Morgunblaðið - 23.06.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 23.06.2001, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 57 Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Vit nr 238. www.sambioin.is Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit nr. 231 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Vit nr 236. B E N A F F L E C K Sýnd kl. 6 og 9.30. B.i. 12 ára. Vit nr 235. PEARL HARBOR 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. HEIMS FRUMS ÝNING Læknirinn er mættur aftur. Tvöfalt betri. Tvöfalt fyndnari. VALENTINE Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit nr 246  EÓT Kvikm yndir.is Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Strik.i s Sýnd kl. 6 og 8.30. B. i. 16. Vit nr. 201. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.14. Vit nr 220. B E N A F F L E C K 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. Sýnd kl. 6.30 og 10. Vit nr 235. B.i. 12 ára HL.MB L Stórkostleg mynd sem endurskapar einn magnaðasta atburð seinni heimsstyrjaldarinnar á raunsæjan hátt. Frábær upplifun fyrir augu og eyru sem er í senn spennandi og góð ástarsaga. Ef þú ferð bara tvisvar í bíó á ári, þá sérðu þessa tvisvar! Kvikmyndir.com Blóðrauðu fljótin Sýnd kl. 8, 10 og 12. Bi 16 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 12. 3 vikur á toppnum í USA Sannir spæjarar...bara aðeins minni Frábær fjölskyldu og ævintýramynd „Bond mynd fyrir fjölskylduna“ HK DV  AI MBL  ÓHT Rás2  Kvikmyndir.is Get Over It Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 12. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 á miðnætti. HEIM SFRU MSÝN ING Someone Like You e e i e Læknirinn er mættur aftur. Tvöfalt betri. Tvöfalt fyndnari. EÓT Kvikmyndir.is BLÚSARINN John Lee Hooker lést í svefni á heimili sínu í San Franc- isco á fimmtudaginn, 83 ára að aldri. Hooker var einn áhrifamesti blústónlistarmaður 20. aldarinnar og í fámennum hópi frumkvöðla sem breiddi út Missisippi Delta blúsinn til fjöldans. Hafa og tónlist- armenn allt frá Carlos Santana til Rolling Stones nefnt hann sem einn af sínum helstu áhrifavöldum. Þrátt fyrir háan aldur var Hook- er enn í fullu fjöri þegar hann dó og til marks um það lék hann á tón- leikum um síðustu helgi fyrir fullu húsi gesta sem fögnuðu honum innilega að loknum flutningi. Á ríflega hálfrar aldar ferli lék Hooker inn á vel yfir 100 plötur og var boðinn velkominn í Frægð- arhöll rokksins árið 1991. Hann ólst upp í hópi 11 systkina í Miss- isippi og lærði sín fyrstu gítargrip hjá stjúpföður sínum. 14 ára gam- all flúði hann að heiman í leit að frægð og frama sem söngvari og gítarleikari og lá leið hans til Memphis og Detroit. Eftir að hafa áunnið sér sess sem einn færast blúsarinn á svæðinu öðlaðist hann fyrst almenna frægð árið 1948 þegar hljóðritun hans á laginu „Boogie Chillen“ náði tals- verðum vinsældum. Stíllinn þótti líka allsérstakur. Hrár gítarleikur, taktslag með fætinum og seiðandi strigaröddin voru hans sér- einkenni, sem síðar voru kennd við „boogie“. Hooker náði mestri hylli á 7. ára- tugnum eftir að hljómsveitir á borð við Rolling Stones höfðu hamrað á snilli hans og mikilvægi. Í kjölfarið urðu vinsæl lög á borð við „Boom Boom“ og „Dimples“. Árið 1989 var hann enn „upp- götvaður“ þegar gefin var út plat- an The Healer þar sem Hooker naut aðstoðar listamanna á borð við Santana, Bonnie Raitt og Ro- bert Cray. Sankaði platan og Hooker að sér verðlaunum, þ.á m. Grammy-verðlaunum, en hann hlaut alls fern slík verðlaun á ferl- inum og sérstök heiðursverðlaun á hátíðinni í fyrra, fyrir ævistarf sitt. Carlos Santana segir í frétta- tilkynningu sem hann sendi frá sér eftir fráfall Hookers: „Það eru ekki til lýsingarorð sem fá lýst þeim áhrifum sem John Lee hefur haft á hjörtu okkar. Við tónlistarmenn og almenningur erum honum eilíflega þakklát og bæði virðum hann og dáum.“ Það er mál manna sem blús- tónlist þekkja að með Hooker hafi horfið af braut síðasti stóri blús- arinn úr hópi brautryðjendanna. Í viðtali við L.A. Times í tilefni af útkomu The Healer fyrir rúmum áratug gerði Hooker grein fyrir ævistarfi sínu. „Það má vel vera að ég sé ekkert sérstaklega góður í að skrifa tónlist. En þegar skapa á lag héðan frá,“ sagði hann og benti á hjartað, „og héðan“, og síðan á höf- uðið, „þá kemst enginn með tærnar þar sem ég hef hælana.“ Áhrifamikill brautryðjandi Reuters Hooker var ávallt svalur á sviði. Blúsgoðsögnin John Lee Hooker látin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.