Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 46
MENNTUN 46 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ F lokkunarvandinn hef- ur viljað loða við franska gáfumenn. Þar sem aðrir halda sig vanalega á sinni braut skeiða þeir iðulega þvert yfir völlinn og setja allt skipulag í uppnám, brjóta leikreglurnar sem hingað til hefur ríkt þegjandi samkomulag um. Það er eins og þeir geti ekki gert upp við sig hvort þeir vilja vera skáld eða fræðimenn og þá hvers konar skáld og hvers konar fræðimenn. Þetta veldur skilgreining- arsjúkum samtímanum hugar- angri. Jean Baudrillard hefur starfað eins og óþekktur vírus í hugvís- indum síðustu áratuga. Hann er sennilega sá núlifandi félags- og menningar- fræðinga sem hvað tíðast er vitn- að til en á sama tíma er hann sennilega einn sá umdeildasti líka. Kenningar hans um upplausn veruleikans og yfirtöku eftirlík- inganna í speglasal fjölmiðlanna hafa reynst ákaflega notadrjúgar en margir hafa gagnrýnt fræði- legar forsendur þeirra. Að sumra mati hefur Baudrillard misst öll tengsl við veruleikann enda haldi hann því fram að veruleikinn hafi gufað upp í tilraunaglasi fjöl- miðlanna. Hafa sumir gagnrýn- endur hans kveðið svo fast að orði að skrif hans gætu frekar talist til vísindaskáldskapar en fræða. Í einni af minnisbókum sínum, Svölum minningum II, svarar hann þessari gagnrýni með þess- um prakkaralegu orðum: „Skáldskapur? Verk mín eru það nú þegar. Sögupersónur mín- ar eru nokkrar geggjaðar tilgátur sem misnota veruleikann með ýmsum hætti en ég losa mig við þegar þær hafa gert sitt gagn. Eina leiðin til að meðhöndla hug- myndir er: morð (þeir drepa hug- tök, ekki satt?) – en glæpurinn verður að vera fullkominn. Þetta er auðvitað uppspuni. Ef einhver svipur er með persónum mínum og raunverulegum manneskjum þá er það tóm tilviljun“ (CM II). Þessar „geggjuðu tilgátur“ Baudrillards hafa verið af ýmsu tagi; sjálfur segist hann hafa ver- ið „ofurfrumspekingur um tvítugt – aðstæðingur um þrítugt – út- ópískur um fertugt – þversum um fimmtugt – vírus og viðhengi um sextugt [...]“ (Svalar minn- ingar II). Ólíkindalæti Baudrillards hafa, að segja má, komið honum út úr húsi í flestum kreðsum fræðanna. Kannski engin furða þar sem hann hefur markvisst grafið und- an veruleikanum, helsta haldreipi hugvísindanna í gegnum tíðina. Hann hefur ennfremur grafið undan orðræðuhefð hugvísind- anna. Hann hefur til dæmis að- hyllst hugmyndir Nietzsches umendalaust tíðindaleysi tungu- málsins og beitt fyrir sig „ofur- frumspeki“ eða patafýsík Jarrys sem skilgreind hefur verið sem „vísindi ímyndaðra lausna“. Hann kennir fræði sín við veiruhugsun sem hefur það að markmiði að dulkóða, ekki afkóða eins og raunveruleikafræði hefðarinnar, að flækja það sem er einfalt, eða eins og Baudrillard segir í grein sinni „Róttæk hugsun“: „Gera torskilið það sem er ein- falt, óskiljanlegt það sem er full- ljóst og gera atburðinn með öllu óræðan. Efla falskt gagnsæi heimsins til að sá þar ruglingi og glundroða, til að dreifa þar bakt- eríum eða vírusum róttækrar tál- myndar, það er að segja róttækr- ar afhjúpunar á tálmynd raunverunnar. [...] Hin algilda regla er að skila því sem þér hef- ur verið gefið. Aldrei minna, allt- af meira. Hin algilda regla hugs- unar er að skila heiminum eins og við fengum hann – óskiljanlegan – og ef þess er nokkur kostur, að skila honum aðeins óskiljanlegri“ (Frá eftrilíkingu til eyðimerkur). Slíkar yfirlýsingar ganga þvert á hugsjónir fræðahefðar sem allt- af hefur miðast að því að þoka manninum fram á við, til auk- innar þekkingar á alltumvefjandi veruleikanum. En Baudrillard sver af sér allar slíkar trúarsetn- ingar um endanlegan sannleika og þekkingarleit í hans þágu. Hann heldur því meira að segja fram að hann trúi ekki á eigin kenningar enda skipti engu hvað sagt er, það fáist allt staðfest af miskunnarlausri raunverunni: „[Raunveran] hefnir sín á and- skotum sínum á þversagna- kenndan hátt með því að stað- festa fullyrðingar þeirra. Það er sama hversu kaldhæðin og ósvífin tilgátan er; í hvert sinn sem hún reynist rétt slær miskunnarlaus raunveruleikinn öll vopn úr hönd- um manns með raunverulegri staðfestingu á þeim fullyrðingum sem maður hefur sett fram. Þannig setur maður fram hug- myndina um líkneskið án þess að trúa á hana í raun og veru og jafnvel í þeirri von að raunveran hafni henni (sönnun á vísindalegu gildi samkvæmt Popper)“ (Frá eftirlíkingu til eyðimerkur). Eins og áður sagði hafa kenn- ingar Baudrillards um ofurveru- leikann og „líkneskið“, sem raf- vætt táknaflóðið birtir okkur í stað veruleikans, reynst mjög notadrjúgar. Þær hafa veitt ferska og heildstæða sýn á hið póstmóderníska ástand. En Baudrillard hefur alltaf varað sig á því að kenningar hans yrðu ekki að dauðri kennisetningu, hann hefur alltaf haldið áfram að ögra. Á vissan hátt hafa fræði hans því alltaf fjallað meira um fræðin sem slík og takmarkanir þeirra en ástandið sem þær reyna að lýsa. Á þennan hátt eru fræði hans róttæk veiruhugsun en ekki akademísk sannleiksleit, þau hafa leitast við að spilla skilningi okkar á veruleikanum í von um að hann sjálfur ann- aðhvort hverfi endanlega eða komi í ljós undan táknateppi hefðarinnar. Geggjaðar tilgátur Á þennan hátt eru fræði Baudrillards róttæk veiruhugsun en ekki akademísk sannleiksleit, þau hafa leitast við að spilla skilningi okkar á veruleikanum í von um að hann sjálfur annaðhvort hverfi endanlega eða komi í ljós undan táknateppi hefðarinnar. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is MARGT bendir til þess aðfiskeldi verði stór at-vinnugrein á Íslandi íframtíðinni. Jafnvel er talið að fiskeldisframleiðsla geti tí- faldast á næstu árum,“ skrifaði Helgi Thorarensen nýlega og birti í Ægi. „Til þess að mæta þessum vexti er nauðsynlegt að mennta starfsfólk til þess að vinna við fiskeldisstöðvarn- ar.“ Blaðamaður sótti Hóla heim og hitti m.a. Skúla Skúlason skólameist- ara og Helga sem er deildarstjóri fiskeldisdeildar á Hólum en í Hóla- skóla hefur kennsla í fiskeldi staðið í nærri tuttugu ár og er þar nú eina menntastofnun landsins sem býður nám á þessu sviði. Fiskeldi á Íslandi er vænleg at- vinnugrein og hafa ákvarðanir í land- búnaðarráðuneytinu um leyfi til fisk- eldis í sjó vakið áhuga nemenda á greininni. Mikil eftirspurn hefur ver- ið eftir fiskeldis- fræðingum frá Hólaskóla og undanfarin ár hafa þeir sem lokið hafa námi getað fengið vinnu við fisk- eldi. Skúli og Helgi segja að fleiri en oft áður hafi spurt um námið og von- ast þeir eftir að fá 10-15 nemendur árlega í Hólaskóla til að stunda fullt nám í fiskeldi. Aðstaða til rannsókna og kynbóta- starfsemi í bleikjueldi er á Hólum en aðstaða hefur verið leigð af fiskeld- isstöðinni Hólalaxi hf. síðan 1989 og nú er verið að byggja upp aðstöðu í eigin húsnæði. Rannsókna- og þróun- arverkefni fiskeldisbrautar hafa æv- inlega verkið mörg og eru nokkur þeirra styrkt af Evrópusambandinu. Þar á meðal er samstarfsverkefni með fiskeldisfyrirtækinu Máka auk ýmissa fyrirtækja og stofnana í Frakklandi og á Íslandi. Verkefnið fjallar um eldi hlýsjávartegundarinn- ar barra í stórum eldiskerum. Önnur verkefni fiskeldisbrautar eru tengd ræktun og þróun mark- vissra kynbóta á eldisbleikju, en Hólaskóli annast kynbætur á bleikju fyrir hönd landbúnaðarráðuneytis- ins. Skólinn hefur líka sinnt grunn- rannsóknum á lífríki íslenskra vatna og er með ráðgjafarþjónustu fyrir fiskeldismenn, svo dæmi séu nefnd af starfseminni. Blaðamaður skoðaði nýja aðstöðu fyrir fiskeldi, en þar voru Einar Svavarsson og Ingólfur Arnarson kennarar að störfum og Theódór Kristjánsson kennari á Hólum og meistaraprófsnemandi. Theódór hef- ur unnið að aðferðum til að gera fisk- eldið vistvænt og fann aðferð til að endurnýta vatnið og hreinsa það áður en notkun á því er hætt. Helgi segir að markmið námsins sé að þjálfa fólk til allrar almennrar vinnu í fiskeldisstöðvum og til þess að reka smærri fiskeldisfyrirtæki. „Nemendur eru einn vetur á Hólum í bóklegu og verklegu námi,“ segir Helgi, „sumarið eftir fara þeir í verk- nám í fiskeldisstöðvar og útskrifast að hausti sem fiskeldisfræðingar.“ Á Hólum læra nemendur um fóðrun og umhirðu fiska, slátrun, vinnslu og fjölmargt annað sem tengist fisk- eldi. Lögð er áhersla á að nemarnir kynn- ist flestum þeim tegundum sem eru í eldi á Ís- landi. „Á næstu árum verður einnig boðið upp á framhaldsnám í fiskeldisfræðum við Hólaskóla,“ segir Helgi. Hann segir í raun tímabært að gera sér grein fyrir því að fiskeldi verður stór atvinnugrein á Íslandi í framtíðinni. Í hans augum er komið vor í fiskeldinu og því nauðsynlegt að hafa hraðar hendur við að skapa starfsumhverfið. „Aðstæður til fiskeldis á Íslandi eru sérstakar og líklegt að hér verði eldisfánan fjölbreyttari en þekkist í nágrannalöndunum. Jarðhiti ásamt gnægð af ómenguðu ferskvatni og sjó skapa góðar forsendur fyrir eldi í kerum á landi,“ skrifaði Helgi nýlega í blaðið Fiskiðn. Hólamenn eru sammála um að spennandi tímar séu framundan í fiskeldi og að upp byggist öflug at- vinnugrein. „Vöxtur fiskeldis á Ís- landi mun byggjast á traustri kunn- áttu fiskeldismanna ásamt öflugu rannsókna- og þróunarstarfi fiskeld- isfyrirtækja og rannsóknastofnana,“ segir Helgi, „og þar mun Hólaskóli gegna þýðingarmiklu hlutverki.“ Hólaskóli II/Þrjár öflugar námsbrautir eru í Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal. Gunnar Hersveinn var nýlega á Hólum og segir hér frá tveimur þeirra sem snúast um fiskeldi og hestamennsku. Spennandi fisk- eldi framundan  Kennsla á ýmsum sviðum hesta- mennsku er vaxandi á Hólum.  Þekking á fiskeldi er líkleg til að verða verðmæt á næstu árum. Námsbrautir í Hólaskóla falla vel að atvinnuvegum í dreifbýli. Morgunblaðið/Guðbjörg Helgi, Ingólfur, Einar og Theódór kenna allir á fiskeldisbraut.  HÓLAR í Hjaltadal eru fornfrægur staður. Skóli hefur gjarnan verið starfræktur þar og nú stefna forráðamenn Hólaskóla að einskonar há- skólaþorpi á Hólum sem bæði veitir það sem dreifbýlið gefur og er jafnframt í góðu og miklu samstarfi við innlendar og erlendar háskólastofnanir.  Aðstaða til náms á Hólum er góð og er bæði fiskeldisstöð rekin í tengslum við skólann og hrossabú. Þrjár námsbraut- ir eru á Hólum: Ferðamála- braut (sjá Mbl. 10/4), fiskeld- isbraut, og hrossaræktabraut. Áhersla er á tengsl við at- vinnulífið og vettvangsheim- sóknir.  Nemendagarðar eru á Hól- um, mötuneyti, sundlaug, íþróttahús, grunnskóli og leik- skóli, eða m.ö.o. allt sem þarf. Hólar í Hjaltadal HEIMIR Gunnarsson er áfyrsta ári á hrossabraut Hólaskóla og verður því hesta- fræðingur og leiðbeinandi. „Ég ætla að halda áfram, það er eng- in spurning,“ segir hann. Heimir er Ak- ureyringur og hestamennskan hefur hingað til verið áhuga- málið en hann ætlar að sér- hæfa sig og starfa við fagið í framtíðinni. „Ég hef einnig áhuga á fram- haldsnámi og fara á reiðkennara- braut og fá kennsluréttindi,“ seg- ir hann og nefnir að nýlega hafi nemendur verið með reið- námskeið fyrir nemendur grunn- skólans á Hólum. Heimir segir gott að búa á Hólum. „Nemendur eru flestir í bústöðum og þá 3-4 einstaklingar saman,“ segir hann og nefnir að einnig geti stórar fjölskyldum fengið hús, hér eða í nágrenninu. Hann segir að yfirleitt séu bók- legar greinar fyrir hádegi á hrossabraut og verklegar eftir hádegi, tölvukennsla eða annað og um helgar stöku námskeið. „Ég ætla að halda áfram“ Heimir Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.