Morgunblaðið - 01.05.2001, Page 42

Morgunblaðið - 01.05.2001, Page 42
S IGURSTEINN Másson hlaut 200 atkvæði en Kristófer Þorleifsson geðlæknir fékk 62 at- kvæði í atkvæðagreiðslu um embætti formanns. Sigursteinn sagði að kjörinu loknu að félagið væri fyrst og fremst sjúklingafélag og hefði eftirlitsskyldu með stofnun- um og sambýlum. Kristófer sagði að í ljósi þessa væri sýnt að annar aðili þyrfti að taka yfir stuðningsþjón- ustuna. Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar að nýjum lögum félagsins en umdeildasta breytingin er sú að launaðir starfsmenn Geðhjálpar mega ekki lengur taka sæti í stjórn þess en fá áheyrnarfulltrúa á stjórn- arfundum. Aðalfundur Geðhjálpar var haldinn 31. mars sl. en þáverandi formaður félagsins, Eydís K. Svein- bjarnardóttir, frestaði fundinum eft- ir að deilur komu upp um hvort fundargestir væru allir félagsmenn eða ekki. Þá skýrði hún ennfremur frá því að ársreikningar félagsins væru ekki tilbúnir og mun það hafa verið vegna mistaka eins starfs- manns félagsins við færslu bókhalds. Deilurnar snerust m.a. um það hvort viðstaddir væru fullgildir félags- menn og mættu kjósa fundarstjóra. Þar sem ekki náðist samkomulag um fundarstjóra lýsti formaður því yfir að fundi væri frestað til 28. apríl og gekk síðan af fundi ásamt megin- þorra stjórnar. Stuðningsmenn Kristófers héldu áfram fundinum og kusu stjórn en síðar náðist sam- komulag um að láta þá kosningu ekki gilda en útkljá mál- in á fundinum 28. apríl. Framhaldsaðalfundur- inn á laugardag hófst með því að fráfarandi formaður félagsins til- kynnti að samkomulag hefði náðst milli sín og Kristófers um að velja Dögg Pálsdóttur lögmann sem fundarstjóra. Dögg greindi fundarmönnum frá því að aðalfundi yrði að ljúka kl. 16 þar sem húsið þyrfti að vera laust kl. 16.30. Þá sagði hún að húsinu yrði lokað þegar kjör formanns stjórnar hæfist. Lögum skv. hófst svo formleg dagskrá með því að Eydís kynnti skýrslu stjórnar og því næst voru lagðar fram skýrslur gjaldkera og reikningar félagsins fyrir síðastliðið reikningsár. Þá var samþykkt að félagsgjald héldist óbreytt, 1.200 krónur, fyrir árið 2001. Að því loknu hófst umræða um tillögur stjórnar að nýjum heildarlögum félagsins. Margir létu skrá sig á mælendaskrá og þótti sumum fundarmanna tillaga að nýju lögunum vera mótsagna- kennd. Í 2. gr. a-lið segir að því markmiði félagsins, að „bæta hag þeirra sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða svo og aðstandenda þeirra“ verði m.a. náð með því að sjá til þess „að jafnræðisregla stjórnar- skrárinnar sé virt og þeim mann- réttindasáttmálum sem Ísland á að- ild að sé framfylgt“. Þótti sumum þetta stangast á við 3. gr. þar sem segir: „Ef félagsbundnir launaðir starfsmenn félagsins, eða starfsemi á vegum þess, ná kjöri til stjórnar- setu, hætta þeir samhliða störfum sínum sem þeir þáðu laun fyrir“ og sögðu að með þessu væri verið að brjóta gegn rétti fólks til að stunda atvinnu að eigin vali. Stuðnings- mönnum lagabreytinganna þótti nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði í lög þar sem sýnt þótti að sæti starfs- maður stuðningsþjónustu Geðhjálp- ar í stjórn félagsins væri hann orð- inn hvort tveggja í senn, yfirmaður og undirmaður. Beðið um endurtalningu Kristófer lagði til að tillögum stjórnar að nýjum lögum yrði vísað frá og gengið yrði til næsta dagskrár- liðar, kosningar for- manns. Samþykki meiri- hluta fundarmanna þurfti til þess að tillög- unum yrði vísað frá. Með handaupp- réttingu lá ljóst fyrir, án þess að til talningar kæmi, að minnihluti fund- armanna studdi frávísunartillögu Kristófers. Því hélt áfram umræða um tillögur stjórnar. Þegar mæl- endaskrá var tæmd var gengið til at- kvæða um lagabreytingarnar og var það gert með handaupp Átta manneskjur gegndu teljara, fjórar tilnefndar Geðhjálpar og fjórar tilne Kristófer. Niðurstaða þeir ingar var sú að 237 greiddu Til þess að tillögurnar öðlu þurfti samþykki 2/3 hluta manna eða 158. Alls samþy tillögurnar en 68 voru á mó ingsmenn Kristófers töl inguna ekki fullnægjandi um endurtalningu og nýj Að höfðu samráði við eftir ákvað fundarstjóri að taln endurtekin en af sömu telj talning varð enn meira a stjórnarmönnum í vil. Alls 243 atkvæði, þar af samþy nýju lögin en 65 voru á mót Fundarstjóri tilkynnti lögin öðluðust gildi þegar í s dagskrá aðalfundar yrði fr samkvæmt þeim, en skv. unum skal auk stjórnarman þrjá menn til vara í stjórn. Því næst var gengið ti skrárliðar, kosningar f Auglýst var eftir tillögum mannsefni. Stungið var up ursteini Mássyni varaform Kristófer Þorleifssyni geðl kvæðagreiðsla var skrifleg atkvæði þannig að Sigurste 200 atkvæði en Kristófer þessa niðurstöðu varð mikið salnum og fagnaðarlæti o steinn og Eydís féllust í fa formaður tók svo til máls fundarmönnum sínar in þakkir. Því næst bað hann v að minnast með augna- bliksþögn þeirra fjöl- mörgu sem látist hafa vegna geðsjúkdóma. Fundarstjóri greindi frá því að skv. nýsam- þykktum lögum skyldi kjósa sex stjórnarmenn varamenn. Þá sagði hún að hefði komið upp vegna nýr um það hvort Tryggvi B sem kosinn var til stjórn tveggja ára á síðasta aðalfu áfram í stjórn. Hún sagði að samráði við Hjört Torfason Morgunbla Sigríður Kristinsdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir, Þóra Kolbrún Sigurðardóttir, Eydís K. Sveinbjarna lengst t.h., lætur af embætti formanns Geðhjálpar og Sigursteinn Másson, sem tekur við stjórnartaum Sævar Bjarnason og Kristófer Þorleifsson geðlæknir. GEÐHJÁLP Sigursteinn Másson var kjörinn formaður Geðhjálpar á fram- haldsaðalfundi félags- ins á Hótel Íslandi á laugardag. Kristín Sigurðardóttir segir frá því sem gerðist á fundinum. Fyrst og frems sjúklingafélag Félagið veiti stofnunum og sambýlum eft- irlit og aðhald 42 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. 1. MAÍ FORSÆTISRÁÐHERRA Í ÁRATUG Ígær voru 10 ár liðin frá því að DavíðOddsson forsætisráðherra mynd-aði fyrstu ríkisstjórn sína. Hann hefur nú setið samfellt lengur í þessu embætti en nokkur annar stjórnmála- maður. Það er pólitískt afrek út af fyrir sig, ekki sízt í því persónulega návígi sem stjórnmálabaráttan á Íslandi er. Til þess að ná þessu marki hefur ekki bara þurft pólitíska hæfni heldur einnig innsæi og næman skilning í mannlegum samskiptum. Þegar horft er til baka yfir sögu ís- lenzka lýðveldisins hefur lengi verið lit- ið til Viðreisnaráranna svonefndu sem gullaldar þessa tímabils. Þá ríkti póli- tískur stöðugleiki í u.þ.b. tólf ár í tíð rík- isstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks. Þjóðin bjó við góðæri framan af, síðan tók við djúp efnahagslægð og und- ir lok Viðreisnaráranna var ljóst að þjóðarskútan var að sigla upp úr öldu- dalnum. Sú ríkisstjórn sat undir forsæti þriggja formanna Sjálfstæðisflokksins, þeirra Ólafs Thors, Bjarna Benedikts- sonar og Jóhanns Hafsteins. Þegar Davíð Oddsson myndaði fyrstu ríkisstjórn sína með Alþýðuflokknum gerðu margir þeir, sem mundu Við- reisnarárin, sér vonir um að nýtt Við- reisnartímabil væri gengið í garð og urðu jafnframt fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom við lok þess kjörtímabils að samstarf þeirra tveggja flokka átti sér ekki framtíð. Tveir áratugir á milli 1970 og 1990 einkenndust af miklum pólitískum óró- leika, óðaverðbólgu og djúpstæðum átökum á vettvangi stjórnmálanna og ekki sízt innan Sjálfstæðisflokksins. Deilur meðal sjálfstæðismanna, sem áttu sér upphaf mjög snemma á lýðveld- istímanum, veiktu flokkinn og forystu- menn hans mjög. En jafnframt er ljóst að kalda stríðið og spenna í tengslum við útfærslu landhelginnar mörkuðu stjórnmálabaráttu þessara ára. Frumskylda formanns Sjálfstæðis- flokks er að halda flokknum saman og treysta samheldni flokksmanna. Davíð Oddsson hefur tryggt pólitískan stöð- ugleika innan Sjálfstæðisflokksins og jafnframt náð pólitísku frumkvæði í hendur flokksins á nýjan leik. Það er ein af meginástæðunum fyrir því að meiri pólitísk kyrrð hefur verið í landinu á undanförnum tíu árum en á árunum milli 1970 og 1990. Sú festa, sem stjórnmál landsins hafa einkennzt af síðasta áratug, er forsend- an fyrir þeim öru framförum og umbót- um sem orðið hafa í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. Þetta tímabil stenzt óumdeilanlega samanburð við Viðreisnarárin, hvort sem horft er til stöðu stjórnmálanna eða efnahagsþróunar. Fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddssonar glímdi við eina erf- iðustu kreppu í efnahags- og atvinnu- málum á síðustu öld en síðan birti til og undanfarin ár hafa Íslendingar lifað eitt mesta góðæri í sögu lands og þjóðar. Það er ástæða til að óska Davíð Odds- syni til hamingju á þessum tímamótum. Hann hefur verið sterkur en jafnframt umdeildur forystumaður í stjórnmál- um. Yfir landsstjórn hans hefur hvílt farsæld. Alþjóðlegur dagur verkalýðshreyf-ingarinnar er í dag. Það er auð- velt að líta í kringum sig hér á landi og sjá velmegun í hverju horni og segja sem svo að hér sé um úreltan dag að ræða. Farið sé í skrúðgöngur meira eða minna fyrir siðasakir eða af göml- um vana og á ræðupöllum heyrist hrópuð í gjallarhorn orð sem tilheyri liðnum tíma. Hér á landi er ekki mikill öryggis- viðbúnaður vegna 1. maí en öðru máli gegnir víða í kringum okkur. Í London verða í dag rúmlega níu þúsund lög- regluþjónar á vakt til að kæfa í fæð- ingu ólæti mótmælenda. Það á ekki að láta atburðina frá því í fyrra end- urtaka sig þegar rifin voru upp tún og grastorfur voru settar á höfuð mynda- styttunnar af Winston Churchill. Nú er búið að smíða kassa utan um stytt- una og víggirða torgið sem hún stend- ur á. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur fordæmt aðgerðir mótmælenda fyrirfram: „Þetta eru ekki hugsjónir, þetta er heimska. Þetta eru ekki mótmæli, heldur ein- faldlega glæpir.“ Ekki er minni viðbúnaður í Berlín þar sem einnig verða rúmlega níu þús- und lögregluþjónar á vakt. Fyrirhuguð mótmæli vinstrimanna hafa verið bönnuð en engu að síður er búist við að ólæti brjótist út. Sú ólga, sem yfirvöld í Berlín og London hafa áhyggjur af, tengist þeirri bylgju mótmæla, sem hnattvæð- ingin hefur orðið kveikjan að og fylgt hefur leiðtogafundum af ýmsum toga víða um heim, hvort sem það hafa ver- ið fundir Heimsviðskiptastofnunarinn- ar í Seattle eða leiðtoga Ameríkuríkja í Quebec-borg. Í stuttu og einfölduðu máli væri hægt að segja að þar sé ver- ið að mótmæla því að með hnattvæð- ingunni sé verið að opna allar gáttir fyrir stórfyrirtækin til að fara sínu fram í heiminum á meðan ódýra vinnu- aflið í þriðja heiminum sé varnar- og réttlaust, en hið verndaða vinnuafl í hinum vestrænu ríkjum ekki sam- keppnishæft, þannig að störfin flytjist suður á bóginn. Áhrifa alþjóðavæðingarinnar gætir vitaskuld einnig hér á landi og það hefur komið fram á vinnumarkaði. Í raðir vinnandi fólks á Íslandi bætast nú jafnt og þétt verkamenn erlendis frá. Það er ekki síst hlutverk stétt- arfélaga að tryggja að þetta fólk njóti réttinda á borð við íslenska félaga þeirra. Um leið þurfa stéttarfélög að bregðast við þeim auknu kröfum sem alþjóðavæðingunni fylgja. Þær eru ekki síst fólgnar í að stuðla að því að hér á landi sé að finna sveigjanlegt vinnuafl, sem ráði við fjölbreytt verk- efni, og vera þannig skrefi á undan í stað þess að elta þróunina. Allar götur frá árinu 1923 hefur ver- ið farið í kröfugöngur 1. maí. Í fyrstu göngunni báru menn skilti sem á voru letruð kröfur á borð við „Enga nætur- vinnu, nóga dagvinnu“ og „Algert bann við áfengi!“ Þegar haldið var í þá göngu var staða verkafólks öll önnur en á okkar dögum og reyndar vart hægt að bera saman lífskjörin þá og nú. Hins vegar er vert að menn hafi baráttu síðustu aldar í huga þegar kröfuspjöldin verða hafin á loft í dag og minnist þess um leið á alþjóðlegum degi verkalýðshreyfingarinnar að víða um heim eru kjör hinna vinnandi stétta þannig að oft jaðrar við þræl- dóm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.