Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN 60 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Viljum bæta við sjálfboðaliðum! Um er að ræða 6—10 tíma á mánuði eða 1—2 tíma á viku. Ýmis verkefni fyrir fólk á öllum aldri, s.s. sölubúðir og bókasöfn á sjúkrahúsum, heimsóknir o.fl. Með sjálfboðaliðastarfi gefst tækifæri til að:  Láta gott af sér leiða.  Bæta við reynslu og þekkingu.  Vera í góðum félagsskap. Upplýsingar veitir Huldís hjá Sjálfboðamiðlun R-RKÍ. Sími 551 8800. ÞAÐ er gleðilegt þegar réttmæt mót- mæli bera árangur. Handfærabátar sem róa frá Arnarstapa geta nú horft fram á sumarvertíð sína með ánægjulegri hætti en á horfðist í vetur, þegar sjávarútvegs- ráðuneytið hafði breytt reglugerð um þorskfiskveiðar og leyft netalagnir allt árið á einu aðalveiði- svæði þessara báta. Vegna réttmætra mótmæla þessara handfærabátaeigenda varð sjávar- útvegsráðuneytið við beiðni þeirra að hluta til og stytti tíma neta- lagna á svæðinu, þannig að net mega ekki vera þarna nema frá 15. sept. til 1. apr- íl. Þessi lausn dregur úr þeim leiðindum sem annars voru í uppsiglingu. Hitt er svo annað mál hvort rétt var að hreyfa við þessari fiskverndunarlínu, sem hefur verndað hrygningarþorsk í 25 ár. Þegar sjávarút- vegsráðherra felldi mikilvægasta fisk- verndunartækið úr gildi í ár, þ.e.a.s. hrygningarstopp- ið, kemur í ljós að einu svæðin á öllu landgrunni Íslands, þar sem hrygning getur farið áfallalaust fram, er innan þessara 25 ára fisk- verndunarlína í Faxaflóa og á Breiðafirði. Konný Breiðfjörð Leifsdóttir Höfundur er trillukona. Fiskveiðistjórn Þessi lausn, segir Konný Breiðfjörð Leifsdóttir, dregur úr leiðindum sem annars voru í uppsiglingu. Réttmæt mótmæli bera árangur Tónlistarskólar í landinu eru um níutíu og fjöldinn allur af góðu tónlistarfólki starfar um allt land. Ég hef starfað við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar við söng- kennslu frá árinu 1987 og sem skólastjóri frá árinu 1991. Hér er mikill tónlistaráhugi og við höfum á að skipa mjög færu tón- listarfólki og er það mjög mikilvægt fyrir héraðið að halda í þetta góða fólk. Frá því að ég tók við skólastjórastöðunni hefur nem- endafjöldi margfaldast og það er ljóst að það er mikill áhugi fyrir tónlistarnámi. Í vetur stunda 267 nemendur tónlistarnám við Tónlist- arskóla Borgarfjarðar og margir sem ekki komast að og eru á bið- listum. Sveitarfélög hér í Borgarfirðinum sem standa að rekstri Tónlistar- skóla Borgarfjarðar eru mjög já- kvæð í garð tónlistarskólans og hafa tekið vel í þær óskir sem kenn- arar hafa borið fram. Kennarar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar eru ánægðir með hve sveitarfélögin eru jákvæð í þeirra garð. Það er ekki þar með sagt að laun tónlistarkennara í landinu séu sæm- andi. Að mínu mati þyrfti einnig að endurskoða laun skólastjóra og er ljóst að þar verður breyting til batnaðar að eiga sér stað. Hér í Borgarfjarðarhéraði eru þrír blandaðir kórar, karlakór, kvennakór og barnakórar, fyrir ut- an alla kirkjukórana. Þessum kór- um stjórna í flestum tilfellum kenn- arar tónlistarskólans. Ef þeirra nyti ekki við er víst að kórastarf væri ekki svo blómlegt sem raun ber vitni. Ég geri ráð fyrir að um 400 manns syngi í kór í héraðinu, þar er m.a. fólk sem hefur stundað söng- nám við tónlistarskólann og annað tónlistarnám og er mikill stuðning- ur fyrir kórana að hafa tónlistar- menntað fólk innanum. Nú hef ég tekið dæmi frá mínum heimaslóðum, þar sem ég þekki best til, en veit jafnframt að þetta er svipað á flestum stöðum. Að vísu er aðstaða tónlistarskólanna mjög misjöfn frá skóla til skóla. Mjög margir einstaklingar stunda tónlistarnám í tónlistarskól- um um allt land þannig að greini- lega er þörfin fyrir tónlistarkennara og tónlistarskóla mikil. Þar sem ég þekki til eru allir tónlistarskól- ar yfirfullir og þróunin hefur verið á þessa leið síðustu árin. Þetta hlýtur að segja okkur eitthvað um nauðsyn tónlistarkennara. Það er alveg víst að tónlistarskólar eru komnir til að vera, tón- list er nauðsynlegur þáttur í uppeldi og lífi mjög margra. Á mannamótum er tón- listarflutningur stór þáttur. Það er svo margt sem byggist á að hafa tónlistarkennara á hverjum stað. Góður tónlistarskóli skipaður hæfum tónlistarkennurum er skrautfjöður fyrir hvert hérað og án tónlistarinnar og menningar værum við fátæk. Víða um land eru tónlistarskólar þungamiðja menn- ingar og lista. Efling menningar- starfs og auknar kröfur um gæði kennslu kallar á bætt launakjör tónlistarkennara. Þar sem er gott tónlistarfólk; góðir tónlistarkennarar, er víst að margir vilja fá að nýta sér þekkingu þeirra. Þetta fólk smitar út frá sér og vekur áhuga hjá almenningi um að læra og njóta tónlistar. Flestir tónlistarkennarar eiga að baki langt og kostnaðarsamt nám bæði innan- lands og utan og hafa sérþekkingu í sínu fagi. Við megum ekki missa okkar góða tónlistarfólk í önnur störf vegna launanna. Nú eru samningarviðræður að fara aftur af stað og því langar mig að segja: Það verður að tryggja okkur tónlistarkennurum mann- sæmandi laun í framtíðinni. Tónlist er ómissandi og tónlistarkennarar eru því nauðsynlegir alls staðar. Tónlistin er ómissandi Theodóra Þorsteinsdóttir Kjör Það verður að tryggja okkur tónlistarkenn- urum, segir Theodóra Þorsteinsdóttir, mannsæmandi laun í framtíðinni. Höfundur er söngkennari og skólastjóri. BJÖRN úr Mörk eða Björn Kaðalsson að baki Kára er minn- isstæð persóna úr Brennunjálssögu. Sig- urður Nordal hefur skrifað stutta lýsingu á honum – Mannlýs- ingar I. bls. 312. Þar lýsir hann Birni sem grobbnum kotkarli, en jafnframt ráðagóð- um og slungnum. Fyrirmynd Bjarnar hefur líkast til lifað undir lok fyrstu þú- saldar og orðið kunn- ur fyrir sjálfshólið, grobbið og drýldnina. Síðar ganga af honum sögur þar til hann sprettur fram úr kálfsskinn- inu sem Brennunjálssaga var rituð á og hefur síðan verið kátleg smá- persóna úr þeirri bók, grobbinn, slunginn og einstaklega gefinn fyr- ir það að vera hlutgengur meðal sér fremri manna, hetja og ein- staklega ráðagóður. Að vera talinn með köppum á vígaöld var keppi- kefli þessa Bjarnar Kaðalssonar, hann virðist ekki hafa tekið eftir því að kapparnir hlógu að honum, hann var jafnan að baki þeirra í vígaferlum. Stundum gat hann þó komið að gagni og hlaut tilskildar þakkir og viðurkenningu Kára. Höfundur Njálu flokkar þessa persónu sam- kvæmt stéttamati þeirra tíða, hann var afkomandi þræla og leysingja, en kallgreyið var ekki verri fyrir það. Höfuðeinkenni þessarar persónu Njálu, er grobbið, laundrýldnin og viðurkenningar-þorstinn og að vera talinn hlutgengur. Senurnar með Björn úr Mörk að baki Kára eru skemmtilegar og líklega dagsannar. Í lok annarrar þúsaldar hefur senunni verið stolið af Birni úr Mörk, eins og sagt er á leikhús- máli, og þar fer í hans fótspor ut- anríkisráðherra Íslands. Sviðið er annað, þátttaka utanríkisráðherra sem fulltrúa Íslands í utanríkis- málum og samskiptum Íslendinga í samþjóðlegum stofnunum og bandalögum og tengsli Íslands – diplomatisk tengsl – við ýmsar þjóðir. Sendiherraskipti er mikið áhugamál utanríkisráðherra og virðist hann telja að hlutur Íslend- inga sé svo þýðingarmikill og muni jafnvel skipta sköpum í alþjóða- málum og að hagsmuni okkar verði að tryggja sem allra víðast og aðstoð með stofnun sendiráða í sem flestum löndum og er borið við viðskiptum eink- um með fiskafurðir. Það mætti halda að auðvelt væri að selja fiskafurðir til flestra ríkja, án þess að skipa ambassador í sömu ríkjum. Það virðist hafa farið framhjá þessum embættis- manni að viðskipta- heimurinn notast mjög við fjarkskipta- tækni og þarf ekki að ausa fjármunum í ein- hverskonar punt- sendiráð. Þróunar- hjálp kemur hér einn- ig við sögu. Eins og kunnugt er eru Íslendingar þjóða naumastir í útlátum til hinna svo- nefndu þróunarríkja, en jafnframt eru útlátin vel auglýst og þar kem- ur þessi embættismaður gjarnan til sögunnar. Það er einnig algjör óþarfi að koma upp sendiráði í Mósambik til þess m.a. að afhenda þessar naumu sporslur sem við látum þróunarríkjum í té. Síðasta afrek utanríkisráðherra í sendiráðsmálum var að stofna sendiráð í Mósambik og skipa þar ambassador dyggan nefndarmann úr röðum flokksbræðra sinna, fyrrverandi langtímaformann hringormanefndar. Sendiráðs- stofnun í Tókýó er dýrasta fram- kvæmd þessa ráðuneytis í sendi- herra- og sendiráðapólitík formanns Framsóknarflokksins. Þessi sendiráðspólitík sýnist vera auglýsingastefna og er ætlað það hlutverk að leita eftir viðurkenn- ingum og athygli, án brýnna nauð- synja. Síðasta tillaga utanríkisráðherra í Evrópumálum var að koma hér upp „friðargæsluliði“ og skyldi verja til undirbúnings og þjálfunar hálfum milljarði og öðrum hálfum innan skamms. Lið þetta skal síð- an taka þátt í friðargæslu þar sem þess telst þörf í samfloti við evr- ópskt friðargæslulið. Utanríkisráð- herra virðist ekki átta sig á hvað friðargæslulið er. Það er valið lið úr þrautþjálfuðum herjum Evr- ópuþjóða. Til þess að koma upp slíkum íslenskum her þarf meira en milljarð og auk þess langa her- skólagöngu og mikla þjálfun. Það duga engin námskeið. Það var rek- inn upp hæðnishlátur þegar tillaga var gerð um „íslenskt varnarlið“. Og mætti ætla að slíkt lið myndi ekki kosta í þjálfun brot af því sem „friðargæslulið“ utanríkisráðherra myndi kosta íslenska skattborg- ara. Ef til vill er bak við þessa tillögu formanns Framsóknarflokksins sú hugsun, að með slíkt lið myndi vegur hans sem utanríkisráðherra aukast til muna meðal þeirra ein- staklinga sem hann hefur löngum verið að berjast fyrir að jafnast á við, vera hlutgengari sem hermála- eða varnarmálaráðherra Íslands. Hann virðist ekki átta sig á þeirri staðreynd að hversu mörg ný sendiráð sem hann kemur upp, hversu margar masræður hann flytur á alþjóðaráðstefnum og hversu glæsilegri hermannasveit hann hefur yfir að ráða, að það verða fáir til þess að taka þessa átakanlegu tilburði alvarlega. Í síustu viku aprílmánaðar kom út tilkynning frá utanríkisráðu- neytinu um að norski utanríkisráð- herrann yrði staddur á Keflavík- urflugvelli á næstunni og að þar yrði fundur með þeim íslenska. Og sá íslenski bætti við að hann ætl- aði að verja máls á því að frið- argæsluliðið yrði sent til Gaza- svæðisins til að skilja stríðandi fylkingar. Svo virtist sem utanrík- isráðherra hefði grundað þetta vandamál vel og lengi og teldi sig hafa fundið lokalausn á vanda- málinu. Umræður í þessum dúr hafa undanfarna tvo áratugi skotið upp kollinum, en taldar þýðing- arlausar. Þetta er samt sem áður þýðingarmikil tillaga og því verður að ræða málið við norskan kollega. Utanríkisráðherra hefur iðkað nokkuð að „sitja fyrir“ kollegum sínum á Keflavíkurflugvelli þegar þeir eiga leið milli álfna og ræða við þá heimsmálin svo þeir getið notið hinnar diplómatísku reynslu íslenska utanríkisráðherrans og um leið gerir hann sig gildandi og hlutgengan jafningja annarra ut- anríkisráðherra, minnsta kosti í eigin augum. Allt er þetta sjón- arspil byggt á viðurkenningarþörf Björns úr Mörk að baki Kára, að- hlátursefni margra kynslóða. „Björn úr Mörk að baki Kára“ Siglaugur Brynleifsson Umverfismál Senurnar með Björn úr Mörk að baki Kára, segir Siglaugur Brynleifsson, eru skemmtilegar og líklega dagsannar. Höfundur er rithöfundur. Allt fyrir gluggann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.