Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 74
DAGBÓK 74 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Bakkafoss og út fóru Hafsúla og Selfoss. Á morgun eru Arnarfell og Goðafoss væntanleg. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær komu mtr. Eridan og ms. Selfoss. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofan er opin alla miðvikud. frá kl. 14-17. S. 551 4349. Fataúthlutun og fata- móttaka er opin annan og fjórða hvern mið- vikud. í mánuði frá kl. 14- 17 s. 552 5277 Mannamót Aflagrandi 40. Versl- unarferð í Hagkaup í Skeifunni miðvikudaginn 2. maí kl. 10. Kaffiveit- ingar í boði Hagkaups, Skráning í afgreiðslu s. 562-2571. Árskógar 4. Á morgun miðvikud. kl. 9-16.30 klippimyndir, harðangur, kl. 13 smíðastofan opin, trésmíði/útskurður og spilað. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun miðvikud. kl. 9- 12 vefnaður, kl. 9-16 handavinna, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefn- aður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13-16.30, spil og föndur. Sundtímar á Reykjalundi kl. 16 á miðvikud. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586- 8014 kl. 13-16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18-20. Á morg- un miðvikud. kl. 9 handa- vinnustofan opin, kl. 13 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka á morgun miðvikud. kl. 15-16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl 16.30-18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun miðvikud. kl. 10 versl- unin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrj- endur. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun, miðvikudag, verður línudans kl. 11. Myndmennt kl. 13 og píla kl. 13.30. Leikhúsferð í Þjóðleikhúsið að sjá Syngjandi í rigningunni föstudaginn 4. maí nk. Rúta frá Hraunseli. Sjá auglýsingu fimmtudag. Skoðunarferð í Þjóð- menningarhúsið fimmtu- daginn 10. maí. Skráning hafin í Hraunseli í síma 555-1042. Sigurbjörn Kristinsson verður með málverkasýningu í Hraunseli fram í maí. Félag eldri borgara Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Skák og alkort falla niður í dag. Á morgun miðviku- dag: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Ath. brids á morgun, miðvikudag, kl. 13 í stað fimmtudags vegna þings Lands- sambands eldri borgara. Söngfélag FEB, kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla Sigvalda fellur niður. Á miðvikudag: Garðskagi-Sandgerði- Hvalnes. Fuglaskoðun. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Skráning hafin. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silfurlín- unnar. Opið verður á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10-12 í síma 588-2111. Uppl. á skrifstofu FGEB kl. 10-16 í síma 588-2111. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Miðvikud. 2. maí: Heimsókn í bóka- safn Bessastaðahrepps. Rúta frá Kirkjulundi kl. 14. Fimmtud. 3. maí: Spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Laugard. 5. maí: Kynning á Garðatorgi kl. 13-15. Þriðjud. 8. maí: Spilað í Kirkjuhvoli kl. 13.30. Miðvikud. 9. maí: Hópferð að Skógum. Rúta frá Kirkjulundi kl. 10. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun miðvikud. kl. 9 opin vinnustofa, postu- línsmálun, kl. 13.30 sam- verustund. Furugerði 1. Á morgun, miðvikudag, verður servíettuvinnsla í handa- vinnustofunni. Léttar og ódýrar skreytingar. Allir velkomnir Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 gamlir leikir og dansar. Frá hádegi spila- salur opinn. Kl. 13.30- 14.30 bankaþjónusta. Kl. 14 gítartónleikar. Nem- endur frá Tónskóla Sig- ursveins. Umsjón Símon H. Ívarsson. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun miðvikud. handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10-17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Söngfugl- arnir taka lagið kl. 15.15 Guðrún Guðmundsdóttir mætir með gítarinn Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun miðvikud. kl. 9 vefnaður, kl. 9.10 og 10.10 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 keramik- málun, kl. 13.30 enska. Hraunbær 105. Á morg- un miðvikud. kl. 9-16.30 bútasaumur, kl. 9-12 út- skurður, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Á morgun miðvikud. kl. 9 keramik, tau- og silki- málun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 15 teiknun og málun. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi, Hittast fimmtudaginn 3. maí kl. 10 á Korpúlfsstöðum. Kaffistofan er opin. Allir velkomnir. Uppl. veitir Þráinn Hafsteinsson s. 5454-500. Norðurbrún 1. Á morg- un miðvikud. kl. 9-12.30 útskurður, kl. 9-16.45 handavinnustofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13-13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Á morgun miðvikud. kl. 8.30 sund, myndlistarkennsla og postulínsmálun, kl. 13-16 myndlistarkennsla, gler- skurður og postulíns- málun, kl. 13-14 spurt og spjallað. Bingó miðvikudag 2. maí kl. 13.15. Rjómapönnu- kökur í kaffitímanum. Allir velkomnir. Vinnustofur lokaðar 7., 8. og 9. maí vegna handa- vinnusýningar sem verð- ur 10., 11. og 12. maí kl. 13-17. Vitatorg. Á morgun miðvikud. kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund, bók- band og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Bústaðakirkja, starf aldraðra miðvikudaga kl. 13-16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Félags Snæfellinga og Hnappdæla Fjöl- skyldudagurinn verður sunnudaginn 6. maí í Fella- og Hólakirkju, kl. 14. Hugvekju flytur séra Hreinn Hjartarson. Snæfellingakórinn syng- ur. Eftir samverustund- ina verður kaffi í safn- aðarheimili kirkjunnar. Allir Snæfellingar og fjölskyldur velkomnar. Eldri borgarar eru sér- staklega boðnir velkomn- ir. Aðalfundurinn verður miðvikudag 9. maí í safn- aðarheimili Fella- og Hólakirkju kl. 20. Stefnt er að því að fara vorferð- ina um Borgarfjörð 16. júní. Barðstrendingafélagið , Hverfisgötu 105, 2. hæð, spilað í Konnakoti í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. ITC deildin Irpa heldur fund í kvöld kl. 20 á Hverafold 5 (fyrir neðan Nóatún) í sal sjálfstæð- ismanna á 2. hæð. Fund- urinn er öllum opinn. Uppl. hjá Önnu í síma 863-3798. VÍ 1958. Munið fyrsta laugardag í maí á Lækj- arbrekku kl. 12. Kvenfélag Langholts- sóknar heldur fund í Safnaðarheimilinu í kvöld kl. 20. Spilað verð- ur bingó. Félagskonur eru hvattar til að taka með sér gesti. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Vor- fundurinn haldinn fimmtudag 3. maí kl. 20 á Kaffi Flóru í Grasagarð- inum. Í dag er þriðjudagur 1. maí, 121. dagur ársins 2001. Verkalýðsdag- urinn. Orð dagsins: Stundið frið við alla menn og helgun, því að án henn- ar fær enginn Drottin litið. (Hebr. 12, 14.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... DAGURINN í dag er frídagur,a.m.k. hjá þorra launþega. Fyrsta maí ber að þessu sinni upp á þriðjudag, þannig að eftir helgarfrí- ið kom einn vinnudagur í gær, en í dag erum við aftur komin í frí. Þetta er þá einn af þremur frídög- um í vor sem svona stendur á um; einn vinnudagur kemur á milli þeirra og helgarinnar. Hinir eru sumardagurinn fyrsti og uppstign- ingardagur, sem eru alltaf á fimmtudegi. Víkverji er alveg sam- mála þeim, sem vilja láta færa þessa frídaga til, þannig að úr verði sam- fellt þriggja daga frí. Sumir segja sem svo að bæði sumardagurinn fyrsti og uppstign- ingardagur séu samkvæmt eldfornu tímatali og brot á öllum hefðum að færa þá til. Víkverja finnst hins veg- ar að dagarnir geti verið á sínum stað, þótt fríið sé fært til um dag. Það eru hvort sem er ekki margir áratugir frá því byrjað var að gefa frí á þessum dögum, sem var fyrst og fremst liður í kjarabaráttu verkalýðshreyfingarinnar. Helgi- og hátíðahald þessa daga er heldur ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem áður var og flestir nota þá bara til samveru með fjölskyldu og vinum eins og aðra frídaga. Sumir segja líka að 1. maí sé heil- ög dagsetning fyrir mörgum í laun- þegahreyfingunni. Víkverji skilur ekki af hverju frídagur verkalýðsins getur ekki bara verið t.d. fyrsti mánudagur í maí, rétt eins og frí- dagur verzlunarmanna er fyrsti mánudagur í ágúst. Reyndar myndu atvinnurekendur þá missa spón úr aski sínum, því að stundum ber 1. maí upp á helgi og launþegar fá þá ekkert aukafrí. Víkverja finnst að það væri verð- ugt baráttumál fyrir verkalýðs- hreyfinguna að reyna að búa til þrjár þriggja daga helgar að vori, þannig að fjölskyldur geti skipulagt ferðalög eða aðra samveru og vinnuvikurnar verði ekki eins tæt- ingslegar. Honum finnst málið þó ekki svo mikilvægt að það útheimti verkfallsboðun. x x x VEFUR Hæstaréttar er frábærthjálpartæki fyrir blaðamenn, lögfræðinga og alla þá, sem vilja kynna sér niðurstöður æðsta dóms- valds landsins. Vel hefur verið stað- ið að uppbyggingu vefjarins og auð- velt er að nálgast þar nýgengna dóma. Víkverji er hins vegar hissa á að héraðsdómarnir skuli ekki allir hafa netvæðzt með sama hætti og Hæstiréttur. Héraðsdómstólarnir virðast ekki einu sinni vera með ein- falda heimasíðu, þó með þeirri ánægjulegu undantekningu að Hér- aðsdómur Norðurlands eystra hefur komið sér upp myndarlegum vef, þar sem m.a. er hægt að nálgast uppkveðna dóma og ýmsar upplýs- ingar um starfsemi dómstólsins. Víkverja finnst að aðrir héraðsdóm- stólar ættu að taka sér Norðlend- inga til fyrirmyndar. x x x VÍKVERJI stelst öðru hvoru tilað fá sér að borða á MacDon- ald’s, enda finnst honum engir ham- borgarar jafnast á við þá, sem þar eru framleiddir. Honum finnst hins vegar að stundum sé helzt til löng bið eftir þessum ágætu borgurum. Víkverji fær sér nefnilega oft að borða á MacDonald’s þegar hann er á ferðalagi erlendis og þar fær hann borgarann sinn alltaf strax. Hér heima er hins vegar algengt að bið sé eftir matnum. Nú hélt Víkverji að MacDonald’s staðirnir hér heima þyrftu að uppfylla mjög strangar kröfur og staðla eigenda vörumerk- isins og hann furðar sig því á þess- um mun. UNDANFARIÐ hefur verið rætt um lögmæti bjórauglýsinga og þá sér- staklega nýju auglýsing- arnar um Egils gull. Ný- lega skrifaði lesandi Morgunblaðsins í Velvak- anda og lýsti óánægju sinni með þessar auglýsingar í heild og efar lögmæti þeirra. Að auki lýsti lesand- inn yfir mikilli óánægju að börn skulu hafa komið fram í auglýsingunni. Ég er því sammála – að sýna börn í auglýsingum getur verið bæði rangt og siðlaust. Það sem ég er aftur á móti mót- fallinn er að taka Egils gull- auglýsinguna sem dæmi. Það er siðlaust að sjá börn fara höndum um vör- una og hvað þá neyta henn- ar. Ég hef tekið eftir því, þar sem ég hef búið erlend- is, að auglýsingafólk fer greinilega mjög varlega með að sýna börn í öllu sem heitir kynningarefni. En hver man ekki eftir auglýs- ingunum um Dropa dreitil frá Mjólkursamsölunni? Þar eru ekki einungis börn að leika sér með vöruna heldur lifnar varan við, barnið tekur upp vöruna og drekkur hana. Annað ný- legt og gróft dæmi var þeg- ar Nói Siríus lét börn hóp- ast saman við ljósritunarvél þar sem drengur stóð og þóttist ljósrita páskaegg. Þar voru börn í aðalhlutverki og meðhöndluðu vöruna. Það var einnig augljóst að verið var að höfða til barna á sterkan hátt. En aftur að Egils gull- auglýsingunni. Þetta eru sniðugar auglýsingar sem höfða vel til mín þar sem ég kannast við þessi augnablik sem er verið að sýna frá. Ég get ekki ímyndað mér að auglýsingin höfði á nokkurn hátt til barna. Síð- an er líka eftirtektarvert hvað Ölgerðin Egill Skalla- grímsson fær mikla um- fjöllun þegar bjór-auglýs- ingar eru annars vegar. Viðkvæm samtök og ein- staklingar hoppa fram og til baka í reiði sinni yfir að- gerðum íslenskra drykkj- arframleiðenda. Svo langt var gengið að þeir voru dregnir á sínum tíma fyrir Hæstarétt meðan innflytj- endur og heildsalar hlógu. Það er nefnilega staðreynd að heildsalar hafa sprangað í langan tíma með auglýs- ingar og markaðsaðgerðir án þess að „píp“ heyrist hvorki úr vesturbænum né frá æfareiðum samtökum. Hvað þá að fjölmiðlarnir veiti því eftirtekt? Í dag er heildsali fyrir Fosters-bjór að kosta einn vinsælasta þátt á Skjá einum, Surviv- or, og hefur gert frá upp- hafi. Jú, að vísu er það Fosters-léttöl en það hefur aldrei verið til mér vitan- lega! Kannski að við ættum að hringja í þá og athuga það? Nú síðast í dag heyrði ég þáttarstjórnanda á Bylgjunni segja orðið Carlsberg í nær hverri ein- ustu setningu þar sem Carlsberg-leikur var í gangi. Bjórtegundin Miller hefur verið auglýst stíft í sjónvarpi án þess að minn- ast á nokkurn hátt á eitt- hvað sem nefnist léttöl. Að lokum vil ég enn og aftur lýsa ánægju minni með skemmtilegar Egils gull-auglýsingar og mun örugglega kaupa mér Egils gull í staðinn fyrir eitthvert erlent merki, enda styð ég íslenskan iðnað. Í raun á Egils gull ekkert annað en gull skilið! Kveðja. Hákon Birgisson, Reykjavík. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Egils gull á gull skilið K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 falla, 4 hnötturinn, 7 lófinn, 8 hótar, 9 nátt- úrufar, 11sleit, 13 ósoðna, 14 trylltur, 15 þunn spýta, 17 belti, 20 frostskemmd, 22 snúin, 23 æviskeiðið, 24 sér eft- ir, 25 bik. LÓÐRÉTT: 1 blettir, 2 hnappur, 3 fífls, 4 stúlka, 5 þreyttar, 6 gabba, 10 þula, 12 ill- menni,13 skar, 15 bráð- lyndur maður, 16 bárur, 18 ganga, 19 vitlausa, 20 röskur, 21 halarófa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 Gyðingana, 8 lokin, 9 iðjan, 10 auk, 11 afann, 13 kenna, 15 snatt, 18 ónýta, 21 uns, 22 nýrun, 23 afurð, 14 áttavitar. Lóðrétt: 2 yrkja, 3 innan, 4 grikk, 5 nyjan, 6 glóa, 7 knáa, 12 net, 14 enn, 15 senn, 16 afrit, 17 tunna, 18 ósaði, 19 ýsuna, 20 arða. STAÐAN kom upp á Skák- þingi Íslands, áskorenda- flokki, sem lauk fyrir stuttu. Páll Agnar Þórarinsson (2215) hafði hvítt gegn Ei- ríki Björnssyni (1995). 31. Rxe6+! Dxe6 32. Dxd5 Rb8?? Staða svarts var gjörtöp- uð eftir 32. ...Dxd5 33. Hxd5 en það var hinsvegar illskárra en að gleyma drottningunni í dauðanum! 33.Dxe6 og svartur gafst upp. Páll Agnar og Lenka Ptácníková lentu í 2.–3. sæti í áskorendaflokki og þurftu að tefla einvígi um sæti í landsliðsflokki. Því lauk sl. helgi með 3-1 sigri síðarnefndu. Hún mun fylgja Birni Þorfinnssyni í landsliðs- flokk sem haldinn verður næstkomandi haust í Fjarða byggð. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.