Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 43
préttingu. hlutverki af stjórn efndar af rrar taln- u atkvæði. uðust gildi a fundar- ykktu 169 ti. Stuðn- ldu taln- og báðu a teljara. rlitsnefnd ning yrði urum. Sú afgerandi s greiddu ykktu 178 i. að nýju stað og að ramhaldið nýju lög- nna kjósa il 6. dag- formanns. m um for- pp á Sig- manni og lækni. At- g og féllu einn hlaut r 62. Við ð lófatak í og Sigur- ðma. Nýr og færði nnilegustu viðstadda og þrjá ð álitamál rrar 3. gr. Björnsson, arsetu til fundi, yrði ð að höfðu n, fyrrver- andi hæstaréttardómara, úrskurð- aði hún að Þórunn Gunnarsdóttir og Tryggvi Björnsson, sem bæði voru kosin til tveggja ára á síðasta aðal- fundi, yrðu áfram í stjórn og gengju ekki úr henni fyrr en á aðalfundi 2002. Fundarmenn gerðu ekki at- hugasemdir við þetta. Í kjöri til stjórnar voru tilnefnd Elísabet Jökulsdóttir, Erna Arn- grímsdóttir, Guðrún Ögmundsdótt- ir, Kristján Ágúst Njarðarson, Sig- ríður Kristinsdóttir og Sveinn Rúnar Hauksson. Þau Elísabet, Guðrún, Sigríður og Sveinn voru til- nefnd af nýkjörnum formanni. At- kvæðagreiðsla var skrifleg og hlaut Sveinn flest atkvæði eða 179, Guð- rún 175 og voru þau því kjörin til setu í stjórn til tveggja ára. Elísabet hlaut 162 atkvæði og Sigríður 152 og voru þær því kjörnar til stjórnarsetu til eins árs. Lögum skv. skal kjósa þrjá vara- menn í stjórn til tveggja ára. Fjórir voru tilnefndir: Áslaug Ragnars, Ingimundur K. Guðmundsson, Ólaf- ur Snorrason og Þóra Kolbrún Sig- urðardóttir. Þóra tilkynnti að hún gæfi ekki kost á sér og því voru hinir þrír sjálfkjörnir. Sigursteinn sagði í ræðu undir lok fundarins að Geðhjálp væri og ætti að vera sjúklingafélag fyrir fólk með geðheilsuvandamál og aðstandendur þeirra. Þá sagði hann að það væri jafnframt hlutverk félagsins að veita stofnunum og sambýlum eftirlit og aðhald en á það hefði skort. Þá talaði hann um að þeim skjólstæðingum sem búa á sambýlunum þyrfti að veita miklu öruggara skjól en þeir hefðu fengið. Hann sagði að vinna stjórnar undanfarna mánuði hefði fyrst og fremst snúist um hvernig hægt væri að bæta úr þessu. „Það er það starf og það er sá hagsmuna- árekstur sem varð með tilkomu þess að starfsmenn stuðningsþjónust- unnar urðu stjórnarmenn í Geðhjálp og um leið yfirmenn og undirmenn framkvæmdastjóra Geðhjálpar, sem hefur skapað það illviðri sem við höf- um nú þurft að ganga í gegnum öll sömul. Félagið Geðhjálp er laskað eftir ósannindi og atgang þeirra sem hafa með valdabrölti reynt að brjóta undir sig félagið,“ sagði Sigursteinn ennfremur. Þá bætti hann við að félagið gæti orðið öflugt sjúklinga- félag með hagsmuni skjólstæðinga sinna að leiðarljósi en þeir væru 24% þjóðarinnar skv. nýrri skýrslu land- læknisembættisins. Nýkjörinn for- maður sagði fundargestum að nú væru tímamót í félaginu. „Í fyrsta skipti hafið þið valið til forystu í þessu félagi einstakling sem ekki er geðheilbrigðisstarfsmaður, sem á það ekki á hættu að þurfa einn dag- inn að gagnrýna sjálfan sig vegna þess að hann er hinum megin við borðið í geðheilbrigðisþjónustunni. Þið hafið valið einstakling sem býr við geðsjúkdóm og hefur verið að slást við þetta og unnið stóra sigra eins og allir þeir sem eru með geð- sjúkdóma geta gert,“ sagði Sigur- steinn að lokum. Því næst tók Kristófer til máls og þakkaði þeim sem hann studdu í for- mannskjörinu. Þá óskaði hann ný- kjörnum formanni til hamingju með kjörið og óskaði stjórninni velfarn- aðar. Hann sagði að tími væri kom- inn til að slíðra sverðin og að fólk færi að standa saman. „Það hafa víða verið látin falla ansi ljót og meiðandi orð. Mér finnst miður hvað ýmsir að- ilar og starfsmenn félagsins, og þá sérstaklega framkvæmdastjóri félagsins, hafa látið ljót orð falla bæði um starfsmenn stuðningsþjón- ustunnar, mig og fleiri.“ Þá sagði Kristófer að sér þætti ljóst, miðað við orð Sigursteins um að félagið væri fyrst og fremst sjúklingafélag með eftirlitsskyldu, að einhver ann- ar aðili þyrfti að taka yf- ir stuðningsþjónustuna, t.d. svæðisskrifstofa og félagsmálastofnun. Að því loknu tók frá- farandi formaður til máls og þakkaði Dögg góða fundarstjórn, svo og öllum sem mættu til fundarins og sýndu af sér góða hegðun. Þá óskaði hún nýrri stjórn og Sigursteini til hamingju með daginn. Hún sagði mikla vinnu vera framundan hjá stjórninni og kvaðst vonast til að henni gengi allt í haginn. aðið/Ásdís ardóttir, munum. st g Annar aðili þyrfti að taka yfir stuðnings- þjónustuna MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 43 F YRSTI „ferðalangurinn í geimnum“, bandaríski auðkýfingurinn Dennis Tito, fór gær inn í al- þjóðlegu geimstöðina, ISS, sem er um 395 km frá jörðu. Rússneska geimfarið Soyuz, með Tito og tvo rússneska geimfara inn- anborðs, lagðist að geimstöðinni laust fyrir klukkan átta í gærmorg- un, tíu mínútum á undan áætlun, eftir tveggja daga ferð sem hófst í Kasakstan. „Frábær ferð“ Tito brosti út að eyrum þegar hann fór inn í geimstöðina og heils- aði þremur geimförum, sem hafa dvalið í stöðinni frá því í mars. „Ferðin hingað var frábær,“ sagði Tito sem var í venjulegum geimfarabúningi. „Ég veit ekkert um þessa aðlögun sem menn tala um. Ég hef þegar aðlagast. Þannig að ég elska geiminn.“ Talgat Músabajev, flugstjóri Soyuz, sagði að svo virtist sem Tito hefði „yngst um tíu ár“ í ferðinni. „Ef til vill yngjast menn upp í geimnum,“ bætti hann við og brosti. Að sögn talsmanns rússnesku stjórnstöðvarinnar leið Tito illa á sunnudag og hann kastaði upp en náði sér fljótt. Ógleði er algeng meðal geimfara, einkum fyrsta dag geimferða. Tito og tveir rússneskir geimfar- ar Soyuz eiga að dvelja í viku í geimstöðinni hjá Rússanum Júrí Úsatsjov og tveimur bandarískum geimförum. Úsatsjov og Banda- ríkjamennirnir tveir föðmuðu gest- ina sem hvíldu sig það sem eftir var af fyrsta deginum um borð í geim- stöðinni. „Ég vona að Dennis komi fljótt heim vegna þess að starf geimfara er erfitt og hættulegt,“ hafði rúss- neska fréttastofan Ítar-Tass eftir vinkonu Titos, Dawn Abraham, sem fylgdi honum á geimferðamiðstöð- ina í Kasakstan. Má ekki fara inn í bandarísku einingarnar án fylgdar Geimferðastofnun Bandaríkj- anna, NASA, hafði lagst gegn ferð Titos í geimstöðina af öryggis- ástæðum. NASA sagði að Tito hefði ekki fengið næga þjálfun, til að mynda í því að bregðast rétt við í neyðartilvikum í bandarískum ein- ingum geimstöðvarinnar. Hann var því sagður geta stefnt starfi geim- faranna í hættu. Tito verður ekki leyft að fara inn í bandarísku einingarnar án þess að vera í fylgd áhafnar geimstöðvar- innar. Hann þurfti einnig að skrifa undir samning um að hann greiði fyrir skemmdir sem hann kann að valda á tækjum stöðvarinnar og geti ekki höfðað skaðabótamál ef hann slasast. Fjölskylda hans getur ekki heldur krafist bóta láti hann lífið í geimstöðinni. Rússar segjast ráða því sjálfir hverja þeir flytji í geimstöðina sem er í eigu Bandaríkjanna, Rússlands, Kanada, Japans og nokkurra Evr- ópuríkja. Bandaríkjamenn greiða meginhluta kostnaðarins af geim- stöðinni en Rússar hafa hannað og smíðað marga af mikilvægustu hlutum hennar. Ræða við fleiri auðkýfinga Júrí Semjonov, forstjóri Energ- íja, rússnesks fyrirtækis sem smíð- ar rússnesk geimför og annast geimferðir Rússa, sagði að reglurn- ar um hvar Tito mætti halda sig í geimstöðinni væru „pólitísks eðlis“ en hann myndi fylgja þeim. Semjonov sagði að rússneskir embættismenn væru þegar farnir að ræða við auðkýfinga sem vildu feta í fótspor Titos og greiða Rúss- um fyrir ferð í geiminn. NASA féllst á geimferð Titos með semingi eftir nokkurra mánaða þref en bilun í tölvum geimstöðv- arinnar varð til þess að um tíma var útlit fyrir að töf yrði á því að Soyuz- farið gæti lagst að geimstöðinni. Geimförunum tókst þó að gera við tölvurnar með aðstoð áhafnar bandarísku geimferjunnar Endeavour sem hafði orðið að fresta ferð sinni aftur til jarðar vegna bil- unarinnar. Endeavour fór síðan frá geimstöðinni á sunnudag og var um 130 km frá henni þegar Soyuz lagð- ist að henni í gærmorgun. Tekur ekki þátt í starfi geimfaranna Tito, sem er sextugur, er fyrsti maðurinn sem greiðir fyrir ferð í geimnum. Hann er einnig næstelsti geimfari heims á eftir John Glenn, bandaríska geimfaranum og öld- ungadeildarþingmanninum fyrrver- andi, sem fór í aðra geimferð sína 77 ára að aldri. Hermt er að Tito hafi greitt Rúss- um andvirði tæpra tveggja millj- arða króna fyrir ferðina. Hann á ekki að taka þátt í störfum rúss- neskra förunauta sinna eða áhafnar geimstöðvarinnar. Hann hyggst einkum verja tíma sínum í að skoða jörðina og taka myndir. Tito og rússnesku geimfararnir tveir halda aftur til jarðar á laug- ardagskvöld. Rússneski geimfarinn Talgat Musabaev (t.v.) og Dennis Tito fara í Soyuz-geimfarið áður en því var skotið á loft frá Baikonur-geimferða- miðstöðinni í Kasakstan á laugardag. AP Júrí Úsatsjov, yfirmaður alþjóðlegu geimstöðvarinnar (t.v.), býður bandaríska auðkýfinginn Dennis Tito (fyrir miðju) velkominn um borð í geim- stöðina eftir að hann kom inn í hana í gegnum lúgu á jafnþrýstiklefa í gærmorgun. Alþjóðlega geimstöðin, með jörðina í bakgrunni. Myndin var tekin úr Soyuz-geimfari Rússa áður en það lagðist að geimstöðinni í gær. Tito kominn í alþjóðlegu geimstöðina Langþráður draumur bandaríska auð- kýfingsins Dennis Titos um að fá tæki- færi til að ferðast í geimnum hefur nú ræst þrátt fyrir andstöðu NASA, banda- rísku geimferðastofnunarinnar. Hann er nú kominn í alþjóðlegu geimstöðina eftir að hafa greitt Rússum andvirði tæpra tveggja milljarða króna fyrir geimferð sem á að standa í viku. Moskvu. Reuters, AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.