Morgunblaðið - 01.05.2001, Page 35

Morgunblaðið - 01.05.2001, Page 35
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 35 Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 - ANNO 1929 - Ath. Öll verð miðast við staðgreiðslu Heildarlausnir fyrir eldhúsið K O R T E R ÞING Indónesíu samþykkti í gær vítur á Abdurrahman Wahid forseta í annað sinn vegna tveggja spilling- armála. Samþykktin eykur líkurnar á því að forsetinn verði ákærður til embættismissis. Víturnar voru samþykktar með at- kvæðum 363 þingmanna af 500. Fast er nú lagt að forsetanum að segja af sér og mjög ólíklegt þykir að hann haldi embættinu út kjörtímabilið sem lýkur árið 2004. Wahid kveðst vera saklaus af öll- um sakargiftunum og talsmaður hans sagði í vikunni sem leið að for- setinn myndi ekki segja af sér þótt víturnar yrðu samþykktar. Ákveði þingið að höfða mál til embættismissis á hendur forsetan- um er talið að réttarhöldin taki marga mánuði. Að mati margra sér- fræðinga í málefnum Indónesíu virð- ast dagar hans sem leiðtogi vera taldir. „Auðvitað er enn hugsanlegt að Wahid haldi velli en sá möguleiki er mjög, mjög lítill,“ sagði frétta- skýrandinn Amir Santoso, við Indónesíu-háskóla. Stjórnmálaskýrandinn og blaða- maðurinn Daniel Dhakidae sagði að Wahid kynni að ná samkomulagi við andstæðinga sína en líklegra væri að hann léti af embætti. „Ég tel að hann verði að lokum ákærður til embætt- ismissis.“ Um 15.000 stuðningsmenn forset- ans gengu um götur höfuðborgarinn- ar í gær en dreifðu sér án þess að til átaka kæmi. AP Abdurrahman Wahid Indónesíuþing sam- þykkir vítur á Wahid Jakarta. Reuters. WILLIAM Hague, leiðtogi brezka Íhaldsflokksins, lýsti því yfir í gær að þingmanninum Peter Townend hefði verið gert að biðjast afsökunar á umdeildum um- mælum sínum um kynþáttamál. Ella yrði hann rekinn úr flokknum. Sagðist Hague hafa gripið til þess „fordæmalausa“ ráðs að setja Townend þessa úrslitakosti. Þó sagði Taylor lávarð- ur, sem á sæti í lávarðadeild þingsins fyrir Íhaldsflokkinn, að þessi yfirlýs- ing Hagues væri „merkingarlaus og gagnslaus,“ eftir því sem BBC News Online hefur eftir honum. Taylor er blökkumaður og hafði áður hótað því að ganga til liðs við Verkamanna- flokkinn ef Townend yrði ekki rek- inn úr Íhaldsflokknum. Meðal hinna umdeildu ummæla Townends, sem er þingmaður Jórvíkurskíris eystra, er að hann „hefði áhyggjur af fram- tíð einsleits engilsaxnesks sam- félags“ í Bretlandi. Hörð deila hefur geisað undan- farna daga um afstöðu vissra íhalds- þingmanna til kynþáttamála, nokkr- um dögum áður en reiknað er með að Tony Blair forsætisráðherra boði þingkosningar. „Ég er fullkomlega sammála því að kynþáttahyggja á ekki heima í Íhaldsflokknum og mér þykir það mjög leitt að illa valin orð, sem ég hef látið falla, kunna að hafa látið líta út fyrir að þessu væri öðru vísi farið,“ segir í skriflegri afsök- unarbeiðni Townend. Þrýst til að biðjast afsökunar Taylor lávarður HARÐAR refsingar hafa ekki áhrif á afbrotatíðni. Ný sænsk rannsókn, þar sem borin eru saman fjölmörg Evrópulönd, sýnir fram á að refs- ingar hafa ekki áhrif á tíðni eða tegund afbrota, að því er segir í Göteborgsposten í liðinni viku. Rannsóknin verður birt op- inberlega í júní nk. Það er sænskur afbrotafræð- ingur, Lars Westfeldt, sem hefur borið saman níu lönd í Vestur- Evrópu og tegundir afbrota sl. 50 ár. Niðurstaða hans er sú að þrátt fyrir að refsilöggjöf landanna sé ólík sé niðurstaðan hin sama. „At- hyglisvert er hve margt líkt er með löndunum. Það sýnir ljóslega að annað hefur áhrif á hvernig afbrot þróast en refsingin,“ segir West- feldt. Hann segir Finnland gott dæmi. Áður fyrr hafi afbrotamenn hlotið langa og stranga dóma, flest- ir til fangavistar. Síðustu 25 árin hafi blaðinu verið snúið við og föng- um fækkað um tvo þriðju. Þetta hafi þó ekki haft áhrif á tíðni af- brota og að ekki hafi heldur orðið breyting á því um hvers konar af- brot var að ræða. Frakkland og Bretland eru dæmi um lönd þar sem refsingar hafa verið þyngdar á síðustu árum en niðurstaðan er hin sama, sáralitlar breytingar á afbrotatíðninni. Telur Westfeld að aðrir þættir hafi meira að segja; svo sem breytt samfélagsmynstur sem valdi því að vægi hvers og eins minnki, auk þess sem tækifærum til að fremja afbrot fjölgi. Refsingar hafa ekki áhrif á afbrot Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Ný rannsókn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.