Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 69 Á 1. MAÍ – fyrsta baráttudegi launafólks á nýrri öld – er rétt að taka til umræðu þá þætti lífsins sem mest hafa áhrif á líðan okkar. 1. maí snýst ekki eingöngu um launafólk og baráttu þess fyrir mannsæmandi kjörum. 1. maí á að minna okkur á líf barna okkar og umhverfi, fjölskylduna, unglingana og síðast en ekki síst eftirlauna- fólkið. Kröfur okkar um næga at- vinnu, góða menntun og menningu, innihaldsríkt fjölskyldulíf og mann- sæmandi kjör alla ævi eru krafa um gott þjóðfélag siðaðra manna. En það sem sameinar alla þessa viðleitni okkar er viljinn til að halda uppi góðu velferðarkerfi – velferð fyrir alla. Verkalýðshreyfingin leggur áherslu á að forsenda kröftugs efnahagslífs er jöfnuður í þjóð- félaginu og styrk velferðarþjón- usta. Dæmin sanna að þar sem vel- ferðarþjónusta stendur styrkum fótum dafna aðrir þættir þjóð- félagsins. Treysta þarf heilbrigð- isþjónustu, menntakerfi, samgöng- ur og aðra þætti almanna- þjónustunnar. Í nútímatækni- þjóðfélagi eru þessar undirstöður samfélagsins forsenda fyrir fram- förum og uppbyggingu á öðrum sviðum atvinnulífsins. Það er grundvallaratriði að allir þegnar landsins hafi jafnan aðgang að menntun, heilbrigðis- og almanna- þjónustu. Á 1. maí er tækifæri til að brýna þessa umræðu. Heildar- samtök launafólks á vinnumarkaði, BSRB og ASÍ, hafa bæði tekið upp öfluga umræðu um velferðina á undanförnum mánuðum. Krafa okkar er betra og innhaldsríkara líf með aukinni velmegun á 21. öld- inni. Húsnæðismálin Grundvallarbreyting var gerð á fyrirkomulagi húnæðismála með lögum sem tóku gildi í ársbyrjun 1999. Verkalýðshreyfingin varaði strax við þessum breytingum. Af- leiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Alvarlegt ástand ríkir nú í húsnæðismálum tekjulægstu hópa þjóðfélagsins sem hafa ekki lengur ráð á að eignast eigið húsnæði og verða því að leita út á leigumarkað. Leigumarkaður er vanþróaður hér á landi og leiguhúsnæði allt of dýrt fyrir þennan hóp. Hér á verkalýðs- hreyfingin að grípa til aðgerða og kalla til liðs við sig áhrifaöfl, ríki, sveitarfélög og lífeyrissjóði. Fákeppni og hringamyndun í verslun og þjónustu Brýnt er að settar verði strangar skorður við hringamyndun og fá- keppni svo að verðlag hér á landi verði sambærilegt við nágranna- lönd okkar. Verkalýðshreyfingin krefst þess að brugðist verði hart við þeirri hringamyndun og samráði í vöru- dreifingu og margvíslegri þjónustu- starfsemi sem er í matvöruverslun, olíuverslun, flutningum og trygg- ingum. Bregðast þarf sérstaklega við samráði í verðlagningu og af- nema ofurtolla á grænmeti og heil- næmum matvörum. Í skjóli fá- keppni er verðlagi haldið uppi. Þjóðfélag aukinnar menntunar Breytingar á samfélaginu, í tækni og menningu, hafa mótað kröfur starfsmanna um gæði at- vinnunnar og verndun og eflingu atvinnuöryggis þeirra í umhverfi sem er almennt ótryggara en áður. Breytt viðhorf í hlutverkaskiptingu kynjanna hafa leitt til nýrra vænt- inga sem hafa áhrif á jafnvægið milli heimilislífs og starfsins, bæði fyrir konur og karla. Einnig hefur löngun til að tileinka sér færni og leita nýrra leiða til að auka starfs- frama ýtt undir kröfur starfsmanna á hendur bæði atvinnurekendum og stéttarfélögum um meiri áherslu á símenntun. Krafan er um menntun og þjálfun sem stendur ævilangt. Í dag veltur atvinnuöryggi jafnmikið, ef ekki meira, á því að einstakling- urinn geti tileinkað sér breytilega þekkingu og hæfni á vinnumarkaði og bindingu hans við sérstakan vinnuveitanda. Auk þessa eru lífs- gæði í vinnunni meira áberandi baráttumál en áður var. Það er af þessum ástæðum sem aðgangur að símenntun og starfsþjálfun verður æ mikilvægari fyrir launafólk. Áhrif alþjóðavæðingar Með hnattvæðingunni hafa völd og umsvif fjölþjóðlegra stórfyrir- tækja og handhafa fjármagnsins aukist mjög og samband þeirra við pólitíska forystumenn orðið nánara. Bilið milli ríkra og snauðra þjóða og ríkra og snauðra innan ein- stakra ríkja hefur breikkað gífur- lega og arðránið aukist mjög. Und- ir merkjum nýfrjálshyggjunnar hefur verið skapaður pólitískur og hugmyndafræðilegur grundvöllur að þessu aukna arðráni, sem að hluta til felst í því að opinber þjón- usta hefur verið færð einkaaðilum til að hagnast á og notendum henn- ar gert að greiða sérstök þjón- ustugjöld. Jafnframt leita fyrirtæk- in með framleiðslu sína þangað sem hægt er að nýta sér ódýrt vinnuafl og hagstætt skattalegt umhverfi. Í miskunnarlausri gróðasókn er síðan grafið undan öryggi vinnandi fólks og vinnumarkaðurinn gerður sveigjanlegri atvinnurekendum í hag. Afleiðingar hnattvæðingar eru meðal annars að launafólki er í æ ríkari mæli gert að vinna sam- kvæmt tímabundnum ráðningar- samningum, í hlutastörfum, með óreglulegum vinnutíma eða sam- kvæmt verktakasamningum sem sviptir oft hinn vinnandi mann mik- ilvægum réttindum, svo sem veik- indarétti, orlofsrétti og lífeyrisrétt- indum. Jafnframt er þrýst á fólk að standa utan verkalýðsfélaga og þannig er grafið undan félögum launafólks og því öryggi og þjón- ustu sem þau veita félagsmönnum sínum. Þessi þróun er misjafnlega alvarleg eftir löndum en hennar gætir hvarvetna, einnig hér á Ís- landi. Hin alþjóðlega verkalýðs- hreyfing hefur miklar áhyggjur af þessari þróun og hefur snúist til varnar. Á 1. maí, baráttudegi verkafólks, tökum við undir þessar áhyggjur og teljum mikilvægt að efla samstöðu verkalýðshreyfingar- innar jafnt innan lands sem á al- þjóðavísu. F.h. Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, Guðmundur Þ. Jónsson, Þór Ottesen, Grétar Hannesson, Georg Páll Skúlason, Sveinn Ingason. F.h. BSRB, Þuríður Einarsdóttir, Garðar Hilmarsson. F.h. Bandalags háskólamanna, Björk Vilhelmsdóttir. 1. maí-ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og Bandalags háskólamanna Jöfnuður fyrir alla – styrk vel- ferðarþjónusta Morgunblaðið/Ásdís „AÐGERÐIR íslensku verkalýðs- hreyfingarinnar á alþjóðlegum bar- áttudegi verkafólks hafa í ár einkunn- arorðin „Velferð fyrir alla“. Í þessum orðum felst sú krafa að hér á landi verði byggt upp velferðarkerfi sem allir þegnar landsins geti reitt sig á þegar nauðsyn krefur. Traust og víðtækt velferðarkerfi er öflugasta verkfærið sem þekkist til þess að útrýma misrétti og fátækt, jafna aðstöðu fólks og auðvelda því að nýta tækifæri sín óháð efnahag. Um leið er það mikilvæg forsenda sáttar og samstöðu ólíkra þjóðfélagshópa. Það er þannig velferðarkerfi sem Al- þýðusambandið vill sjá á Íslandi, virkt velferðarkerfi sem er réttlátt og sanngjarnt; kerfi sem gerir fólki kleift að halda virðingu sinni og trúnni á samfélagið þegar í harðbakkann slær. Því miður hefur íslenska velferðar- kerfið verið að þróast í gagnstæða átt. Hér hefur verið reynt að þrengja vel- ferðarkerfið þannig að það sé aðeins til fyrir hina allra verst settu, en með mjög misjöfnum árangri, ekki síst fyrir þá sem kerfið á þó helst að þjóna. Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að slík kerfi, sem draga dám af fátækraframfærslu fyrri tíma, veikj- ast hratt og njóta lítils almenns stuðn- ings, til þeirra rennur sífellt minna fjármagn og afleiðingin er aukið mis- rétti og önnur félagsleg vandamál, neikvæð stimplun og fátæktargildrur. Reynslan hefur einnig sýnt að hin víðtæku velferðarkerfi, þar sem þorri fólks á sinn rétt, njóta almenns stuðn- ings, standa sterkar og reynast besta tækið til þess að draga í raun úr fá- tækt og misrétti. Launafólk hlýtur því að hafna þeirri fátæktarleið sem hefur verið að þróast í velferðarmál- um hér á landi á sl. árum, bæði með- vitað og ómeðvitað, og krefjast upp- byggingar víðtæks velferðarkerfis sem sátt getur náðst um. Velferðarkerfið á að hvetja fólk til þess að nýta tækifæri sín en ekki draga úr sjálfsbjargarviðleitni. ASÍ lítur á velferð í víðasta skilningi þess orðs. Velferð manna er ekki eingöngu háð efnislegum gæðum heldur einnig tækifærum þeirra til að þroskast og dafna. Velferð felst þannig í mögu- leikum fólks til menntunar, fjöl- skyldulífs, frítíma og mannlegrar virðingar. Velferð felst í mannsæm- andi aðstæðum, möguleikum fólks til þess að standa á eigin fótum og koma sér þaki yfir höfuðið. Því miður er húsnæðisvandi farinn að standa í vegi fyrir velferð fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna. Þeirri þróun þarf að snúa við. Velferð felst í góðum vinnu- aðstæðum, virðingu og vellíðan í vinnunni. Velferð felst einnig í góðri heilsu, heilsuvernd og möguleikum fólks á að lifa heilsusamlegu lífi. Ok- urverð og ofurtollar á grænmeti ganga þvert gegn þeim markmiðum. Þar er breytinga þörf og hefur ASÍ lagt fram kröfur um aðgerðir allt frá 1995 þegar núverandi tollakerfi var tekið upp. Velferð fyrir alla er vítt hugtak og krefst víðsýni. Fyrsti maí er alþjóð- legur baráttudagur og alls staðar í heiminum er verkafólk að vekja at- hygli á málstað sínum. Það má ekki gleymast að barátta launafólks fyrir réttindum sínum er hrein og klár mannréttindabarátta. Réttur verka- lýðsfélaga til frjálsra samninga er varinn sem mannréttindi og því er öll- um inngripum stjórnvalda í kjara- samninga mótmælt. Þetta ætti ekki að þurfa að taka fram í upphafi 21. aldarinnar en er því miður nauðsyn- legt eftir að lög voru sett á verkfall sjómanna fyrir fáeinum vikum. Verkalýðshreyfingin krefst sömu grundvallarréttinda fyrir launafólk alls staðar í heiminum þótt staðan sé afar misjöfn milli landa. Þess vegna skiptir alþjóðastarf verkalýðsfélaga æ meira máli. Með sameiginlegu átaki er hægt að ráðast gegn alvarlegum vandamálum á borð við barnavinnu og verslun með fólk, einkum konur og börn, til vinnuþrælkunar og í þágu sí- vaxandi kynlífsiðnaðar. Hin alþjóð- lega verkalýðshreyfing hefur vakið athygli á þessum vanda og Alþýðu- sambandið hefur lagt sitt af mörkum. Alþýðusambandið er hluti af hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu og hefur kynnst því hverju samstarf þvert á landamæri fær áorkað og hverju alþjóðasamþykktir hafa breytt fyrir íslenskan vinnumarkað. Það ætti því ekki að koma á óvart að þing ASÍ hefur samþykkt samhljóða að ASÍ skuli hafa forystu í umræðum um stöðu Íslands í Evrópusamstarfinu og hagsmuni launafólks. Samt sem áður er það réttinda- og kjarabaráttan hér heima sem er grundvallarþátturinn í starfi Alþýðu- sambands Íslands. Hér er mikilvæg verk að vinna sem verkalýðshreyf- ingin, stjórnvöld og atvinnurekendur þurfa að taka höndum saman um. Ef allir leggjast á eitt við að snúa af þeirri fátæktarstefnu sem hefur ver- ið að þróast í velferðarmálum á und- anförnum árum og byggja upp víð- tækt velferðarkerfi sem sátt næst um eru markmið þessa baráttudags verkalýðsins í sjónmáli: Velferð fyrir alla.“ Velferð fyrir alla Ávarp Alþýðusambands Íslands á baráttudegi verkalýðsins 1. maí 2001 DAGSKRÁ 1. maí hátíðahald- anna í Reykjavík hefst á því að safnast verður saman á Skóla- vörðuholti fyrir framan Hall- grímskirkju kl. 13.30. Gangan leggur af stað kl. 14.00. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Útifundur hefst á Ingólfs- torgi kl. 14.30. Aðalræðumenn dagsins verða Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðn- aðarsambands Íslands, og Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB. Edda Heiðrún Backman les ljóð og Ólafur Kjartan Sigurðs- son syngur við píanóleik Jón- asar Ingimundarsonar. Guitaar Islanco leika íslensk þjóðlög í léttum dúr. Fundarstjóri verður Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 1. varafor- maður Eflingar - stéttarfélags. Að hátíðahöldunum standa verkalýðsfélögin í Reykjavík, BSRB og BHM. Dagskrá 1. maí í Reykjavík HÁTÍÐAHÖLD 1. maí á Húsa- vík verða með hefðbundnu sniði. Hátíðardagskrá hefst í félagsheimilinu kl. 14. Aðal- steinn A. Baldursson, formaður Alþýðusambands Norðurlands, setur hátíðina. Bergþór Páls- son og Helgi Björnsson syngja nokkur lög. Aðalræðu dagsins flytur Halldór Björnsson, for- maður Starfsgreinasambands Íslands. Einar Georg Einars- son fer með gamanmál og brass-band flytur nokkur lög. Loks syngur karlakórinn Hreimur fyrir gesti. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á kaffiveitingar. 1. maí á Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.