Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 15 BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi eru jákvæð gagnvart því að hægt verði að setja upp aðstöðu fyrir hjólabrettamenn í bænum og hefur bæjarstjóri falið tæknideild bæj- arins að finna stað þar sem hægt væri að koma aðstöðunni fyrir. Í Morgunblaðinu á laugardag var sagt frá erindi Daníels Berg- manns Sigtryggssonar, tólf ára hjólabrettastráks í Kópavogi sem hefur farið fram á það við bæj- arstjórn að komið verði upp að- stöðu fyrir hjólabretti í bænum. Sigurður Geirdal bæjarstjóri segir að vel hafi verið tekið í erindi Daníels, ekki síst þar sem fyrri að- staða í Smáranum var rifin niður vegna sjávarútvegssýningar sem haldin var í bænum fyrir tveimur árum. „Það er slæmt að þetta hafi verið fjarlægt og brettafólk þarf að fá eitthvað í staðinn. Því fól ég tækni- deild að finna heppilegan stað í bænum og áætla kostnað við upp- setningu pallanna. Þannig að þó að það sé ekki hægt að segja að við höfum fundið lausn í snarheitum er vilji fyrir því að gera það.“ Snælandsskóli lausnin? Hann segir að í raun hafi bretta- fólk verið á hrakhólum með að- stöðu, því eftir að pallarnir í Smár- anum voru fjarlægðir var talað um að aðstöðunni yrði jafnvel komið fyrir sunnan við sandgrasvöllinn í Smáranum. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að reisa þar fjölnota íþróttahús. Í bréfi sínu til bæjarstjórnar stakk Daníel upp á grassvæðinu við gömlu brúna yfir lækinn milli Hlíðarhjalla og Dalvegar en Sig- urður segir þann stað ekki koma til greina. „Það er staður sem við höf- um reynt að halda aðeins í friði og menn sjá í framtíðinni fyrir sér sem einhvers konar útivistarsvæði. En við finnum handa þeim pláss, til dæmis kemur til greina að setja þetta upp við Snælandsskóla.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjólabrettastrákar í Kópavogi snúa sér beint til Sigurðar því fyrir mörgum árum kom hópur þeirra á fund hans og óskaði eftir pöllum. Sú umleitan leiddi til uppsetningar aðstöðunnar í Smáranum sem síðar var tekin niður. „Þeir eru svo brattir þessir krakkar að þegar þeir komu síðast bentu þeir mér á að ég vissi ekkert hvernig þetta ætti að vera og fengu því send blöð frá Danmörku um málið. Eins hafði pilturinn varann á að þessu sinni og var búinn að fá upp- lýsingar héðan og þaðan á Netinu,“ segir Sigurður. Leita að hentugu svæði fyrir hjólabrettakappa Kópavogur SKÚTAN Kaskelot kom til Hafnarfjarðarhafnar í vik- unni en á næstu vikum verður hún vettvangur töku á breskri sjónvarpsmynd um leiðangur Shackleton pólfara. Aðalhlutverk myndarinnar verður í hönd- um breska leikarans Ken- neths Brannagh. Framleiðandi mynd- arinnar er First Sight Films en leikstjóri er Charles Sturridge sem meðal ann- ars er þekktur fyrir sjón- varpsmyndina Brideshead Revisited. Myndin sem nú er verið að undirbúa tökur á er gerð fyrir Channel Four og verður í fjórum hlutum. Tökur á myndinni fara fram í Hafnarfjarð- arhöfn og í ísnum utan við Grænland en of kostn- aðarsamt hefði verið að fara alla leið á suðurskautið til að taka upp myndina. „Þetta er nú merkileg saga af því að þetta er sennilega einn af þessum fáu hrakfallaleiðöngrum þar sem allir björguðust,“ segir Úlfur Hróbjartsson hjá Pegasus kvikmynda- gerð en fyrirtækið sér um framleiðsluþjónustu við bresku kvikmyndagerða- mennina. Shackleton, sem var Breti, hugðist fara á suðurpólinn en tókst ekki ætlunarverk sitt þar sem skip hans festist í ís. Tölvugrafík skapar rétta andrúmsloftið Sá hluti myndarinnar sem tekinn verður í Hafn- arfjarðarhöfn á að gerast í Buenos Aires og verður tölvutæknin meðal annars nýtt til að skapa rétta and- rúmsloftið fyrir tökurnar. Þessa dagana eru smiðir að vinna að breytingum á skútunni og þurfa meðal annars að smíða á hana stromp svo að hún líkist skútu Shackleton, Endur- ance, nægilega. Aðalleik- arinn Kenneth Brannagh er svo væntanlegur hingað til lands um miðjan mánuðinn. Úlfur býst ekki við mikl- um viðbúnaði vegna komu hans. „Við verðum ekki með marga lífverði en hann vill ekki láta trufla sig heldur fá að vera í friði eins og hver annar útlend- ingur,“ segir hann. Að sögn Úlfs verður aðal- verkefni Pegasus kvik- myndaþjónustu að sjá um skipulagningu hér á landi og ráða það starfsfólk sem þörf verður á meðan á tök- um stendur á Íslandi. Hann segir aðdragandann hafa verið nokkuð langan. „Þetta hefur verið í und- irbúningi í langan tíma með mismunandi fólki. Enda er það stórt verkefni í sjálfu sér að ætla að mynda á haf- ís við Grænland,“ segir Úlf- ur að lokum. Buenos Aires og pól- farar í Hafnarfirði Hafnarfjörður Morgunblaðið/Þorkell Ævintýri Shackletons verða mynduð í þessari skútu sem nú liggur í Hafnarfjarðarhöfn. Kenneth Branagh leikur aðalhlutverkið. LÖGÐ hefur verið fyrir bygg- ingafulltrúann í Reykjavík fyrirspurn vegna nýbygging- ar við Laugaveg 21. Bygg- ingaverktakinn BTS Bygg- ingar hefur fengið arkitektana Guðrúnu Fann- eyju Sigurðardóttur og Laur- ent Bonthonneau til að setja fram hugmyndir um allt að fjögurra hæða hús sem hýsa myndu íbúðir og verslanir eða þjónustufyrirtæki. Hugmyndin gerir annars vegar ráð fyrir að við bygg- ingu húss á lóðinni, sem teng- ist bæði Laugavegi og Klapp- arstíg, verði tekið mið af hæð bygginga við þessar götur þar sem má finna allt að 6 hæða byggingar. Vísað er í hug- myndunum til þess að stefnt sé að þéttingu byggðar í mið- borginni á næstu árum og er bent á að tekið sé mið af götu- mynd og götulífi við Lauga- veg í tillögunum. Gert er ráð fyrir að á neðstu tveimur hæð- unum verði verslanir eða önn- ur þjónusta en á þeirri þriðju og fjórðu hótel-leiguíbúðir. Báðar hugmyndir gera ráð fyrir torgi við Laugaveginn sem tengt yrði verslunar- og þjónustustarfsemi á annarri hæð hússins. Þá segir í tillög- unum að með því að hafa bygginguna í stöllum, þ.e. að þriðja og/eða fjórða hæðin yrðu inndregnar, megi koma í veg fyrir of skarpan hæðar- mismun við nálægar bygging- ar. Önnur tillagan gerir ráð fyrir 1.079 fermetra byggingu en hin 974 fermetra án kjall- ara. Stærð lóðarinnar er 535 fermetrar. Jóhannes Kjarval, arkitekt hjá borgarskipulagi, tjáði Morgunblaðinu að hugmynd arkitektanna hefði verið lögð fyrir byggingafulltrúa og borgarskipulag beðið um að meta hana. Hann sagði nú unnið að deiliskipulagi á þess- um reit, eins og reyndar á um 40 reitum í borginni, og með- an því væri ólokið væri ekki hægt að gefa ákveðin svör. Sagði hann sett fram nokkuð hátt nýtingarhlutfall á bygg- ingunni en taldi hugmyndina áhugaverða. Eftir að umsögn liggur fyrir sagði hann arki- tektana geta haldið áfram frekari hönnunarvinnu út frá henni. Hugmyndir um nýtt hús við Laugaveg 21 Miðborgin Tillögur arkitektanna að nýrri byggingu við Laugaveg 21 eru tvær og er stærð efstu hæða hússins mismunandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.