Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM þessar mundir er píanó-leikarinn og hljómsveitar-stjórinn Gerrit Schuil að taka við starfi sem listrænn stjórn- andi Ýmis, tónlistarhúss Karlakórs Reykjavíkur. Gerrit hefur starfað sem tónlistarmaður á Íslandi í átta ár. Tónleikaraðir sem hann skipu- lagði í Garðabæ vöktu á sínum tíma mikla athygli fyrir metnaðarfulla efn- isskrá, vel heppnað og forvitnilegt val flytjenda og framúrskarandi list- flutning. Um tíma leit út fyrir að Gerrit Schuil flyttist af landi brott, en það var jafnljóst að fjölmargir ís- lenskir tónlistarunnendur vildu ekki sleppa honum, vegna þess merka starfs sem hann hafði unnið hér. Tón- listarmenn sem hann hafði unnið með söfnuðu undirskriftum honum til stuðnings, í þeirri von að hægt yrði að tryggja honum framtíð í íslensku tón- listarlífi. Síðsumars í fyrra komu forsvars- menn Karlakórs Reykjavíkur að máli við Gerrit, kynntu fyrir honum hug- myndir sínar um að byggja þyrfti upp tónlistarlíf í tónlistarhúsi þeirra, Ými, og spurðu hann hvort hann hefði áhuga á að koma til liðs við þá og gera eitthvað spennandi í húsinu. Gerrit fór og skoðaði húsið, til að kanna hvað væri hægt að gera þar og hvað ekki, og tók sér nokkra mánuði í að hugsa málið. „Þetta boð kom á þeim tíma sem ég var að hugsa um að flytja frá Íslandi. Ég held að þetta hafi eitthvað að gera með örlög, það var bara ekki kominn tími til þess að fara. Mér fannst samt erfitt að segja bara strax: já, takk fyr- ir, ég skal gera þetta; það tók mig langan tíma að hugsa málið. Ég var mikið erlendis á þessum tíma, og í fyrsta skipti sem ég kom aftur hingað heim kom upp í mér mjög skrýtin kennd sem ég var hræddur við; – mér fannst tilfinning mín fyrir landinu al- veg farin, og það var mikið áfall. Þeg- ar ég kom heim næst var þessi tilfinn- ing farin, guði sé lof. Ég var líka búinn að ræða þetta við vini mína hér og þeir voru auðvitað líka daprir yfir tilhugsuninni um að ég myndi kannski fara. Svo bættist það við að ég fékk ótal bréf, símhringingar og tölvupóst frá alls konar fólki sem hafði sótt tónleika mína, þar sem ég var hvattur til að vera hér áfram. Allt spilaði þetta saman í ákvörðun minni um að vera hér áfram og taka þessu starfi.“ Gerrit Schuil er mjög sáttur við þessa ákvörðun sína. Engu að síður talar hann um mikilvægi þess að hann geti haldið áfram að starfa með tónlistarfólki erlendis. „Það er alveg nauðsynlegt fyrir sjálfan mig að starfa líka úti. Ég vil ekki glata sambandi við það svæði sem ég kem frá. Þá er ég ekki bara að tala um heimaland mitt, Holland, heldur líka Þýskaland og Austurríki; þýska málsvæðið, sem sú list sem ég starfa við kemur frá. Þegar ég er þarna úti kemur gjarnan yfir mig til- finning sem ég neitaði lengi að hlusta á; gömlu trén, skógarnir; ég hef sakn- að þess. Ég er búinn að búa hérna í átta ár og vera í mikilli vinnu allan tímann, og ég komst að því að batt- eríin voru að verða tóm. Íslenskt menningarlíf og kúltúr er allt öðru vísi en úti. Náttúran hér hjálpar mér vissulega mikið, en samt; það er ekki náttúran mín. Nú er ég búinn að skipuleggja næstu tvö, þrjú ár í lífi mínu, ég ætla að deila þeim á milli Ís- lands og þessara staða erlendis, og mér líður mjög vel með það.“ Gerrit Schuil varð fimmtugur í fyrra, og segir að við þau tímamót hafi hann farið að hugsa meira um líf sitt; skoða hverju hann hefur áorkað í lífinu hingað til, og hvernig því sem eftir er yrði best varið. Maður verður að endurnýjasig. Mér leiðist ef ég finn aðég er að endurtaka mig; ég get það ekki, ég er ekki þannig kar- akter. Ég verð alltaf að hafa eitthvað nýtt og spennandi að fást við, eitt- hvað sem skapar nýjar hugmyndir.“ Gerrit Schuil verður listrænn stjórnandi Ýmis, og í starfinu felst fyrst og fremst að skipuleggja tón- leikahald í húsinu. Gerrit hefur þegar skipulagt þrettán tónleika röð sem hefst í byrjun september og stendur fram í maí árið 2002. Hann talar um að byggja þurfi upp tónlistaranda í húsinu. Maður þarf líka að huga að þvíhvernig tilfinning eigi aðvera í svona húsi, og í sam- starfi við fólkið sem á það þarf að móta þessa tilfinningu. Frá mínum bæjardyrum séð eru það gæðin en ekki magnið sem skipta máli. Maður þarf að hugsa um hvað hæfir þessu húsi og hvað ekki, og þar skipta gæð- in máli. Svo kemur bara í ljós hvað hægt er að gera. Ég veit af eigin reynslu að góður andi næst í svona húsi ef næst jákvætt og gott samstarf fólksins sem starfar þar. En það er auðvitað líka efnisskráin, flytjend- urnir og fólkið sem sækir tónleikana sem skapa þennan anda. Og ég er mjög bjartsýnn á að þetta takist. Ég býst við því að það taki tíma að venja fólk við að koma í nýtt hús, það er margt í boði fyrir tónlistarunnendur, og þetta er bara lítill hópur sem kem- ur á alla þessa tónleika. Auðvitað gæti maður farið þá leið að gera eitt- hvað sem allir vilja heyra, og þá kem- ur fólk; en það er ekki mín leið. Mér finnst mikilvægt að hugsa um efnis- skrána og þá flytjendur sem koma fram og bjóða upp á eitthvað sem er ekki endilega það venjulegasta. Mér finnst það ábyrgðarhluti að fara ekki endilega auðveldustu leiðina. Svo sjáum við bara til hvernig gengur. Ég vona bara að fólkið sem hefur komið á tónleika mína hingað til komi í Ými.“ Gerrit er búinn að velja tónleikaröð- inni nafn. „Tónleikaröðin á að heita Sunnudags-matinée. Íslendingar vilja auðvitað hafa allt á íslensku, en mér finnst þetta nafn gott. Það er notað alls staðar í heiminum um síð- degistónleika, og mér finnst matinée alveg eins geta verið íslenskt orð.“ Sunnudags-matinée verða klukkan 16 á sunnudögum, aðra til þriðju hverja viku. Meðal flytjenda eru bæði þekktir íslenskir tónlistarmenn og útlendingar á heimsmælikvarða. Þar má nefna píanóleikarann John Lill, sem verður með einleikstónleika í apríl, og Arriaga-strengjakvartettinn frá Brussel sem leikur í febrúar. Sex einsöngstónleikar verða í röðinni, og þar koma fram með Gerrit Schuil þær Sólrún Bragadóttir, Alina Du- bik, Signý Sæmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir og Elín Ósk Óskarsdótt- ir. „Mér finnst það skandall hvað heyrist sjaldan í Elínu Ósk,“ segir Gerrit. Guðný Guðmundsdóttir kom með þá hugmynd að halda tónleika með gömlum nemendum sínum, þar sem þau lékju allar einleiks partítur og -sónötur Bachs á einum tónleikum og verður það mjög sérstakt, að sögn Gerrits. Þá verða kammertónleikar þar sem Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Helga Þórarins- dóttir leika píanókvartetta með hon- um. Auk tónleika Johns Lills verða tvennir aðrir píanótónleikar. Þar leika annars vegar Þorsteinn Gauti Sigurðsson og hins vegar Richard Simm. Svo verða sérstakir tónleikar þar sem Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Caput flytja verk fyrir rödd og ýmis hljóðfæri, og meðal þeirra verða þjóð- lagaútsetningar eftir Luciano Berio. Gerrit segist hlakka til framtíð-arinnar. Hann segir að umþessar mundir séu að útskrif- ast úr tónlistarskólunum nokkrir ótrúlega góðir tónlistarmenn, og að það verði spennandi að fylgjast með þeim. Gerrit Schuil segir Ými vera gott tónlistarhús. „Það er eitt og annað sem þarf að gera til að gera húsið að virkilega góðu tónlistarhúsi. Salurinn hefur þó mjög, mjög fínan hljómburð, hljómurinn lifir og hljóðfæri blandast mjög vel saman og það er mjög mik- ilvægt. Flygillinn er alveg dásamleg- ur, og að mínu mati besti flygill lands- ins. Hann hefur fínan karakter og frábæra liti og ég elska þetta hljóð- færi, ég er mjög heppinn með það. Húsið bíður eftir að eitthvað sé skap- að í því. Það bíður eftir fólki sem kemur inn að skapa eitthvað og það er mjög spennandi. Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu þótt ég viti að þetta verður ekki endilega auðvelt.“ Í dag klukkan hálftvö hefst opiðhús í Ými. Þá getur fólk komið íheimsókn og skoðað húsið. Á sviðinu verða litlir kynningartón- leikar með nokkrum þeirra tónlistar- manna sem koma til með að leika í tónleikaröðinni Sunnudags-matinée. Þeir tónleikar hefjast klukkan 14.30. Fólk getur komið og farið, skoðað húsið og hlustað ókeypis á þá lista- menn sem þar leika og notið hljóms- ins í húsinu. Í kvöld og annað kvöld kl. 20.30 verða tónleikar með Rannveigu Fríðu Bragadóttur og Gerrit Schuil, en Guðný Guðmundsdóttir kemur fram með þeim og leikur á víólu í tveimur lögum eftir Brahms. Annað á efnisskrá Gerrits og Rannveigar Fríðu eru fjögur Mignon-ljóð, bæði eftir Schubert og Hugo Wolf; Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Ma- hler og loks Haugtussa eftir Grieg. Daginn eftir ætla þau Gerrit og Rannveig Fríða að hefjast handa við að hljóðrita þessa efnisskrá til útgáfu á geisladiski í haust. Það er ljóst að mikið verður lagt í að marka Ými stað í tónlistarlífi höf- uðborgarsvæðisins. Fyrsta tónleika- röð hússins, Sunnudags-matinée, sem hefst annan september í haust, gefur fyrirheit um mikinn metnað skipuleggjenda og vonir um að tón- listarunnendur geti átt ánægjulegar stundir í Ými þegar fram líða stundir. Nauðsynlegt að skapa góðan anda Gerrit Schuil hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi Ýmis, tónlistarhúss Karlakórs Reykjavíkur í Skógarhlíð. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við hann um tónleika með Rannveigu Fríðu Bragadóttur í kvöld og annað kvöld, Sunnudags-matinée, tónleika- röð sem hefst í húsinu í haust, um dvöl hans hérlendis og fleira. Morgunblaðið/ÁsdísGerrit Schuil, listrænn stjórnandi í Ými, tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavíkur. begga@mbl.is ANNAÐ kvöld, 2. maí kl. 20.30, verða tónleikar í Seltjarnarneskirkju þar- sem fram kemur Inga Björg Stefáns- dóttir mezzósópran. Brynhildur Ás- geirsdóttir leikur með henni á píanó, en auk þess kemur fram enskur gestasöngvari, Alex Ashworth barít- on, og strengjakvartett skipaður Sig- urlaugu Eðvaldsdóttur og Dóru Björgvinsdóttur fiðluleikurum, Her- dísi Jónsdóttur víóluleikara og Bryn- dísi Björgvinsdóttur sellóleikara. Meðal verka á fjölbreyttri efnisskrá verður ljóðaflokkurinn Charm of Lullabies eftir Benjamin Britten, sönglög eftir John Ireland, Ernest Chausson og Samuel Barber og Sjö spænsk alþýðulög eftir Manuel de Falla. Inga Björg Stefánsdóttir stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og lýkur í vor námi frá Konunglegu tón- listarakademíunni í Lundúnum. „Ég er búin að vera í námi í Royal Academy of Music og átti að klára í fyrra. Þá varð ég fyrir því óláni að fá hnút á raddböndin, svo ég gat ekki klárað. Nú er ég búin að vera að jafna mig, þurfti eiginlega að byrja frá byrjun með röddina, en það hefur gengið svo vel að ég er að klára í vor og held útskriftarónleika mína úti 8. júní. Í framhaldi af því ætla ég að leita fyrir mér í Englandi og fara í nokkrar söngprufur við óperuhús þar.“ Inga Björg náði þeim árangri í fyrra að bera sigur úr býtum í söngv- arakeppninni English Song Prize, sem allir nemendur skólans taka þátt í. Sigurinn var þó ekki í hendi átaka- laust. „Mér tókst að brjóta keppnis- reglurnar sem segja til um að öll verk eigi að vera eftir tónskáld fædd í Eng- landi. Ég söng þarna lag eftir Matyas Seiber sem fæddist í Ungverjalandi, en það varð mér til happs að það kom á daginn að hann hafði verið enskur rískisborgari, svo að dómarinn sá í gegnum fingur sér við mig.“ Aðspurð um efnisskrána segir Inga Björg hana svolítið sérstaka. „Lögin eftir John Ireland eru mjög falleg. Ljóðaflokkurinn eftir Britten er tals- vert erfiðari. Hann kallast Charm of Lullabies en þegar maður fer að hlusta á textann þá er hann ekki mjög barnvænn, flengingar þreyttrar barnfóstru og þar fram eftir götun- um. Hins vegar eru spænsku lögin æðisleg, full af spænskum hita. Alex syngur Dover Beach eftir Barber með strengjakvartett og ég syng svo með píanói og strengjakvartett verkið eftir Chausson.“ Inga Björg er búin að vera hér heima að ná sér eftir raddvandræðin og hvíla sig vel með fimm ára syni sín- um. „Mér var hætt að þykja gaman að syngja, og ég var orðin hrædd og hætt að treysta því hvað kæmi næst hjá mér. Nú er allt komið í lag og mig er farið að langa á sviðið aftur. Ég ætla að byrja í Englandi, vera næsta ár í London og sjá svo til, fara kannski til Þýskalands.“ Inga Björg Stefánsdóttir með tónleika á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Ásdís Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari, Alex Ashworth baríton og Inga Björg Stefánsdóttir mezzósópran sameina krafta sína annað kvöld. Braut keppnisreglurnar og sigraði í keppninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.