Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN 62 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HINN 19. apríl birt- ist í Morgunblaðinu grein með heitinu „Skuggahverfið, borg- aryfirvöld og Þyrping hf.“ sem fjallaði um nýtt deiliskipulag á svæðinu milli Skúla- götu og Hverfisgötu og milli Klapparstígs og Frakkastígs. Þótt hús mitt við Hverfisgötu standi á eignarlóð utan við þennan reit hefur hún vakið upp hugleið- ingar um eignarrétt, skipulagsmál og hug- myndafræði R-listans. 101 Skuggahverfi Skuggahverfið dregur nafn sitt af tómthúsbýli sem reist var um 1800 á þeim stað þar sem nú eru gatnamót Skúlagötu og Klapparstígs. Eim- skipafélagið á stóra óbyggða lóð á þessu svæði og liggur hún neðan við Lindargötu allt frá Frakkastíg og langleiðina að Klapparstíg. Burðarás hf., fjárfestingarfélag Eimskipa- félagsins hefur nú ásamt Þyrpingu hf. stofnað byggingarfélagið „101 Skuggahverfi hf.“ með það að mark- miði að endurreisa Skuggahverfið og gera það að „grænni vin í miðborg- inni“. Þessir aðilar hafa nú í samráði við borgaryfirvöld kynnt tillögu er- lendra arkitekta að nýju íbúðarhverfi á svæði sem liggur milli Skúlagötu og Hverfisgötu og frá Klapparstíg að Frakkastíg. Endurbygging þessa hverfis er óneitanlega göfugt verk- efni en það sem vekur athygli er að í þessum tillögum er gert ráð fyrir að borgin leysi til sín fjölda lóða og fast- eigna á svæðinu ofan Lindargötu sem nú eru í einkaeign og endurselji þær síðan hinu nýja byggingarfélagi. Borgin hefur lagt þessar tillögur fram í formi deiliskipulags sem í raun merkir að borgaryfirvöld geta ef í harðbakka slær tekið viðkomandi lóðir eignarnámi til að koma þessu deiliskipulagi í framkvæmd. Þrátt fyrir að þetta nýja skipulag hafi ekki enn verið formlega staðfest af borgarstjórn hefur þegar verið ákveðið að hefja framkvæmdir á næsta ári. Eignarréttur og skipulagsmál Eins og öllum borg- arbúum er kunnugt var R-listinn stofnaður af samtökum vinstri- manna til höfuðs fyrrum borgarstjórnarmeiri- hluta Sjálfstæðisflokks- ins, en þann flokk hafa þeir fyrrnefndu jafnan sagt vera fulltrúa stóreignamanna. Samtökin hafa haldið á lofti mikil- vægi lýðræðislegra vinnubragða og rétti litla mannsins gagnvart hinum stóru. Framganga borgaryfirvalda í þessu máli hefur því valdið vonbrigð- um hjá þeim aðilum í Skuggahverfinu sem stutt hafa þessi samtök til valda í höfuðborginni. Skipulagsyfirvöld koma með tillögur sínar eins og þruma úr heiðskíru lofti og ætlast til að íbúar rými hús sín með stysta mögulega fyrirvara. Þessi fram- gangsmáti hlýtur að leiða til þess að íbúar á nærliggjandi svæðum hljóta að velta því fyrir sér hvort þessar framkvæmdir séu ekki bara byrjunin á enn frekari framkvæmdum þessara aðila í gamla bænum? Borgin á þegar fasteignir á nálægum svæðum og því er rökrétt að spyrja hvar munu skipulagsyfirvöld leggja til atlögu næst? Eignarlóð hefur hingað til ver- ið talin viss trygging fyrir þann sem hana á. Þetta virðist ekki hafa mikið vægi hjá núverandi stjórnendum borgarinnar þar sem þeir hafa nú for- göngu um það að eigendur fjölda lóða á þessu svæði láti þær af hendi til áð- urnefndra framkvæmdaraðila. Það er því ekki að undra þó sú spurning vakni meðal íbúa Skuggahverfisins hvort endaskipti hafi orðið á hug- myndafræði R-listans. Gildi eldri húsa Það eru velflestir í dag sammála um að gamla Torfan við Lækjargötu hafi menningarlegt gildi fyrir borg- ina, en það voru ekki allir á þeirri skoðun áður en þau hús voru endur- reist. Það er vissulega staðreynd að mörgum húsum í Skuggahverfinu hefur verið illa viðhaldið, en mig grunar þó að sum hver þeirra séu í eigu borgarinnar sem er því ábyrg fyrir slælegu viðhaldi þeirra. Á fyr- irhuguðu svæði áðurnefnds deili- skipulags milli Frakkastígs og Vatns- stígs, þar sem fyrirhugað er að reisa nýja verslunar- og þjónustumiðstöð, eru óumdeilanlega mörg hús í einka- eign, sem hefur verið vel við haldið og eru til prýði fyrir umhverfið. Þessum húsum mættu skipulagsyfirvöld gjarnan gefa meira rými með því að fjarlægja nærliggjandi steinbygging- ar (Vatnsstíg 10, Lindargötu 46–48 og Hverfisgötu 61B) svo þessi eldri hús fái að njóta sín betur. Að rífa eða flytja öll hús á þessum reit á kostnað nýtískulegra kassabygginga er for- kastanleg tillaga. Íbúar Skugga- hverfisins spyrja sig því í dag, hver eru viðhorf fulltrúa þeirra samtaka sem barist hafa fyrir varðveislu eldri húsa, er það skoðun þeirra að tillögur þessara erlendu ráðgjafa séu til hags- bóta fyrir Skuggahverfið? Í mínum huga er norðanverð hlið Hverfisgötu milli Vatnsstígs og Frakkastígs þess virði að hún verði varðveitt fyrir kom- andi kynslóðir. Að lokum vil ég hvetja borgaryf- irvöld til að flýta sér hægt varðandi framtíðarbyggð ofan við Lindargötu og vinna að því að skipuleggja hana í samráði við þá íbúa sem þar búa. Það er hægt að blanda saman gömlu og nýju svo vel fari og því á að leyfa sum- um þessara eldri húsa að standa áfram þar sem þau nú eru. Halldóra Sigurðardóttir Skipulag Það er hægt að blanda saman gömlu og nýju svo vel fari, segir Hall- dóra Sigurðardóttir, og því á að leyfa sumum þessara eldri húsa að standa áfram þar sem þau nú eru. Höfundur er íbúi við Hverfisgötu. Skuggahverfið – Nýtt deiliskipulag „ÞAÐ er ekki skyn- samlegt fyrir félags- hyggjufólk að láta af- stöðu til utanríkismála kljúfa raðir sínar,“ segir Jóhann Ársæls- son alþingismaður í Mbl. 12. apríl; með því skemmti það einungis skrattanum, semsé Sjálfstæðisflokknum. Hann nefnir sem dæmi hersetuna, Nató og Evrópusambandið. Við þetta er fyrst að athuga að flestir þeir sem andvígir eru vist Íslands í öllu fyrr- nefndu slagtogi líta fyrst og síðast á það sem sjálfstæðismál þótt vissu- lega séu það utanríkismál um leið. Sömu menn vita vel, að enda þótt herinn sé hér enn, þá olli hin harð- snúna andstaða á sjötta og sjöunda áratugnum því að hann varð frekar meinlaus. Jafnvel þjóðhollir herstöðvasinnar notfærðu sér þessa andstöðu í samningum við stórveld- ið eins og vel kemur fram í bók Vals Ingimundarsonar, Í eldlínu kalda stríðsins. Merkustu áfangasigrar voru einangrun hermanna um miðj- an sjötta áratuginn og takmörkun herstöðvarsjónvarpsins um miðjan sjöunda áratuginn. Af sömu ástæðu tókst á endanum að vinna sigur í landhelgismálinu þrátt fyrir fjand- skap Nató-forystunnar. Miðevrópsk menning er undirrit- uðum öðrum kærari og við enga vill hann fremur eiga góð samskipti. Samt vill hann fyrir engan mun gangast undir efnahagsleg yfirráð miðevrópskra ríkja með því að ganga í ESB. Mínir kæru vinir mundu án efa af mestu velvild og í bestu meiningu smám saman gera okkur ómyndug. Fastlega má búast við að ekki sé nema tímaspursmál hvenær meirihluti verður fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að ganga í Evrópusambandið. Þá er eins gott að til sé harðsnúið andstöðulið til að styðja við hin síveiku bök íslenskra samningamanna, hvað sem það lið kynni að heita. Undirritaður er einn þeirra sem hvorki hafa gengið til liðs við Sam- fylkinguna né VG. Hann hefur velþóknun á sjálfri samfylkingar- hugsjóninni, en vegna fyrrnefndrar afstöðu til sjálfstæðismála get- ur hann ekki fellt sig nógu vel við hana sem stendur. Spurningin er því þessi: Ef „utanríkismálin“ skipta eins litlu máli og Jóhann lætur í veðri vaka, hví lætur Samfylkingin þá ekki af daufingja- hætti sínum í sjálfstæðismálum? Hvaða nauður og vanmetakennd rekur jafnvel skásta félagshyggju- fólk til að vilja endilega hengslast aftan í fjölþjóðasamtökum sem ekk- ert gagn hafa nokkru sinni gert, nema fyrir volduga verktaka og önnur stórfyrirtæki, svo og dálítinn hóp embættispotara? Ef sú helft Samfylkingarinnar, sem af ein- hverjum gömlum vana vill leita undir fjölþjóða pilsfald, léti af þeim undarlega þráa sínum, þá félli allt í ljúfa löð. Og þá væri hægt að snúa sér af sameiginlegu alefli að inn- lendum réttlætismálum. Samfylking og sjálfstæði Árni Björnsson Utanríkismál Þótt miðevrópsk menn- ing sé Árna Björnssyni öðrum kærari vill hann samt ekki gangast undir efnahagsleg yfirráð miðevrópskra ríkja með því að ganga í ESB. Höfundur er doktor í íslenskri menningarsögu.  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun   Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Í hjarta borgarinnar - Austurstræti 12 ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Til sölu eða leigu 4 hæðir í þessu virðu- lega húsi, alls um 750 fm. Selst eða leigist saman eða í smærri einingum. Hentar t.d. vel fyrir læknastofur o.fl. 1. maí í Reykjavík Launafólk Kröfuganga dagsins fer frá Skólavörðuholti Safnast verður saman framan við Hallgrímskirkju kl. 13.30. Gangan leggur af stað kl. 14.00. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Baráttufundurinn hefst á Ingólfstorgi kl. 14.30. Ræðumenn Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Ljóðalestur Edda Heiðrún Backman les ljóð. Tónlist Ólafur Kjartan Sigurðsson, syngur við píanóleik Jónasar Ingimundarsonar. Guitar Islancio leikur íslensk þjóðlög í léttum dúr. Fundarstjóri Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 1. varaformaður Eflingar - stéttarfélags. Stéttarfélögin í Reykjavík - BSRB - Bandalag háskólamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.