Morgunblaðið - 06.10.2001, Page 6

Morgunblaðið - 06.10.2001, Page 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRAFTAKEPPNI, fótbolti, leiklist, tónlist og pulsuát eru meðal þess sem var á dagskrá Stúdentadagsins sem haldinn var annað árið í röð í gær. Stúdentadagurinn var liður í afmælisdagskrá vegna 90 ára af- mælis Háskóla Íslands á þessu ári. Mælst var til þess að kennarar gæfu nemendum frí eftir hádegi og naut fjöldi stúdenta góða veðursins í gær þegar Morgunblaðið kom við. Alls voru 40 fótboltalið skráð í HM 2001, Happdrættismótið í knattspyrnu, sem fór fram á gras- flötinni fyrir framan aðalbyggingu Háskólans. Ómar, Björn, Haukur Ingi og Júlíus úr liðinu Áreiti, sem var lið sálfræðinema og vina þeirra, sleiktu sólina undir styttu Ásmund- ar Sveinssonar af Sæmundi og seln- um og slökuðu á eftir leik á móti verkfræðinemum þar sem þeir duttu úr keppni. Þeir komust í 16 liða úrslit og sögðu dómarann hafa haldið með hinu liðinu, en hann var verkfræðinemi. Aðspurðir hvort þeir hefðu ekki getað tekið hitt lið- ið á sálfræðinni sögðust þeir ætla að gera það á næsta ári, en þeir eru á fyrsta ári og eiga því margt ólært. Lið viðskiptafræðinema, Mágus, bar sigur úr býtum í HM 2001. Stúdentar öttu einnig kappi á móti kennurum í knattspyrnu. Stúdentar höfðu harma að hefna frá því árið áður og sigruðu 3-2 í víta- spyrnukeppni. „Þetta er örugglega versta leiðin til að kynnast fólki, þetta er svo mikill æsingur og fólk að rífa kjaft,“ sagði Ómar. Hann sagði þó að allt yrði örugglega fyrirgefið um kvöldið, en þá höfðu flest nemenda- félög skipulagt vísindaferðir og partý. Alberto Martin frá Spáni, sem tekur jarðfræði, líffræði og ensku- námskeið við HÍ, sagðist ánægður með Stúdentadaginn. „Það er gott að fá ókeypis mat,“ sagði Alberto hlæjandi. „Svona dagur gefur nem- endum einnig tækifæri til að tala við aðra nemendur sem maður er með í tímum,“ sagði Alberto. Morgunblaðið/Þorkell Nemendur með krafta í kögglum létu sig ekki muna um að taka arm- beygjur með sex tveggja lítra kókflöskur á bakinu. Veðrið lék við stúdenta á stúdentadeginum í gær og mættu fjölmargir á flötina fyrir framan aðalbyggingu Háskólans til að taka þátt í dagskránni. Fótbolti, pulsur og krafta- keppni Stúdentadagurinn haldinn í annað sinn Á HÁSKÓLAHÁTÍÐ Háskóla Ís- lands, sem haldin var í gær í tilefni af 90 ára afmæli skólans, afhenti formað- ur Stúdentaráðs menntamálaráðherra undirskriftir rúmlega 3000 nemenda, þar sem þeir mótmæla 40% hækkun innritunargjalda sem gert er ráð fyrir í nýju fjárlagafrumvarpi. Menntamála- ráðherra sagði nauðsynlegt að efla kennslu í raungreinum og sagði rektor Háskóla Íslands mikilvægt að háskól- ar standi sig betur í að axla ábyrgð sína á gangi mála í heiminum. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formað- ur Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sagði íslenska stúdenta alltaf hafa haft hugsjónina um jafnrétti til náms að leiðarljósi. Hann sagði að afmæl- ishátíðin ætti að vera vettvangur fagnaðar, stolts og bjartsýni, en þess í stað væri hún haldin í skugga skóla- gjalda. „Það er afmælisgjöf mennta- málaráðherra til Háskólans. Stúdent- ar munu aldrei taka við gjöf af þessu tagi, við ætlum ekki að víkja frá hug- sjónum okkar um jafnrétti til náms. Um leið og ég afhendi menntamála- ráðherra undirskriftirnar þá segi fyr- ir hönd stúdenta við Háskóla Íslands: Við mótmælum öll,“ sagði Þorvarður Tjörvi og gekk niður til Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra, þar sem hann afhenti honum undir- skriftirnar sem bundin hafði verði á rauð slaufa. „Enginn vill vera án Háskóla Íslands“ Menntamálaráðherra sagði í ræðu sinni, sem haldinn var á undan ræðu formanns Stúdentaráðs, að Háskól- inn, sjálfstæðisþrá og sjálfsmynd þjóðarinnar væru samofin. Hann sagðist telja það skoðun alls þorra þjóðarinnar að skólinn væri ein helsta máttarstoð þess þjóðlífs. „Enginn vill vera án Háskóla Íslands, þvert á móti er það stolt okkar að vegur hans sé sem mestur,“ sagði ráðherra. „Ítreka ég þá skoðun, að í tilefni 100 ára afmælis Stjórnarráðs Íslands, árið 2004, skuli tekin ákvörðun um að reisa hús hér á háskólalóðinni í tengslum við Þjóðarbókhlöðuna, sem hýsi handritin og stofnanir íslenskrar tungu og fræða.“ Björn sagði að slíkt hús mætti hæglega taka í notkun á aldarafmæli skólans eftir tíu ár og að þegar hafi frumdrög að því verið unn- in undir forystu ráðuneytisins. Ráðherra sagði að frá íslenskum háskólum komi hlutfallslega færri raungreinamenntaðir kandidatar en hjá nokkurri annarri þjóð á sambæri- legu menntunarstigi. Hann sagði mikilvægt að ráðin yrði bót á þessu. „Er enginn betur til forystu fallinn en Háskóli Íslands, þegar rætt er um nauðsyn þess að efla raungreina- kennslu innan íslenska skólakerfisins. Hvet ég til þess, að skólinn nýti yf- irburði sína á þessum fræðasviðum til að snúa vörn í sókn. Heiti ég liðsinni mínu eftir því sem þess er óskað.“ Menning barátta gegn öllu því sem spillir eða tortímir lífinu Sjö rektorar og vararektorar frá erlendum háskólum voru viðstaddir hátíðina í gær og var hnattvæðing Páli Skúlasyni rektor ofarlega í huga og sagði hann helstu þjóðfélagskerfi veraldar vera að taka breytingum undir áhrifum hennar. Páll sagði stofnanir á borð við ríki eða ríkja- bandalög hafa áhrif á þessa samhæf- ingu þjóðfélagskerfa og að háskólarn- ir gegni þar einnig lykilhlutverki. Þeir vinni allir að því að mennta einstak- linga sem eiga að vera hæfir til að stýra málefnum þjóða sinna og byggja upp fyrirtæki sem skapa at- vinnu og móta lífsskilyrði alls þorra almennings um heim allan. Rektor sagðist sannfærður um að háskólar heimsins gætu staðið sig betur í að axla þessa ábyrgð. „Hér hafa háskólar heimsins verk að vinna. Siðferðileg viska kemur ekki til okkar af sjálfsdáðum, heldur með yfirvegun og rannsóknum á því hvernig mannkynið hefur frá önd- verðu leitast við að sigrast á ranglæti, böli og glæpum sem markað hafa sögu þess. Menning er barátta gegn öllu því sem spillir eða tortímir lífinu.“ Rektor sagði háskóla heimsins eig að leggja sig fram í þessari baráttu með gagnrýninni greiningu á siðferðileg- um kjarna hverrar menningar og rök- ræðu um hann. „Háskóli Íslands vill leggja sitt af mörkum í þessu skyni. Stofnun hans fyrir 90 árum var einn mikilvægasti áfangi íslensku þjóðar- innar í því að tryggja menningarlegt, stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálf- stæði sitt,“ sagði Páll. 90 ára afmæli Háskóla Íslands fagnað á Háskólahátíð Háskólinn ein helsta máttarstoð þjóðlífsins Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson SEX heiðursnafnbætur voru veittar á Háskólahátíð í gær. Gísli Hannes Guðjónsson, prófess- or í réttarsálfræði við Institute of Psychiatry, geðlækningastofnun Lundúnaháskóla, fékk heiðursdokt- orsnafnbót í læknadeild fyrir störf sín á sviði réttarsálfræði, afbrota- fræða og réttargeðlæknisfræði. Karl Tryggvason, prófessor í lækn- isfræðilegri lífefnafræði við Karol- inska Institutet í Stokkhólmi, fékk heiðursdoktorsnafnbót, sömuleiðis í læknadeild, fyrir störf sín innan læknisfræði, sameindalíffræði og líf- efnafræði. Árni Vilhjálmsson cand. oecon. fékk heiðursnafnbót í viðskipta- og hag- fræðideild, en hann var prófessor í viðskiptadeild HÍ til ársins 1998 og starfaði m.a. áður hjá Alþjóðabank- anum. Jonna Louis-Jensen, fékk heiðurs- nafnbót í heimspekideild, en hún hef- ur starfað á Árnastofnun í Kaup- mannahöfn frá árinu 1965 og verið prófessor í íslenskum bókmenntum og íslensku máli í þrjá áratugi við Hafnarháskóla. Preben Meulengracht Sørensen, prófessor í norrænum bókmenntum við Árósaháskóla, var sömuleiðis sæmdur heiðursnafnbót í heimspeki- deild. Hann hefur gefið út fjölda bóka og ritgerða um íslenskar forn- bókmenntir, samfélag og trúarbrögð í bókum og fræðitímaritum. Pétur M. Jónasson, prófessor í vatnalíffræði, fékk heiðursnafnbót í raunvísindadeild. Hann var prófess- or í vatnalíffræði og forstöðumaður Vatnalíffræðistofnunar HÍ þar til hann varð sjötugur árið 1990. Hann starfar þar enn við rannsóknir og rit- stjórn bóka. Starfsmenn HÍ fengu viðurkenningu fyrir lofsvert framlag í starfi Sex starfsmenn Háskóla Íslands fengu viðurkenningu fyrir lofsamleg- an árangur í starfi. Sigurður Ingvarsson, prófessor í læknadeild og nýráðinn forstöðu- maður tilraunastöðvar Háskóla Ís- lands í meinafræðum á Keldum. Hann þykir afburða vísindamaður með yfirgripsmikla þekkingu á frum- vísindum, frum- og sameindalíffræði. Gísli Pálsson, prófessor í félagsvís- indadeild, fékk einnig viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til rannsókna. Viðamesta framlag hans til rann- sókna er á sviði mannfræði sjávar- útvegs. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor í hjúkrunarfræði og námsstjóri ljós- móðurnáms, fékk viðurkenningu fyr- ir lofsvert framlag til kennslu. Þykir hún hafa af miklu kappi og með góð- um árangri náð að vinna menntun í ljósmóðurfræðum sess innan Há- skólans. Rannveig Traustadóttir, dósent í félagsvísindadeild, fékk viðurkenn- ingu fyrir lofsvert framlag til kennslu. Hún hefur fengið góða við- urkenningu frá nemendum og þótt sýna góða viðleitni til fjölbreytilegra kennsluhátta og verið öflug við upp- byggingu nýrra námsleiða í deild- inni. Valdimar Örnólfsson, fimleika- stjóri HÍ, fékk viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til íþróttamála Há- skólans. Hann þykir hafa stóreflt íþróttaiðkun og líkamsrækt meðal stúdenta og starfsmanna skólans í keppni og í leik. Sigurður P. Gíslason, fékk viður- kenningu fyrir lofsvert framlag til sjóða Háskólans. Hann þykir hafa ávaxtað sjóði skólans vel og tryggt með virku eftirliti að þau gjöld sem sjóðunum ber hafa skilað sér. Einnig hafi hann sýnt frumkvæði í nýjum tekjuöflunarleiðum. Sex fengu heiðurs- nafnbót

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.