Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu MMC Pajero sport 2500 turbo diesel, nýskráður 16.03.2000, ek- inn 23.000 km, álfelgur. Ásett verð 2,780,000. ÞESS var minnst í gær, 30. apríl, að Davíð Oddsson hefur verið forsæt- isráherra í 10 ár í þremur rík- isstjórnum, eða lengst allra for- sætisráðherra í Íslandssögunni samfleytt. Á árunum 1991–1995 var hann í forystu fyrir ríkisstjórn með Alþýðuflokknum og síðastliðið eitt og hálft kjörtímabil, eða sex ár, hef- ur hann verið forsætisráðherra í tveimur stjórnum Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokks- ins. Davíð vantar 2 mánuði og 18 daga upp á að hann slái met Her- manns Jónassonar sem sat lengst samanlagt í stóli forsætisráðherra. Flaggað var á húsi Stjórnarráðs- ins í tilefni dagsins og síðdegis buðu Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, til samkomu í Þjóðmenningarhúsinu til heiðurs forsætisráðherra. Þar voru sam- ankomnir núverandi og fyrrver- andi ráðherrar í ríkisstjórnum Dav- íðs, ásamt mökum, auk þeirra ráðuneytisstjóra sem hann hefur starfað með í gegnum tíðina, bæði í forsætisráðuneytinu og eins sjávar- útvegs- og dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, sem hann stýrði í tvær vikur í maí 1999. Við upphaf samkomunnar afhenti formaður Framsóknarflokksins Davíð mikinn og stóran blómvönd en í Þjóðmenn- ingarhúsinu voru um 60 manns samankomnir. Kvöldverður í Valhöll Sjálfstæðisflokkurinn efndi síðan til afmæliskvöldverðar í Valhöll í tilefni dagsins. Þar heiðruðu Davíð með nærveru sinni um 80 manns úr miðstjórn flokksins og þingflokki auk þess sem starfsmenn Sjálfstæð- isflokksins og nánir vinir Davíðs voru þar samankomnir. „Afmæl- isbarninu“ voru fluttar árnaðar- óskir í tilefni dagsins og yfir borð- haldi fluttu ræðu þau Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, og Sigríður Anna Þórð- ardóttir, formaður þingflokksins. Að kvöldverði loknum var stiginn dans í Valhöll fram á nótt við undir- leik hljómsveitar. Davíð Oddsson forsætisráðherra samfleytt í 10 ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Oddsson forsætisráðherra skálar við veislugesti í afmæliskvöldverði sem haldinn var í Valhöll. Samráðherrar og flokks- menn fögnuðu með Davíð Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráð- herra taka á móti Davíð Oddssyni forsætisráðherra í Þjóðmenning- arhúsinu, þar sem haldin var samkoma til heiðurs forsætisráðherra. Ástríður Thorarensen, eiginkona Davíðs, fylgist með. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gunnar Þórðarson og Davíð Oddsson í góðri sveiflu í Valhöll. KONA hefur stefnt stefnt landlækni fyrir hönd ófjárráða dóttur sinnar og krefst þess að felld verði úr gildi sú ákvörðun landlæknisembættisins að hafna beiðni um að upplýsingar úr sjúkraskrám um föður stúlkunnar verði ekki fluttar í gagnagrunn á heil- brigðissviði. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur nk. fimmtu- dag, 3. maí. Stefnandi í málinu er Birna Þórð- ardóttir fyrir hönd dóttur sinnar. Krefst hún dómsviðurkenningar á rétti dótturinnar til leggja bann við að framangreindar upplýsingar um lát- inn föður hennar, Guðmund Ingólfs- son, verði fluttar í gagnagrunn á heil- brigðissviði. Landlæknisembættið hafnaði beiðni dótturinnar um að sjúkra- skrárgögn um föður hennar yrðu ekki flutt í gagnagrunninn. 21. febrúar sl., hafnaði landlæknisembættið beiðn- inni á þeirri forsendu að það gæti ekki heimilað flutning gagna úr sjúkra- skrám látinna í gagnagrunnslögunum né í öðrum lögum. Vísaði embættið til þess að í athugasemdum við frum- varp til laga um gagnagrunn á heil- brigðissviði sé ekki gert ráð fyrir því að einstaklingar geti hafnað því að upplýsingar um látna foreldra þeirra séu færðar í gagnagrunninn. Stefna Birnu fyrir hönd dóttur sinnar er birt í heild á heimasíðu Mannverndar á Netinu. Þá segir í stefnunni að því aðeins sé unnt að flytja sjúkraskrárgögn um látna í gagnagrunninn að foreldrar eða afkomendur eða aðrir nánir vandamenn samþykki flutninginn eða eigi að minnsta kosti þess kost að hafna honum og leitast við eins og frekast er kostur að láta sömu reglur gilda um látna og lifandi og þess að jafnræðis sé gætt eftir því sem unnt er. Einnig kemur fram að dóttirin eigi persónulegra hagsmuna að gæta af því að upplýsingar úr sjúkraskrám föður hennar verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði þar sem unnt sé að draga ályktanir af þeim um viðkvæmar persónuupplýs- ingar um hana sjálfa. Loks er byggt á að óheimilt sé að varðveita persónuupplýsingar lengur en þeirra sé þörf í því skyni sem þeirra er aflað. Því hafi varðveisla sjúkraskrárupplýsinga um föður stúlkunnar á því tímamarki er gagna- grunnslögin voru sett verið óheimil og skylt hafi verið að eyðileggja þau eftir andlát hans er þau þjónuðu ekki leng- ur þeim tilgangi, sem var tilefni öfl- unar þeirra og varðveislu. Vill ekki að upplýsingar um látinn föður fari í gagnagrunn SHERPINN Babu Chhiri fórst á Everest-fjalli um helgina þegar hann var að ganga á fjallið í ellefta sinn. Babu var íslenskum fjallgöngu- mönnum að góðu kunnur en hann gekk með Íslend- ingum á tind Cho Oyu árið 1995, á Everest árið 1997 og á tind Ama Dablam í Himal- aya-fjöllum árið 1998. Björn Ólafs- son, einn íslensku Everest-faranna, segir að það hafi verið talsvert áfall að heyra um fráfall Babus sem hafi reynst íslensku leiðangursmönnun- um sérlega vel. „Babu var einhver sterkasti klifr- ari sem ég hef klifrað með,“ sagði Björn. „Hann hafði þó nú síðustu ár snúið sér að því gera hluti sem eru í raun utan við það mannlega.“ En á síðustu árum setti Babu tvö met á Everest, annað að dvelja manna lengst á Everest-tindi án súr- efnis, eða 21 klukkustund, og hitt að ganga á tindinn og niður í grunnbúð- ir aftur á 16 tímum og 55 mínútum. Björn sagði að Babu hefði haft gríðarlega reynslu á þessu sviði þeg- ar hann gekk með þeim á Everest. Hann var yfir sherpa-hópnum í ís- lenska leiðangrinum og Björn segir að hann hafi vitað upp á hár hvaða ákvarðanir þurfti að taka. Babu fórst á Everest Babu LÓFATÖLVUVEFUR mbl.is hefur verið endurskipulagður og efni á hon- um aukið. Notendur geta nú einnig valið efnisþætti þá sem þeir vilja hafa aðgengilega í lófatölvum sínum. Vef- urinn, sem er á slóðinni www2.mbl.is/ vasi/index.html, er sniðinn fyrir allar helstu gerðir af lófatölvum. Á vefnum geta notendur valið þá efnisþætti af vef mbl.is sem aðgengi- legir verða í lófatölvum þeirra, en hægt er til að mynda að velja inn- lendar fréttir og erlendar, íþrótta- fréttir, viðskiptafréttir, fréttir um tölvur og tækni og fréttir af frægu fólki. Einnig er hægt að velja aðgang að stjörnuspá, fjármálaupplýsingum og upplýsingum um komu- og brott- farartíma flugvéla í innanlands- og millilandaflugi. Þessar stillingar eru síðan vistaðar í viðkomandi lófatölvu, en notandinn getur breytt þeim sem honum sýnist. Lófatölvu- vefur end- urbættur EKKI náðist að leggja fram tillögu til sátta varðandi mönnunarmál í samningavið- ræðum sjómanna og útvegs- manna í gær, þar sem ekki náðist samstaða um tillöguna meðal sjómannasamtakanna. Ekkert miðaði í viðræðunum að öðru leyti og staða mála því óbreytt. Vélstjórafélag Íslands samdi tillögu um lausn á mönnunarmálunum um helgina en hin sjómannasam- tökin voru ekki reiðubúin til að ganga að henni. „Frum- varp samgönguráðherra um mönnunarmálin hefur bundið hendur okkar fram til þessa. Nú hefur það hins vegar ver- ið lagfært og þá fannst okkur að við yrðum að beita okkur í málinu,“ sagði Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambands Íslands, sagði ljóst að sam- bandið muni ekki standa að tillögu varðandi mönnunar- málin. „Það má vel vera að yfirmannafélögin, það er Vél- stjórafélag Íslands og Far- manna- og fiskimannafélag Íslands, séu tilbúin með til- boð þegar búið er að breyta frumvarpi um mönnun ís- lenskra skipa. Það nær hins vegar ekki til minna umbjóð- enda og samninganefnd sjó- mannasambandsins hefur formlega hafnað tillögunni.“ Sævar þvertekur fyrir að kominn sé upp klofningur milli samtaka sjómanna. „Við erum hér til að ræða okkar kröfur en ekki kröfur útvegs- manna. Það hefur legið fyrir í 14 mánuði,“ sagði hann. Grétar Mar Jónsson, for- maður Farmanna- og fiski- mannasambandsins, sagði í gær að sambandið myndi ekki ræða mönnunarmálin við út- vegsmenn nema með þáttöku hinna sjómannasamtakana tveggja. Ekki hefur verið boðaður annar fundur í deilunni. Ekki sátt um mönn- unina Árangurslaus fundur sjómanna og útvegsmanna ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.