Morgunblaðið - 06.07.2001, Page 29

Morgunblaðið - 06.07.2001, Page 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 29 EVRÓPSK samtök um nýtingu vistvænna orkugjafa, EUFOR- ES, héldu nýlega árs- fund sinn á Gotlandi í Svíþjóð. Meginvið- fangsefni samtakanna er að stuðla að auk- inni notkun endurnýj- anlegra orkugjafa. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að endurnýj- anleg orka fari úr 5-6% í dag upp í 12 % innan 10 ára. Svo sem ítrekað hefur verið bent á er hlutfallið hér á Íslandi 66-67% (á móti 5-6% ESB) og kemst engin þjóð með tærnar þar sem við höf- um hælana í þeim efnum. EOFORES eru m.a. mynduð af fulltrúum ýmissa vistvænna orku- framleiðenda í Evrópu, þingmönn- um og vísindamönnum í álfunni. Forseti samtakanna er Eryl McNally, bresk þingkona á þingi ESB. Hún hélt erindi á Íslandi í nóvember 1997 á ráðstefnu, sem haldin var í Ráðhúsinu í Reykjavík um vistvæn ökutæki. Fleiri við orkuöflun en í bílaiðnaði Vegna markmiða ESB um aukna hlutdeild vistvænna orkugjafa hef- ur mikið gerst í Evrópu á því sviði. Þannig er framleiðsla rafmagns með vindorku að verða stöðugt stærri þáttur í orkuöflun ýmissa Evrópuríkja, einkum Dana, Þjóð- verja og Spánverja. Þá fer ört vaxandi hlutur líf- rænna efna við framleiðslu raf- magns (með svipaðri aðferð og metangasið er framleitt hjá Sorpu). Standa Svíar, Finnar og Austurríkismenn framarlega í þeim flokki. Framleiðsla rafmagns með end- urnýjanlegri orku er orðin öflug starfsgrein í Evrópu og starfa í dag fleiri við slíka framleiðslu en í bílaiðnaðinum evrópska. Umhverfisstig Á Gotlandi hélt m.a. erindi, Jose Fages, forseti Evrópusam- taka smærri vatns- aflsvirkjana. Greindi hann m.a. frá niður- stöðum yfirgripsmik- illar rannsóknar hóps spænskra vísinda- manna. Skoðuð voru umhverfisáhrif af framleiðslu rafmagns með átta ólíkum aðferðum: Með mó, kolum, jarðefnagasi, kjarn- orku, vindorku, smærri vatnsafls- virkjunum og sólarorku. Þarna er m.ö.o. um að ræða helstu leiðir til rafmagnsframleiðslu en vantar þó inn í þessa rannsókn rafmagn framleitt með jarðvarma (sbr. Svartsengi, Nesjavellir og Krafla). Rannsóknin metur áhrif orku- framleiðslunnar á 12 þætti um- hverfis og samfélags. Má þar nefna loftslagsbreytingar, óson- áhrif, súrt regn, geislun, þung- málma, staðbundna loftmengun, losun úrgangs o.s.frv. Aðferðin við mat þetta er viðurkennd á alþjóða- vísu og nefnist LCA (Life Cycle Analysis). Er þá tekið til allra þátta við raforkuframleiðsluna – allt frá öflun hráefnis til förgunar á úrgangi og áhrif hvers þáttar á umhverfið. Allt að 569 þættir eru teknir til skoðunar í matsferlinu. Í lokin er síðan hverri aðferð veitt stig, umhverfisstig (Ecopoint). Því hærri sem stigatalan er þeim mun skaðlegri eru áhrifin á umhverfið. Lítum á niðurstöður hinnar spænsku rannsóknar: Orkugj. Umhv.stig Mór .................................... 1.735 Olía .................................... 1.398 Kol ..................................... 1.356 Kjarnorka ............................ 672 Jarðefnagas ......................... 267 Vindorka ................................ 65 Minni vatnsaflsvirkjun ........... 5 Margt athyglisvert kemur fram í könnun þessari. Þannig eru um- hverfisstig rafmagns framleitt með kjarnorku t.d. um helmingi lægri en af kolum og olíu. Við það má þó bæta almennum ótta við slys í kjarnorkuverum og harða kröfu um að fækka slíkum verum (sbr. í Svíþjóð). Mest sláandi er þó hversu lítil umhverfisáhrifin eru af vatnsaflsvirkjunum eða aðeins 5 stig. Það felur í sér m.a. að til framleiðslu á einu kílówatti (kWh) af rafmagni með mó eru áhrifin um 300 sinnum meiri og 250 sinn- um meiri ef olía er notuð við raf- orkuframleiðslu í stað minni vatns- aflsvirkjunar. Sannarlega sláandi tölur. Heimurinn, kol og vatn Rannsókn Spánverjanna er lofs- verð og dregur athygli að mörgum þáttum. Hún lýsir í hnotskurn þeim vanda sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir. Orka er undirstaða velferðar. Þess vegna eykst ásókn í orku stöðugt og er ekkert lát þar á. Hins vegar eykst krafan um aðgát varðandi um- hverfið. Kyoto-samkomulagið, ákvörðun ESB um aukna notkun endurnýjanlegrar orku og fleira í þeim dúr endurspeglar áhyggjur fólks af hnattrænum umhverfis- áhrifum orkunotkunar. Umhverfis- málin verða aldrei skoðuð öðruvísi en í hnattrænu samhengi. Af þess- um sökum eykst stöðugt eftir- spurn eftir vistvænni orku. Og yfir henni ráða Íslendingar. Segja má að hún sé ein verðmætasta auðlind okkar og grunnur að mikilli vel- ferð. Vatnsafl, kol eða olía Hjálmar Árnason Orkugjafar Orka, segir Hjálmar Árnason, er undirstaða velferðar. Höfundur er formaður iðnaðarnefndar. ÞEIR, sem málið varðar, hafa fylgst með skoðanaskiptum forsvarsmanna Grein- ingar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins og yf- irvalda félagsmála á Íslandi nú síðustu mánuði. Þar hefur verið reifaður frá ýmsum hliðum sá fjár- hagsvandi sem Grein- ingarstöðin stendur frammi fyrir nú eins og oftast áður. Í þess- um umræðum hefur nokkrum sinnum verið vikið að hlutverki og starfssviði Greining- arstöðvar en það snýr að fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra. Fötluðum börnum fjölgar Með aukinni tækni og þekkingu fjölgar fötluðum börnum. Fleiri fötluð börn lifa sem áður dóu vegna þess að viðeigandi meðferð var ekki fyrir hendi eða ekki veitt vegna viðhorfa sem ríktu til fatl- aðra. Einnig er nú hægt af tækni- legum ástæðum að greina fleiri fatlanir og veita viðeigandi úrræði. Þar að auki eru kröfur um áfalla- hjálp alls staðar háværar og er vax- andi krafa á starfsfólk Greiningar- stöðvarinnar um að styðja foreldra í þeirra sorg og erfiðleikum sem fylgja því að barn þeirra greinist með fötlun. Skjólstæðingum stöðvarinnar fer því fjölgandi. Börn aldrei þrýstihópur Börn ein og sér verða aldrei sterkur þrýstihópur. Fyrir þeirra hönd verða foreldrar og forsvars- menn að beita þrýstingi. Foreldrar ungra barna er líklega sá hópur sem er undir einna mestu álagi í iðnvæddum samfélögum því segja má að þeir heyi sína lífsbaráttu á mörgum vígstöðvum. Og þegar kemur að foreldrum fatlaðra barna fjölgar enn or- ustunum því í viðbót við venjulega lífsbar- áttu þurfa þeir að berjast fyrir sérstök- um úrræðum fyrir barn sem þeir elska jafnmikið og hin börn- in sín, barn sem oft á tíðum krefst gríðar- lega mikillar umönn- unar og orku. Foreldrar fatlaðra barna eru því oftar en ekki þreytt fólk bæði á sál og líkama. Bið eftir lögbundinni þjónustu Greiningar- stöðvar, einu stofnun sinnar teg- undar á Íslandi er ómannúðleg við- bót við aðra erfiðleika foreldra. Snemmtæk íhlutun Allir sem koma að meðferð barna með þroskafrávik, hvort sem frávik eru á sviði andlegs- eða líkamlegs þroska, vita að grundvallarmáli skiptir fyrir allar framtíðarhorfur slíkra barna að frávikin séu greind strax og réttum úrræðum beitt. Það hefur margoft verið sannað að snemmtæk íhlutun er einföldust, sársaukaminnst og þegar til langs tíma er litið ódýrust því ekkert er jafnslæmt og að velta vandanum á undan sér. Fjárfestingagleði Íslendingar eru fjárfestingaglað- ir. Við reisum dýrar byggingar, virkjanir og borum dýr göng. Ekk- ert skal til sparað þegar opinberar byggingar eru reistar, þjóðmenn- ingin skal í heiðri höfð og óhætt er að segja að fjárlagaramminn fari þá út um víðan völl. Hvenær er mennt máttur? Greiningarstöð ríkisins býr ekki við dýran eða glæsilegan húsa- eða tækjakost. Þar felst aðalkostnaður- inn í launum starfsfólksins því í menntun þess og starfsreynslu eru úrræði stöðvarinnar fólgin. Að mennt sé máttur á hér betur við en víða annars staðar. Og nú er svo komið að hinn almenni vinnumark- aður er farinn að veita ríkinu sam- keppni um starfskrafta þessa sér- hæfða starfsfólks stöðvarinnar og auðvitað er í hæsta máta óeðlilegt að ætla því að þiggja lakari kjör hjá Greiningarstöðinni en annars stað- ar. Þetta vita yfirvöld félagsmála á Íslandi og er þeim því vandi á höndum. Foreldrar fatlaðra barna eiga ekki í nein önnur hús að venda. Um þá og börn þeirra er ekki nein samkeppni. Um málefni Greiningarstöðvarinnar verður að ríkja sátt. Óviðunandi er að biðlist- ar lengist og úrræði færist fjær ör- væntingarfullum foreldrum. Sóma síns vegna verða yfirvöld félags- mála á Íslandi að finna hið fyrsta varanlega lausn á viðvarandi fjár- hagsvanda Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvar ríkisins. Viljum varan- lega lausn Ragnheiður Gunnarsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og móðir fatlaðs barns. Fatlaðir Foreldrar fatlaðra barna eiga ekki í nein önnur hús að venda, segir Ragnheiður Gunnarsdóttir. Um þá og börn þeirra er ekki nein samkeppni. JÆJA, þá gerðist það sem hefur verið fyrirsjáanlegt um langt skeið: Þroskaþjálfar fóru í verkfall. Það er með ólíkindum hvað þeir hafa annars verið þolinmóðir. Vinnu- veitendur þeirra hafa með öllum sínum útspilum í gegnum tíðina vanvirt stéttina og lítillækkað hana. Atgervisflótti hefur verið landlægur og æ fleiri ófaglærðir sinna þeim fáu stöðugildum sem annars voru eyrnamerkt þroska- þjálfum. Páll Pétursson reynir á tyllidögum að hressa upp á vinskap sinn við greyin með því að hrósa þeim: „Þroskaþjálfar eru fólk með einstaklega gott hjartalag.“ Ráð- herrann fattaði það ekki að með slíkum hrósyrðum var hann ekki að brúa bilið milli sín og þeirra, held- ur ýfa annars nógu úfinn sjó. Þetta minnir á hið barnalega viðhorf manna til fólks með fötlun, að það sé alltaf svo jákvætt eða þakklátt eða að gömlu fólki þyki gaman í bingó! Fleiri hæli Síðustu árin hefur risið mýgrút- ur af sambýlum, dagdeildum og öðrum úrræðum fyrir fólk með fötlun. Páll margumtalaður Péturs- son hefur básúnað þá ætlan sína að útrýma biðlistum og leiðin til þess séu þessi úrræði. Eitt heimili reis í Kópavogi fyrir um 90 milljónir og var ætlað 6 íbúum. Vegna manneklu hafa ekki nema 4 íbúar flutt þangað og standa 2 íbúðir tómar. Svona hefur þetta gengið sl. 2 ár. Þetta er ekkert einsdæmi og liggur við að um reglu frekar en undantekningu sé að ræða. Annar og öllu alvarlegri hlutur er sú staðreynd að staðir með 10 stöðu- gildi hafi að jafnaði aðeins 1 eða engan þroskaþjálfa innan sinna raða. Helming- unartími starfsmanna er ekki óalgengur 6 mánuðir, þ.e. eftir 6 mánuði verður helmingur starfsmanna, sem nú starfa á við- komandi stað, horfnir til annarra starfa. Til hvers að halda þessum skrípaleik áfram? Af hverju er þessum rándýru heimilum ekki lokað og peningunum varið í eitt- hvað annað gáfulegra? Það er hvort eð er engu varið í rekstur og innra starf. Í gamla daga þegar Fávitahæli ríkisins í Kópavogi var og hét var ekki verið að flækja málin; fólk með fötlun var lokað inni og gætt af gæslumönnum. Þessi gamla leið er kannski raun- hæfari en þær leiðir sem farnar eru í dag. Fjárlög gera ekki ráð fyrir því að það þurfi að reka þau heimili sem byggð eru og því tómt mál að tala um að ráða ein- hverja vælandi þroskaþjálfa til starf- anna. Því ætti í nafni heiðarleikans að hætta þessum skrípa- leik og byggja fleiri hæli þar sem gæslu- menn sjá um hópinn. Mögulega kosta eina gæslusystir á hvert hæli – en það er fyr- irrennari þroskaþjálf- ans á landi Ísa (með styttri menntun og hvaðeina). Kreppan vinur okkar Lítið gaman er að eignast barn með fötlun í velferðarríkinu Ís- landi. Eftir misnákvæma greiningu á eðli og örsökum fötlunar tekur við líf á endalausum biðlistum. Biðlistum eftir: Talþjálfun, iðju- þjálfun, dagdeildarplássi, Bugl- plássi, skammtímavistun, sambýli o.fl. o.fl. Loks þegar inn er komið er hætt við að fjölskylda og barn fái áfall þegar starfsmannaveltan fer af stað – sérstaklega í góð- ærum, þá keyrir um þverbak. Kreppan virðist því vera eini vinur barna með fötlun og fjölskyldna þeirra. Þá staldrar fólk við og tórir jafnvel út árið! En í dag er aðeins verið að gæla við kreppuna og ekki komin þessi gamla góða með 30% verðbólgu og gengisfellingum. Því mega börn með fötlun og foreldrar þeirra bíða enn um stund ásamt þroskaþjálfunum og þeirra fólki. Við öll eigum að naga okkur í hand- arbökin yfir því að hafa látið okkur detta í hug að velja leið markaðar- ins sem framtíðarleið Íslands. Am- eríkuvæðingin er fullkomnuð og allir geta fengið allt – vonandi að þeir verði ekki fyrir því að eignast barn með fötlun því þá hrekkur bílalánið skammt. Með von um að börn okkar verði heilbrigð Grímur Atlason Kjarabarátta Vinnuveitendur þroska- þjálfa hafa með öllum sínum útspilum í gegn- um tíðina, segir Grímur Atlason, vanvirt stéttina og lítillækkað hana. Höfundur er þroskaþjálfi og atgervisflóttamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.