Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 47
ÍSLENSKA lestrarfélagið varstofnað árið 1990 af hópi áhuga-fólks, sem vildi stuðla að auknu læsi meðal þjóðarinnar. Eitt af mark- miðum félagsins er að auka for- eldrum og uppalendum skilning á mikilvægi lesturs og málþroska. Það var aðalhvati þess að Lestrarfélagið gaf nýlega út: Lestrarbókina okkar, greinasafn um lestur og læsi. Grein- arnar eru um allt mögulegt sem við- kemur máltöku, málþroska, lestri og læsi. Hér nefni ég nokkur sjónarmið, sem fram koma í bókinni. Það er skoðun margra kennara að börn verði síðar og lakar læs en áður, því sé mikilvægt að setja sig inn í áhugasvið barna og vekja löngun þeirra til lestrar. Margir telja lest- urinn grundvallaratriði hvað varðar sjálfstraust barna og skipti því miklu máli fyrir gengi þeirra í skóla og líf- inu öllu. Þær raddir heyrast einnig að lestur ætti að vera námsgrein í framhaldsskóla. Flestir foreldrar lesa fyrir barnið sitt. Ekki leikur vafi á því að það má telja það einn af hornsteinum að lestrarnámi barnsins ef lesið er fyrir það að staðaldri. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að lesa fyrir börn. Lestur eykur mál- þroska barnsins og njóta börn þeirra stunda sem lesið er fyrir þau, þótt þau séu sjálf orðin læs. Málumhverfi barns skiptir miklu máli, að tala skýrt og að það sjái hina fullorðnu lesa. Flestir kennarar eru sammála því að börn sem lesa mikið séu betur máli farin, en þau sem lítið eða ekk- ert lesa. Börn læra að tala með því að hlusta á aðra og herma eftir öðrum; „því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft.“ Eitt augljósra merkja um áhuga almennings hér á landi á íslensku máli er nýrðasmíðin. Við þýðum, lög- um erlend orð að íslenskum að- stæðum eða búum til ný orð. Menn gera sér grein fyrir að málið er í stöðugri endurnýjun, en leggja áherslu á að varðveita málkerfið og Lestur er ævintýri sjá til þess að hægt sé að tala um hvað sem er á okkar eigin tungumáli. Lítill drengur sat í fangi móður sinn- ar, horfði hugsi á hana og sagði: „Mamma þú ert með kraftaverk.“ Hvað áttu við spurði móðirin. Hann greip þá um axlapúða sem voru í jakka hennar og sagði: „Þetta er kraftaverk.“ Drengurinn yfirfærði hugmyndir sínar um krafta í köggl- um á axlapúða mömmu sinnar. Það hefur þótt merki um vit og væna hugsun að eiga góðan orða- forða. Sá sem hefur rýran orðaforða er trúlega slakur lesandi. Börn átta sig snemma á mikilvægi orðsins og heyrst hafa ýmsar skilgreiningar á hugtakinu: „Orð eru það sem ég segi um það sem ég heyri inni í höfðinu á mér.“ Sagði ungur nemandi. ÞEGAR hugað er að orðaforðabarna á skólaldri er gjarnantalað um fjórar aðskildar deildir: Orðaforða talmáls, hlust- unar, lestrar og ritunar. Rætt er um að skólum beri að efla orðaforða og sjá til þess að nemendur læri að nota hann. Þekking á kennslu orðaforða fer vaxandi og er líklegt að orðanám í skólum skili góðum árangri. „Í lestr- arfélagi Lágafellssóknar var Þúsund og ein nótt ...Þetta var fyrirtaks lesn- ing handa krakka eins og stráknum í Laxnesi, sem var alæta á letur þó hann skildi ekki orðin, síaðist inní mig úr Þúsund og einni nótt and- rúmsloft þjóða.“ Skrifar Halldór Laxness í bókinni Í túninu heima. Orðin gefa okkur völd og leiðsögn um landslag tungunnar og er trúlega það sem fyrir barninu vakir þegar það spyr í sífellu: „Ka hetta?“ Tungu- málið er virkasta tæki okkar til að hugsa með. Og öflugasta tæki okkar til þess að geyma þekkingu og miðla henni frá kynslóð til kynslóðar. Á meðan Gilitrutt gat sagt „Húsfreyja veit ekki hvað ég heiti,“ hafði hún hana á valdi sínu. Til þess að komast af í flókinni veröld verða börnin því að læra að tileinka sér reynslu geng- inna kynslóða. Námið er mállegt, bundið í frásagnir, lýsingar og nafn- giftir. Við sjáum líka handtök og verklag. Til þrautar skilja fáir annað en sitt eigið móðurmál og þetta móð- urmál verður lykillinn að öllum öðr- um skilningi. „Aldrei gleymi ég því þegar ég lærði að lesa, það var stór- viðburður. Og hvað mundi hafa orðið úr mér að lifa alla þessa aflöngu ævi minnar ef Anna hefði ekki tekið sig til og náð sér í prjón fyrir ábendara, og sýnt mér þennan lykil að því öllu sem ég hef unað við síðan.“ Skrifar Málfríður Einarsdóttir. “Nýverið var brotist inn í bókasafn hér í borg - þetta eru góðu fréttirnar - en þær vondu verða líka að fylgja: Þjófarnir stálu eingöngu víd- eóspólum.“ Skrifar Pétur Gunn- arsson, sem segir líka að lestur sé ástarævintýri. OFT MÁ heyra fullyrðingarþess efnis að orðaforði barnaog unglinga sé minni nú á dögum, en áður var. En ef til vill kunna börn önnur orð en þeir sem eru fullorðnir í dag og því ekki hægt að segja að orðaforðinn sé minni. Frá þriggja ára aldri læra börn að með- altali átta til tíu orð á dag. Börn læra fyrst af öllu orð sem eru algeng í máli foreldra og annarra sem sinna barninu. Lestur þróast frá unga aldri og fram á fullorðinsár hann er alla ævi að þróast. Í íslensku samfélagi finnum við ritaðan texta við nánast hvert fótmál og það er þetta um- hverfi sem íslensk börn fæðast inn í. Nánast hvar sem er í heiminum er góð færni í lestri talin vera eitt af því sem síst er hægt að vera án. Margt fleira forvitnilegt og áhugavekjandi er hægt að lesa sér til um í Lestr- arbókinni okkar, hér er aðeins fátt eitt upptalið.  Lestrarbókin okkar, greinarsafn um lestur og læsi. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands og Íslenska lestrarfélagið gáfu bókina út árið 2000. Hún er 200 blaðsíður. Hægt er að panta bókina á vefnum www.khi.is/khi/rkhi/lestrarbokin.htm og kostar hún þar 2000 kr. Höfundur er með BA-próf í íslensku og uppeldisfræði og uppeldis- og kennslufræði. Eftir Sigrúnu Oddsdóttur MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 47 sodds@strik.is INNSÝN HESTAMENNSKAog hrossarækt ervaxandi atvinnu- grein á Íslandi. Hólaskóli er opinber miðstöð kennslu og rannsókna í hrossarækt og reið- mennsku. Skólinn rekur hrossaræktarbú sem nýt- ist í kennslu og rann- sóknastarfi. „Rannsóknir eru í örri þróun og hafa verið unnar í samstarfi við embætti dýralæknis hrossasjúkdóma sem staðsett er á Hólum og Sigríður Björnsdóttir gegnir,“ segir Skúli Skúlason skólameistari. Stærstu rannsókna- og þróunarverkefnin hingað til snúast um álags- sjúkdóma, spatt og sum- arexem. Víkingur Gunnarsson er deildarstjóri á hrossa- ræktarbraut og segir hann markmið kennsl- unnar vera að mennta fólk til starfa á ýmsum sviðum atvinnugrein- arinnar, t.d. í hrossarækt, tamningum, reiðkennslu, þjálfun og keppni og með því að stuðla að fram- förum og aukinni arðsemi í hrossarækt, betri tamn- ingum og reiðmennsku. Nemendur eiga m.ö.o. að geta tekið þátt í fjölþætt- um atvinnurekstri á þessu sviði, að námi loknu. Á hrossaræktarbraut er boðið upp á allt að þriggja ára nám. Eftir fyrsta árið verða nem- endur hestafræðingar og leiðbeinendur. Eftir ann- að ár tamningamenn og eftir þriðja þjálfarar og reiðkennarar. Skólinn hefur formlega samstarfssamninga við nokkra háskóla innan- lands sem utan varðandi nám og rannsóknir. Hóla- skóli er í samstarfi við Félag tamningamanna (FT). Öll þróun náms á hrossaræktarbraut Hóla- skóla fer fram í samvinnu við FT. Nemendur skól- ans geta gengið í FT að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hrossaræktarbrautin er sú fjölmennasta í Hóla- skóla og stunda um 30 nemendur nám skólaárið 2000-2001. „Næsta skóla- ár verða nemendur fast að um 50,“ segir Vík- ingur. Inntökuskilyrði fyrsta ársins eru að hafa lokið a.m.k. 2 árum í framhaldsskóla og vera orðinn 18 ára, auk þess þreyta umsækjendur inn- tökupróf í reiðmennsku. Víkingur segir að einnig sé endurmenntun, nám- skeiðum og rannsóknum sinnt í tengslum við brautina. Einnig má nefna að tveir vinna nú að masters-verkefnum sín- um við deildina. Töluvert er um erlenda nemendur á brautinni hjá honum, oft hefur hlutfall þeirra verið um fjórð- ungur. Nýtt hesthús og aukin umsvif Nú er verið að leggja lokahönd á innréttingu nýs hesthúss fyrir 47 hesta. „Hesthúsaðstaðan er því mjög góð og er nú pláss fyrir um 160 hross á staðnum,“ segir Vík- ingur. „Þá er unnið stíft að undirbúningi á stækk- un reiðkennsluaðstöðu.“ Hún er mikilvæg vegna vaxandi umfangs kennsl- unnar og væntinga gagn- vart þessari atvinnu- grein. Búskapurinn í kringum íslenska hestinn er orðinn þónokkur er- lendis og þ.a.l. sókn þar í fólk með þekkingu á ýms- um sviðum hestamennsk- unnar. Víkingur býst við áframhaldandi vexti hrossabrautarinnar við Hólaskóla enda sé hér um vænlega atvinnugrein að ræða. Þekking á hesta- mennsku Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn Nýtt hesthús hefur verið innréttað á Hólum vegna aukinna umsvifa á hrossaræktarbraut. FISKELDISFYRIRTÆKIÐMáki hf. á Sauðárkrókihefur alið hlýsjáv- arfisktegundina barra, og það rekur nýja fiskeldisstöð í Fljótum. Þar hafa verið sett upp vatnsend- urnýtingarkerfi til þess að hægt sé að ala barra við um 20° C. End- urnýtingarkerfi Máka opnar nýja möguleika til eldis hlýsjávarteg- unda. Forráðamenn fyrirtækisins vonast til að barraeldi verði und- irstaða fyrirtækisins í framtíð- inni, en nauðsynlegt skilyrði þess eru hæfir starfsmenn. Halldór Ar- inbjarnar er einn þeirra en hann útskrifaðist árið 2000 af fiskeld- isbraut í Hólaskóla. Blaðamaður hitti einnig Jóhann Gestsson sem útskrifaðist á sama tíma og hefur nú ráðið sig til starfa í Hólaskóla og flutt þangað ásamt eiginkonu og fjórum sonum sínum. Sennilega var það áhugi á veið- um og fiskum sem leiddi til þess að þeir hófu nám í fiskeldi. „Við fórum strax að vinna í þessu eftir námið og við komum vel und- irbúnir fyrir þá vinnu,“ eru þeir sammála um. „Námið er mjög gott og er um fiskeldi, byggingu fiskeldisstöðva, kynbætur og einnig um rekstur stöðva,“ segir Halldór, en námið spannar 12 mánuði. „Það er gott að vera á Hólum,“ segir Jóhann, „staðurinn er ynd- islegur og kennslan góð. Við náum að ræða hlutina því nem- endur eru ekki svo margir.“ Halldór og Jóhann segja að vissulega geti verið erfitt að rífa sig upp og steypa sér út í nám, en hinsvegar sé þetta ágætis fjár- festing með þolanlegum launum. Námið á Hólum kostaði 340 þús- und krónur í 9 mánuði, en það er lánshæft. Eftir námið geta nem- endur til dæmis ráðið sig sem stöðvarstjóra hjá fiskeldisfyr- irtækjum. Barri er ljúffengur hlýsjáv- arfiskur sem aðallega er seldur héðan til Bretlands en einnig á nokkur íslensk veitingahús. Lirf- ur eru fengnar hingað frá Frakk- landi og hér er fiskurinn alinn. Hjá Máka starfa átta manns, sex á Sauðárkróki og tveir úti í Fljót- um. Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn Halldór (t.v.) stöðvarstjóri hjá Máka á Sauðárkróki, fóðrar hlýsjáv- arfiskinn barra. Jóhann er nýfluttur á Hóla í Hjaltadal. „Það er gott að vera á Hólum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.