Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 57
Réttur erlendra barna búsettra á Íslandi NÝTT frumvarp til laga um útlendinga liggur fyrir á Alþingi. Reykjavíkurborg og helstu stofnanir henn- ar hafa á þessu ári sett sér stefnu í mála- flokknum. Því ber að fagna að almenn sam- staða virðist ríkja um að skoða þessi mál af kostgæfni og því er vert að vekja athygli á aðstæðum erlendra barna sem bráðnauð- synlegt er að bæta. Í frumvarpinu er ekki fjallað sérstaklega um réttindi erlendra barna búsettra á Íslandi eða hagsmuni þeirra. Mikilvægt er að réttur þeirra verði skilgreindur. Verklagsreglur og hlutverkaskipting verði gerð skýrari fyrir þær stofnanir sem fara með mál og menntun þessara barna. Reglur og ferli verði samræmd á milli allra sveitarfélaga eins og kost- ur er. Heilbrigðisvottun og kennitala Mikilvægt er að veita þeim skóla- vist og kennslu í íslensku sem öðru tungumáli eins fljótt og auðið er, þar sem þau eru ófær um að bjarga sér í samfélaginu. Langflest erlend börn innritast milliliðalaust inn í sinn heimaskóla. Regla er að barn búsett í Reykjavík innritist ekki inn í mót- tökudeild fyrr en það hefur farið í heilbrigðisskoðun hjá bráðamóttöku Landspítalans. Al- mennt er ekki beðið eftir útgáfu kennitölu þar sem biðin er alltof löng. Inn í ferlið vantar að forráðamenn geti og eigi að framvísa heil- brigðis- og bólusetn- ingarvottorði og ís- lenskri kennitölu við innritun. Þörf er á skýrum samræmdum reglum sem gildi um allt land. Skilgreina þarf og hvenær erlend börn eigi rétt á skóla- vist. Hvaða reglur gilda ef foreldri hefur dvalarleyfi í meira en þrjá mánuði en ekki atvinnuleyfi? Heilbrigðisþjónusta Ákveðinn hluti foreldra fær ekki sjúkratryggingu fyrr en eftir sex mánaða dvöl. Á meðan eru börnin ótryggð gagnvart slysum í skóla og annars staðar. Foreldrum getur verið gjörsamlega ofviða að standa undir kostnaði vegna slysa eða mik- illa tannviðgerða. Mikilvægt er að börn geti fengið heilbrigðisþjónustu þegar þau þarfnast og foreldrar fái að fylgja sínu barni. Foreldraviðtöl Hluti erlendra foreldra mætir ekki í hefðbundin foreldraviðtöl á vinnutíma kennara. Oftar en ekki kemur í ljós að þessir foreldrar telja sér ekki fært að mæta þar sem þeir telja að það sé illa liðið af atvinnu- rekanda. Það er ekki viðunandi að einmitt þessi hópur verði af hand- leiðslu og samstarfi við skóla barns- ins. Hverra er að leysa þessa hnúta? Túlkaþjónusta Réttur til túlkunar er óskilgreind- ur nema hvað varðar heilbrigðis- geirann. Skilgreina þarf rétt til skólatúlkunar og veita til þess sér- stakt fjármagn. Upplýsingamiðlun er nauðsynleg og hún er forsenda þess að aðlögun barnsins í skóla gangi vel. Túlkaþjónusta er nauð- synleg og kostnaður fer vaxandi. Sú þjónusta að túlkur mæti í skóla nýt- ist fyrst og fremst foreldrum barna í Reykjavík. Vinna þarf að því að sím- túlkun á milli þriggja aðila geti farið sómasamlega fram í gegnum síma, þannig að foreldri, barnið og kenn- ari sitji saman en túlkurinn sé ann- ars staðar. Er óskandi að slíkt fyr- irkomulag verði þróað hér á landi þannig að jafnræðis sé gætt. Brú á milli menningarheima Mikilvægt er að benda á að nokkrar lykilpersónur í hverjum tungumálahópi hafa reynst mjög svo mikilvægar í starfi sínu sem túlkar. Þær miðla skólafólki og foreldrum af þekkingu sinni sem verður til þess að aðlögun gengur betur fyrir sig. Þetta fólk þyrfti að þjálfa enn betur sem skólatúlka og/eða sem tvítyngda starfsmenn skólanna. Meðal annars er æskilegt að það kanni getu nýkominna barna á þeirra móðurmáli í tengslum við inn- ritunarviðtöl. Slík greining er afar gagnleg, sérstaklega með tilliti til læsis, orðaforða og grunnþekkingar í stærðfræði og fleiri greinum. Þessi vinnubrögð tíðkast á Norðurlöndum Íslenska sem annað tungumál Í reglugerð nr 391/1996 er kveðið á um tvo tíma á viku. Reglugerðin er ófullburða og hana þarf að endur- skoða. Frekari skilgreininga er þörf. Úthlutun fjár til kennslu í íslensku sem öðru tungumáli hefur verið ansi breytileg frá ári til árs. Tryggja þarf þennan einstaklingsrétt í sessi og mikilvægt að samræmd viðmið gildi um allt land. Að sjálfsögðu eiga er- lend börn rétt á sérkennslu sé þess þörf sem og öllum öðrum skóla- tengdum skólatilboðum. Réttur til veru í móttökudeild og erlendir unglingar Erlend börn í Reykjavík á aldr- inum 9–15 ára fá sérstaka 20 kennslutíma á viku í eitt skólaár í sérstökum móttökudeildum en ekki börn búsett úti á landi. Hér er jafn- ræðisreglan ekki í heiðri höfð. Yf- irvöld þyrftu og að móta stefnu í málum unglinga sem flytja til lands- ins. Hvort þau eigi ekki rétt á ein- hvers konar sérstöku móttöku- eða menntunartilboði og kennslu í ís- lensku sem öðru tungumáli. Þessi hópur hefur oft ágæta menntun að baki og fjölbreytta hæfileika. Í dag búa þau of oft við einangrun, of lítil tök á íslensku til þess að geta spjar- að sig og þar með skortir á þekkingu á samfélaginu. Þau þurfa að fá skil- yrði til að njóta áframhaldandi menntunar. Móðurmálskennsla og tvítyngi Í Aðalnámskrá grunnskóla er fast kveðið á um að mikilvægt sé að stuðla að því að börnin verði tví- tyngd í ljósi þess að slík hæfni er bæði auður einstaklingsins og þjóð- ar. Í reglugerð nr 391/1996 segir að sveitarfélögum sé heimilt að koma á móðurmálskennslu. Í fæstum tilvik- um er það gert. Fimm tungumála- hópar í Reykjavík njóta móðurmáls- kennslu. Fleiri hafa ekki átt þess kost. Mikilvægt er að þessi mál komist í farsælli farveg. Skilgreina þarf réttinn til móðurmálskennslu og inntak hennar. Leggja þarf að foreldrum að mikilvægt sé að þeir stuðli að því að börn þeirra verði tví- tyngd. Í frumvarpinu er réttur til „bú- setuleyfis“ skilyrtur af tungumála- kunnáttu. Vert er að vekja athygli á að hópur „erlendra“ nemenda á for- eldri sem ekki kann málið. Hver verður réttur barnanna sem brátt vaxa úr grasi? Þau eru uppalin hér og læra íslensku. Eiga þau ekki rétt á framtíð hér á landi? Friðbjörg Ingimarsdóttir Frumvarp Mikilvægt er, segir Friðbjörg Ingimarsdóttir, að réttur erlendra barna búsettra á Íslandi verði skilgreindur. Höfundur er kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 57 www.merkur.is 594 6000 Erum ekki flutt Nýtt símanúmer Erum flutt Bæjarflöt 4, 112 R.vík Fax: 594 6002 Skútuvogur 12a, 104 R.vík Fax: 594 6001 VÉLADEILD - SKRIFSTOFUR SKIPTIBORÐ GEFUR SAMBAND VIÐ ALLAR DEILDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.