Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 39 Magga Stína og Hringirnir Jóhanna Sigurðardóttir Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanóleikari Kynnir: Jakob Frímann Magnússon Sérstakur gestur: Illugi Jökulsson 1. maí á Hótel Borg býður til samkomu á Hótel Borg kl. 14.00 á baráttudegi verkalýðsins Samfylkingin Allir velkomnir. Kópavogslistinn 1. maí kaffi í Þinghól Hamraborg 11, 3. hæð, kl. 15:00 Gylfi Gröndal, rithöfundur, flytur ljóð. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, flytur ávarp. Fundarstjóri: Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Kópavogslistans Dagskrá: www.samfylking.is Allir velkomnir KVINTETT altósaxófónleikar- ans Julian Cannonball Aderleys þar sem bróðir hans Nat blés í kornett og Bobby Timmons lék á píanóið gerði allt vitlaust í New York haustið 1959 þegar þeir komu fram með sérstakan sál- ardjassstíl sinn þar sem verk á borð við This Here eftir Bobby Timmons flugu upp vinsældalista djassins. Píanistinn Horace Silv- er hafði að vísu nokkru áður leitt fönký sálardjass til hásætis og Bobby Timmons hafði leikið með djasssendiboðum Arts Blakeys og samið verk í sama stíl einsog hið vinsæla Moanin. En þeir Adderley-bræður spiluðu öðru- vísi og það var galdurinn. Að vísu má segja að Cannonball hafi náð listrænum hápunkti sínum í samvinnu við Miles Davis. Hann blés á altóinn í Kind of Blue- svítunni og magnaðasta skífa er hann hljóðritaði undir eigin nafni, slíkt kalla menn sólóskífur nú á dögum, var Somethiń Else þarsem Miles blés í trompetinn. Á fimmtudagskvöldið var buðu Ólafur Jónsson tenórsaxófónleik- ari og Carl Möller píanisti ásamt kvintetti sínum uppá Cannon- ball-veislu á Múlanum. Boðað var að nú yrði spilað af efnisskrá Cannonballs-kvintettsins af sál- armóð. Ekki varð sú raunin og þeir sem ætluðu á fönký stefnu- mót við Cannonball-smellina frægu lentu í vitlausri veislu. Afturá móti var veislan ágæt og bíboppið liðugt hjá kvintettnum. Fyrst ópusinn sem var eftir Don Pearson og Joe Zawinul fylgdi í kjölfarið, þó ekki Mercy, Mercy, Mercy-smellurinn heldur Scotch And Water. Dálítið vantaði uppá samspilið hjá blásurunum þar og lítið hefði Yusef Lateef þótt til ýlfurs Ólafs koma. En Eyjólfur hresstist og í þriðja laginu, Big „P“ eftir Jimmy Hath small allt saman og Carl spilaði besta sóló sinn þetta kvöld, en hann þekkir verkið einsog handarbakið á sér og hljóðritaði það sama ár og Cannonball (1960) með Gunnari Ormslev sem heyra má á Orms- levdisknum: Jazz í 30 ár. Líðandi langar línur Óla voru hunang og Birkir urrandi af krafti í tromp- etinn. Birgir og Pétur eru fínir rýþmaleikarar en það er erfitt að ná saman í þeirri hryllingsbúð hljómsins sem gamli Sölvasalur- inn er. Stundum fannst manni að þeir félagar væru sinn í hvoru horninu, en það er víst ekki á dagskrá hinna nýju rekstraraðila í Húsi málarans að tónlist hljómi vel í salarkynnum þeirra. Ýmsir aðrir ópusar voru á dag- skrá m.a. eftir bassaleikara Add- erleys, Sam Jones, og svo ,,lagið sem gerði litla bróður ríkan“ einsog Cannonball kynnti gjarn- an Work Song og einn af fáum smellum eftir Cannonball sjálfan, Sack ÓWoe, bæði frá 1960. Pétur og Birgir voru sérdeilis góðir þar. Ólafur blés svo ballöðuna ljúfu I Cańt Get Started. OJ & Möller kvintettinn bar þess merki að hafa verið hóað saman með litlum fyrirvara, en gaman var samt að fá að heyra þessa gömlu ópusa af efnisskrá Adderleys-kvintettsins í íslenskri túlkun. Ólafur Jónsson blés margan fínan sóló. Tónn hans er dálítið mattur og tónhugsunin innhverf svo sálarstíll Adderleys er honum fjarri. Afturá móti var Vestmanneyingurinn ungi, Birkir Freyr Matthíasson, stjarna kvöldsins. Hann verður alltaf betri og betri og sýndi hér og sannaði að úthverfur biboppstíll er honum jafn eiginlegur og hinn innhverfari, ljóðrænni, sem hefur verið aðall hans hingað til, en að sjálfsögðu vantar hann reynslu Ólafs og getur ekki samofið jafn léttilega í sólóa sína margbreyti- legar hugmyndir og Ólafur gerði m. a. meistaralega í Big „P“. Í vitlausri veislu Vernharður Linnet DJASS M ú l i n n í H ú s i m á l a r a n s Birkir Freyr Matthíasson tromp- et, Ólafur Jónsson tenórsaxófón, Carl Möller píanó, Birgir Braga- son bassa og Pétur Grétarsson trommur. Fimmtudagur 26. apríl. KVINTETTINN ÓJ & MÖLLER Á AÐALFUNDI Rithöfundasam- bands Íslands, sem haldinn var í Gunnarshúsi nýlega, voru skáldin Einar Bragi og Matthías Johannes- sen kjörnir heiðursfélagar félagsins. Auk hefðbundinna aðalfundar- starfa var á fundinum rætt um gjald- fellingu bókarinnar og það öngþveiti á bókamarkaði sem frjálst bókaverð hefur haft í för með sér. Voru fund- armenn á einu máli um að rithöfund- ar þyrftu að beita sér í þessum efn- um og snúa við þeirri þróun sem hefði átt sér stað. Listamenn yrðu sjálfir að standa vaktina og gæta hagsmuna sinna. Þá var rætt um framkomu Ríkisútvarpsins gagnvart sjónvarpsþýðendum sem ekki hafa lengur samning við stofnunina. Stjórn Rithöfundasambands Ís- lands er nú þannig skipuð: Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson, formað- ur, Ólafur Haukur Símonarson, varaformaður, Guðjón Friðriksson, Karl Ágúst Úlfsson og Kristín Helga Gunnarsdóttir, meðstjórnendur. Varamenn eru Andri Snær Magna- son og Kristín Marja Baldursdóttir. Félagar í Rithöfundasambandi Ís- lands eru nú rúmlega 340 talsins. Kjörnir heiðurs- félagar Rithöf- undasambandsins Einar Bragi Matthías Johannessen TÓNLEIKAR 180 barna og ung- linga verða í Skálholtskirkju í dag, þriðjudag, kl. 16. Tónleikarnir verða haldnir að loknum sam- starfsdegi nokkurra barna- og ung- lingakóra sem haldinn verður í Skálholti. Kórarnir eru Barna- og kammerkór Biskupstungna, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarsson- ar, Barna- og stúlknakór Háteigs- kirkju, stjórnandi Birna Björns- dóttir, Barnakór Selfosskirkju, stjórnandi Glúmur Gylfason, Heimsljósin, fjölþjóðlegur kór barna, stjórnandi Júlíana Rún Indriðadóttir og Barnakór Sól- vallaskóla á Selfossi, stjórnandi hans er Elín Gunnlaugsdóttir. Kórfélagar eru á aldrinum 6-16 ára og á samstarfsdeginum verður lögð áhersla á samsöng kóranna og tónlistarflutning. Æskukórar í Skálholtskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.