Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 26
VIÐSKIPTI 26 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝR vefur á ensku um íslenskan skuldabréfamarkað, www.bonds.is, var opnaður af Geir H. Haarde fjármálaráðherra í gær. Vefnum er ætlað að veita fjárfestum aðgang að upplýsingum um íslenskan skuldabréfamarkað og efnahags- mál. Á bak við vefinn standa stærstu útgefendur ríkisverðbréfa og öll fjármálafyrirtæki sem eru viðurkenndir viðskiptavakar á ríkisskuldabréfamarkaði sem og Verðbréfaþing Íslands. Vefurinn verður kynntur á næstu dögum fyrir erlendum bönkum, verð- bréfafyrirtækjum, fjárfestum og viðskiptafjölmiðlum. Aðalmarkmið vefjarins er, sam- kvæmt fréttatilkynningu, að auð- velda aðgang erlendra fjárfesta að upplýsingum um íslenska skulda- bréfamarkaðinn. Erlendir fjárfestar hafa ekki verið virkir á íslenskum verðbréfamarkaði til þessa þótt áhugi hafi verið að aukast hratt upp á síðkastið. Ein af meginforsendum fyrir aukinni þátttöku erlendra fjárfesta er að upplýsingar af mark- aðnum séu þeim jafnaðgengilegar og innlendum fjárfestum. „Nýjar forsendur hafa skapast á íslensk- um verðbréfamarkaði sem auka áhuga erlendra aðila á íslenska markaðnum og hafa mikilvægar umbætur verið gerðar á umgjörð markaðarins að undanförnu. Þar má sérstaklega nefna tilkomu No- rex, samstarfs Verðbréfaþings Ís- lands við kauphallir á Norðurlönd- um, rafræna skráningu verðbréfa hjá Verðbréfaskráningu Íslands, endurskipulagningu markflokka ríkisverðbréfa og stækkun flokka í húsbréfakerfinu, auk þess sem op- inberir aðilar og fjármálafyrirtæki hafa á undanförnum árum lagt sitt af mörkum til að hraða þroska markaðarins og kynna hann fyrir erlendum fjárfestum,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Að baki www.bonds.is standa Lánasýsla ríkisins, Íbúðalánasjóð- ur og viðskiptavakar á skulda- bréfamarkaði, það er Búnaðar- banki Íslands, Landsbanki Íslands, Íslandsbanki-FBA, Kaupþing, Sparisjóðabankinn og Verðbréfa- þing Íslands. Aðgangur erlendra fjárfesta auðveldaður Morgunblaðið/Ásdís Geir H. Haarde fjármálaráðherra opnaði www.bonds.is í gær. VEFMIÐLARNIR visir.is og leit.is verða ekki með í mæl- ingu á notkun vefmiðla, sem Verslunarráð Íslands og Mod- ernus ehf. standa fyrir og birt verður í fyrsta skipti í dag. Alls taka 14 vefir þátt í þess- ari fyrstu reglubundnu mæl- ingu, en það eru: mbl.is, form- .is, hugi.is, simaskra.is, strik.is, femin.is, torg.is, net- doktor.is, formula1.is, althingi- .is, ruv.is, ha.is, rsk.is og skja- varp.is. Jens P. Jensen, fram- kvæmdastjóri Modernus ehf., segir að þetta verkefni hafi verið í undirbúningi í rúma 14 mánuði. Prufumælingar á hin- um ýmsu þáttum er snerta notkun þátttakenda hafi staðið yfir frá því í desember síðast- liðnum og vel hafi verið vand- að til verka. Birtur verður listi yfir helstu stærðirnar í mælingun- um á þriðjudögum á slóðinni www.chamber.is. 14 vef- miðlar í reglu- bundinni mælingu Áfram erf- iðar rekstr- arhorfur í rækjuvinnslu Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. TAP Fiskiðjusamlags Húsa- víkur hf. fyrir reikningstíma- bilið 1. september 2000 til 28. febrúar 2001 nam 39,6 millj- ónum króna, samanborið við 36,3 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið áður. Velta félagsins nam 937 milljónum á tímabilinu en 1.104 milljónum árið áður. Þá lækkaði hagn- aður fyrir fjármagnsliði milli ára úr 64,9 milljónum í 41,1 milljón. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 80,7 milljónir samanborið við 10,1 milljón ár- ið áður. Eignir samkvæmt efnahags- reikningi lækkuðu milli ára úr 1.565 milljónum króna í 1.403 milljónir. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 25,0% í 25,5% en veltufjárhlutfall lækkaði úr 0,8 í 0,7. Í tilkynningu frá félaginu segir að gert sé ráð fyrir áframhaldandi erfiðum rekstr- arhorfum í rækjuvinnslu og að dregið hafi verið úr vinnslu í eina vakt frá og með 1. mars 2001. Sjómannaverkfall skapi einnig óvissu í nánustu fram- tíð, auk þess sem hráefnisverð sé almennt hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.