Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á BIÐLISTANUM hafa í ár
verið á bilinu 40 til 50 grunn-
skólanemendur, tæplega
hundrað framhaldsskólanem-
endur, 16 fullorðnir einstak-
lingar sem stunda háskóla-
nám og 12 fullorðnir sem eru
ekki í skóla.
Rannveig Lund, forstöðu-
maður Lestrarmiðstöðvar-
innar, segist reikna með að
biðtími þessara einstaklinga
sé fram á næsta ár. Lengstur
er biðtími grunnskólanema,
en þeir skólar sem óska eftir
greiningu nú eiga von á að
nemendur þeirra þurfi að
bíða í hálft til eitt ár og kom-
ast því jafnvel ekki að í lestr-
argreiningu fyrr en í byrjun
næsta skólaárs. Rannveig
segir að á haustönn sé brugð-
ist fyrst við framhaldsskóla-
nemendum og háskólanemum
þar sem þeir eigi annars á
hættu að falla brott úr námi.
Hún segir líklegast að fjöld-
inn sem nú er á biðlista úr
framhaldsskólum og háskól-
um hafi fengið úrlausn seinni
hluta nóvembermánaðar.
Starfsmenn Lestrarmið-
stöðvarinnar eru nú þrír en
voru fjórir í fyrra. Að sögn
Rannveigar þyrftu starfs-
menn að vera fimm svo hægt
væri að anna þörfum skól-
anna og þjónustan væri skil-
virk. „Við teljum það lausn á
biðtíma grunnskólanemenda
eftir greiningu að gera aðra
færa um að vinna greining-
arvinnuna. Ef aðstæður til
þess væru skapaðar fengju
foreldrar og kennarar grein-
ingu fyrir börnin strax og
þeir óska eftir henni. Í því
skyni að miðla þekkingunni
um greiningar og úrbætur
heldur Lestrarmiðstöð nám-
skeið fyrir sérkennara og fyr-
irlestra og leggur stund á
nauðsynlega rannsóknar-
vinnu svo til verði greining-
arpróf sem kennarar geti
treyst á. Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur hefur til dæmis
keypt stórt námskeið af
Lestrarmiðstöð fyrir sér-
kennara grunnskóla borgar-
innar. Í flestum grunnskólum
starfa sérkennarar sem hafa
góða þekkingu á lestrarerf-
iðleikum en þá vantar í raun
próftæki sem segja þeim
hratt og skýrt hvert vanda-
mál einstaklingsins er. Við
sjáum það sem lausn á langri
bið eftir greiningum í Lestr-
armiðstöð að breyta núver-
andi þjónustuformi gagnvart
Grunnskólum Reykjavíkur
yfir í að sérkennarar í skólum
fái tíma til að sinna grein-
ingum en geti sótt ráð til okk-
ar í því samhengi. Það ætti að
stytta biðtíma foreldra eftir
að vita hvað sé að þegar barn
á erfitt með lestur og staf-
setningu, og auðvelda sam-
starf foreldra og skóla um að
vinna að framförum,“ segir
Rannveig.
Þegar hún er spurð hvort
og þá hvaða aðstöðu skólarnir
hafi til að styðja við nemend-
ur segir hún að sérkennara
grunnskólanna vanti auk
próftækja oft þann tíma sem
til þarf til að sinna greining-
arstarfi. „Þetta er spurning
sem glímt er við í skólakerf-
inu í dag sem starfar undir
nýrri aðalnámskrá. Á tími
sérkennaranna að fara frem-
ur í að sinna greiningum og
ráðgjöf við kennara og for-
eldra en að sinna kennslu
nemenda með lestrarerfið-
leika? Hvernig sem á það er
litið vantar fjármuni til að
sinna þessu aukna starfi sem
foreldrar gera kröfu um í
vaxandi mæli, hvort sem það
er gert í skólunum eða í
Lestrarmiðstöð. Skoðun mín
er sú að greiningar skili best-
um árangri ef þær eru gerðar
þar sem nemandinn fær með-
höndlun, þ.e. að hann fái
kennslu í eigin skóla.“ Til að
svo megi verða segir Rann-
veig þurfa fræðslumiðstöðvar
eða að hver grunnskóli fyrir
sig taki ákvörðun um hvort
greiningar og ráðgjöf við
aðra vegna kennslunnar sé
forgangshlutverk sérkennara
fremur en að þeir sinni sér-
kennslunni.
Þegar lestrarerfiðleikar af
einhverjum toga hafa verið
greindir leggja sérfræðingar
Lestrarmiðstöðvar til ýmsar
aðferðir, til framfara í lestri
og stafsetningu og til að auð-
velda þeim nám á bókina. Út
frá því hafa skólarnir veitt
nemendum sínum ýmis úr-
ræði, svo sem rýmri próftíma,
leyft þeim að taka próf í sér-
stökum skólastofum eða
hliðrað til með öðrum hætti.
Sömuleiðis hafa Blindrabóka-
safnið og Námsgagnastofnun
veitt nemendum, sem greinst
hafa undir viðmiði í hóppróf-
unum, hljóðbækur.
„Það er hins vegar stund-
um svo að ekki er unnt að
veita nemendum þá sér-
kennslu sem þörf er talin á og
aðstoð, svo sem lengri próf-
tíma, sem við höfum talið
nauðsynlega út frá niðurstöð-
um greiningar. Allt sem er
umfram það sem hinn „venju-
legi“ nemandi þarf kostar
nefnilega peninga.“
Mikilvægt að greina
vandann snemma á
skólagöngunni
Búast má við að rúmlega
10 til 15% íslenskra barna séu
með dyslexíu (lesblindu) en
erfiðleikar þeirra eru á afar
mismunandi stigi.
„Bekkjarkennarar ættu að
geta án íhlutunar sérkennara
eða utanaðkomandi aðstoðar
komið til móts við þá nem-
endur sem eru með væg ein-
kenni dyslexíu. Viðurkenning
kennarans á vanda þessara
barna og samvinna þeirra við
foreldra draga enn fremur úr
líkum þess að úr verði lestr-
ar- eða stafsetningarerfið-
leikar sem hamla námi síðar
á skólagöngunni,“ segir
Rannveig.
Dyslexía birtist alltaf í ein-
kennum í lestri og stafsetn-
ingu. Afleiðingarnar geta orð-
ið skortur á einbeitingu við
námið, hegðunartruflanir og
vanlíðan. Sum börn með dys-
lexíu eru auk þess ofvirk og
sum eiga erfitt með samhæf-
ingu hreyfinga. Börn sem
eiga gott með lestur og staf-
setningu eiga einnig stundum
við hreyfivandamál, ofvirkni
og einbeitingarskort að stríða
og því eru vandamál af þess-
um toga ekki „merkimiði“ á
dyslexíu, að sögn Rannveig-
ar.
„Dyslexía virðist eiga sér
flókinn uppruna í taugakerf-
inu eins og margir aðrir eig-
inleikar sem koma ekki eins
að sök í bóklegu námi. Oft
geta slíkir eiginleikar verið
persónuleg einkenni sem eins
og dyslexía erfast mann fram
af manni eins og til dæmis
lagleysi sem er vel þekkt inn-
an sumra fjölskyldna.“
Á þessum mismunandi
sviðum segir Rannveig afleið-
ingarnar, sem dyslexía getur
haft á líðan, hegðun og ein-
beitingu, krefjast þess einnig
að fagstéttir vinni saman.
„Rétt eins og dyslexía er
ekki einhliða er rétt að mis-
munandi fagstéttir vinni að
lausn vandans.“ Dyslexía
þýðir að sögn Rannveigar að-
eins erfiðleikar með orð.
Fræðilega séð byggist
frammistaða í lestri og ritun
á tveimur mismunandi þátt-
um, umskráningu og mál-
skilningi.
„Erfiðleikar með umskrán-
ingu eru einkennin sem heyr-
ast í lestri og sjást í stafsetn-
ingu. Þau tengjast hjá
flestum slakri og/eða ósjálf-
virkni úrvinnslu stafa í hljóð í
lestri og hljóða í stafi í staf-
setningu. Þetta er það sem er
sameiginlegt einkenni nem-
enda með dyslexíu og að-
greina þau skýrast frá börn-
um sem eiga gott með
lesmálið. Umskráningarerfið-
leikar í tengslum við slaka úr-
vinnslu hljóða er því merki-
miði á dyslexíu. Sumir eiga
við þetta sama þegar þeir tala
um sértæka les- og stafsetn-
ingarhömlun/röskun/erfið-
leika, torlæsi, lesblindu og
orðblindu. Aðrir vilja auk
þess styðjast við sjónarmið
sem ekki hafa verið staðfest
nægilega með rannsóknum
eða eiga sögulegar rætur allt
frá því á 19. öld.“
Dyslexía birtist mismun-
andi eftir aldri. Á leikskóla-
aldri eru máltruflanir oft
merkjanlegar eða undirliggj-
andi. Á grunnskólaaldri
hamla lestrarerfiðleikar mest
námi en þá eru stafsetningar-
erfiðleikar nær undantekn-
ingarlaust einnig fyrir hendi.
Á efri skólastigum hafa
margir náð tökum á lestri en
stafsetningarerfiðleikar í ís-
lensku sitja eftir. Lestrarerf-
iðleikarnir birtast oft á ný
þegar læra þarf ný tungumál
ásamt meðfylgjandi stafsetn-
ingarerfiðleikum.
Niðurstöður sumra rann-
sakenda benda til að hægt sé
að greina áhættu um dyslexíu
strax á leikskólaaldri svo
hægt sé að hefja fyrirbyggj-
andi starf. Á þessum grunni
byggist prófið „HLJÓM“ sem
menntamálaráðuneytið hefur
nýlega auglýst að það muni
styrkja útgáfu á. Prófið mun
að sögn Rannveigar koma
leikskólakennurum að gagni.
Á síðasta ári kom út les-
skimunarpróf fyrir 6 ára
nemendur á vegum mennta-
málaráðuneytisins. „Þess tvö
próf fyrir unga nemendur
auka möguleika foreldra og
kennara á því að fyrirbyggja
t.d. væga umskráningarerfið-
leika og draga vonandi úr
hættunni á að börn glími við
erfiðleikana langt fram eftir
aldri. Það á einnig við um
andlega erfiðleika sem það
hefur í för með sér að fá ekki
skýringar fyrr en seint og
síðar meir á námserfiðleikum
sem dyslexía veldur,“ sagði
Rannveig.
Borgaði verktaka til
að sjá um lesgreiningu
Haraldur Finnsson, skóla-
stjóri Réttarholtsskóla, segir
um tíunda hlut nemenda
Réttarholtsskóla að jafnaði
greinast með lesblindu, en
það er í samræmi við lands-
meðaltal. Á síðasta skólaári
var að sögn Haralds óskað
eftir að 30 nemendur skólans
fengju lesgreiningu hjá
Lestrarmiðstöð Kennarahá-
skólans en aðeins 6 fengu
inni. „Það þótti bara mjög
gott, en svo keyptum við
verktaka til að greina hin
sem ekki komust að,“ segir
Haraldur. Launakostnaður
verktakans var greiddur af
eigin fé skólans því engin sér-
stök fjárframlög fást frá rík-
inu fyrir slíku. „Við fáum
vissa upphæð til stuðnings-
kennslu en hún dugir hvergi
nærri fyrir því sem þarf að
gera. Síðan er athugunarvert
að skólinn hefur lagt tölu-
verða fjármuni í kaup á hljóð-
bókum fyrir nemendur með
dyslexíu en það er engin sér-
stök úthlutun fyrir slíkt held-
ur eru peningarnir teknir af
bókasafnskvótanum,“ segir
Haraldur.
„Greining Lestrarmið-
stöðvar er fyrsta flokks og
mjög fagmannlega að verki
staðið þar. Það væri auðvitað
æskilegast að allir nemendur
kæmust þar í greiningu en
biðlistarnir eru gríðarlangir
og afkastagetan hjá þeim
miðað við fjárveitingar er
bara ekki meiri en þetta,“
segir Haraldur og telur eng-
an vafa á að þessi vandi steðji
að starfi allra grunnskólanna
og ekki síst nemendanna
sjálfra. „Það er engin spurn-
ing að það hamlar börnum
mikið að fá ekki greiningu
snemma á skólagöngunni.
Menn þurfa að vera á varð-
bergi gagnvart lesblindu upp
alla skólagönguna. Lestrar-
kennslan er aðallega hjá
yngsta aldursflokknum, 6 til
9 ára, en mín skoðun er sú að
það þurfi að leggja meiri
rækt við miðstigið, 10 til 12
ára, en áður. Á þessum tíma
skellur á krökkunum mikið
flóð lesmáls í skólanum,
heimanámið verður þyngra
og fleiri bækur lesnar. Á síð-
ustu árum hefur viðfangsefni
krakka breyst mjög mikið frá
því að vera bóklestur yfir í
myndmiðla. Við þurfum því
að gæta vel að því að lestr-
arþjálfun viðhaldist,“ segir
Haraldur.
Sjálfstraust tekur
stakkaskiptum
Hann leggur áherslu á að
lestrargreining út af fyrir sig
geri ekki kraftaverk heldur
felist gagnið í því að nemand-
inn geri sér grein fyrir því að
ástand hans sé meðfætt og af
ástæðum sem hægt er að
skýra „en ekki einhver
heimska eins og svo mörg
þeirra hafa talið sér trú um.
Sjálfstraust þessara nemenda
tekur þá algjörum stakka-
skiptum til hins betra þegar
búið er að útskýra fyrir þeim
að það er hægt að hjálpa
þeim. Til þess að greining
þjóni sínum tilgangi þarf að
gefa henni góðan tíma og því
er hún dýr. Ég er reyndar á
þeirri skoðun að það eigi ekki
að horfa í þann kostnað því
rétt greining skiptir svo
miklu máli fyrir krakkana, þá
sem vinna með þeim og for-
eldra þeirra. Eftir greiningu
hefur skólinn líka möguleika
á að bregðast við með ein-
hverjum hætti, þeim er þá
mætt með skilningi og m.a.
gefinn kostur á lengri próf-
tíma og þess háttar,“ segir
Haraldur.
Spurður hvort verið sé að
senda krakka í lesgreiningu
sem þurfi jafnvel ekki á að-
stoð að halda, svarar hann
neitandi og segir þörfina
áréttri greiningu ríka. „Þær
gagnrýnisraddir hafa svo sem
heyrst að við förum offari og
látum senda hvern sem er í
lesgreiningu. En raunin er sú
að einhverjir ágallar hafa
nánast alltaf verið staðfestir
hjá þeim krökkum sem farið
hafa í greiningu. Þeir nem-
endur hafa svo fengið aðstoð í
samræmi við aðstæður og
það hlýtur að teljast ómet-
anlegt.“
Allt að árs biðtími eftir greiningu á lesblindu hjá Lestrarmiðstöð KHÍ
„Ekki einhver
heimska“
Biðlisti eftir greiningu á lestrarerf-
iðleikum, dyslexíu, hjá Lestrarmið-
stöð Kennaraháskóla Íslands er
orðinn það langur að Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur hefur ákveðið
að endurskipuleggja núverandi
starfslag.
Tíunda hvert barn á Íslandi greinist með lesblindu einhvern tímann á skólagöngunni.
Reykjavík