Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 23 “ Búðardal - Á sumardaginn fyrsta var haldið upp á 75 ára afmæli Kvennabrekkukirkju en hún átti reyndar það afmæli í maí á síðastliðnu ári, en það var svo mikið um að vera í Döl- um að það var ákveðið að halda ekki upp á það fyrr en núna svo að það myndi ekki falla í skuggann af öllu því sem um var að vera á síðastliðnu ári. Fyrstu heimildir um kirkju á þessum stað eru frá 13. öld. Þar var Maríukirkja og Jóns (Jóhannesar) postula. Sam- kvæmt Jarðabók Dalasýslu frá 1731 var embættað að Kvenna- brekku annan hvern helgan dag en er nú um það bil átt- unda hvern. Árni handritasafnari fæddur á Kvennabrekku Gamla kirkjan á Kvenna- brekku var lögð af og önnur reist á Sauðafelli 19. maí 1876. Með stjórnarbréfi 15/9 1919 var Sauðafellskirkja flutt að Kvennabrekku. Það er, kirkj- an á Sauðafelli var rifin og gef- ið leyfi til að ný yrði byggð á Kvennabrekku undir Náhlíð. Olli þessi ákvörðun miklum deilum innan safnaðarins en nú ríkir friður og sátt. Þess má geta að Árni Magnússon, handritasafnari og prestsson- ur, var fæddur á Kvenna- brekku. Kirkjugestir fylltu kirkjuna og ríkti ánægja með hvað margir komu til að halda upp á daginn enda var veðrið líka eins og best er hægt að hugsa sér, sól og blíða. Það má með sanni segja að sumarið hafi komið í Dalina á sumar- daginn fyrsta. Um guðsþjón- ustuna sáu sr. Óskar Ingi Ingason staðarprestur og sr. Ingiberg J. Hannesson pró- fastur, sem predikaði. Heið- ursgestur var frú Ingibjörg Sigurðardóttir, ekkja séra Eggerts Ólafssonar sem var síðasti prestur er bjó á Kvennabrekku, en nú er prest- setrið í Búðardal. Eftir guðs- þjónustuna bauð sóknarnefnd- in upp á kaffi í félagsheimilinu Árbliki. Hjarðarholts- prestakall Kvenna- brekku- kirkja 75 ára Flateyri - Hingað til hefur golf- kennsla ekki verið áberandi í hefðbundinni íþróttakennslu grunnskóla. Þó mun golfið vera sú íþróttagrein á Íslandi sem lað- að hefur til sín flesta iðkendur á síðustu árum og er golfsam- bandið nú annað stærsta sam- bandið innan íþróttahreyfing- arinnar. Ekkert samræmi er þó á milli fjölda golfiðkenda og vægi íþróttagreinarinnar í leikfimi- kennslu grunnskólanna. Af því tilefni hefur Golfsamband Íslands nú ráðist í það mikla verkefni að innleiða golfið í almenna íþróttakennslu á Íslandi með útgáfu á kennsluefni í skóla- golfi. Á dögunum lögðu Sparisjóð- ir viðkomandi staða á Vest- fjörðum og fiskvinnslan Ís- landssaga svo sín lóð á vogarskálarnar til að af kennslunni geti orðið með því að gefa grunnskólunum í Súðavík, Önundarfirði, Suður- eyri og Þingeyri æfingasett í skólagolfi. Golfsettin og meðfylgjandi kennsluefni er sérútbúið fyrir innanhússkennslu en einnig er gert ráð fyrir að æfingar fari fram á nærliggjandi túnum í nágrenni skólanna þegar farið er að vora. Skólagolf á Vest- fjörðum Fulltrúar Sparisjóðanna, fiskvinnslunnar Íslandssögu, Golfsambands Ís- lands og grunnskólanna í Súðavík, Önundarfirði, Suðureyri og Þingeyri hittust á veitingahúsinu Vagninum á Flateyri. Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.