Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANTON Tsjekhov er eitt mik- ilvægasta leikskáld heimsbók- menntanna. Árið 1887 var leikrit hans Ívanov frumsýnt í Moskvu, en það var ekki fyrr en hin klassísku verk hans, Máfurinn, Vanja frændi, Þrjár systur, og Kirsuberjagarður- inn voru sýnd í Listaleikhúsinu í Moskvu (1898–1904) að hann var metinn að verðleikum. Öll hafa þessi leikrit verið sýnd hér á landi á síðustu árum í atvinnuleikhúsum eða nemendaleikhúsi. 500 bls. handrit að Platonof (einnig skrifað Platanov í leikskrá) kom í leitirnar sextán árum eftir dauða Tsjekhovs. Hann hafði skrif- að þetta verk tvítugur að aldri, um 1880, en því var hafnað og hann þróaði hugmyndina ekki frekar. Það var ekki fullfrágengið af höf- undarins hendi, tæki enda fimm tíma í flutningi en hefur reynst vin- sælt viðfangsefni leikhúsmanna um víða veröld sem sækja í það efnivið fyrir leikgerðir sínar á því. Breska leikskáldið Michael Frayn setti t.d. upp rómaða sýningu í breska Þjóð- leikhúsinu 1986 sem fór víða um heim og var m.a. sýnt í Þjóðleikhús- inu okkar undir nafninu Villihun- ang. Pétur Einarsson, Kjartan Ragnarsson og Ólafur Darri Ólafs- son hafa allir gert leikgerð eftir sínu höfði og þær hafa verið sýndar í leikstjórn Kjartans í Borgarleik- húsinu í Reykjavík, í Málmey í Sví- þjóð og nú síðast leikgerð Ólafs Darra – byggð á þýðingu Árna Bergmann og leikgerð Péturs Ein- arssonar – sem Ólafur leikstýrði fyrir Herranótt og sýndi nýverið í Tjarnarbíói. Leikgerðin nú er í leik- skrá sögð eftir Pétur Einarsson, Kjartan Ragnarsson og Hafnar- fjarðarleikhúsið; þýðanda er hvergi getið í leikskrá. Verkið er farsakenndur fjörleikur þar sem sögninni um Don Juan er snúið á haus, allar vilja meyjarnar eiga hann frekar en að hann vilji eiga þær allar. Þó að vissulega megi sjá ýmislegt í verkinu sem seinna varð Tsjekhov að umfjöll- unarefni þá eru efnistökin allt önn- ur. Hér sést hvergi örla á þeirri sáru lífsreynslu, örvæntingu hvers- dagslífsins og snilldarlegu stíl- bragða sem einkenna verkin sem skrifuð voru af Tsjekhov sem full- tíða manni. Hér er það leiði og óþol unglingsáranna sem ræður ríkjum í bland við ærslin og gáskann. Leik- gerðin er vel unnin og lögð er áhersla á aðalatriðin þannig að úr verður trúverðug heild; en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að það hafi ekki verið að ástæðu- lausu að Tsjekhov fann sig ekki knúinn til að vinna frekar úr þessu handriti, eins og hann átti t.d. seinna eftir að umbreyta Skógar- púkanum í Vanja frænda. Ef til vill eru leiklistarnemar í út- skriftarhóp ekki taldir nógu þrosk- aðir til að takast á við alvarlegri verk Tsjekhovs; hvað um það þau gera sitt besta í þessari sýningu, þó að þau hafi ekki mikil tækifæri til að kafa djúpt í persónurnar sem eru mest á yfirborðinu og lítið kjöt á beinunum. Björgvin Franz Gísla- son var bráðfyndinn en tókst líka að sýna ákveðna dýpt í hlutverkinu, sem annars gaf lítið færi á slíku. Í Hafnarfjarðarleikhúsinu er plássið nóg en það er eins og rýmið hamli sýningunni frekar en að það styðji verkið, a.m.k. draga vegalengdirnar úr hraða sýningarinnar. Í þessu sambandi er varla annað hægt en að bera saman verk Finns Arnar Arnarssonar og snilldarlega leik- mynd Sigurðar Kaiser í uppsetn- ingu Herranætur nýverið þar sem plássleysið á sviði Tjarnarbíós er nýtt verkinu til framdráttar. Læk- urinn er samt frábær lausn og verð- ur Agli Ingibergssyni ljósamanni og Hilmari Jónssyni leikstjóra upp- spretta endalauss leiks með ljós og leikara. Búningar Þórunnar E. Sveinsdóttur voru listavel gerðir og leikur hennar og Ástu Hafþórsdótt- ur með liti var eftirminnilega end- urspeglaður í ljósunum. Það má hafa til marks um leik- stjórnarhæfileika Hilmars Jónsson- ar hve sýningin er lífleg, sérstak- lega er endirinn tryllingslegur. Það væri gaman ef Hilmari væri falið verðugt verkefni í stóru stofnana- leikhúsunum fljótlega; umgjörðin í Hafnarfjarðarleikhúsinu hlýtur að vera farin að þrengja að honum og hann á skilið að fá að spreyta sig á nýjum leikurum og stærri viðfangs- efnum. Allar vildu meyj- arnar eiga hann LEIKLIST N e m e n d a l e i k h ú s i ð o g H a f n a r f j a r ð a r - l e i k h ú s i ð Höfundur: Anton Tsjekhov. Þýðandi: Árni Bergmann. Leik- gerð: Pétur Einarsson, Kjartan Ragnarsson og Hafnarfjarðarleik- húsið. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arn- arsson. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Gervi: Ásta Hafþórs- dóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Hljóðmynd: Margrét Örnólfsdóttir. Leikarar: Björgvin Franz Gíslason, Björn Hlynur Haraldsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Erling Jóhann- esson, Gísli Örn Garðarsson, Krist- jana Skúladóttir, Lára Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Víkingur Kristjánsson. Laugardagur 28. apríl. PLATONOF Sveinn Haraldsson Í ÁVARPI sínu við þessi tímamót í sögu setursins þakkaði forstöðumað- ur þess, Sabine Barth, öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við flutn- ingana. Nefndi hún sérstaklega Odd- nýju Sverrisdóttur, sem á sæti í stjórn Goethe-Zentrums, bókafor- lagið Mál og menningu og Erwin Metz frá þýzka sendiráðinu, sem lagði sig fram um að útvega auka- fjárveitingu sem gerði flutningana mögulega. Sagðist Sabine Barth ekki líta svo á, að hin ríka saga húsakynnanna – þar sem forlagið Mál og menning starfaði í áratugi – mundi verða starf- semi Goethe-Zentrums þar íþyngj- andi, heldur væri hún frekar áskorun um að halda uppi öflugu menningar- starfi. Það væri jú svo, að góð sam- vinna við íslenzka þýzkukennara og árangursrík miðlun þýzkrar tungu og menningar væri ekki alltaf undir því komin hvaða nafn stofnunin bæri né hve háum fjárhæðum hún hefði úr að spila, heldur fyrst og fremst því fólki sem verkefnunum sinnir. Með Sabine Barth og samherjum hennar virðist að minnsta kosti ferskur vind- ur kominn í segl þýzk-íslenzkra menningarsamskipta; að minnsta kosti gefur árangurinn sem náðst hefur af því starfi sem unnið hefur verið fram að þessu von um að sam- skiptin eigi eftir að verða enn virkari en hingað til. Þeir sem viðstaddir voru opn- unina, þar á meðal Björn Bjarnason menntamálaráðherra og þýzki sendi- herrann Reinhart Ehni, voru líka greinilega hrifnir af hinni nýju að- stöðu menningarsetursins og metn- aði fólksins sem að því stendur. Spurður um lokun Goethe-stofnunar í Reykjavík sagði þýzki sendiherr- ann: „Við ættum að hætta að tala bara um mistök liðins tíma. Hér og nú er verið að gera eitthvað nýtt.“ Við þetta er engu að bæta. Tímanna tákn rétt skilin? Núna verða kannski líka tímanna tákn rétt skilin í Þýzkalandi og fjár- veitingar til menningarsetursins auknar – því það er ekki endalaust hægt að byggja á sjálfboðavinnu, auk þess sem þeir sem hana leggja til ættu viðurkenningu skilið. Jafnvel þótt menningarmálin séu ávallt það fyrsta sem niðurskurðarhnífnum er beitt á þegar minnka þarf opinber út- gjöld er og verður einmitt mikilvægt fyrir Þýzkaland að fjárfesta í menn- ingarsamskiptum við önnur lönd. Flutningur Goethe-Zentrums í ný húsakynni er að minnsta kosti góð byrjun. Goethe-Zentr- um í nýjum húsakynnum Þýzka menningarsetrið Goethe-Zentrum var opnað með formlegum hætti eftir flutninga í ný húsakynni síðdegis á föstudag. Lars Sprenger var meðal viðstaddra. Morgunblaðið/Jim Smart Björn Bjarnason, Sabine Barth og Oddný Sturludóttir. ÁGÚST Sverrir Borgþórsson og Sigvaldi Jónsson unnu til fyrstu verðlauna í afmælissamkeppni Strik.is um bestu smásöguna og bestu heimasíðuna. Smásagan „Hverfa út í heiminn“ eftir Ágúst Sverri Borgþórsson hlaut fyrstu verðlaun í smásagna- samkeppni Strik.is sem vefgáttin efndi til í tilefni af eins árs afmæli sínu. Sögurnar „Karlarnir í kjall- aranum“ eftir Margréti Jóelsdóttur og „Einhelti“ eftir Einar Kárason deila með sér 2.–3. sætinu. Vefurinn www.dordingull.com, sem unnin var af Sigvalda Jónssyni, hlaut fyrstu verðlaun. Heimasíðan www.frosk- ur.net hafnaði í öðru sæti og www.kooks00.com í því þriðja. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og bárust alls 350 smásögur og 346 heimasíður voru tilnefndar. Verðlaun eru veitt í báðum flokk- um. Höfundur bestu smásögunnar fær 250.000. kr. og er hér um að ræða veglegustu verðlaun, sem veitt hafa verið fyrir smásögu hér- lendis, að sögn aðstandenda. Verð- laun fyrir smásögurnar í 2.–3. sæti eru 50.000 kr. auk bókaverðlauna frá Máli og menningu. Verðlaunin fyrir bestu heimasíðuna eru 200.000. kr og verðlaunin fyrir 2. og 3. sæti eru 50.000. kr. Dómnefnd smásagnakeppninnar var skipuð þeim Auði Jónsdóttur, rithöfundi, Brynhildi Þórarinsdótt- ur, ritstjóra Tímarits Máls og menningar, og Hrafni Jökulssyni, ritstjóra, sem jafnframt var for- maður dómnefndar. Dómnefnd heimasíðukeppninnar skipuðu þau Íris Björg Kristjáns- dóttir, efnisstjóri Strik.is og for- maður dómnefndar, Stefán Hrafn Hagalín, upplýsingatækniráðgjafi, Kristinn Jón Arnarson, ritstjóri Tölvuheims, og Gunnlaugur Lárus- son, blaðamaður og vefari á Strik.- is. Úrslit í samkeppni Strik.is Morgunblaðið/Jim Smart Verðlaunahafarnir í smásagnasamkeppninni: Ágúst Sverrir Borgþórs- son, sem bar sigur úr býtum, Margrét Jóelsdóttir og Einar Kárason. VERK eftir Pál Guðmundsson myndlistarmann á Húsafelli mun í framtíðinni prýða alþjóð- legan höggmyndagarð Chicago Athenaeum í Chicago í Banda- ríkjunum. Þetta er verkið Sörli er heygður Húsafells í túni, sem að undanförnu hefur verið á sýn- ingu Páls í Ásmundarsafni. Páll Guðmundsson segir að fyrir nokkrum árum hafi for- svarsmaður garðsins, Christian K. Narkiewicz-Laine, séð verk eftir hann og sýnt þeim áhuga. Ekkert hafi þó gerst þá. Snorri Tómasson frændi Páls myndaði alla sýninguna í Ásmundarsafni nýverið og fór með myndbandið með sér á fund Narkiewicz- Laine. Hann mundi vel eftir Páli og verkum hans, og af því sem hann sá á bandinu hjá Snorra hreifst hann sérstaklega af verk- inu Sörli er heygður Húsafells í túni, og bað um að fá það í garð- inn. Alþjóðlegi höggmyndagarð- urinn Chicago Athenaeum nær yfir um 20 ekra svæði og er stað- settur í Schaumburg, úthverfi Chicagoborgar. Meðal þeirra sem eiga listaverk sín þar eru þekktir myndlistarmenn á borð við Dennis Oppenheim, Makato Sei Watanabe, Ninu Levy, Klaus Vieregge, Arg- yro Konstantinidou, Charles de Montaigu, Apostolos Fanakidis, Jarle Rosseland og Egil Bauck Larssen. Páll Guðmundsson er fyrsti Íslendingurinn sem hlotnast sá heiður að eiga verk í garð- inum. Verk Páls var tekið nið- ur af sýningunni í Ásmundar- safni í gær, og leggur Sörli, átta tonn af grágrýti, af stað í víking vestur um haf á morg- un. Verkið verður afhjúpað vestra 28. maí að viðstöddum sendiherra Íslands. Þeir sem eiga leið um Chic- ago í sumar geta heimsótt höggmyndagarðinn Chicago Athenaeum, að 190 South Roselle Road, Schaumburg, Illinois. Að sögn aðstandenda garðsins er kjörið að eiga þar dagstund undir berum himni, og þangað kemur fólk gjarn- an með nesti, eða gengur um og skoðar listaverkin. Páll Guðmundsson við höggmynd sína Sörli er heygður Húsafells í túni. Morgunblaðið/Ásdís Sörli vestur um haf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.