Morgunblaðið - 01.05.2001, Page 10

Morgunblaðið - 01.05.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEILBRIGÐIS- og tryggingamála- ráðuneytið afhenti sex aðilum viður- kenningar fyrir vel unnin sjálfboða- liðastörf í þágu aldraðra á ráðstefnu sem haldin var sl. föstudag um sama málefni, þ.e. sjálfboðin störf meðal aldraðs fólks. Auk ráðuneytisins stóðu Landssamband eldri borgara, Landlæknisembættið, Rauði kross- inn, Félagsþjónustan í Reykjavík og Öldrunarráð Íslands að ráðstefnunni. Eitt af því sem kom út úr ráðstefn- unni var að Landssamband eldri borgara ætlar að taka að sér sam- ræmingu og skipulagningu þessa starfs þannig að betri heildarsýn fá- ist í framtíðinni. Anna Birna Jensdóttir, formaður nefndar heilbrigðisráðuneytisins um breytta ímynd öldrunarþjónustu, var ráðstefnustjóri og í samtali við Morg- unblaðið sagði hún að upp úr ráð- stefnunni stæðu þeir framtíðarmögu- leikar sem væru í sjálfboðaliðastarfi. Sá þáttur yrði meira ríkjandi í öldr- unarþjónustunni án þess að það kæmi niður á framlögum hins opin- bera til málaflokksins. Hún sagði að sjálfboðaliðastarfið væri meira en margur héldi en mætti engu að síður aukast til muna, ekki síst þar sem eldri borgurum fjölgaði stöðugt. „Þessir möguleikar verða að vera á forsendum eldri borgaranna sjálfra. Hið opinbera getur ekki komið og skorið niður framlög á móti auknu sjálfboðnu starfi. Við sjáum þetta fyrir okkur sem hreina viðbót við framlög hins opinbera. Það kom oft fram á ráðstefnunni hvað þetta sjálf- boðna starf er gefandi fyrir einstak- lingana, að fá tækifæri til að rétta fram hjálparhönd,“ sagði Anna Birna. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Lise Legarth, verkefnisstjóri átaksins „Aldraðir hjálpa öldruðum“ í Danmörku. Í máli hennar kom fram að dönsk stjórnvöld hafa lagt til 100 milljónir danskra, eða 1,1 milljarð ís- lenskra, króna, til stuðnings við sjálf- boðið starf í þágu eldri borgara þar í landi. Framlagið rann ekki til sjálf- boðaliðanna heldur umgjörðar margs konar í kringum starfið. Nefndi Lise þar dæmi um tölvuver á hjólum sem fór á milli sveitarfélaga vegna nám- skeiða í upplýsingatækni fyrir aldr- aða. Að sögn Önnu Birnu mættu ís- lensk stjórnvöld taka Dani sér til fyrirmyndar og auka framlög til þessa málaflokks. Samstarfsaðilar ráðstefnunnar myndu án efa taka upp slíkar viðræður. Viðurkenningarnar Þeir sem fengu viðurkenningar frá ráðuneytinu voru Kvenfélagasam- band Íslands, fyrir framlag kvenna um allt land til að bæta aðbúnað og byggja upp þjónustu fyrir aldraða, Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands fyrir öflugt starf á sjúkrastofnunum fyrir aldraða sl. 40 ár, leigubílstjórar hjá Bæjarleið- um, sem reglulega hafa boðið akst- ursþjónustu til að létta lund aldraðra og veita þeim tilbreytingu. Þá fengu þrjár konur úr hópi sjálfboðaliða inn- an þjóðkirkjunnar viðurkenningu fyrir áratuga frumkvöðlastarf við uppbyggingu heimsóknarþjónustu kirkjunnar. Þetta voru þær Margrét Hróbjartsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur í Laugarnessókn, Sigríður Jó- hannsdóttir, sjúkraliði í Langholts- sókn, og Hanna Þórarinsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Háteigssókn. Að loknum fyrirlestrum fóru pall- borðsumræður fram á ráðstefnunni auk þess sem Kór eldri borgara í félagsstarfinu við Vesturgötu söng undir stjórn Sigurbjargar Hólm- grímsdóttur. Sex aðilar verðlaunaðir á ráðstefnu um störf sjálfboðaliða í öldrunarþjónustu Sjálfboðaliðastarf hrein viðbót við opinbert framlag Morgunblaðið/Ásdís Eldri borgarar fjölmenntu á ráðstefnuna og er talið að um 200 manns hafi mætt í Áskirkju. HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, minntist þess við upphaf þing- fundar í gær að tíu ár voru þá liðin frá því Davíð Oddsson varð for- sætisráðherra. Minntist forseti þess að enginn áður hafi gegnt því embætti sam- fellt svo lengi og vék hann ham- ingjuóskum að forsætisráðherra af því tilefni. Danskur forseti í heimsókn Ivar Hansen, forseti danska þingsins, hefur verið í opinberri heimsókn hér á landi undanfarna daga í boði starfsbróður síns, Hall- dórs Blöndals, forseta Alþingis. Hansen heimsótti Alþingi tvívegis í gær, fyrst átti hann fund með for- seta Alþingis en síðdegis var hann gestur á þingpöllum þegar stóðu þar yfir umræður á þingfundi. Af því tilefni tók Halldór Blöndal til máls og bað viðstadda þingmenn að rísa úr sætum og votta þannig hinum danska gesti og hinni dönsku þjóð virðingu og vináttu Íslendinga. Tíu ár í for- sætisráðu- neytinu FUNDUR hefst í Alþingi mið- vikudaginn 2. maí kl. 10 árdeg- is. Að lokinni atkvæðagreiðslu um nokkur mál mun Sturla Böðvarsson mæla fyrir tveimur frumvörpum sem varða heimild til sölu á hlut ríkisins í Lands- síma Íslands hf. Gera má ráð fyrir að umræð- ur um þetta mál taki drjúgan tíma og af þeim sökum er ekki gert ráð fyrir fleiri málum á dagskrá þessa fundar. Síminn ræddur á miðvikudag RÍFLEGA 25 þúsund börn og ung- lingar á aldrinum 13 til 18 ára eru nú með debetkort, samkvæmt svari viðskiptaráðherra við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi. Unglingar á þessum aldri voru samkvæmt upplýsingum Hag- stofu 24.752 1. desember sl. Í svarinu kemur fram að yfirleitt geti 18 ára unglingar fengið yf- irdráttarheimild, en mismunandi sé hvort og þá hvaða skilyrði séu sett fyrir yfirdráttarheimildinni, sem algengt er að sé á bilinu 50– 100 þúsund krónur. Spurt var sér- staklega hvort unglingar geti safn- að slíkum yfirdráttarheimildum hjá mörgum innlánsstofnunum samtímis, og kemur fram í svörum lánastofnananna að erfitt sé að hafa eftirlit með slíku. Þó komi fyrir að unglingar veiti bankanum umboð til að fá lánayfirlit frá öðr- um lánastofnunum til þess að kanna þetta. Fram kemur að viðskiptaráðu- neytið hafi leitað til Búnaðarbank- ans, Landsbankans, Íslandsbanka- FBA og þriggja stærstu sparisjóð- anna, þ.e. SPRON, Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vél- stjóra, og óskað eftir svörum við fyrirspurninni. Spurt var um börn og unglinga á aldrinum 13–18 ára, en 25.500 voru í þeim hópi sem höfðu debetkort. Hópurinn skiptist þannig að 14.100 unglingar 13–15 ára hafa debetkort og 11.400 ung- lingar 16–18 ára. Hópur barna með debetkort er þó enn stærri því í svörunum kom í ljós að allt niður í 12 ára getur fengið debetkort en svörin töldu aðeins til börn frá 13– 18 ára aldri í samræmi við það sem um var spurt. 25 þúsund börn og unglingar með debet- kort FRUMVARP dómsmálaráðherra um breytingar á almennum hegn- ingarlögum að því er varðar fíkni- efnabrot var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 35 þingmenn stjórn- arflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu, tuttugu þingmenn stjórnarandstöðu sátu hjá en átta þingmenn voru fjarverandi. Þar með er 173. gr. almennra hegningarlaga breytt á þann veg að refismörk eru hækkuð úr allt að 10 árum í 12 ár. Þá eru refsimörk 264. gr. sömu laga til samræmis einnig hækkuð úr allt að 10 árum í allt að 12 ár en í þeim er vikið að svonefndu peningaþvætti. Mikilvægt að senda skýr skilaboð Fjórir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu við afgreiðslu málsins í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki og formaður allsherjarnefndar, sagðist styðja frumvarpið þar sem efni þess hefði verið vandlega skoðað og metið. Sagði hún að víkkun refsirammans í fíkniefna- brotum væri einn þáttur af mörg- um í baráttunni gegn fíkinefna- brotum. „Þar er ljóst að þegar um jafnalvarlega og -skipulagða brota- starfsemi er að ræða þar sem menn með afar einbeittan brota- vilja nýta sér markvisst veikleika fólks, einkum ungmenna, er mik- ilvægt að senda skýr skilaboð,“ sagði hún. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að þing- menn vinstri-grænna leggist ekki gegn frumvarpinu sem slíku, en sitji hjá þar sem þeir telji að skyn- samlegra væri að bíða niðurstaðna úr rannsóknarvinnu sem farið hef- ur fram á refsiramma í íslenskri hegningarlöggjöf. Minnti hann á að Al- þingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu um slíka rannsókn fyrir þremur árum, að til- stuðlan Jóhönnu Sig- urðardóttur, og því væri eðlilegt að þessi skýrsla lægi fyrir áður en umrætt frumvarp yrði samþykkt. Vanbúið frumvarp Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sem lagðist gegn frumvarp- inu í minnihluta alls- herjarnefndar, sagði að í langri umræðu um málið á þinginu hafi komið í ljós hversu vanbúið frumvarpið væri. Engar rannsóknir væru að baki því að víkka refsirammann; engin bein rök og markmið því bersýni- lega aðeins það að slá pólitískar keilur í stað þess að koma með mál- efnalegt innlegg í bar- áttuna gegn eiturlyfjavandanum. Einar K. Guðfinnsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði hins vegar að vart væri hægt að hugsa sér verri glæp en þann að leggja snörur fyr- ir ungt fólk með það beinlínis að markmiði að eyðileggja líf þess og framtíð. Benti hann á síharðnandi fíkniefnaheim hér á landi og í sam- ræmi við það væri eðlilegt að auka refsimörk frá því sem nú er, enda hafi gildandi heimildir verið ákveðnar við allt aðrar aðstæður en ríktu nú. Frumvarp dómsmálaráðherra vegna fíkniefnabrota Samþykkt að breikka refsiramma laganna Þorgerður K. Gunnarsdóttir í ræðustól. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.