rg5 Dd7 15. Dd2 Bxd3 16. Hxa8 Bxe2 17. Hxb8 Hxb8 18. Dxe2 f6 19. Rf3 Ha8 og hvítur vann, eftir 58 leiki. 11...Rd5 12. Bd2 Ba6 Spurningin er, hvort ekki hefði verið eðlilegra að gefa sér tíma fyrir 12. – a5, t.d. 13. a3 Ba6 14. axb4 axb4 15. He1 He8 16. c4 bxc3 17. bxc3 Dd7 o.s.frv. 13. Bxa6 Rxa6 14. De2 Rac7 15. c4 bxc3 16. bxc3 Re6 17. g3 Dd718. Hab1 Rb6 19. g4 dxe5 Til greina kemur 19...f5 20. exf6 exf6 21. f5 gxf5 22. gxf5 Rc7 23. Rg3 Hfe8 24. Dd3 Df7 og svartur stendur vel. 20. Rxe5 Dd5 21. Rd3 – Sjá stöðumynd 1 21...Dxa2? Nauðsynlegt er að leika 21...f5! í stöðunni, t.d. 22. gxf5 gxf5 (jafnvel 22...Dxf5!?) 23. Rg5 Rxg5 24. fxg5 Dxa2 með vandmetinni stöðu, sem gefur báðum teflendum færi. 22. f5! Rc7 Líklega var betra fyrir svart að leika fyrst 22...gxf5, áður en hann hörfar með riddarann. 23. Rb4 Da4? Páll Agnar reynir að flækja taflið, því að hann verður að vinna skákina til að jafna stöðuna í einvíginu. Betra er fyrir svart að leika 23...Dc4, t.d. 24. Dxc4 Rxc4 25. Rxc6 Rd5 26. Bg5, þótt hvítur hafi einnig betra tafl í því tilviki. 24. Rc5 Db5 25. Dxe7 -- Þegar hér var komið skákinni, átti Lenka þrjár mínútur til að ná 40 leikja markinu, en Páll Agnar fimm. 25...Rcd5 26. Rxd5 Rxd5 27. Hxb5 Rxe7 28. Hb7 Rd5 29. Rd7 Hfd8 30. f6 Bf8 31. Ha1 a5 32. c4 Hxd7 Eða 32...Rb4 33. Rxf8 Hxf8 34. Bxb4 axb4 35. Hxa8 Hxa8 36. Hxb4 og hvítur á vinningsstöðu. 33. Hxd7 Rb6 Eftir 33...Rxf6 34. Hc7 a4 35. Hxc6 Re4 36. Be3 a3 37. Hb6 á hvítur einn- ig unnið tafl. 34. Hc7 Rxc4 35. Bc3 c5 36. dxc5 a4 37. c6 a3 38. Hb7 Bc5+ 39. Kh1 a2 40. c7 og svartur féll á tíma. Eftir 40...Bd6 41. Hxa2! Hc8 42. Ha4 Re3 43. Hd4 Bxc7 44. Hxc7 Hb8 45. Hdd7 er staða hans töpuð. Góður sigur Hannesar Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á alþjóðlega skákmótinu í Tanta í Egyptalandi, sem lauk í síðustu viku. Hann hlaut 6½ vinning í 9 umferðum og deildi efsta sætinu með alþjóðlega meistaranum Azer Mirzoev frá Azerbajdan (2.488). Hannes sigraði Hvít-Rússann Ser- gey Kasparov (2.456) í níundu og síð- ustu umferð. Stórmeistararnir Vasil Spasov, Búlgaríu (2.571), og Alex- ander Fominyh, Rússlandi (2.571), urðu í 3.-4. sæti með 6 vinninga. Hannes hækkar um 7 stig á FIDE- listanum með sigrinum. Nánar verð- ur fjallað um mótið í skákþætti á fimmtudaginn og þar skýrir Hannes jafnframt eina af sigurskákum sín- um. Hannes heldur nú til Kúbu þar sem hann mun tefla á minningar- mótinu um Capablanca, fyrrverandi heimsmeistara. Skákáhugamenn hér heima fylgjast spenntir með frammi- stöðu Hannesar um þessar mundir, en hann hefur undirbúið sig mjög vel fyrir þessa ferð. Greinilegt er að hann hefur sett markið á að rjúfa 2.600 stiga múrinn, þótt síðustu stig- in á þeirri ferð hafi reynst mörgum skákmanninum erfið. Úr mótaáætlun Skáksambandsins 1.5. SA. Coca-Cola skákmótið. 3.5. SÍ. Landsmót í skólaskák. 6.5. SA. 10-mínútna mót. 7.5. Hellir. Atkvöld. 9.5. TR. Hraðskákmót öðlinga. Lenka fyrsta konan í landsliðsflokki SKÁK S k á k s a m b a n d Í s l a n d s ÁSKORENDAFLOKKUR – EINVÍGI 21.4.–29.4. 2001 SKÁK Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Páll Arnar Þórarinsson og Lenka Ptacnikova við upphaf þriðju einvígisskákarinnar. Stöðumynd 1. SÉRA Ingþór Indriðason Ísfeld, fyrrverandi prestur við Fyrstu lúth- ersku kirkjuna í Winnipeg í Manitoba í Kanada heldur síðara erindi sitt um kristni í vesturheimi í safnaðarheim- ilinu Borgum við Kópavogskirkju á morgun, miðvikudaginn 2. maí kl. 20. Í fyrirlestrinum mun séra Ingþór einkum fjalla um umbrot í Nýja Ís- landi, einkum stefnuna í félags- og trúmálum. Landar okkar stóðu frammi fyrir nýjum aðstæðum á flest- um sviðum þegar þeir komu til vest- urheims, ekki síst í trúmálum þar sem þar var engin þjóðkirkja eins og hér heima. Hvernig brugðust þeir við? Þá spurningu og fleiri mun séra Ingþór fjalla um í fyrirlestrinum. Boðið er upp á fyrirspurnir og umræður að fyrirlestri loknum. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Dómkirkjan. Hádegisbænir mið. kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Sam- verustund eldri borgara miðvikudag kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffi- veitingar og samræður. TTT (10-12 ára starf) miðvikudag kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna miðv. kl. 10-12. Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara miðvikudag kl. 11-16 í Setr- inu í umsjón Þórdísar Ásgeirsdóttur, þjónustufulltrúa. Við minnum á heim- sóknarþjónustu Háteigskirkju, upp- lýsingar hjá Þórdísi í síma 551-2407. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Nærhópur um úrvinnslu sorgar kl. 20. Mið. 2. maí: Opið hús er frá kl. 11 til kl. 16. Heilsupistill, léttar líkams- æfingar og slökun í Litla sal. Kyrrð- ar- og fyrirbænastund, orgelleikur og sálmasöngur í kirkjunni. Létt máltíð (kr 500) í stóra sal. Svo er spilað, upp- lestur og málað á dúka og keramik. Kaffisopi og smákökur kl.15. Að lok- um er söngstund með Jóni Stefáns- syni. Stundin er öllum opin. Laugarneskirkja. Morgunbænir í dag og mið. kl. 6.45-7.05. Fullorðins- fræðsla kl. 20. Hinn þekkti fræðimað- ur á sviði sálarfræði og guðfræði Theo van der Weele heimsækir og fjallar um kynlífsfíkn. Síðasta kennslustund vetrarins. Þriðjud. með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þor- valdur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Sr. Bjarni Karlsson flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjón bænahóps. Kirkjuprakkarar (1.-4. bekkur) mið. kl. 14.30. Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30-18. Stjórnandi Inga J. Backman. For- eldramorgunn mið. kl. 10-12. Fræð- sla: Áhrif tónlistar á þroska ung- barna. Helga Rut Guðmundsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands flytur erindi. Orgelandakt mið. kl. 12. Reynir Jónasson leikur á orgelið. Ritningarorð og bæn. Starf fyrir 7 ára börn mið. kl. 14-15. Bænamessa mið. kl. 18. Sr. Halldór Reynisson. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Kyrrðar- og bænastund miðvikudag kl. 12. Léttur hádegisverður á eftir. Fríkirkjan í Reykjavík. Bænastund í kapellunni í safnaðarheimilinu 2. hæð kl. 12. Koma má bænarefnum á fram- færi áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552-7270. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldraðra á morgun, miðvikudag. Opið hús mið- vikudag kl. 13-16. Handmennt, spjall og spil. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Kirkjukrakkar 7-9 ára kl. 16-17 miðvikudag. TTT- starf miðvikudag kl. 17-18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund mið- vikudag kl. 12.10. Tónlist, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur málsverður eftir stundina. Kirkjuprakkarar mið. kl. 16. TTT-starf miðvikudag fyrir 10- 12 ára kl. 17.15. Grafarvogskirkja. KFUM fyrir drengi miðvikudag kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla miðviku- dag kl. 18-19. KFUK fyrir stúlkur 12 ára og eldri kl. 20.-30-21.30. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund í dag kl. 18. Fjölskyldumorgnar mið- vikudag kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára miðvikudag kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára barna miðvikudag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. TTT samvera 10-12 ára barna miðvikudag kl. 17.45-18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund miðvikudag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um. Fyrirbænaefni í síma 567-0110. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. Opið hús miðvikudag í KFUM&K húsinu kl. 20-22. Safnaðarstarf Íslensk kristni í Vesturheimi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.