Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGMENN taka misvel í hug- myndir Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra um að lækka skattprósentu á fyrirtæki niður í 15%. Málið hefur enn ekki verið rætt innan þingflokks framsóknarmanna, en talsmaður hans segist tilbúinn að skoða málið. Samfylkingin segist tilbúin að skoða þetta í tengslum við breytingar á skattakerfinu m.a. upptöku auðlinda- gjalds. Vinstri – grænir segja þetta ekki forgangsmál og Frjálslyndi flokkurinn setur fyrirvara við þessar hugmyndir. Hjálmar Árnason, alþingismaður Framsóknarflokksins, sagði að hug- myndir forsætisráðherra um skatta- lækkun á fyrirtæki hefðu enn ekki verið ræddar í þingflokki framsókn- armanna en umræða um þetta myndi fara fram í þingflokknum mjög bráð- lega. Hjálmar sagði að skattamál væru eitt af þeim málum sem þyrftu að vera í stöðugri skoðun. Það væri sjálfsagt umdeilt hvort ætti að leggja meiri áherslu á lækkun tekjuskatts einstak- linga eða fyrirtækja. „Hugsun for- sætisráðherra er sú að með lækkun skatta á fyrirtæki eykst svigrúm þeirra til að byggja sig upp og þar með eykst framleiðni þeirra. Þar með ættu þau að geta borgað betri laun sem skilaði sér til almennings. Þetta þarf líka að skoða í ljósi þess að Ísland er eitt fárra ríkja OECD- landa sem leggur eignarskatt á fyrirtæki. Við höfum ekki rætt þetta ennþá, en við þurfum að skoða heildarskatt- greiðslur og markmið hlýtur að vera að skoða hvernig má skapa sem mest verðmæti og gera atvinnulífið sem heilbrigðast þannig að launþegar og þjóðin sem heild njóti.“ Vilja ræða þetta í tengslum við auðlindagjald Bryndís Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að Samfylkingin væri tilbúin til að skoða hugmyndir um lækkun tekjuskattsfyrirtækja í tengslum við breytingar á almennu skattaum- hverfi. „Í ræðu Össurar Skarphéðins- sonar, formanns Samfylkingarinnar, á nýafstöðnum flokksstjórnarfundi kom fram að við viljum að sett verði sú meginregla að tekið verði gjald fyrir nýtingu auðlinda, hvort sem þær eru í sjónum, orkuframleiðslu, fjar- skiptum eða öðru. Svigrúmið sem auðlindagjaldið gefur viljum við síðan nota til að bæta velferðarkerfið og til lengri tíma litið viljum við líka að það verði notað til að draga úr tekjuskatti einstaklinga og auk þess viljum við að hugað verði að því að bæta skattaum- hverfi hjá litlum og meðalstórum fyr- irtækjum. Við bendum meðal annars á að þetta gæti auðveldað þá háska- lendingu í efnahagsmálum sem rík- isstjórnin hefur sett atvinnulífið í. Við getum því tekið undir þetta sem lið í frekari breytingum á skattkerfinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist ekki telja það for- gangsmál að lækka skatta fyrirtækja eða fjármagnstekjuskatt eins og sum- ir hefðu nefnt. Hann sagðist vilja minna á að fyrirtækin hefðu fengið margvíslega skattalega ívilnun á und- anförnum árum, en á sama tíma hefðu skattar á launafólk þyngst og sérstak- lega á lágtekjufólk vegna þess að skattleysismörk hefðu ekki fylgt verðlagi. „Ég vara almennt við þessum skattalækkunarsöng vegna þess að ef menn missa miklar tekjur út úr rík- issjóði sem hafa komið af fyrirtækja- sköttum þá er það ávísun á aukna skattbyrði launamanna eða niður- skurð á velferðarþjónustunni eða hægari niðurgreiðslu skulda.“ Steingrímur sagði að íslensk fyrir- tæki hefðu búið við bærilega hag- stæða skatta í samanburði við fyrir- tæki í öðrum löndum. Við hefðum verið í lægri kantinum innan OECD varðandi skattlagningu á fyrirtæki og launatengd gjöld væri lág í íslensku atvinnulífi. Hann sagðist gera sér grein fyrir að sumir hagfræðingar teldu að með lækkun á tekjuskatti fyrirtækja væri hugsanlega hægt að framlengja þá efnahagslegu upp- sveiflu sem hefði verið hér á landi síð- ustu ár. Rök talsmanna þessara hug- mynda væru því allt eins miðuð við efnahagsástandið í dag eins og al- menna stefnumörkun til framtíðar í skattamálum fyrirtækja. Guðjón Arnar Kristjánsson, alþing- ismaður Frjálslynda flokksins, sagð- ist vilja hafa allan fyrirvara á tillögum um skattalækkanir hjá fyrirtækjum. Hann sagðist vilja sjá betur rökstuðn- ing og útfærslur áður en hann tæki endanlega afstöðu til hugmynda for- sætisráðherra. Hann sagðist telja eðlilegt að skoða þetta en minnti um leið á að það væri viss hætta því sam- fara þegar tekjuskattsprósenta fyrir- tækja væri mun lægri en einstak- linga. Skoða þyrfti vel hvort slíkt ýtti undir að launþegar færu að þiggja laun sem verktakar. Guðjón Arnar sagði að þegar kæmi að hugmyndum um skattalækkanir væri full ástæða til að skoða leiðir til að lækka tekju- skatt einstaklinga og þá hugsanlega að hækka neysluskatta á móti. Hugmyndir forsætisráðherra um lækkun á tekjuskatti fyrirtækja Tilbúnir að skoða lækkun tekjuskatts með fyrirvara HÓPSLYSAÆFINGU á Sauðár- króki á laugardag var aflýst vegna andláts eins þátttakanda, slökkvi- liðsmanns frá Sauðárkróki. Æfingin hafði staðið yfir í 50 míunútur þegar maðurinn fékk hjartaáfall. Endur- lífgunartilraunir voru gerðar á vett- vangi og í sjúkrabifreið á leið á sjúkrahús þar sem þeim var haldið áfram, án árangurs. Æfingin hófst klukkan 14.20 og átti að æfa aðgerðir við tilkynningu um að ATR42-flugvél með 47 far- þega og þriggja manna áhöfn innan- borðs hafi skollið niður sunnan við Víkina og brotnað í nokkra hluta. Á þriðja hundrað manns tóku þátt í æfingunni, frá björgunarsveitum, lögregluembættum, Landhelgis- gæslu, Almannavörnum, Flugmála- stjórn, heilbrigðisstofnunum, slökkviliði, rannsóknarnefnd flug- slysa, Rauða krossinum ásamt sókn- arprestum og fleirum. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórn- ar, harmar Flugmálastjórn atvikið á laugardaginn. „Flugmálastjórn vott- ar fjölskyldu hins látna samúð sína,“ sagði Heimir Már. „Fram að því að maðurinn fékk hjartaáfallið, hafði æfingin gengið mjög vel. Viðbragðs- hraði allra aðila var mikill og vinnu- brögð til fyrirmyndar. Þá var und- irbúningur á heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og í miðstöð Rauða krossins á staðnum eins og best verður á kosið.“ Morgunblaðið/ Pétur Ingi Björnsson Frá hópslysaæfingunni á Sauðárkróki á laugardag. Hópslysaæfingu af- lýst vegna andláts LIONS-hreyfingin minntist þess á fjölumdæmisþingi um helgina að í ár eru 50 ár liðin frá því að hreyf- ingin hóf starfsemi á Íslandi. Á þinginu fékk Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, æðstu orðu Lionshreyfingarinnar. Páll Ásgeir Tryggvason, fyrrverandi sendi- herra, fékk einnig þessa sömu orðu en hann er eini stofnfélagi Lions sem enn er starfandi í hreyfing- unni. Fyrsti Lions-klúbburinn á Ís- landi var stofnaður 14. ágúst 1951. Sextán erlendir gestir frá átta þjóðlöndum sátu þingið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ávarpaði um 250 fulltrúa við upphaf þingsins. Á laugardagskvöldið var haldin skemmtun í íþróttahúsi Fjölnis þar sem 500-600 gestir fylltu húsið. Að sögn Kristins Kristjánssonar, kynningarstjóra Lions, eru um 100 Lions-klúbbar starfandi um allt land. Hann sagði að Lions væri stærsta líknar- og þjónustuhreyf- ing í heimi með yfir 1,4 milljónir félagsmanna. Hann sagði að meðal verkefna sem hreyfingin sinnti væri stuðningur við aldraða og blinda. Á þinginu var Örn Gunnarsson kosinn nýr fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi, en hann tók við af Hrund Hjaltadóttur. Nýir umdæm- isstjórar eru Hörður Sigurjónsson og Pálmi Hannesson. Morgunblaðið/Ásdís Þing Lions-hreyfingarinnar var haldið í Grafarvogskirkju um helgina. Lions-hreyfingin fagnar 50 ára afmæli TÍSKUÞÁTTUR í nýjasta tölublaði skólablaðs Menntaskólans í Reykja- vík (MR), sem sýnir myndir af ungu fólki í sjálfsmorðshugleiðingum, hefur valdið nokkru uppnámi bæði innan og utan veggja skólans. Yngvi Pétursson konrektor átti fund með aðstandendum blaðsins í gær auk þess sem skólaráð MR fjallaði um málið. Á þeim fundum var lögð fram tillaga frá ritstjórum blaðsins sem var samþykkt. Tillag- an felst í því að ritnefndin mun senda nemendum og starfsfólki skólans afsökunarbréf þar sem gera á grein fyrir tilurð tískumyndanna og viðbrögðin við þeim eru hörmuð. Enginn texti fylgdi þeim myndum sem birtust í blaðinu en bréfinu er ætlað að bæta þar úr. Yngvi sagði við Morgunblaðið að málið í heild sinni væri leiðinlegt og sér þætti miður að það hefði komist í fjölmiðla. Hann sagði flesta í skóla- ráði MR hafa harmað þessar mynd- ir. Eins og þær væru settar fram væru þær aðeins túlkaðar á einn veg af mjög mörgum. Hins vegar hefði einnig verið haft samband við skólann og bent á listrænt gildi ljós- myndanna. Ádeila á tískuheiminn Tinna Proppé, annar tveggja rit- stjóra skólablaðsins, sagði við Morgunblaðið að tilgangur mynd- anna hefði verið sá að deila á tísku- heiminn eins og staðan væri þar í dag. „Þessi heimur er genginn út í miklar öfgar. Það virðist engu skipta hvernig unga fólkinu líður, bara að ytra útlitið sé í lagi. Við vildum einnig vekja umræðu um sjálfsvíg og hvað þau eru orðin al- geng í þjóðfélaginu í dag. Við hörm- um þann misskilning sem myndirn- ar virðast hafa valdið hjá mörgum en til að fyrirbyggja frekari mis- skilning ætlum við að senda þetta bréf út,“ sagði Tinna. Hún sagði mikla umræðu hafa átt sér stað innan ritstjórnar blaðsins um framsetningu tískuþáttarins. Til stóð að birta ljóð með honum, í þýð- ingu Þórarins Eldjárn, en hætt var við það á síðustu stundu. Tinna sagði að eftir á að hyggja hefði ljóð- ið átt að fylgja með en það endaði á orðunum „það er betra að lifa“. Umdeildar tískumyndir í skólablaði MR Var ætlað að vekja umræðu um sjálfsvíg RÁÐIÐ var í eina stöðu frétta- manns á útvarpsráðsfundi Rík- isútvarpsins fyrr í vikunni þeg- ar Ari Sigvaldason var ráðinn. Fréttastjórar RÚV mæltu með Ara í starfið og samþykkti út- varpsstjóri tillöguna með sam- hljóða stuðningi útvarpsráðs. Ari hefur störf um miðjan maí á fréttastofu sjónvarps. Ari Sig- valdason ráðinn á RÚV Að loknu góðu dagsverki gæddu viðstaddir sér á grilluðum pylsum, börnin sprelluðu í leiktækjum og hinir fullorðnu kepptu með sér í Ól- ympíuleikum skrifstofumannsins en keppnisgreinar þeirra eru m.a. bréfaklemmuröðun og bréfkúlukast. Farandbikarinn hlaut samsett deild framkvæmdaráðs og tölvudeildar. VEÐRIÐ var með fallegasta móti á höfuðborgarsvæðinu sem víðar um helgina og nýttu margir milda vor- blíðuna til útivistar. Starfsmenn VÍS sinntu vorverkunum á árlegum til- tektardegi fyrirtækisins á laugardag þegar starfsmenn, vinir og vanda- menn fjölmenntu til að gera sér dagamun og taka til hendinni. Morgunblaðið/Ásdís Pylsupartí í blíðunni EINN jarðskjálfti varð 36 km vestur af Surtsey um klukkan 18 í gær. Styrkleikinn var um 3 stig á Richterskvarða. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni varð skjálftinn klukkan 17:50. Að sögn Þór- unnar Skaftadóttur starfs- manns á jarðeðlissviði Veður- stofunnar verða stundum stakir skjálftar á þessum slóð- um og er því ekkert óvenjulegt á ferðinni. Jarðhrær- ingar und- an Surtsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.