Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhann Jóhanns-son fæddist á Ísafirði 8. ágúst 1919. Hann lést á Seyðisfirði 24. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Salome Gísla- dóttir, f. 27. nóvem- ber 1886 í Ármúla, Nauteyrarhreppi, N- Ís., húsfreyja í Bol- ungarvík og á Ísa- firði, d. 17. apríl 1920 á Ísafirði, og Jóhann Jónsson Ey- firðingur, f. 26. apríl 1877 að Hofi í Svarfaðardal, Eyjaf., skipstjóri og síðar kaup- maður á Ísafirði, d. 20. október 1959. Systkini Jóhanns voru Þor- valdur, f. 1909, d. sama ár, Ragn- ar, f. 5. febrúar 1911, Unnur, f. 16. júní 1912, d. 5. maí 1979, Aðal- steinn, f. 6. ágúst 1913, d. 12. júlí 1998, Guðrún Þórdís, f. 27. ágúst 1914, d. 11. janúar 1990, og Sig- urlaug Kristín, f. 17. janúar 1917. Á fimmta ári fór Jóhann í fóstur hanns eru: 1) Sveinbjörn Orri, f. 1. ágúst 1956, maki Hanna Þórey Níelsdóttir. 2) Óttarr Magni, f. 25. júní 1957, maki Þorgerður Mattía Kristiansen. 2) Ásta Sif, f. 25. júní 1957, maki Jóhannes Bragi Gísla- son. 3) Óskírð dóttir, f. 23. des- ember 1958, dáin 22. janúar 1959. 4) Heiðbjört Dröfn, f. 20. júní 1960, maki Gísli Jónsson. 5) Hel- ena Mjöll, f. 20. júní 1960, maki Hans Unnþór Ólason. Dóttir Ingu Hrefnu er Árdís Björg Ísleifsdótt- ir, f. 24. ágúst 1951, maki Stefán Þór Herbertsson. Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin 3. Jóhann stundaði ýmis störf framan af ævinni en lengst af sjó- mennsku, en haustið 1968 réðst hann kennari við Barna- og gagn- fræðaskóla Seyðisfjarðar þar til hann lét af störfum vegna aldurs, en hélt þó áfram kennslu sem stundakennari um nokkurra ára skeið við skólann. Einnig fékkst hann um tíma við fullorðins- fræðslu á vegum skólans. Jóhann var alla tíð mjög áhugasamur um bæjar- og landsmálapólitík og tók virkan þátt í bæjarmálum á Seyð- isfirði. Útför hans verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju á morgun, miðvikudaginn 2. maí, og hefst at- höfnin klukkan 14. til hjónanna Jónu og Jóns H. Fjalldal á Melgraseyri við Ísa- fjarðardjúp. Fóstur- systkini Jóhanns voru Halldór Fjalldal og Gerður Fjalldal, sem bæði eru látin. Auk hans tóku fósturfor- eldrar hans mörg börn til fósturs um lengri og skemmri tíma. Fyrri kona Jó- hanns var Elfriede Hartvick frá Lübeck í Þýskalandi, barn þeirra er Jóhann Wolfgang, f. 23. júní 1950. Eftirlif- andi eiginkona Jóhanns er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, f. 2. janúar 1932 á Seyðisfirði, hús- móðir og starfar á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Foreldrar hennar eru Guðrún Ásta Sveinbjörnsdóttir, f. 31. október 1911 á Seyðisfirði, og Sveinbjörn Jón Hjálmarsson, f. 28. desember 1905 að Valabjörgum, Seyluhreppi, Skagafirði, d. 5. des- ember 1974. Börn Ingu og Jó- Það er erfitt að setjast niður og festa trega á blað, ekki síst þegar kveðja skal góðan vin hinstu kveðju. Jóhann Jóhannsson, tengdapabbi minn, var miklu meira en góður vin- ur, hann var einhver mesti hjartans höfðingi sem ég hef þekkt, fyrirmynd til orðs og æðis, viskubrunnur sem miðlaði reynslu, þekkingu og gæsku svo fátítt er. Undanfarna daga hefur skuggi hvílt yfir hjarta mínu, og doði í huga mér, en mig langar að fara nokkrum orðum um þann góða dreng sem verið hefur órjúfanlegur hluti af lífi mínu undanfarin rúm 20 ár. Mér er í fersku minni þegar ég sá hann fyrst, þegar ég kom ungur og ástfanginn maður austur á Seyðisfjörð, á leið yfir Fjarð- arheiði og þau hjónin voru að veiða í Heiðarvatni, líklega bara til að drepa tímann þangað til við birtumst, þá heilsaði hann mér með kossi. Mér fannst það dálítið undarlegt þá, en ég lærði fljótt að meta það, og hefur alla tíð síðan þótt ákaflega vænt um það. Og þannig var Jóhann, gekk hreint til verka, fyrst þetta var drengurinn sem dóttirin hafði valið, þá var pláss í hjarta hans og engar vífilengjur með það, og ævinlega heilsað og kvatt með kossi að gömlum góðum íslenskum sið. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast á útgerðina okkar eins og ég kall- aði það, en í upphafi kynna okkar átti Jóhann bát á þurru landi. Hann bauð mér að ef ég hjálpaði honum að koma bátnum á flot yrði ég þriðjaparts-eig- andi, þetta var tekið á orðinu og næsta páskafrí fór í trillusmíði „úti á Borgum“, gömlu síldarplani, og sum- arið eftir fór Garðar NS 94 á flot. Honum leiddist ekki, kominn í bláa samfestinginn með sixpensarann á höfðinu, brunandi út spegilsléttan Seyðisfjörð á leið „undir bjargið“ eða út undir Gletting til handfæraveiða, þetta átti nú við minn mann. Ekki vildi hann rafmagnsrúllur, „nei, mað- ur verður að finna fyrir þeim gula og verða þreyttur“, sagði hann og lagði áherslu á orð sín. Þeir Garðar áttu saman mörg góð sumur og voru ekki bara maður og bátur, þeir voru félag- ar. Til marks um það ákvað Jóhann að þegar tími bátsins var kominn skyldi hann ekki grotna niður undir húsvegg, heldur brenndur á nýárs- brennu og enda þannig lífdaga sína með reisn. Þannig fór líka seinni félaginn úr því tvíeykinu, engin bana- lega, ekki ósjálfbjarga undir húsvegg, heldur með sömu reisn og í gegnum lífið, og ég veit að það vildi hann helst. Í upphafi kynna minna af tengdafjöl- skyldu minni furðaði ég mig stundum á þeirri takmarkalausu ást og virð- ingu sem þau systkin báru fyrir föður sínum, ég veit auðvitað nú að mað- urinn uppsker sem hann sáir, til síð- asta dags var Jóhann sá sem hægt var að leita til, með gleði og sorgir, fróðleik og visku, alltaf lagði hann sig allan fram um að leysa úr hvers manns vanda, leiðbeindi og skamm- aði ef þörf var á, hrósaði ef tilefni var til. Jóhann var stoltur maður, af gamla skólanum og mátti hvergi vamm sitt vita né aumt sjá, og það óð enginn yfir hann á skítugum skónum. Mér er minnisstætt eitt sinn er við sátum saman í góðu tómi á Hviids vinstue í þeirri kóngsins Kaupmanna- höfn að hjá okkur settist kona sem líf- ið hafði auðsjánlega ekki farið mild- um höndum um. Þjónninn gerði sig líklegan til að vísa konunni á dyr, en Jóhann stóð upp og leiddi þjóninn inn í næsta herbergi og benti honum á mynd af skáldinu Jóhanni Sigurjóns- syni sem hangir þar uppi á vegg, og sagði: „Þetta er frændi minn, konan frammi er gestur minn og hún fer ekki út frekar en ég, fyrr en það pass- ar okkur.“ Þjónninn koðnaði niður við þennan myndugleika og lét okkur af- skiptalaus það sem eftir var. Annað gott dæmi um viðmót tengdaföður míns var eftir notalega kvöldstund sem við höfðum átt saman, og vorum að ganga til náða þegar hann sá til mín þar sem ég hafði hent betri bux- unum mínum frekar kæruleysislega á stól, og sagði: „Sá sem ekki kemur buxunum sínum í brot ætti að hugsa sinn gang.“ Þetta var minn elskulegi tengdapabbi í hnotskurn, snyrti- mennskan í fyrirrúmi og engin mis- kunn með það, hvað sem tautaði og raulaði. Ég er þakklátur fyrir að börnin okkar Helenu fengu að njóta afa Jó- hanns svo lengi sem raun varð, og vona að þau varðveiti í hjarta sínu minninguna um þennan mann, manninn sem alltaf hringdi á afmæl- isdaginn þeirra, þrátt fyrir að hafa líka sent með póstinum glaðning og kort með ósk um hamingju og Guðs blessun. Við eigum í fórum okkar sendibréf frá meira en tuttugu ára tímabili, þrjár, fjórar, og jafnvel fimm þéttskrifaðar síður með hans persónulega stíl, veðurlýsingum og fréttum af gæftum og mannlífi, í raun alveg einstök heimild um lífið á Seyðisfirði síðastliðin 20 ár og skóla- bókardæmi um hvernig góð sendi- bréf eru, hlý, einlæg og uppbyggj- andi. Í seinni tíð fækkaði sendibréfunum og síminn leysti þau af hólmi. Hann hringdi nær daglega, bara rétt að heyra í okkur, fyrst spurði hann um barnabörnin, svo kom stutt spjall um boltann og aðrar íþróttir, svo kom kafli um þjóðmálin og það sem þar var efst á baugi, og ævinlega skein í gegn umhyggja hans fyrir lítilmagnanum, en síðasta símtalið okkar varði á annan klukku- tíma, við röbbuðum saman um heima og geima og gleymdum alveg tíman- um, sem aldrei gerðist. Ég kýs að trúa því að þetta hafi ekki bara verið tilviljun. Ég er þakklátur fyrir við- kynningu okkar sem ég mun varð- veita í hjarta mínu og bið góðan Guð fyrir minningu tengdaföður míns, Jóhanns Jóhannssonar. Hans Unnþór Ólason. Á morgun kveð ég hinsta sinni tengdaföður minn, Jóhann Jóhanns- son kennara frá Seyðisfirði. Hugur minn staldrar víða við þegar minning- arnar hellast yfir mig. Ég veit ekki hvar á að bera niður því að af svo mörgu er að taka. Um leið og ég velti fyrir mér hvað ég eigi að setja á blað er mér ofarlega í huga að Jóhann hefði aldrei viljað heyra, eða sjá skrif- aðar, um sig lofrullur að sér gengnum og þar sem mig grunar að hann komi til með að kíkja eftir okkur ætla ég ekki að brjóta mikið gegn vilja hans í þessum skrifuðum orðum. Jóhann var mér mjög kær og tók mér hressi- lega og fagnandi, ásamt Ingu Hrefnu, eftirlifandi eiginkonu hans, þegar ég kom inn í fjölskyldu þeirra. Jóhann hafði alltaf mikið samband við mig, Óttar son sinn og dætur okkar, hann fylgdist reyndar með öllum börnun- um sínum og fjölskyldum þeirra nán- ast frá degi til dags, það skipti hann miklu máli að halda góðum og stöð- ugum tengslum við alla fjölskylduna sína. Tengdapabbi heimsótti okkur reglulega þegar við bjuggum á Seyð- isfirði um fjögurra ára skeið og síðan hafði hann ýmist símasamband eða skrifaði okkur bréf eftir að lengra varð á milli okkar. Það er ekki langt síðan ég heyrði í honum, hressum og kátum, hann þurfti að heyra mitt álit á pólitískum viðburðum og ýmsum dægurmálum og það var alveg ljóst að hann fylgdist vel með öllum mál- efnum líðandi stundar. Hann mat æv- inlega skoðanir mínar mikils og virti þær og þótti gaman að rökræða við mig þegar okkur greindi á. Honum þótti líka mikið til koma þegar ég fet- aði skamma stund í fótspor hans og kenndi tvo vetur við Seyðisfjarðar- skóla. Mér er minnistætt hversu glæsilegur Jóhann var og virðulegur alla tíð, hann var alltaf svolítið pjatt- aður, því honum var svo sannarlega ekki sama hvernig hann kom fyrir og hverju hann klæddist. Ég gleðst í sorginni yfir því að allt til hinstu stundar hélt hann sínum glæsileika og þessu virðulega yfirbragði. Hann var að vísu nýhættur að hlaupa á fjöll í rjúpnaveiði, en var ennþá fullfrískur í bæjarröltinu og naut útivistar fram á hinstu stund, glæsilegur á velli. Jó- hann tengdapabbi mun lifa í minn- ingu minni og allra sem honum kynntust – því þar var á ferð merki- legur maður, fróður og vel lesinn, sem gaf mikið af sér. Inga Hrefna, ég votta þér og fjölskyldunni allri inni- lega samúð mína á þessari erfiðu stund. Ég trúi að tíminn nái að deyfa sársaukann og að söknuðurinn muni smám saman víkja fyrir gleði yfir því að eftir gott líf kvaddi Jóhann þennan heim með þeirri sömu reisn og hafði ávallt einkennt líf hans. Kveðja, Þorgerður. Ég kveð með söknuði kæran tengdaföður og vin. Ég sakna þess að fá ekki oftar tækifæri til að heyra skoðanir hans á þjóðmálunum og mörgu öðru sem vakti áhuga hans. Símtölin austur gátu dregist á langinn því víða var borið niður. Hann var vel að sér um margt og tíminn leið hratt við spjall um pólitík og margt fleira, svo sem enska boltann. Jóhann hafði sterka réttlætiskennd og fátt var honum óviðkomandi. Margar góðar stundir áttum við Heiðbjört hjá honum og Ingu Hrefnu konu hans á Gilsbakkanum og einnig hér á Hávallagötunni, oft var tekið í spil og málin rædd í góðu tómi. Hvort sem við fórum í róður á Garðari, sem hann átti á sínum tíma, skutum gæs eða renndum færi fyrir silung var hann alltaf góður félagi sem gott var að umgangast. Hann bar aldurinn vel, var grannur og kvikur í hreyfingum og hélt sér í formi með göngu og útivist. Því hefði maður haldið, þó árin væru þetta mörg að þau yrðu fleiri en raunin varð. Það var áfall að heyra að hann væri dáinn og sorg okkar sem eftir lif- um, þekktum hann og unnum honum er mikil. En minningin um góðan mann lifir. Sá guð, sem skóp oss ábyrgð vits og vilja, hann virðir trúar þor, að sanna og skilja. Vér sandkorn stjörnuhafs, í litlu hverfi, oss heimtum ljós að svipta dul og gervi. Vor andi, er vóg og mældi himinhjólin, á hæðum varir, þegar slokknar sólin. Í eilífð drekkur sál vor Sunnu erfi. ((Einar Ben.) Gísli. Úti er þetta ævintýr. Yfir skuggum kvöldið býr. Vorsins glóð á dagsins vöngum dvín. Þögnin verður þung og löng þeim, sem unnu glöðum söng og trúað hafa sumarlangt á sól og vín. Ó, hve heitt ég unni þér – Allt hið bezta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem aldrei brást. (Tómas Guðmundsson.) Kæri mágur og góði vinur. Það er sárt að þurfa að kveðja þig. Einhvern veginn fannst mér að þú yrðir alltaf hér, þó svo að þú hafir stundum í gegnum tíðina talað um dauðann og sagðist vera tilbúinn að fara, þá vorum við hin ekki tilbúin að missa þig. Í þau skipti sem þú talaðir um dauðann við mig reyndi ég að breyta um umræðuefni, fyrir mér áttir þú að verða eilífur en auðvitað ert þú ekki eilífur frekar en aðrir. Minningin um þig verður eilíf! Það er huggun harmi gegn að þú fékkst að fara eins og þú vildir sjálfur og á fallegum vordegi heima á Seyðisfirði, firðinum sem var þér kær. Þú varst mjög lipur og góður penni og alltaf var jafn gaman að fá bréfin og kortin frá þér og Ingu systur. Þú varst ekki bara góður mágur og einstakur vinur, líka varstu mér sem besti faðir, ráðgjafi og börnunum mínum sem besti afi enda sagði Guð- rún, dóttir mín, ég átti engan afa nema hann frá því að ég fór að muna eftir mér. Fyrir að hafa verið afi barnanna minna verð ég þér ævin- lega þakklát. Þakka þér, elsku Jó- hann minn, fyrir alla þolinmæðina sem þú sýndir mér þegar ég var barn á sjúkrahúsi og þú komst með klíst- urbrjóstsykur og margt, margt fleira. Það eru margar góðar minningarnar sem ég á um okkar samskipti, þær geymi ég. Faðmlögin þín verða líka geymd svo og orðin sem þú sagðir með þeim „Lilla mín, elsku besta vinkona“ Guð- rún Ragna, Steini og börnin senda þér hinztu kveðju með þakklæti fyrir allt og allt, einnig biður Kjartan fyrir góðar kveðjur. Elsku Jóhann minn, ég kveð þig með söknuði og með sömu orðum og þú kvaddir mig alltaf. „Guð geymi þig, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar.“ Elsku Inga systir, Wolfy, Dísa, Orri, Ásta, Ótt- arr, Helena, Heiðbjört og fjölskyldur ykkar, ég votta ykkur innilega sam- úð. Ástrún Lilja. Elsku afi okkar, nú getum við ekk- ert sagt við þig, en við höfum þó svo margt ósagt. Þótt við horfum með eft- irsjá á allar þær stundir sem við hefð- um getað eytt saman brosum við þó að þeim sem við áttum. Þú varst sá eini þinnar tegundar, sérstakur í alla staði. Við munum samt ávallt muna hvernig þú varst, flottur í tauinu, spilamaður í hæsta gæðaflokki og alltaf með bláan ópalpakka á reiðum höndum. Við kveðjum þig með sökn- uði í hjarta en eitt er þó víst, að þú varst einn allra besti afi í heimi og verður það ætíð í hugum okkar. Kominn að kveldi er nú dagur, flýgur fuglinn fagur upp til himnastranda hefur á milli sinna handa kveðju frá mér til þín. Líður að nóttu og tíminn líður, þeysir yfir grundir fákurinn fríður upp til himnastranda hefur á meðal sinna handa kveðju frá mér til þín. Líður að nóttu dagur í gerðum, fagur fiskur á sínum ferðum upp til himnastranda hefur á meðal sinna handa kveðju frá mér til þín. Fljúgðu fugl og þeystu fákur, syntu fiskur hratt, Haldið ykkar leið upp til himnastranda hafið á milli ykkar handa kveðju frá mér til hans. (L.D.H.) Guð geymi þig, ástarkveðjur. Heiðrún, Steinunn, Signý, Hild- ur, Jóhann, Karen og Lovísa. Þriðjudagurinn 24. apríl sl. var bjartur og fagur, og farið að heyrast í stöku vorboða. En dag skal að kveldi lofa. Þau sorglegu tíðindi bárust okk- ur á Garðarsvegi 6, að mágur minn, Jóhann Jóhannsson kennari, hefði brottkallast með snöggum hætti síðla þennan bjarta dag. Við fréttir sem þessar syrtir ávalt í sálum þeirra sem kveðja þurfa nána aðstandendur án fyrirvara. Staðreyndin er sú, að sjaldnast eru menn tilbúnir til þess, því oft á þá margt eftir að segja og gera. Þannig háttar nú til hjá okkur sem tengdumst Jóhanni. Ég hygg að ekkert fararsnið hafi verið á honum héðan og yfir í aðra tilveru, er það kall kom skyndilega þegar hann var á sinni heilsubótargöngu á veginum undir hlíðum Bjólfs. En einhvers staðar stendur: Eigi má sköpum renna. Kynni Jóhanns og fjölskyldu minn- ar hófust árið 1956, þegar hann tók sér fyrir konu systur mína Ingu Hrefnu og stofnaði til fjölskyldu með henni. Þeirra sambúð hefur því staðið í 45 ár, sem er allt of skammur tími sé litið til eilífðarinnar. Mega þó margir sætta sig við minna. Börn þeirra urðu sex, tveir drengir og þrjár stúlkur, sem upp komust og eiga sínar fjöl- skyldur, og eina stúlku misstu þau er hún var í frumbernsku. Fyrir átti Jó- hann einn son. Á lífgöngu sinni lagði Jóhann gjörva hönd á margt. Stundaði sjó um árabil, almenna verkamannavinnu, og síðast kennslu um áraraðir, allt frá árinu 1968 til 1992. Eftir að hann hóf störf við kennslu eignaðist hann trill- una sína, sem bar nafnið Garðar, og naut þess að róa á henni og viðhalda með því tengslum sínum við hafið, sem ætíð átti hug hans. Orð fór af honum sem góðum kennara. Enda hafði hann brennandi áhuga á því starfi, og fórst það sérlega vel. Hann átti gott með að ná til nemenda sinna, þar sem hann umgekkst þá sem félaga. Sama er að segja um samband hans við sín eigin börn og annarra. Þau virti hann í allri umgengni, sem sjálfstæðar persónur með sjálfstæð- an vilja, en ekki eigur sem lytu aðeins geðþótta eigandans. Með því móti urðu þau félagar hans og vinir, sem leið vel í návist hans. Í fjölskyldum okkar Jóhanns ríkir mikil samstaða og ættrækni. Þess vegna hafa afmælis- og jólaboð verið í föstum skorðum innan stórfjölskyld- unnar allt frá byrjun. Oft var glatt á hjalla þegar málin voru krufin, í spurningaleikjum, og þegar tekið var í spil. Nætur voru þá fljótar að líða. JÓHANN JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.