Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 34
ERLENT 34 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÓPUR tæknimanna á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins hélt í gær til Hainan-eyju í Kína eftir að þarlend stjórnvöld heim- iluðu Bandaríkjamönnum að rann- saka bandaríska njósnaflugvél sem lenti á eyjunni 1. apríl eftir að hafa lent í árekstri við kínverska her- þotu. Tæknimennirnir fóru fyrst til Hawaii til að ræða við yfirmenn bandaríska hersins áður en þeir héldu með leiguflugvél til Hainan. Ráðgert er að þeir verði þar í tvo daga til að rannsaka njósnavélina og meta hvernig hægt verði að taka hana í sundur. Gert er ráð fyrir að annar hópur tæknimanna verði síð- an sendur þangað til að taka vélina í sundur og flytja hana til Bandaríkj- anna. Bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið sagðist í fyrstu ætla að senda varahluti til að hægt yrði að gera við vélina á Hainan og fljúga henni þaðan. Hætt hefur verið við þau áform, að því er virðist að kröfu Kínverja. Neita að greiða skaðabætur Kínverska fréttastofan Xinhua sagði í gær að Bandaríkjastjórn hefði léð máls á ótilteknum „greiðslum“ vegna njósnavélarinn- ar. Fréttastofan lýsti ekki greiðsl- unum sem skaðabótum. Bandaríkjastjórn hefur neitað að greiða Kínverjum skaðabætur vegna málsins, enda myndu slíkar greiðslur jafngilda því að hún við- urkenndi að Bandaríkjaher bæri ábyrgð á árekstrinum. Dick Chen- ey, varaforseti Bandaríkjanna, áréttaði þetta í gær og lagði áherslu á að Bandaríkin myndu aðeins greiða kostnað Kínverja í tengslum við flutninginn á vélinni. Kínverjar leyfa rannsókn á njósnavél Washington. Reuters, AP. ER Tívolí góð landkynning eða segja myndbrot af fjölskyldu í út- hverfi Kaupmannahafnar meira um Danmörku og danskt þjóðfélag? Ráðamenn í ferðaþjónustu, yfir- menn danska sjónvarpsins og nú síðast þingmenn hafa tekist á af hörku um þá kynningu sem fólgin er í að halda Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva en hún fer fram 12. maí nk. Hafa skipuleggj- endur keppninnar verið sakaðir um samningsrof og rangar upplýsingar en þeir bera af sér allar sakir. Deilan hefur einkum og sér í lagi staðið um svokölluð póstkort, nokk- urra sekúndna kynningarmyndir sem sýndar verða á undan hverju lagi. Í upphafi lýstu forráðamenn söngvakeppninnar hjá danska sjón- varpinu því yfir að henda ætti göml- um klisjum svo sem Litlu hafmeyj- unni, Tívolí, konungshöllinni og H.C. Andersen fyrir borð. Þess í stað ætti að sýna Danmörku eins og hún væri í raunveruleikanum; drengi í fótbolta, fjölskyldu með ungbörn, lögregumenn á fjallahjól- um og fólk í lest. „Við viljum sýna fólk, fólk sem hefst eitthvað að, á öllum aldri, af báðum kynjum og ólíkum litarhætti. Það sem er áhugaverðast við Danmörku er Danir. Við erum besta útflutnings- vara okkar,“ sagði Jørgen Rams- kov, sem sér um framkvæmd keppninnar fyrir hönd danska sjón- varpsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem [Tívolí, lífvörður drottningar, litla hafmeyjan og H.C. Andersen] eru ekki hluti Danmerkurkynningar. En það raskar ekki svefnró minni. Fjöldi bæjarstjóra, stofnana, safna og fyrirtækja vilja vera með. Það er ekki pláss fyrir alla og því kvarta þeir. Nema litla hafmeyjan því hún getur ekki talað.“ Þessi yfirlýsing Ramskov féll hins vegar í grýttan jarðveg og gekk raunar svo langt að einn þing- manna Venstre krafðist skýringa menningarmálaráðherrans á því hvers vegna ekki þætti ástæða til að kynna Tívolí. Þá var auglýsinga- og markaðsfólk agndofa yfir þessu og lýstu fjölmargir sérfræðingar á því sviði yfir því að hefðu þeir fengið að ráða, hefði allt kapp verið lagt á að sýna það sem flestir ferðamenn hafa viljað sjá, réttast væri að halda sig við það sem teldist tiltölulega öruggt. Ráðamenn Tívolís voru að vonum ósáttir, einkum í ljósi fyrri reynslu en ferðamálaráð Kaup- mannahafnar og danska sjónvarpið höfðu óskað eftir því að Tívolí byði öllum þátttakendum og gestum, um 2000 manns, til veislu í skemmti- garðinum – og greiddi fyrir slíkt úr eigin vasa um 1,5 milljónir dkr., um 17 milljónir ísl. Það þótti ráðamönn- um Tívolís slæmt tilboð, þar sem slíkir peningar lægju ekki á lausu. Röksemdin fyrir því að Tívolí ætti sjálft að greiða fyrir veisluna var sá að slíkt veisluhald væri góð kynning fyrir staðinn og myndi skila sér í aukinni aðsókn. Upplýsingastjóri skemmtigarðsins, Benedicte Strøm, kvaðst efast um það og Tív- olí neitaði að halda veisluna. Danska sjónvarpið og Tívolí kom- ust síðar að samkomulagi um að hinir síðarnefndu héldu hanastéls- boð fyrir þátttakendur, kostnaður er talinn munu nema allt að hálfri annarri milljón ísl. kr. Forsendur samninga breyttar Strøm er ein þeirra sem óskað hefur upplýsinga um í hvað framlög ríkisins til framkvæmdarinnar hafi farið en alls nema þau rúmum 2 milljónum dkr, eða um 25 milljón- um ísl. Talsmenn safna og annarra staða sem laða að sér ferðamenn hafa haft hægar um sig en í frétta- þætti sem danska sjónvarpið gerði um undirbúninginn kom fram að því fór fjarri að menn væru sáttir við þann skarða hlut sem þeir töldu sig bera frá borði í tengslum við söngvakeppnina. En það er ekki að- eins Tívolí sem hefur orðið fyrir því að forsendur samninga við danska sjónvarpið hafi breyst; danski fata- hönnuðurinn Charlotte Sparre seg- ir farir sínar ekki sléttar. Hún var fengin til þess að hanna kjól á ann- an kynni keppninnar, Natalie Crone, auk þess sem hún átti að hanna fatnað fyrir ákveðinn fjölda starfsmanna sjónvarpsins. Gerður var kostunarsamningur við hana, sem þýddi með öðrum orðum að hún bar kostnaðinn af verkinu en fékk þess í stað góða auglýsingu. Þegar að því kom að undirrita samninginn kom hinsvegar annað hljóð í strokkinn. Henni var ætlað að hanna fatnað á fjórfalt fleiri en í upphafi var samið um. Segist Sparre ekki hafa séð neinn ávinning af slíku auk þess sem vinnan og kostnaðurinn yrði henni um megn. 680 milljóna kr. kostnaður Kostnaðurinn við keppnina er áætlaður um 60 milljónir dkr., um 680 milljónir ísl og er það að sögn Ramskov í samræmi við kostnað Svía við að halda keppnina sl. ár. Ramskov lýsti því yfir á síðasta ári að afnotagjöldin yrðu ekki hækkuð til að mæta kostnaðinum og það hefur verið staðið við. Hins vegar hafa danskir skattgreiðendur mátt punga út um 27 milljónum ísl. kr. til framkvæmdarinnar. Danska ríkið leggur til um 6 milljónir ísl., Sam- band Evrópskra sjónvarpsstöðva 226 milljónir ísl. kr í þátttökugjald o.fl og 340 milljónir ísl. kr. hafa náðst inn með kostun frá símafyr- irtækjum, endurskoðendum, dönsku járnbrautunum, tímaritinu Se og Hör ofl. Að sögn Ramskov starfa nú á þriðja hundrað manns að undirbúningi, þeirra á meðal eru leiðsögumenn keppenda en hvert þátttökuland fær aðstoðarmann eða -konu sem fer með þá sem vilja um Kaupmannahöfn og nágrenni. Auk hálfu milljónarinnar sem áð- ur hefur verið nefnd frá danska rík- inu, veita utanríkis-, menningar- og viðskiptaráðuneytin um 1,9 milljóna dkr, um 21,4 milljóna ísl. kr., styrk til ferðamálaráðs Kaupmannahafn- ar. Þar af rennur um hálf milljón til gerðar póstkortanna og fullyrðir dagblaðið Politiken að með því hafi Ferðamálaráðið allt um innihald kortanna að segja og þar með sé Tívolí komið inn úr kuldanum. Eftir sem áður stendur spurningin hvort kynning á borð við þá sem í boði er í tengslum við Söngvakeppnina skili sér. Í áðurnefndum fréttaþætti danska sjónvarpsins var rætt við sænsk ferðamálayfirvöld sem sögðu erfitt, ef ekki útilokað að meta ávinninginn, þótt slegið hefði verið á sem svarar til tæplega 700 millj- ónum ísl kr. Þeir hótel- og veitinga- menn sem rætt var við, bæði í Sví- þjóð, og í Danmörku í tengslum við aðrar keppnir, sögðu ávinninginn engan, þar sem sjónvarpsáhorfend- ur myndu ekki stundinni lengur hvaða staði um væri rætt. Undir þetta tekur stjórnandi auglýsingastofunnar Propaganda, Frederik Preisler. „Ég held að allt of margir ofmeti þýðingu þess að við höldum söngvakeppnina. Hvað svo sem við setjum á póstkortin, verður það varla til þess að nokkur Evrópubúi segi sem svo: Rosalega er Danmörk frábær. Hættum við fríið okkar í Toskana og drífum okkur til Kaupmannahafnar.“ Söngvakeppni með eða án Tívolí Kostnaðurinn við að halda Söngvakeppni Evrópskra sjónvarps- stöðva er geysihár og Danir vonast til þess að endurheimta hluta hans í auknum ferða- mannastraumi. Urður Gunnarsdóttir segir að þeir sem að undirbúningnum standa séu hins vegar algerlega ósammála um framkvæmdina. Reuters Þýska söngkonan Michelle fagnar á blaðamannafundi eftir að hún hafði verið valin til að vera fulltrúi þjóð- arinnar í söngvakeppninni 12. maí. Keppnin verður í Kaupmannahöfn og nú deila Danir um framkvæmdina. EKKI er lengur flaggað í hálfa stöng á mörgum hjúkrunarheim- ilum í Noregi þegar einhver vist- mannanna andast. Er ástæðan ekki virðingarleysi fyrir vistfólkinu, heldur sú, að fáninn er ekki fyrr kominn upp en heimilin eru sem umsetin af fólki, sem vill tryggja sér lausa plássið fyrir sig eða sína. Sem dæmi um þetta má nefna hjúkrunarheimilið í Tjøme á Vest- fold en þar eins og víðar hefur ver- ið hætt að flagga fyrir hinum látnu. Þegar fólkið í byggðinni sá fánann fara upp, hlupu margir til í von um að hreppa plássið, oftast fyrir for- eldra sína, afa eða ömmu, og allar símalínur á heimilinu voru rauðgló- andi jafnvel í nokkra daga. Eftir sem áður fer fram minningarathöfn um hinn látna en hún er haldin inn- andyra. Þetta ástand er auðvitað tilkomið vegna þess, að í Noregi er mikill og alvarlegur skortur á hjúkrunarrými fyrir aldrað fólk. Hjúkrunarheimili Flagga ekki fyrir látnum Ósló. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.