Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 31 KOSIÐ verður til þings á Ítalíu 13. maí og stendur baráttan fyrst og fremst milli tveggja fylkinga, annars vegar hægribandalags auðkýfings- ins Silvios Berlusconis og hins vegar bandalags mið- og vinstriflokka und- ir forystu borgarstjórans í Róm, Francescos Rutellis. Harðorður leið- ari í síðasta tölublaði breska tíma- ritsins The Economist hefur beint mjög athyglinni að fjármálaumsvif- um Berlusconis en hann er einn af auðugustu mönnum heims og fjöl- miðlaveldi hans er afar öflugt á Ítal- íu, aðeins ríkisfjölmiðlarnir geta keppt við hann. Hann á hlut í fjöl- miðlafyrirtækjum erlendis, m.a. á Spáni. Dagblaðið El Mundo á Spáni sagðist í gær hafa undir höndum gögn sem sönnuðu að sjónvarpsstöð sem hann á hlut í hefði stundað skattsvik og komið fé fyrir í skatta- skjólum víða um heim. Baltasar Garzon, saksóknari á Spáni, hefur reynt að fá Evrópuþingið til að af- létta þinghelgi sem Berlusconi nýtur en hann á sæti á þinginu. Ekki virðast deilurnar um feril og fjölmiðlaítök Berlusconis hrella marga kjósendur. Samkvæmt skoð- ankönnunum er meira en 50% Ítala alveg sama og fjórði hver telur það geta komið honum vel við stjórnar- störfin að vera svona ríkur. The Economist segir að ofurtök hans á fjölmiðlunum, sem andstæð- ingar hans segja að hann misnoti blygðunarlaust, séu ein út af fyrir sig nægilega ástæða til að hann geti ekki að óbreyttu orðið leiðtogi landsins. Lágmarkið sé að hann losi sig við fjölmiðlaveldið, til dæmis gæti hann selt eignarhlut sinn. Hvaðan komu peningarnir? Það greinir frá rannsóknum og málaferlum vegna meintra afbrota Berlusconis sem enn eru í gangi. Hann sé meðal annars sakaður um að hafa notað fé sem ekki sé vitað hvaðan hafi komið og sé jafnvel grunaður um tengsl við mafíuna. Svo geti farið að hann verði, fyrstur for- sætisráðherra í sögu Ítala, dreginn fyrir rétt. Í yfirlýsingu Fininvest, helsta eignarhaldsfélags Berluscon- is, á föstudag sagði að lögð yrði fram kæra vegna skrifa The Economist, þau væru móðgun við heilbrigða skynsemi og í þeim væri að finna „svívirðilegan róg“. Nýjar kannanir benda til að mjótt verði á mununum í þingkosningun- um en fyrir fáeinum vikum virtist Berlusconi vera öruggur sum sigur. Eurisco-stofnunin birti á fimmtudag niðurstöður í könnun sinni og fengu Berlusconi og flokkur fyrrverandi fasista þar samanlagt 36% stuðning en fylking Rutellis var með 32%. Hinir síðarnefndu voru með 27% í könnun sem gerð var 9.–13. apríl og hefur bilið því minnkað mjög. Rutelli er 46 ára, arki- tekt að mennt og þykir koma afar vel fyrir, ekki síst á sjónvarpsskjánum enda neitar Berlusconi að mæta honum í kapp- ræðum. Rutelli var á ár- um áður mjög vinstri- sinnaður en er nú trúrækinn og orðinn hófsamari í stjórnmála- skoðunum. Fyrir nokkr- um árum létu hann og eiginkona hans, Barabara Palombelli, gefa sig saman íkirkju eftir að hafa látið borgaralegt hjónaband nægja í 13 ár. Eiginkonan var lengi mun þekkt- ari en hann en hún var þá fréttamað- ur. Rutelli fór nýlega í kosningaferða- lag um landið með járnbrautarlest og hélt alls 62 fundi en stærstu fjöl- miðlarnir hundsuðu að mestu fund- ina. Vikuritið The Economist birti á forsíðu mynd af Berlusconi og fyr- irsögnina „Hvers vegna Silvio Berl- usconi er vanhæfur til aðstjórna Ítal- íu“. Auk leiðarans er lengri úttekt á málinu þar sem lýst er viðskiptaferli auðkýfingins er hófst á sjöunda ára- tugnum. Hann er nú 64 ára gamall. Fullyrt er að dimmur skuggir hvíli yfir öllu veldi hans vegna þess að ekki hafi tekist að rekja hvernig hann komst í upphafi yfir fé sem hann notaði til að fjárfesta í ýmsum gróðavænlegum framkvæmdum. Talsmenn hans afgreiði allar rann- sóknir á þessum málum sem ofsóknir af hálfu vinstrimanna og gefur ritið lítið fyrir þær skýringar, segir að að- eins sé um að ræða eðlilegar rann- sóknir á alvarlegum ásökunum. Berlusconi stofnaði flokk sinn, Forza Italia, árið 1993. The Econom- ist segir að ferill Berlusconis hafi byrjað með því að hann hafi fengið þá hugmynd að reisa einbýlishúsa- hverfi í Mílanó, skammt frá Linate- flugvelli. Leið véla í flugtaki lá yfir svæðið. „Áhuginn á byggingarsvæð- inu jókst þegar ferðum flugvélanna var af dularfullum ástæðum beint yf- ir önnur íbúðarhverfi,“ segir vikurit- ið. Mútugjafir og mafíutengsl Það segir að Berlusconi hafi að nokkru leyti fjármagnað fyrstu skrefin að myndun fjölmiðlarisans Med- iaset með bankalánum sem virðist hafa verið höfðinglegri en fyrir- tækið virtist geta staðið undir. En árið 1997 hafi fjármála- maður með tengsl við mafíuna fullyrt í sam- tali við embættismenn á Sikiley að Berl- usconi hafi einnig not- að peninga frá mafí- unni til að hasla sér völl í sjónvarpsheim- inum. Ritið segist hafa undir höndum 700 síðna skýrslu embætt- ismanna um rann- sóknina og athyglisvert sé hvað hann reyni ákaft að komast hjá því að veita upplýsingar um eignarhalds- fyrirtæki sín og rekstur þeirra. Milljarðaviðskipti með hlutabréf hafi farið fram með því að notað var reiðufé og án þess að skjöl væru und- irrituð. Beitt sé fjölmörgum og furðulegum millifærslum á fé milli banka er virðist óskiljanlegar. The Economist segir að sigri Berl- usconi og myndi ríkisstjórn verði það „svartur dagur“ fyrir lýðræði og réttarríki á Ítalíu sem er fjórða mesta iðnveldi Evrópu og bendir á að hann muni verða hæstráðandi fyr- irtækja og stofnana sem annist alls um 90% allra sjónvarpssendinga á Ítalíu. „Herra Berlusconi er ekki hæfur til að fara fyrir ríkisstjórn nokkurs lands, allra síst eins af auð- ugustu lýðræðisríkjum heims,“ segir ritið. Afar óvenjulegt er að The Econ- omist taki svo harða afstöðu gegn stjórnmálamanni. Í leiðaranum er bent á að enn sé verið sé að rannsaka ýmsa þætti fjármálaumsvifa Berl- usconis en eignum hans og fjölskyld- unnar í rúmlega 20 fyrirtækjum er komið fyrir í alls tveimur eignar- haldsfélögum, Fininvest og Med- iaset. Hann hefur enn sloppið við að hljóta dóm en ritið bendir á að ákvæði laga um fyrningu sakargifta hafi orðið honum til bjargar og forð- að honum frá því að hljóta dóm. „Of- boðslegir hagsmunaárekstrar“ séu óhjákvæmilegir ef hann verði leið- togi landsins. „Frá 1994 hafa embættismenn rannsakað margar ásakanir á hend- ur Berlusconi, þ. á m. um peninga- þvætti, tengsl við mafíuna, skattsvik, aðild að morði og mútugjöfum til stjórnmálamanna, dómara og lög- reglu fjármálaráðuneytisins,“ segir The Economist. Berlusconi hart gagnrýndur í The Economist Vanhæfur til að gegna leiðtogahlutverki Róm. AP, AFP, Reuters. Silvio Berlusconi, leiðtogi hægri- manna á Ítalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.