Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 53 fórum saman á skólaárunum og fyrir það hversu traustur og raun- góður félagi hann var. Við fráfall Þorláks Sigtryggsson- ar er stórt skarð höggvið. Eig- inkona og barnahópurinn stóri, aldraðir foreldrar og systkini hafa misst mest. Sveitungar hans sjá á bak einum af máttarstólpum lítils samfélags. Við fermingar- og barnaskólasystkini, skólafélagar frá Laugum og úr Menntaskólan- um á Akureyri söknum vinar í stað. Eftir sitjum við öll með þung- bæran söknuðinn í hjartanu, en líka þakklætið, þakklætið fyrir kynnin af góðum dreng og það sem hann fékk þrátt fyrir allt áorkað þótt stuttur tími gæfist. Þorlákur Sigtryggsson sóaði ekki tíma sín- um í lífinu. Hann lét sinn hlut hvergi eftir liggja, enda heilsteypt- ur atorku- og reglumaður í bestu merkingu. Hann var hörkugóður námsmaður og hefði auðveldlega getað valið sér leið langskólanáms og fræðimennsku, en hann var einnig mikill verkmaður og véla- maður góður. Allt nýttist þetta honum vel í því ævistarfi sem hann valdi sér, búskapnum, og þar held ég að hann hafi unað sér best. Manni finnst ansi hart að þurfa að kyngja því að Þorláki auðnist ekki að njóta lengur ávaxta erfiðis síns, hans nánustu lengur samvista við hann, honum að fylgja yngstu börnunum betur úr hlaði, eignast barnabörn og sjá sólina seinna meir taka að roðna á vel verð- skulduðu ævikvöldi, en svona er þetta víst. Far þú í friði, góði vin- ur. Ég sendi eiginkonu og börnum, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur mínar og fjölskyldu minn- ar. Steingrímur J. Sigfússon. Það var fámennur, glaðvær og samhentur hópur sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1976. Menn horfðu björtum augum til framtíðarinnar þar sem allir vegir virtust færir og engir þeir erfiðleikar til sem ekki mátti sigrast á. Næstu árin tók við frek- ara nám og daglegt amstur. Leiðir lágu í ýmsar áttir og samskiptin urðu strjálli. Því hafa sjálfsagt allir hlakkað til samfundana sem skipu- lagðir hafa verið í vor á 25 ára út- skriftarafmælinu. En dökkum skugga hefur nú verið kastað yfir þessa endurfundi þegar enn á ný er höggvið skarð í hópinn. Þorlákur Sigtryggsson er sá þriðji sem fellur frá langt um aldur fram. Þorlákur vann sér strax virðingu og vináttu okkar skólafélaganna. Hann var í senn glaðvær og traust- ur félagi, reglusamur og vinamarg- ur. Þorlákur var afburðanámsmaður sem tók virkan þátt í félagslífi skólans, var gjaldkeri skólafélags- ins og bridgefélagsins. Að auki tók hann virkan þátt í öllu því sem við bekkjarfélagarnir tókum okkur fyrir hendur, sem var býsna margt, og fyrir vikið sat námið oft á hakanum. Fyrir Þorlák breytti það litlu því að honum reyndist þetta allt leikur einn og náms- árangur hans var ætíð með miklum ágætum. Hugur Þorláks hefur án efa allt eins staðið til langskólanáms en aðstæður höguðu því svo að hans hlutskipti varð að taka við búi föð- ur síns á Svalbarði í Þistilfirði og þar bjó hann rausnarbúi og valdist sem fyrr til ýmissa ábyrgðarstarfa. Hún er skrýtin þessi lífsins bók, og enginn veit fyrr en að leiks- lokum hvernig hún er skrifuð. Eitt er víst að hvað varðar Þorlák þá varð hans bók stutt, allt of stutt. Mikill harmur er nú kveðinn að fjölskyldu hans. Við samstúdentar Þorláks og bekkjarfélagar viljum senda eiginkonu hans og börnum, sem og fjölskyldu hans allri, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau og styðja á þessum erfiðu tímum. Fh. bekkjarfélaga og annarra skólasystkina úr MA, Sigurður Sigfússon. ✝ Sigurður Jóns-son fæddist að Gimli í Grindavík 16. október 1907. Hann andaðist á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 15. apríl síðastliðinn. Sigurður var sonur hjónanna Jóns Magnússonar og Gróu Árnadóttur. Hann var einn af sjö börnum þeirra hjóna og eru þau nú öll látin. Sigurður kvæntist Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá Keflavík ár- ið 1926 en Guðrún lést 10. apríl 1970. Þau áttu einn fósturson, Gunnar Sigurð Halldórsson ljós- myndara, f. 13. nóvember 1950, eiginkona hans er Guðrún Ingvars- dóttir, f. 30. maí 1953. Börn þeirra eru: Birgir, f. 1974, sambýliskona hans er Ásthildur Björns- dóttir, f. 1974 og barn þeirra er Árný Björk, f. 1996, og Dagbjört, f. 1982. Sigurður stund- aði sjómennsku frá Keflavík um 30 ára skeið. Eftir það starfaði hann við trésmíðar á Kefla- víkurflugvelli allt þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1971 þar sem hann bjó eftir það. Útför Sigurðar fór fram frá Keflavíkurkirkju 24. apríl. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Kveðja frá langafabarni. Árný Björk. Í dag kveð ég elskulegan tengda- föður. Ég gleymi ekki laugardegin- um fyrir páska er við klæddum þig í nýjan náttjakka og þú sagðist vilja fara heim. Þú fékkst ósk þína upp- fyllta og sofnaðir snemma á falleg- um páskadagsmorgni. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér. Ég kynntist þér 18 ára gömul þegar ég flutti inn á heimili þitt nýtrúlofuð syni þínum. Allt frá því ég sá þig fyrst vildirðu veg minn bestan og varst minn besti vinur alla tíð. Það þurfti alltaf svo lítið til að gleðja þig. Það er ógleymanlegt þegar við fór- um með þér á æskuslóðir þínar í Grindavík og þú sýndir okkur tóft- irnar af torfbænum sem þú áttir heima í til 10 ára aldurs. Þetta var þér eins og að fara í langt ferðalag að skreppa út úr bænum. Að fá að lifa í rúm 93 ár er mikil guðsgjöf, alltaf frískur og vel ern fram á síð- asta dag. Þú dvaldir síðustu 11 árin á elliheimili og varst alltaf ánægður, þú gast setið einn í herberginu þínu og spilað harmonikkumúsík dag eft- ir dag. Þú vildir alltaf vera fínn og snyrtilegur. Ég á svo margar minn- ingar um þig sem ég ætla að varð- veita í hjarta mínu bara fyrir mig. Þú varst einstakur afi, Birgir og Dagbjört voru stærstu sólargeisl- arnir í lífi þínu. Þú gafst þeim allt það besta sem þú áttir, ást þína og umhyggju og fyrir það vil ég þakka þér. Enn vér skulum skilja skaparans að vilja, hver fer heim til sín. Lát oss aftur langa, lífsins Herra’, að ganga hingað heim til þín. Og þótt vér ei hittumst hér, gef oss fund á gleðistundu, Guð, í ríki þínu. (Vald. Briem.) Ég bið algóðan guð að geyma þig. Þín tengdadóttir. Elsku afi. Nú er komið að kveðjustund og upp í hugann koma ljúfar minningar um þig. Ég er glöð yfir því að hafa fengið að kynnast þér og eiga svona góðan og einstakan afa eins og þig. Við vorum sólargeislarnir í lífi þínu og þú varst alltaf svo ánægður og stoltur af okkur og í þínum augum gat enginn gert neitt betur en við, örlæti þitt og væntumþykja í okkar garð var einstök. Mér er ógleym- anlegt brosið þitt þegar þú sást okk- ur koma að heimsækja þig, þú ljóm- aðir alltaf þegar þú sást okkur. Þú varst svo mikið snyrtimenni og hugsaðir alltaf svo vel um allt sem þú áttir og bar herbergið þitt það með sér, þú hugsaðir um að allt væri í röð og reglu fram á síðasta dag. Elsku afi minn, ég veit að þú ert kominn á góðan stað þar sem þér líður vel, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér og minningar um þig munu lifa í hjarta mínu um alla framtíð. Þín Dagbjört. SIGURÐUR JÓNSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.              -     12%1-3-14 512%1 (  */ #)67  -8    %     .   %  -  )! !')!)(!  * -)   )" * $  )*$   #  *  -  * $  '    #*  * 4 *  - $  * $         * $  )   $  9  9,              -%-: ; '  ,  <+  " 9=+    8/ #) /)3 $  ,7>  )  /%0 #0 / %  1 % 2!     %     / %   %  3! !''!((! #) $    ) $#?  $  0 +/$ 8 )    %   0 # */ $  $ 80 +/ @ , 3/$   ) 0 +/$  A<-   + 8                     1 1A3%- ; '8=)   ?9 7B #      4! ! 1 ? +/ *$  -) 9+, " #$  ? +/ *  +   #)-)- $  1 ' ? +/ *$  / *   +   "  ( $   +,/ *  5             --(@- ( (  /)   *  #A )       #   $ 6 $    4! ! -   ) $  +   +    *  ) 0 "  ) $  3/  ) $    ) -  $   $  ) #   $      ) '  A $  (   )   % # %,     9  9, 9  9  9,                                       ! "      #$#  % "    & $   '    (   "     ( ! $!    "    !" # $%   &'# "!" # #! &#&# &'# "!" # ( # & &%!!) %&#&# $ * &'# "!!) &*& "&# #!+, &'# "!!)  - %'+#&# &'# "!!) .+ /)#!  0 *!" # )% '# '# 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.