Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐUR um Evrópumál eru oft frek- ar klisjukenndar hér á landi, einkum þegar stjórnmálamenn taka þátt í þeim. Upp á síð- kastið hefur verið um það deilt meðal stjórn- málamanna hvort EES- samningurinn hafi verið að veikjast eða ekki. Hinn 19. mars sl. birtist grein hér í blaðinu eftir Unni Gunnarsdóttur sem var kærkomin til- breyting frá hefðbund- inni klisjukenndri um- ræðu um þessi mál. Unnur fjallar um málið af mikilli þekkingu, bæði á aðstæðum og ekki síst á innihaldi og takmörkunum EES-samningsins og samanburði hans við samstarfið innan ESB. Unn- ur er fyrrverandi starfsmaður EFTA og þekkir málin því úr innsta hring og sem fyrrverandi embættismaður get- ur hún auðvitað tjáð sig frjálslegar en starfandi embættismenn. Niðurstaða Unnar, eins og reyndar nær allra þeirra sem til þekkja, er sú, að EES- samningurinn hafi veikst verulega á undanförnum árum. Nú er það auðvitað þannig að stjórnmálamenn eiga mjög erfitt með að viðurkenna að þeirra verk séu göll- uð að neinu verulegu leyti. Samskipti á milli stjórmálamanna eru líka oft hátíðleg og formbundin. Að þessu leyti er það auðvitað óhugsandi að ráðamenn einstakra ríkja eða sam- banda viðurkenni opinberlega að samkomulag sem þeir hafa gert sín á milli sé hálfónýtt. Það er kurteisin sem ræður. Þar til fyrir stuttu tók ég virkan þátt í formlegu Evrópustarfi. Síðasti fundurinn sem ég tók þátt í var fundur Ráðgjafarnefndar EFTA þar sem aðilar vinnumarkaðar sitja. Þar var m.a. verið að undirbúa árleg- an fund nefndarinnar með Fasta- nefnd EFTA. Eitt af aðalumræðuefn- unum var að venju staða og þróun EES-samningsins. Meginniðurstað- an þar var að EES-starfið gengi vel, hvað annað, það er búið að segja það í mörg ár. En á eftir kom auðvitað eitt stórt en, þar sem innihaldið var að líf- ið úti á jaðrinum væri orðið ansi erfitt. Allir nefndarmenn Ráðgjafarnefnd- arinnar voru sammála um að EES- samstarfið væri orðið verulega erfitt og að samningurinn hafi veikst, en auðvitað var ekki hægt að segja það beint, slíkt tíðkast einfaldlega ekki í starfi eins og þessu. Fyrst þarf að segja að allt gangi vel og svo er sagt en, og fyrst þar á eftir er ýjað að sannri stöðu mála. Það er alkunnur brandari að pappírar megi ekki vera mjög langir til þess að stjórn- málamenn nenni að lesa þá, en að þeir lesi bara fyrstu 4-5 orðin í sam- bandi við hvernig EES- samstarfið gengur er kannski full mikið (eða lítið) af því góða. Stjórnmálamenn hér á landi hafa haft mikla tilhneigingu til þess að ríf- ast um þennan fyrsta setningarhluta. Sé hins vegar litið til annarra aðila eins og þeirra embættismanna sem vinna við málið og virkra samtaka í Evrópustarfi eins og Samtaka iðnað- arins og Alþýðusambands Íslands eru skoðanirnar skýrar, EES-samning- urinn hefur veikst og sumir hafa reyndar líkt honum við ónýta flík. Um skoðanir embættismanna, t.d. þeirra sem eru í Brussel við að reka EES- samninginn, er erfitt að fjalla vegna þess að þeir mega ekki hafa opinbera skoðun á málinu. Samtökin í atvinnu- lífinu eins og Samtök iðnaðarins og Alþýðusamband Íslands hafa hins vegar talað mjög skýrt á undanförn- um mánuðum. Skýr afstaða ASÍ var samþykkt einróma á síðasta þingi þess og Samtök iðnaðarins hafa gert ítarlega könnun meðal aðildarfyrir- tækja sinna á skoðunum forsvars- manna þeirra á EES-samningnum. Það vita allir sem vilja vita að áhugi ESB á EES-samstarfinu hefur farið sífellt minnkandi og að EES-sam- starfið er farið að þvælast fyrir og að það á að reka með lágmarksfyrirhöfn. Það vita líka allir að aðgangur EFTA- ríkjanna að löggjafarstarfinu hefur minnkað verulega, þótt ekki sé nema vegna veikari stöðu Framkvæmda- stjórnarinnar í starfi ESB. Það eru Ráðherraráðið og Evrópuþingið sem eru lykilaðilar í löggjafarstarfi innan ESB og EES-samningurinn gefur enga möguleika á að komast að þess- um aðilum. Öllu þessu lýsti Unnur Gunnarsdóttir mjög vel í umræddri grein. Samt sem áður halda íslenskir stjórnmálamenn áfram að segja okk- ur að EES-samstarfið gangi vel og sé fullnægjandi fyrir okkur. Stundum er vitnað í einhverja úr röðum gagnaðil- ans og sagt að þeim finnist líka að þetta samstarf gangi vel. Nú auðvit- að, við hverju var að búast? Það er yf- irlýst stefna ESB að reka EES-sam- starfið með lágmarksfyrirhöfn og láta það vera sem minnst fyrir í áherslum ESB. Ef það tekst, sem það gerir, þá eru þeir auðvitað ánægðir og segja að þetta gangi allt afar vel. Þessu til við- bótar kemur svo auðvitað hin diplóm- atíska kurteisi; ráðamenn viðurkenna einfaldlega aldrei opinberlega að samningar sem þeir gera séu slæmir. Þessa dagana er mikið talað um reynsluleysi Bush forseta Bandaríkj- anna í utanríkismálum. Evrópskir stjórnmálamenn láta ekki hanka sig á slíku. Það sem eftir stendur er sú spurn- ing hvort það sé sæmandi fyrir full- valda ríki, að taka þátt í nánu alþjóð- legu samstarfi, sem m.a. gengur út á laga- og reglusmíð sem á að gilda fyr- ir atvinnulíf og þegna viðkomandi lands, og fá ekki að koma að þeim borðum þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Við tökum við lögum og reglum tilbúnum, við þökkum kurt- eislega fyrir og Alþingi rennir regl- unum athugasemdalaust í gegn vegna þess að athugasemdir á þessu stigi valda bara vandamálum og eru þess vegna óhugsandi. Auðvitað svarar hver fyrir sig, en að mínu mati er þessi staða fullkomlega óásættanleg fyrir okkur sem fullvalda þjóð. Auðvitað hefur EES- samningurinn veikst Ari Skúlason Evrópumál Er það sæmandi fyrir fullvalda ríki, spyr Ari Skúlason, að taka þátt í nánu alþjóðlegu samstarfi en fá ekki að koma að þeim borð- um þar sem ákvarð- anirnar eru teknar? Höfundur er framkvæmdastjóri Aflvaka hf. og áhugamaður um evrópsk málefni. TÆPIR sex mánuð- ir eru liðnir frá því að kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfæðinga við fjármálaráðherra rann út. Samninga- nefnd félagsins hefur hitt samninganefnd ríkisins á 12 fundum og er árangur þeirra funda sá að viðræðun- um hefur verið vísað til sáttasemjara ríkis- ins. Svo virðist sem algert viljaleysi sé hjá ríkinu á því að ná samningum. Ágrein- ingsefni eru ekki rædd af alvöru og festu heldur er hjúkrunarfræðingum tilkynnt hvað um skuli samið og að frá því verði ekki hvikað. Samningaviðræður eru í raun ekki hafnar að mati hjúkrunarfræðinga. Ákvarðanir um hvað skuli samið um virðast teknar annars staðar en við samn- ingaborð Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga við ríkið. Hjúkrunarfræðingar líta mjög alvarlegum augum þetta viljaleysi ríkisvaldsins. Eins og flestir vita þá ríkir fákeppni um vinnuafl hjúkrunarfræðinga en vinnuveit- andi þeirra flestra er ríkið. Það er ábyrgðarhluti hjá stjórnvöldum að nýta sér aðstæður ófullkominnar samkeppni til að halda niðri laun- um hjá stórum hópi kvenna í op- inberri þjónustu. Svo undarlegt sem það nú er þá gildir nýr kjara- samningur ekki frá þeim degi að sá eldri rennur út heldur frá und- irskriftardegi nýs samnings. Við- semjendur ríkisins eru því þeir einu sem tapa á því að samninga- viðræður dragast á langinn. Hvort stjórnvöld séu að draga viðræður á langinn í þeim tilgangi að hagnast á þeim skal ósagt látið en hitt er ljóst að ríkið en ekki hjúkrunar- fræðingar hagnast á seinagangi í samningaviðræðum. Engin refsi- ákvæði er að finna í lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna gegn þeim aðila sem hagn- ast á því að draga viðræður á lang- inn þegar viðkomandi aðili mætir óundirbúinn að samn- ingaborðinu og sýnir viljaleysi í að vinna að nýjum kjarasamningi. Hvað geta viðsemj- endur ríkisins gert við slíkar aðstæður? Svari hver fyrir sig. Það er mat samn- inganefndar Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga að samn- inganefnd ríkisins í umboði fjármálaráð- herra hafi sýnt óábyrga hegðan í við- ræðum sínum við hjúkrunarfræðinga. Það er sameiginleg ábyrgð beggja aðila að ná samn- ingum sem báðir geta unað við. Hjúkrunarfræðingar og samninga- nefnd ríkisins hafa nú hist einu sinni hjá ríkissáttasemjara og það er von samninganefndar hjúkrun- arfræðinga þar fari fram viðræður sem skili árangri. Fyrir hönd stjórnar Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga skora ég á fjármála- ráðherra að beita sér fyrir því, sem meginvinnuveitendi hjúkrun- arfræðinga, að gengið sé hratt og af sanngirni til samninga. Fákeppni um vinnuafl hjúkr- unarfræðinga Herdís Sveinsdóttir Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samningar Það er mat samninga- nefndar Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, segir Herdís Sveinsdóttir, að samninganefnd ríkisins hafi sýnt óábyrga hegðan í viðræðum sínum við hjúkrunarfræðinga. Gabriel höggdeyfar STÓRHÖFÐI 15, SÍMI 567 6744 Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Njálsgötu 86, s. 552 0978 Brúðargjöfin fæst hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.