Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorlákur Sig-tryggsson var fæddur 18. júní 1955. Hann lést af slysför- um þann 21. apríl. Foreldrar hans eru þau Vigdís Sigurðar- dóttir, f. 14. apríl 1933, og Sigtryggur Þorláksson, f. 5. okt. 1928. Föðurforeldrar hans voru Þuríður Vilhjálmsdóttir, f. 21. maí 1889, d. 1. jan. 1980, og Þorlákur Stefánsson, f. 28. ágúst 1892, d. 12. des. 1969. Móðurforeldrar hans voru Kristjana Jósefsdóttir, f. 16. feb.1909, d. 2. feb. 1982, og Sig- urður Jakobsson, f. 5. júlí 1909, d. 4. des. 1993. Kona Þorláks er Guð- rún Hildur Bjarnadóttir, starfandi ljósmóðir í Norður-Þingeyjar- sýslu, f. 29. júlí 1953. Börn þeirra eru: Bjarni Halldór Sigursteins- son, fóstursonur Þorláks, f. 11. okt. 1976, stúdent frá Framhalds- skólanum á Húsavík og starfandi lögreglumaður, unnusta hans er Sigrún Kristín Jónasdóttir frá Bergi í Aðaldal; Kristjana Þuríð- ur, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, f. 19. des. 1980; Einar Guðmundur nemi, f. 16. nóv. 1983; Magnús Jóhann, f. 22. ágúst. 1986; Jónína Sigríður, f. 4. maí. 1988; og Sigtryggur Brynjar, f. 7. jan. 1990. Systkini Þorláks eru: 1) Ingibjörg, f. 7. sept. 1956, maki Kolbeinn Gíslason, f. 16. des. 1955, börn þeirra eru Sigtrygg- ur, f. 9. júní 1980, og Sólrún Dís, f. 23. feb. 1991. 2) Sigtryggur. f. 7. okt. 1958, maki Brynja Reynisdóttir, f. 25. júní 1968, dæt- ur þeirra eru Gréta Ingibjörg, f. 22. jan. 1994, og Þórdís f. 30. júní 1997. 3) Erlingur, f. 27. ágúst 1960, maki Anna Björk Sigurðar- dóttir, 6. júlí 1962, sonur þeirra Stefán f. 10. apríl 1990. 4) Kristján Sigurður, f. 20. okt. 1963, maki Camilla Utne, f. 17. feb. 1969, syn- ir þeirra eru Jóhann, f. 9. júní 1998, og Jakob, f. 8. júní 200. Skólaganga Þorláks hófst í far- skóla á ýmsum bæjum í Þistilfirði. Hann tók landspróf frá Lauga- skóla, Suður-Þingeyjarsýslu, árið 1971, stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Akureyri 1976 og bú- fræðipróf frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið eftir. Hann bjó á Svalbarði til æviloka. Útför Þorláks fer fram frá Sval- barðskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Hinn 21. þessa mánaðar barst okkur sú hörmungarfregn að Þor- lákur Sigtryggsson hefði látist í vélsleðaslysi er varð á björgunar- sveitaræfingu. Einhvern veginn áttuðum við okkur ekki á því strax að þetta gæti verið hann, þessi hrausti og atorkusami maður. En vegir guðs geta oft verið ill- færir og erfiðir að skilja. Vera Þorláks á þessari björg- unarsveitaræfingu lýsir honum þó vel því að hann var ávallt boðinn og búinn til að aðstoða ef til hans var leitað. Við hlökkum alltaf til að koma að Svalbarði og höfum við átt þar margar ánægjustundir. Þrátt fyrir að heimilið sé stórt þá virtist ekki muna um að taka á móti einni eða tveimur fjölskyldum til viðbótar því allt gekk svo vel fyrir sig enda er fjölskyldan sér- lega samhent. Þorlákur var einstaklega vinnu- samur maður og féll honum aldrei verk úr hendi þegar við dvöldum að Svalbarði. Hann var þó alltaf tilbúinn að taka borgarbörnin með sér í hin ýmsu verk sem til féllu og leiðbeina okkur, til þess gaf hann sér alltaf tíma. Það eru margar skemmtilegar minningar sem koma upp í hugann, s.s. þegar við vorum að heyja langt fram eftir nóttu, fara með fé fram í dal, ganga upp með Svalbarðsá við merkingar á veiðistöðum, Magnús sofandi í fangi hans á traktornum þar sem hann var að slá heimatún- ið, silungsveiði, spila fram á nótt, bíltúr um sveitina þar sem við kynntumst nokkrum af þeim merku stöðum sem þar finnast og svo mætti lengi telja. Þessar stundir með honum og fjölskyld- unni voru skemmtilegar og dýr- mætar og liðu ótrúlega hratt. Þrátt fyrir stórt heimili og mörg verkin sem vinna þurfti gaf hann sér þó alltaf tíma til að ræða málin. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var þá sama hvar gripið var niður; menntun barna, innansveitarmál eða landspólitík. Þorlákur kom til dyranna eins og hann var klæddur, hann var alltaf einhvern veginn svo blátt áfram og skemmtilegur. Elsku systir, Bjarni, Kristjana, Einar, Magnús, Jónína, Brynjar, foreldrar og systkini, guð gefi ykk- ur styrk í sorginni. Gísli Jón, Guðbjörg og dætur. Laugardaginn 21. apríl síðastlið- inn barst okkur sú harmafregn að Þorlákur á Svalbarði, frændi og vinur, hefði látist af slysförum. Þótt um talsverðan skyldleika væri að ræða kynntumst við honum ekki að ráði fyrr en við urðum nágrann- ar og samkennarar við Svalbarðs- skóla í Þistilfirði á árunum 1992- 1998. Hann reyndist einstaklega þægilegur nágranni og lipur sam- starfsmaður, harðduglegur, ósér- hlífinn og úrræðagóður og skemmtilegur félagi. Mannkostir hans voru einstakir og því fór okk- ur eins og öllum öðrum að við mát- um hann því meira sem við kynnt- umst honum betur. Hið sviplega fráfall Þorláks er ekki aðeins reið- arslag fyrir fjölskyldu hans heldur einnig þungt áfall fyrir sveitina og samfélagið við Þistilfjörð og Langanes. Því fór víðs fjarri að Þorlákur sæktist eftir metorðum en vegnahæfileika sinna komst hann ekki hjá því að taka að sér ótal trúnaðarstörf fyrir samfélag- ið.Þeim störfum gegndi hann af þegnskap og trúmennsku án kröfu um viðurkenningu eða endurgjald. Allt sem hann tók að sér var í öruggum höndum. Hann var horn- steinn í byggðarlaginu, gegnheill, reiðubúinn og hæfur til þess að vinna samfélagi sínu allt það gagn er hann mátti. Þótt Þorlákur á Svalbarði hefði getað haslað sér völl hvar sem var í þjóðfélaginu kaus hann að gerast bóndi á óðali feðra sinna eftir stúd- entspróf og búfræðinám. Þar var hann svo sannarlega á réttri hillu. Hann var náttúrubarn og bústörfin léku í höndum hans. Ótrauður glímdi hann við óblíð náttúruöfl við ysta haf og naut þess. Afköstin voru ótrúleg enda var hann ein- stakur verkmaður og sýnt um að nota alla nútíma véltækni til þess að létta störfin og flýta fyrir. Við þurfum ekki annað en horfa heim að Svalbarði til þess að sjá að verkin sýna merkin. En þótt verk- efni væru ætíð næg á búi hans sjálfs var hann jafnan tilbúinn til þess að rétta nágrönnum sínum og sveitungum hjálparhönd ef á þurfti að halda og það var aldrei talið eft- ir. Þeir sakna nú vinar í stað. Kynning við sumt fólk skilur lít- ið eftir en kynning við annað fólk litkar og auðgar líf manns. Þannig varð kynningin við Þorlák Sig- tryggsson á Svalbarði og fyrir það erum við þakklát nú við leiðarlok. Við vottum Guðrúnu og börnum, Vigdísi og Sigtryggi, systkinum, ættingjum og sveitungum innilega samúð og biðjum þeim guðs bless- unar. Minningin um góðan dreng er huggun harmi gegn. Óttar, Jóhanna og fjölskylda. Hugurinn reikar aftur til 18. júní 1955. Á æskuheimili mínu Sval- barði í Þistilfirði ríkti óttablandin eftirvænting. Unga húsmóðirin hafði verið send á sjúkraskýlið á Þórshöfn af því að fæðing fyrsta barnsins gekk ekki með öllu eðli- lega. Undirrituð var ásamt öðrum unglingi að mála þakið á íbúðar- húsinu þegar Þ 224 renndi í hlað og nýbakaður faðirinn vatt sér út og kallaði „fæddur sonur“ og hvarf inn í bæ að flytja afa og ömmunum tveimur sem inni biðu gleðitíðind- in. Það var sól í sinni og sól yfir Þistilfirðinum þennan dag. Litli gleðigjafinn kom skömmu seinna heim, óx og dafnaði og var eftirlæti allra. Amma bar hann til skírnar í kirkjunni og hlaut hann nafn afa síns, Þorlákur. Afinn sem ekki var vanur að bera tilfinningar sínar á torg vatt sér eitt sinn að vöggu drengsins og sagði: „Litlu blástjörnurnar tvær, þær fylgja fólkinu hvert sem það fer.“ Þorlákur var söngelskt barn og fljótur að læra vísur, voru þó sumar þær sem föðurbróðir hans lagði fyrir hann ekki sérlega auð- lærðar. Hann ólst upp í stórum systkinahópi við ástríki foreldra sinna. Leiðir okkar skildust að mestu þegar hann var lítill dreng- ur og ég flutti úr héraði en ég hef alltaf fylgst með honum þótt sam- fundir yrðu alltof fáir. Þorlákur unni Svalbarði og sveitinni sinni. Aðeins fimmtán ára gamall sagði hann mér að hann væri ákveðinn í að búa á Svalbarði og við það stóð hann. Hann aflaði sér haldgóðrar menntunar, var far- sæll bóndi og mikill heimilisfaðir. Hann eignaðist myndarlega konu og mannvænleg börn sem nú, á ungum aldri, sjá á eftir kærum föður. Þorlákur var ákaflega vel látinn af öllum sem honum kynnt- ust. Drottinn blessi hann Dodda minn drenginn mömmu fríða. Fylgi honum farsældin fram til ellitíða. Þessa vísu söng móðirin oft við drenginn sinn ungan. Vissulega fylgdi honum farsæld en lífshlaup- ið varð alltof stutt. Blástjörnurnar tvær skína ekki lengur. Nú hvílir sorgarský yfir Svalbarði og heima- héraðinu öllu. Sárastur er harmur eiginkonunnar og barnanna. Við hjónin sendum þeim öllum, ásamt foreldrum hans og systkinum, inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorláks Sig- tryggssonar. Björk Axelsdóttir. Kæru vinir á Svalbarði. Við vott- um ykkur öllum okkar dýpstu sam- úð á erfiðum tímum. Það er sameiginlegt einkenni okkar, sem þetta skrifum, að við komum eins og villuráfandi sauðir að sunnan hingað í Þistilfjörðinn til að kenna við Grunnskóla Sval- barðshrepps. Við vissum lítið hvað biði okkar hér en kynni okkar af sveitinni urðu ekki af verri end- anum. Strax og við komum hingað kíkti til okkar maður, kynnti sig og sagðist vera nágranni okkar og við ættum eftir að sjást oft. Maðurinn var Þorlákur og síðan höfum við sést oft, spjallað mikið og „spek- úlerað“ margt. Þar eð við höfum svo að segja búið í túnfætinum hjá ykkur undanfarin ár höfum við kynnst ykkur mjög vel og satt að segja getum við ekki hugsað okkur betri nágranna. Heimili ykkar hafa staðið okkur opin og við höfum notið öryggis og hlýju frá ykkur öllum. Núna þegar við setjumst niður og horfum yfir farinn veg hellast yfir okkur ótal minningar. Minn- ingar þar sem þið komið öll við sögu. Okkur er ofarlega í huga sú samheldni og vinátta sem einkenn- ir heimilisbraginn á Svalbarði. Við eigum góðar minningar um það hvernig þið tókuð á móti okkur og hvernig samskipti okkar þróuðust í gegnheilan vinskap sem við búum að alla ævi. Það er einstakt hvern- ig þið hafið hrifið okkur með ykk- ur, bæði í leik og starfi, og þannig gefið okkur dásamlega mynd af því hvað þið eruð gott fólk. Þær eru ógleymanlegar ánægjustundirnar sem við höfum átt við eldhúsborðin ykkar. Oft sátum við þar að verk- lokum eða áður en við byrjuðum á einhverju. Hvað sem það var þá var alltaf tilhlökkun að koma og aldrei minnumst við þess að vanda- mál hafi verið gerð þar út af nokkrum sköpuðum hlut. Algeng- ara var að við fyndum lausnir á okkar vanda hjá ykkur. Þau eru þung sporin sem við sveitungar Þorláks og vinir stígum þetta vorið. Sveitin er sem lömuð og þessir dagar á allan hátt svo óraunverulegir. Betri mann og nágranna en Þor- lák er ekki hægt að hugsa sér. Hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða okkur og alla sem á þurftu að halda. Hann var fjölhæfur, ósér- hlífinn og afbragðsnáungi í hví- vetna. Þorlákur var vinur vina sinna og hreif hvern þann sem kynntist honum með yfirbragði sínu og persónuleika, kom til dyr- anna eins og hann var klæddur, „berfættur“ og hress. Hvar og hve- nær sem við hittum á Þorlák mætti okkur glaðbeittur náungi sem naut þess að lifa og hreif alla með sér í þeirri gleði sem í hjarta hans lifði. Að taka þátt í bústörfum og dag- legu amstri með honum getur eng- um gleymst. Þorlákur var hjartað í Svalbarði. Hann var sannkallaður fjölskyldufaðir, unni sveitinni sinni og hugsaði vel og fallega bæði um menn og dýr. Okkur finnst að eng- in orð séu til sem gefa rétta mynd af vini okkar, Þorláki Sigtryggs- syni. Til þess eru lýsingarorð okk- ar ylhýra móðurmáls hvorki nægj- anlega stór né mörg. Góðu vinir, Sigtryggur og Vig- dís. Við vitum að missir ykkar og söknuður er mikill. Við höfum kynnst ykkur og börnunum ykkar og höfum fundið hvernig þið haldið utan um fjölskylduna og hversu samheldinn hópur þið eruð. Það má fullyrða að ykkur hefur tekist vel að koma börnum ykkar á legg og gera þau að þeim heilsteyptu og góðu manneskjum sem þau eru. Í þessum aðstæðum mega huggun- arorð sín lítils, en minningarnar sem þið eigið um drenginn ykkar verða dýrmætur fjársjóður um ókomna tíð. Elsku Guðrún Hildur, hvað eig- um við að segja? Þessi sterku vin- áttubönd sem tengja ykkur öll saman eru ykkar styrkur núna. Við höfum alltaf litið upp til ykkar og borið virðingu fyrir heimilinu en síðustu dagana höfum við séð það skýrar en nokkru sinni hvað þið eruð miklar hetjur. Í hjarta allra lifa fallegar minningar um Þorlák. Njótið þeirra, til þeirra getið þið sótt bæði styrk og gleði. Bjarni, Kristjana, Einar, Magnús, Jónína og Brynjar, við getum aldrei sett okkur í ykkar spor. Missirinn er mikill, þið þurfið að hlúa vel hvert að öðru og munið að passa upp á mömmu. Hún þarf á ykkur að halda. Heimalningarnir á Svalbarði, Fanney Ásgeirsdóttir, Sigursveinn Óskar Grétarsson og Trausti Fannar Valsson. Það má líkja því við háan og óvæntan brest í friðsælum skóg- arlundi þegar fréttir berast af því að fjölskyldufaðir á besta aldri og einn af máttarstólpum búskapar og félagsmála í lítilli sveit sé skyndi- lega fallinn frá. Laugardaginn eftir páska bárust mér undir kvöldið þær hörmulegu fréttir að frændi minn, jafnaldri og skólabróðir, Þorlákur á Svalbarði, hefði látist af slysförum. Á leiðinni á sameigin- lega æfingu björgunarsveitar- manna á svæðinu mætti hann óvænt örlögum sínum á Öxarfjarð- arheiðinni þótt þjálfaður og þaul- kunnugur væri. Sannast þar enn að enginn veit hverjum klukkan glymur næst. Við heilsuðumst og kvöddumst léttir í bragði á Sval- barði sl. páskadag og ræddum væntanlega endurfundi 25 ára MA- stúdenta í júnímánuði næstkom- andi, grunlausir um það sem nú er orðið. Leiðir okkar Þorláks lágu fyrst fyrir alvöru saman þegar skóla- gangan hófst í barnaskóla Þistil- fjarðar snemma vetrar 1964. Þá mættu nokkrir þybbnir strákar, flestir freknóttir og rauðhærðir, og svipaður fjöldi stelpna til náms í yngri-deild í Laxárdal og seinna um veturinn á Sævarlandi. Þær El- ín og Ásgerður gengu hópnum í móðurstað og Óli Halldórsson kenndi. Síðan urðum við í aðal- atriðum samferða, í barnaskóla heima á Gunnarsstöðum, í Héraðs- skólanum á Laugum og í Mennta- skólanum á Akureyri þar til við út- skrifuðumst þaðan saman, ásamt Ingibjörgu systur Þorláks, á sól- ríkum snemmsumardögum 1976. Margs er að minnast, t.d. þess þegar við notuðum hverja lausa stund til að brjóta ísinn af bæj- arlæknum á Sævarlandi á útmán- uðum 1965, þegar við á hörðum vetri grófum stóra snjóhúsið inn í fannir í gilinu við Garðá uns þar var komin hin snotrasta íbúð með anddyri, stofu og nokkrum her- bergjum, eða þegar við ákváðum að láta á það reyna skömmu fyrir jól hvort við kæmumst frá Ak- ureyri alla leið austur í helgarfrí á Vauxhallnum á sumardekkjum án þess að setja á keðjur. Eftir skólagönguna skildu leiðir að hluta og samverustundum fækkaði eins og gengur. Þorlákur sneri sér að búskapnum og var í þeim efnum eins og í sínu einkalífi lánsmaður. Hann eignaðist góðan lífsförunaut, stóran og mannvæn- legan barnahóp og bjó myndarbúi á ættaróðali sínu. Ég þakka að leiðarlokum allar samverustund- irnar, fyrir allar ferðirnar sem við ÞORLÁKUR SIGTRYGGSSON                                      ! ! "#    $  % & %   '(!  !!')!)(! *   + % , !         !        " #   $       %  &   ' $     ' ( $  )*$ )+,)   +,- . $   )"  !  /  !  0 +/  !     ! 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.