Morgunblaðið - 23.06.2001, Side 28

Morgunblaðið - 23.06.2001, Side 28
28 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALLT fram á þessa öld var Eyja- fjallajökull hliðarjökull út úr Mýr- dalsjökli. Þegar hlýnaði og jöklar tóku að hopa hvarf íshellan að mestu á milli þessara jökla. Eftir eru stórar fannir sem sjaldan leysir alveg sum- arlangt. Þetta er Fimmvörðuháls sem í dag er ein af vinsælustu gönguleið- um á Íslandi. Svo margir ganga þar um á hverju sumri að gestabókin í Baldvinsskála, sem stendur syðst á Hálsinum, endist varla sumarið út. Nafnið kemur af því að norðan í Hornfellsnípu í Skógaheiðinni er klapparsker með fimm vörðum sem kallað er Fimmvörðusker. Sá sem hér heldur á penna var lengi þeirrar skoðunar að betra væri að hefja gönguna að norðanverðu, á Goðalandi og studdi það þeim rökum að betra væri að taka hæðina í einum áfanga og ganga síðan undan fæti stærstan hluta leiðarinnar. Auk þess getur veður verið þannig að erfitt sé að finna leiðina niður af Hálsinum og inn á Morrisheiði. Sá sem reynir að fara annarstaðar niður en yfir Helj- arkamb segir ekki frá ferðum sínum. Það er hins vegar vinsælla að hefja gönguna frá Skógum og því verður sú leið valin hér. Það hefur áður komið fram að um er að ræða eina allra vinsælustu gönguleið á Íslandi. Hitt er líka jafn ljóst að hún er e.t.v. sú viðsjárverð- asta sakir snöggra breytinga sem þar geta orðið á veðri á hvaða árstíma sem er. Það getur verið blítt og stillt á láglendi beggja vegna en þegar komið er upp á há-hálsinn er hugsanlega svarta þoka svo ekki sér handa skil. Því miður hafa orðið þar alvarleg slys sakir þess að menn hafa verið van- búnir undir veðurbreytingar. Segja má að á göngu yfir Fimmvörðuháls fái maður þverskurðinn af íslenskri náttúru á einum degi. Skóg, grænar grundir, há fjöll, jökla, sand, grjót og ár sem ýmist eru tærar eða kolmó- rauðar. Gróft má skipta leiðinni upp í fjóra hluta. Frá Skógafossi og inn að göngu- brúnni á Skógá 3 klst. Frá göngubrúnni og upp að Bald- vinsskála 2 klst. Frá Baldvinskála yfir sjálfan Fimmvörðuhálsinn og inn á Morris- heiði 2 klst. Ofan af Morrisheiði og niður í Bása á Goðalandi 1-1,5 klst. Við hefjum gönguna neðan við Skógafoss austan árinnar. Fossinn er 60 m hár, mjög stílhreinn og formfagur, af mörgum talinn einhver fegursti foss landsins. Til er þjóðsaga þar sem sagt er frá því að Þrasi landnámsmaður hafi falið gullkistu sína í helli bak við fossinn eins og fram kemur í gamalli vísu: Þrasa kista auðug er undir fossi Skóga, hver sem þangað fyrstur fer finnur auðlegð nóga. Leiðin liggur upp bratta brekku við hliðina á fossinum. Síðan er Skógánni fylgt þar til farið er yfir hana á göngu- brú rétt sunnan við þar sem bílveg- urinn liggur yfir ána. Í gilinu sem áin rennur í er fjöldinn allur af fossum, af öllum mögulegum stærðum og gerð- um. Sá sem fyrst verður á vegi okkar heitir Hesta- vaðsfoss. Neðan hans eru skógi vaxnir hólmar sem bærinn dregur nafn sitt af. Þetta er eini náttúrulegi skógarbletturinn á svæð- inu sem skýrist af því að þangað nær ekki sauðfé. Munnmæli herma að ekki megi hrófla við gróðri þar, annars hljótist illt af. Næsti foss sem á vegi okkar verður er Fosstorfu- foss og síðan Steinbogafoss. Þar er eini staðurinn sem hægt er að ganga þurrum fótum yfir ána. Þar lá fyrrum kirkjuvegur ábúenda á austustu bæj- um í Austur-Eyjafjallahreppi (Skarðs- hlíð og Drangshlíð), á þeim tíma er þeir áttu kirkjusókn í Skógum. Útsýni til suðurs og austurs er líka stórkostlegt. Dyrhóla- og Pétursey og Fimmvörðuháls Ferðafélag Íslands gengst fyrir göngu- ferð um Fimmvörðu- háls nú á Jónsmess- unni. Leifur Þor- steinsson segir frá þessari vinsælu gönguleið.                                                 !"       #"  $  % &   '      ! "#$%  !         !     #   ( )   $       ! "  !   #$%  ''''''''''''( ! *   "   (+        +   %   % (     % (   * )( #*  ,( (  -       %   +.  !     +    "     ! !!%& %'( !'() !'*& !'$* "&&          )  % ( # $    #"' *#(  * (/   %     ")    . 5 '. )2! '. &(!!$ $ 6 (! $! $ , 7 8!'  "!'  ('" #(    & '') Heljarkambur Ljósmynd/Ólafur Sigurgeirsson SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.