Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 49 ✝ Magðalena LáraKristjánsdóttir fæddist 13. nóvem- ber 1897 í Sviðnum á Breiðafirði og ólst upp í Bjarneyjum. Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Pat- reksfirði 23. apríl 2001. Foreldrar Magðalenu Láru voru Kristján Sveins- son, f. 25.9. 1870 í Skáleyjum, d. 22.10. 1960 á Patreksfirði, bóndi og sjómaður í Bjarneyjum 1899- 1927, þekkt veiðikló hvort heldur með færi eða byssu, síðar á Pat- reksfirði, og kona hans Kristjana Jónsdóttir, f. 5.7. 1863 á Neðra- Vaðli, Barðastrandarhreppi, V- Barðastrandarsýslu, d. 21.7. júlí 1951 á Patreksfirði. Kristján faðir Magðalenu Láru var sonur Sveins, sjómanns og húsamanns í Skáleyj- um, Péturssonar, vinnumanns í Hvallátrum og Bjarneyjum, Guð- mundssonar b. í Bænum í Bjarn- eyjum. Móðir Kristjáns var Kristín Magnúsdóttir, b. í Hvallátrum og Skáleyjum, Einarssonar „yngra“ b. í Svefneyjum, Sveinbjörnssonar. Frá Einari er rakin Svefneyjaætt. Einar var kominn í beinan karl- legg frá Birni „ríka“ Þorleifssyni á Skarði á Skarðsströnd. Móðir Kristínar var Steinunn Einarsdótt- ir frá Hergilsey. Kristjana móðir Magðalenu Láru var dóttir Jóns, b. á Neðra-Vaðli o.v. Einarssonar, b. í Hrísnesi og Brekkuvelli, Bjarna- sonar. Móðir Kristjönu var Ingi- björg „eldri“ Guðmundsdóttir, b. á Efra-Vaðli, Jónssonar. Systkini Magðalenu Láru voru: 1) Kristín, f. 22.4. 1894 í Hergilsey, d. 1.12. 1918, húsfreyja í Hafnarfirði, m. Jens Guðni Jónsson, f. 17.8. 1892, d. 3.3. 1975. 2) Sesselja Sveinsína, f. 19. ágúst 1896 í Sviðnum, d. 13. október 1977, ljósmóðir og hús- freyja á Patreksfirði, m. Páll Nic- olai Christiansen f. 29.7. 1895, d. 1.5. 1981. 3) Guðmundur Kristinn, f. 20.7. 1900 í Bjarneyjum, d. 22.8. 1959, verkstjóri og verslunarmað- ur á Patreksfirði, k. Ingveldur lenu Láru eru: 1) Ingveldur, f. 4.4. 1904 í Flatey, búsett í Kópavogi, m. Guðmundur Kristinn Kristjánsson (bróðir Magðalenu Láru), f. 20.7. 1900, d. 22.8. 1959. Börn þeirra eru 10. 2) Lárus Ágúst, f. 17.8. 1905 í Rauðseyjum, d. 2.11. 1990, var bú- settur á Þórunúpi og Miðhúsum í Hvolhreppi, k. Bryndís Nikulás- dóttir, f. 23.4. 1906, d. 23.10. 2000. Börn þeirra eru 4. 3) Jóna Sigríð- ur, f. 8.1. 1909 í Rauðseyjum, d. 6.8. 1999, var búsett í Reykjavík. Jóna á 1 barn, barnsfaðir Kjartan Ólafs- son, f. 6.3. 1895, d. 22.9. 1971. Eftir að Magðalena Lára og Gísli fluttu í Akureyjar 1927 bjuggu foreldrar Magðalenu Láru hjá þeim. Hjá þeim ólst upp sonarsonur þeirra og bróðursonur Magðalenu Láru, Magnús Benedikt Guðni Guð- mundsson, f. 11.8. 1920 í Stykkis- hólmi, búsettur í Stykkishólmi, k. Halldóra Þórðardóttir, f. 15.1. 1924. Börn þeirra eru 6. Eftir lát Gísla fluttist Magðalena Lára til Patreksfjarðar haustið 1940. Hún giftist þar 12.2. 1944 Pétri Guðmundssyni, f. 18.12. 1884, d. 12.5. 1974, frystihússtjóra og síðar skrifstofumanni hjá kaup- félagi V-Barðstrendinga. Pétur var ekkjumaður. Börn Péturs og fyrri konu hans, Sigþrúðar Guð- brandsdóttur, f. 1.7. 1887, d. 20.6. 1935, eru: 1) Vera, f. 20.7. 1922, bú- sett í Hafnarfirði, m. Ólafur Helga- son, f. 24.12. 1920. Börn þeirra eru 5. 2) Kristín f. 20.7. 1922, d. 1940. 3) Hulda, f. 1.5. 1924, búsett í Hafn- arfirði, m. Svavar Jóhannsson f. 14.11. 1914, d. 6.5. 1988. Börn þeirra eru 3. Maðalena Lára og Pétur bjuggu alla tíð í húsi, sem nefnt er „Steinn- inn“, sem stendur við Aðalstræti 23 og mun vera elsta steinhús á Patreksfirði. Foreldrar Magða- lenu Láru bjuggu hjá þeim og Sesselju Sveinsínu systur Magða- lenu á meðan þau bæði lifðu. Eftir lát Péturs bjó Magðalena Lára um skeið ein en keypti síðan með Svövu dóttur sinni íbúð við Tún- götu á Patreksfirði og þar bjuggu þær mæðgur saman í um 15 ár. Síðustu æviárin dvaldi Magðalena Lára á Sjúkrahúsinu á Patreks- firði þar sem hún andaðist 23. apríl 2001. Útför Magðalenu Láru fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mið- vikudaginn 2. maí, og hefst athöfn- in klukkan 15. Gísladóttir, f. 4.4. 1904. 4) Konkordía, f. 11.6. 1902 í Bjarneyj- um, d. 3.8. 1902. 5) Jó- fríður Ingibjörg Jóna, f. 10.7. 1904 í Bjarn- eyjum, d. 12.2. 1963, húsfreyja í Reykjavík, m. Sigurður Guð- mundur Magnússon, d. 21. nóvember 1964. Á þessum árum var fjölmenni í Bjarneyj- um. Um 1840 er búið á 8 bæjum og eru þá bú- settir þar um 75 manns og gerðir út 10- 12 bátar á vetrarvertíð. Fjölgaði íbúatölunni mikið á vetrum er ver- menn bættust við. Nú er engin byggð lengur í Bjarneyjum en þær fóru í eyði 1947. Magðalena Lára giftist 24. júlí 1914 Gísla Berg- sveinssyni, f. 13.7. 1877 í Bjarneyj- um, d. 15.5. 1939, bónda í Rauðs- eyjum. Gísli var ekkjumaður með þrjú börn á aldrinum 6–10 ára. Vegna ungs aldurs Magðalenu þurftu þau að fá konunglegt leyf- isbréf til að giftast. Þau Gísli bjuggu fyrst í Rauðseyjum en síð- an í Akureyjum á Gilsfirði, í Fag- urey og síðast í Ólafsey á Hvamms- firði. Börn Magðalenu Láru og Gísla eru: 1) Svava, f. 13.9. 1915 í Rauðseyjum, d. 22.1. 1920. 2) Kristinn Breiðfjörð, f. 9.10. 1919 í Rauðseyjum, búsettur í Stykkis- hólmi, k. Sólveig Sigurðardóttir, f. 5.5. 1925. Börn þeirra eru 3. 3) Bergsveinn Breiðfjörð, f. 22.6. 1921 í Rauðseyjum, búsettur í Reykjavík, k. Sigrún Sigurðar- dóttir (skildu), f. 23.11. 1920. Börn þeirra eru 5. 4) Svava, f. 11.9. 1922 í Rauðseyjum, d. 16.12. 1997, var búsett á Patreksfirði, m. Þorgeir Þórarinsson, f. 11.4. 1916, d. 25.8. 1982. Börn þeirra eru 3. 5) Krist- jana, f. 23.1. 1925 í Rauðseyjum, búsett í Reykjavík, m. Gestur Guð- steinn Benediktsson, f. 26.7. 1904, d. 13.10. 1969. Börn þeirra eru 2. Börn Gísla og fyrri konu hans, Jónu Sigríðar Guðmundsdóttir, f. 30. júní 1867 á Miðjanesi, Reyk- hólahreppi, d. 16. janúar 1909 í Rauðseyjum, og stjúpbörn Magða- Eftir hægt andlát fékk hún Magðalena langamma mín loksins þá hvíld sem hún hafði beðið eftir enda var líkamleg heilsa orðin léleg og hún búin að vera meira og minna rúmföst á Sjúkrahúsi Patreksfjarð- ar í mörg ár. Ég saknaði þess oft að geta ekki vegna fjarlægðar heilsað upp á hana með reglulegra millibili því langamma var skemmtileg kona sem gaman var að ræða við og hún hélt ótrúlega lengi andlegri skerpu sinni þrátt fyrir að sjón og heyrn væru farin að gefa sig. En þó að síð- ustu árin hafi örugglega verið henni erfið þá má ekki gleymast að lengst af lifði hún farsælu og hamingjuríku lífi. Í minningunni er hún langamma mín svo sannarlega ekki rúmföst, og einhvern veginn er mynd mín af henni hvað sterkust þegar ég hverf í huganum aftur til bernskunnar í heimsókn til hennar og Péturs lang- afa í Steininum. Steinninn var reisulegt steinhús á Patreksfirði þar sem þau heiðurs- hjónin bjuggu nánast öll sín hjú- skaparár. Þegar þau kynntust höfðu þau bæði gengið í gegnum þá sáru lífsreynslu að missa maka sína, voru komin á miðjan aldur og búin að eiga sín börn. Samt voru þau svo samrýnd að manni fannst að þau hlytu alltaf að hafa verið saman. Heimili þeirra var sérstakur heimur og hin þægilega ró sem þar ríkti framkallaði frið og tímaleysi sem ég hef hvergi upplifað annars staðar. Þegar mig langaði í hvíld frá hávær- um strákaleikjum og öðrum skark- ala heimsins lét ég mig oft hverfa til langömmu þar sem ég fékk alltaf hlýjar móttökur, kókómalt og kex. Við spjölluðum gjarnan saman við eldhúsborðið og mörg góð ráð fékk ég þar sem ekki hafa gleymst. Eftir að hafa sótt mér bók í hinn ótæm- andi bókaskáp langafa kom ég mér oftar en ekki fyrir uppi í dívan inni í herbergi og las. Uppi á vegg hékk dulmögnuð mynd af riddara á hest- baki sem baðst fyrir við rætur risa- stórs kastala sem teygði sig til him- ins og í bakgrunninum heyrði ég óljóst að langamma og langafi töl- uðu saman og hlustuðu á síðdegisút- varpið. En það var samt eins og tím- inn stæði í stað á mjög þægilegan hátt, og tifið í stofuklukkunni tónaði tímaleysið. Í minningunni finnst mér að nákvæmlega svona hafi and- rúmsloftið alltaf verið í Steininum, og ég verð langömmu minni ævin- lega þakklátur fyrir þessar ómetan- legu stundir og allar jákvæðu lífs- reglurnar. Hún Magðalena langamma mín var sannarlega fulltrúi þess besta sem einkenndi hina svokölluðu alda- mótakynslóð: Hún var bjartsýn og dugleg án þess þó að fara sér um of. Um leið var hún víðsýn og umburð- arlynd og vart ofsagt að hún hafi verið fordómalausari en gengur og gerist. Einlæg trú hennar á guð al- máttugan hygg ég að hafi verið kjöl- festan í lífi hennar, og ekki veit ég til þess að hún hafi nokkru sinni efast um tilveru hans þó að tilgangur þess að hún skyldi lifa svo lengi eftir að helstu lífsgæðin voru farin hafi henni fundist illskiljanlegur á stund- um. En þótt langamma sé nú héðan horfin og hafi fengið hvíldina þá lifir minningin um hana góðu lífi. Með kveðju og þakklæti. Gunnar Sigþórsson. Skín, guðdóms sól, á hugarhimni mínum, sem hjúpar allt í kærleiksgeislum þínum. Þú drottinn Jesú, lífsins ljósið bjarta, ó, lýs nú mínu trúarveika hjarta. Mér finnst við hæfi að hefja þess- ar línur á bænaversi eftir Ólínu Andrésdóttur frænku ömmu minn- ar, en þær voru báðar af breiðfirskri ætt þar sem fólk verður manna elst, og veit ég um tvær konur, báðar ná- skyldar ömmu, sem urðu elstar kvenna á Íslandi. Það er ekki auðvelt að setja sig í spor konu sem lifði tvenn aldamót, en mig langar samt að reyna það. Amma var fædd og uppalin í Breiða- fjarðareyjum og þar voru rætur hennar. Hún ólst upp með fjöl- skyldu sinni í Bjarneyjum og þar held ég að hafi verið gott að alast upp í byrjun tuttugustu aldar. Hún átti heima í Magnúsarbúð en einnig var búið í Innstubúð, Ystubúð, Mið- búð og ef til vill víðar. Af þessu má sjá að í Bjarneyjum hefur búið nokkuð margt fólk, svo ekki hefur verið einmanalegt fyrir litla stúlku þar. Að auki var dýralíf fjölbreytt, húsdýrin og allur fuglinn og selur- inn. Þegar amma er á unglingsaldri, er hún send sem bústýra í Rauðs- eyjar til Gísla Bergsveinssonar sem líka var uppalinn í Bjarneyjum, hann var þá ekkill með þrjú ung börn. Í dag þegar fólk býr sumt í foreldrahúsum langt fram á þrítugs- aldurinn, finnst mér erfitt að setja mig þarna í spor ömmu minnar. Sumarið 1914 giftist amma Gísla, hún var þá 16 ára en hann 36 ára. Amma og afi eignuðust 5 börn, sem öll fæddust í Rauðseyjum, og þar fæddist líka fyrsta barn Ingu, elstu dóttur afa og stjúpdóttur ömmu. Þó margir eigi ljúfar minningar úr eyjunum og séu bundnir þeim sterkum böndum, hlýtur lífið oft að hafa verið erfitt fyrir svo unga stúlku sem amma mín var. Fyrsta barnið hennar, Svava, dó í fangi hennar úr skarlatsótt fjögurra ára gömul, faðir minn, Kristinn, var þá nýfæddur. Þetta hlýtur að hafa verið þung lífsreynsla fyrir rúmlega tvítuga stúlku. Amma og afi bjuggu allan sinn búskap saman í eyjunum, alltaf var margt fólk í heimili hjá þeim, t.d. fluttu foreldrar ömmu til þeirra er þau hættu búskap í Bjarn- eyjum. Eins og með ömmu held ég að hennar börn hafi átt góða bernsku í eyjunum, og hafi alla tíð verið bundin þeim og Breiðafirðin- um afar sterkum böndum. Eftir að afi minn lést 1939 fluttist amma til Patreksfjarðar, en þar settist að margt af hennar fjöl- skyldu. Amma er þá rúmlega fertug, eða kona á besta aldri. Ég held að henni hafi liðið mjög vel á Patreks- firði, þar kynnist hún seinni manni sínum, Pétri Guðmundssyni, sem eins og fyrri maður hennar var ekk- ill. Er ég ólst upp í Stykkishólmi, var langt að fara til Patreksfjarðar og frekar lítið um ferðalög. Ég hef sennilega komið fyrst til þeirra um 1950, þá u.þ.b. þriggja ára, og man ég örlítið eftir þeirri ferð. Amma átti alltaf sérstakan sess í mínu hjarta, eins og ég held hjá öllum afkom- endum hennar sem áttu þess kost að kynnast henni. Og ég minnist þess að stundum öfundaði ég alla krakk- ana hennar ömmu og Péturs afa, sem bjuggu svo nálægt þeim að þau gátu jafnvel heimsótt þau daglega. Ég hafði það hlutverk að bera út jólapóstinn fyrir ömmu, til vinafólks hennar í Stykkishólmi, sem var yf- irleitt skyldfólk hennar og vinir, burtfluttir úr eyjunum eins og hún. Og jólapakkarnir frá henni voru sér- stakt tilhlökkunarefni, en í þeim leyndist gjarnan eitthvað sem varð mér sérstaklega kært. Mér finnst amma hafa verið ein- stök kona, hún var hjartahlý, barn- góð, hafði yndi af fallegum hlutum og heimili hennar í Steini var ein- stakt. Hún ræktaði blóm, sem gjarnan voru ilmandi rósir. Hún naut þess að borða góðan mat, eins og t.d. breiðfirska lúðu. Þá er ógetið hve flink hún var í höndunum, sér- staklega var hún fyrir fínni handa- vinnu, eins og að hekla milliverk, blúndur og dúka. Ég held að hjónaband ömmu og Péturs hafi verið ákaflega gott, mér fannst ljóma af þeim væntumþykja og virðing fyrir hvort öðru. Eftir lát Péturs 1974 hafði amma þann hátt á, að hún var gjarnan hjá börnum sínum syðra og í Stykkishólmi á sumrin. Ég bjó þá og starfaði í Reykjavík, og hitti ömmu þá oft hjá Diddu eða Begga og ég man að amma hafði af því nokkrar áhyggjur, hvort ég ætl- aði ekki að „ganga út“. Árið 1980 flyt ég til Stykkishólms og var þá búin að festa ráð mitt, ég held hún hafi verið nokkuð sátt við valið. Vestra eignuðumst við stórt hús sem stóð hátt og miðsvæðis í bænum. Amma var mjög ánægð að heimsækja okkur þar, og ég ánægð að geta loks haft hana svolítið hjá mér, en því miður fór heilsu hennar hrakandi og þá sérstaklega sjónin svo mjög, að hún treysti sér ekki lengur til ferðalaga og sennilega hefur hún síðast komið í Hólminn 1984. Er amma lést 103 ára að aldri hafði hún átt við langvarandi heilsu- leysi að stríða, mörg liðin ár hefur hún dvalið á sjúkrahúsinu á Pat- reksfirði, og fengið þar góða umönn- un og á starfsfólk þar þakkir skild- ar. Í landsins hjarta lifði þar ljósið margt, sem fegurð bar. Nú er bjart við Breiðamar, búinn skarti kveldsólar. (Ólína Andrésdóttir.) Góður Guð blessi minningu ömmu minnar. Magdalena Kristinsdóttir. MAGÐALENA LÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR Hann afi kom í Höskuldsstaði þegar hann var barn að aldri og þar bjó hann í tæp 60 ár. Fyrir mig sem er alin upp á tölvu- og símaöld er erfitt að ímynda sér breytingarnar sem urðu á þeim tíma sem hann GUÐMUNDUR JÓNSSON ✝ GuðmundurJónsson fæddist á Selbakka á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu 11. desember 1917. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egils- stöðum 1. apríl síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Egils- staðakirkju 7. apríl. var bóndi og ég get tæplega gert mér í hugarlund hvernig líf- ið hefur verið án bíla og rafmagns eða að fara í skólann á skíð- um og hestum. En það var alltaf svo stórkost- legt að koma til hans og ömmu í sveitina og ég man kindurnar hans, gæsirnar og endurnar, heyskapinn, gula traktorinn og sveitasímann þar sem allir Breiðdælingar heyrðu hver var að hringja hvert og um hvað var rætt. Oft var gestkvæmt á bænum enda liggur hringvegurinn í gegn- um hlaðið. Börn og barnabörn voru á ferðinni, bændur af næstu bæj- um, ferðalangar af ýmsu þjóðerni á ótrúlegustu farartækjum og jafnvel var tekið á móti öllum. Afi hafði al- veg sérstakt lag á börnum. Það gekk oft mikið á þegar við barna- börnin vorum samankomin á Hösk- uldsstöðum, stundum í tugatali. Það var svifið um hlöðuna í kaðli með tilheyrandi Tarsan-öskrum, hossast á ógangfærum bílum og ryðguðum traktor, veiðar voruðu stundaðar grimmt í bæjarlæknum ýmist í net eða með höndunum og í gullabúinu uppi á hól var eldað og bakað af miklu kappi. Oft held ég að afa hafi þótt nóg um hamagang- inn en aldrei man ég eftir að hafa heyrt skammaryrði frá honum. Þess í stað reyndi hann gjarnan að beina athygli okkar að einhverju gagnlegu, það þurfti jú að fara í fjárhúsin, gera við girðingar, slá og raka. Efast ég um að við höfum gert mikið gagn en hann lét okkur nú samt alltaf halda það. Mér fannst rauða Ladan hans alltaf mikil glæsikerra og sérlega gaman að fara með honum út á Breið- dalsvík í kaupfélagið að kaupa mjólk sem var sko ekki í neinum fernum heldur í stórum pappakassa með krana. Hann var aldrei að flýta sér, sagði fátt en hlustaði þeim mun betur og þegar hann sagði frá tók maður vel eftir. Hann brosti gjarn- an út í annað, jafnvel skellti sér á lær ef honum var skemmt og það var virkilega gaman að spila við hann. Undanfarna mánuði var hann búinn að vera veikur en náði sér sæmilega, hægt og rólega með bros á vör eins og honum einum var lag- ið. En það tók hann sárt að geta ekki bjargað sér almennilega sjálf- ur og ég held hann hafi verið feg- inn að þurfa ekki að upplifa það aftur. Hann var búinn að afreka mikið, ég vona að hann hvílist vel. Þórunn Björg Jóhannsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Magðalenu Láru Kristjáns- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.