Morgunblaðið - 06.10.2001, Page 17

Morgunblaðið - 06.10.2001, Page 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 17 „FYRST við höfum stækkað fyrir- tækið svona mikið verðum við að stíga skrefið til fulls, reyna að kaupa kvóta til að tryggja hráefn- isöflunina,“ segir Birgir Kristins- son, framkvæmdastjóri Ný-Fisks ehf. í Sandgerði. Margt er að gerast hjá fyrirtækinu um þessar mundir, fyrirhugað er að erlendur sam- starfsaðili kaupi fjórðungshlut í því og svo er það í viðræðum við norskt útgerðarfélag um kaup á línubáti. Ný-Fiskur leggur áherslu á vinnslu og útflutning á ferskum fiskflökum til Evrópu, einkum Belg- íu. Þótt félagið sé nánast kvótalaust hefur það náð góðum árangri á sínu sviði, er nú orðið stærsta fisk- vinnslufyrirtækið í Sandgerði, stærsta ferskfiskvinnslufyrirtæki landsins og einn af stærstu útflytj- endum ferskra fiskafurða. Samstarfið við Pieters gengið vel Rætur fyrirtækisins ná tólf ár aft- ur í tímann en á árinu 1996 fékk það núverandi nafn. Eigendur þess frá upphafi eru Birgir og Einar Sveins- son mágur hans og fjölskyldur þeirra. Þeir vinna við fyrirtækið. Báðir eru trésmiðir og fóru að reyna fyrir sér í sjávarútvegi þegar lítið var að gera hjá trésmiðum um miðj- an níunda áratuginn. Starfsemin var lítil fyrstu árin en vendipunktur varð á árinu 1996 þegar þeir náðu langtímasamning- um við belgíska stórfyrirtækið Piet- ers um sölu á afurðum í Evrópu. Samvinnan hefur gengið afar vel, að sögn Birgis. Það ár fór veltan yfir 200 milljónir en hefur vaxið ár frá ári og á þessu ári stefnir í það að umsetningin verði um 1100 milljónir kr. Starfsfólk við vinnsluna er orðið um 60 talsins, auk 20 við útgerðina. Til stendur að belgíska fyrirtækið eignist fjórðungshlut í Ný-Fiski. Birgir segir að það sé gert til að tryggja enn frekar viðskiptahags- muni fyrirtækisins til framtíðar. Neyddir til að auka útgerðina Ný-Fiskur hefur byggt starfsemi sína á hráefni sem keypt er á fisk- mörkuðunum. Í upphafi þessa árs keypti dótturfélag þess, Eyrarsund, kvótalausan línubát frá Grindavík, Kristin Lárusson, og hóf útgerð hans. Byggist útgerðin á leigukvóta. Auk þess á félagið trilluna Sindra sem um þessar mundir er róið frá Patreksfirði. Birgir segir að framboð hráefnis á fiskmörkuðunum hafi dregist mjög saman en útgerð bátanna haldið fyrirtækinu á floti. Hins veg- ar hafi leiguverð kvóta hækkað á stuttum tíma úr um 100–110 krónur á kílóið af þorski í 130–150 krónur og erfitt sé orðið að fá hann leigðan. Segist Birgir telja að minnkandi kvóti sé ástæðan og útgerðarfyrir- tæki hafi minni möguleika á að leigja frá sér. Þá séu þau hugsan- lega að reyna að pressa upp kvóta- verðið. Hins vegar hefur verð á eignar- kvóta haldist stöðugt að undanförnu og raunar lækkað úr um 1100 þús- und kr. tonnið í um 700 þúsund á einu ári. Telur Birgir að það sé af- leiðing þess að bankarnir hafi hætt að fjármagna kvótakaup vegna óvissunnar í sjávarútvegsmálum. „Við þurfum 5–6 þúsund tonn af hráefni á ári og erum með 60 manns í vinnu. Við neyðumst til að fara sjálfir út í útgerð og kvótakaup til að láta þetta ganga,“ segir Birgir. Það er niðurstaða stjórnenda fyr- irtækisins að leita allra leiða til að eignast kvóta. Viðræður um kaup á bátum frá Noregi Birgir segist hafa verið að leita fyrir sér um kaup á línubáti frá Nor- egi. Þar séu margir bátar á lausu vegna hagræðingar í kjölfar þess að útgerðum var heimilað að flytja kvóta á milli báta. Það mál hafi ekki gengið upp og í staðinn verið teknar upp samningaviðræður við Ervik Havfiske um kaup á báti. Birgir segir að samningar hafi upphaflega snúist um kaup á einum línubáti en norska fyrirtækið hafi viljað selja þrjá hingað vegna þess að það var að flytja kvóta af þeim yfir á einn nýjan og þurft að koma eldri bát- unum af norskri skipaskrá. Birgir segir að samningar hafi ekki náðst enda hafi hann ekkert að gera við bátana nema hægt verði að tryggja verkefni fyrir þá með hagkvæmri fjármögnun kvótakaupa. Norska fyrirtækið sendi eitt skip- ið til Íslands þótt ekki hafi verið bú- ið að ganga frá samningum við Ný- Fisk og var stofnað um það sérstakt félag, Útgerðarfélag Suðurnesja ehf., sem Birgir segir að sé Ný- Fiski óviðkomandi. Heitir skipið Gunnar GK. Annað skip mun vera á leiðinni til landsins. Birgir segir að Norðmönnunum hafi legið á að koma skipunum úr landi en þessar ráðstafanir séu algerlega á þeirra eigin ábyrgð. Aftur á móti hafi verið gerður samningur um að Ný-Fiskur kaupi aflann til bráðabirgða enda í stöðugri hráefnisþörf. Ákveðin tengsl eru á milli Ervik Havfiske og Ný-Fisks ehf. Norska útgerðarfélagið er í helmingseigu norska fyrirtækisins Domstein sem er annað tveggja norskra fyrir- tækja sem keyptu Pieters í haust. Birgir hafnar því algerlega að þessi tengsl blandist inn í bátakaupin. Hann segist eingöngu vera að vinna að hagsmunum Ný-Fisks sem þurfi að auka útgerð sína og kaupa kvóta til þess að tryggja framtíð fyrirtæk- isins. „Það eru allskonar kjaftasög- ur í gangi. En mér er alveg sama þótt menn kalli mig lepp eða hvað annað ef ég get tryggt áframhald- andi arðsemi fyrirtækisins. Við höf- um byggt upp fyrirtækið á tólf ár- um, síðustu sex árin í nánu samstarfi við Belgana, og erum komnir í góða stöðu. Ég held að þessar sögur verði til vegna öfundar manna sem ekki komast í sömu að- stöðu og við,“ segir Birgir. Áfram á þrjóskunni Hann segir að oft hafi verið erfitt á uppbyggingartímanum og þeir tímar komið hjá þeim Einari að þeir hafi verið að hugsa um að snúa sér aftur að húsasmíðunum. En þetta hafi tekist með þrjóskunni og með því að trúa sjálfir statt og stöðugt á fyrirtækið. Nú sé komið að nýjum verkefnum, að byggja upp útgerð með kaupum á bátum og kvóta, til að tryggja hráefnisöflunina. Það verði að gerast með sömu hugsjón- inni og þrjóskunni. Ný-Fiskur ehf. hyggur á kvótakaup og uppbyggingu útgerðar til að tryggja hráefnisöflun Verðum að stíga skrefið til fulls Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Birgir Kristinsson, framkvæmdastjóri Ný-Fisks ehf., er með mörg járn í eldinum þessa dagana, hugar meðal annars að báta- og kvótakaupum. Sandgerði LÝSING við styttu Ólafs Thors í Keflavík var formlega tekin í notk- un í gærkvöldi. Davíð Oddsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, kveikti á ljósunum. Stytta Áka Granz af Ólafi Thors, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, var reist í Keflavík í október 1975 en Ólafur var sem kunnugt er lengi þingmaður Gullbringu- og Kjós- arsýslu og síðar Reykjanes- kjördæmis. Styttan er á opnu svæði við Hringbraut, aftan við skrifstofu sýslumannsembættisins, en stað- urinn er í daglegu tali nefndur Fokkan vegna þess að að lögun lík- ist hann þríhyrndu segli. Vindillinn á sínum stað Áki Granz er málarameistari og segist hafa fengist við að gera merki fyrir félög. Í tengslum við þá iðju hafi sér dottið í hug að gera einkennismerki Ólafs Thors, hægri hönd hans með vindilinn. Þá hafi hann gert höggmynd af höfði Ólafs fyrir sýningu iðnaðarmanna. Það leiddi til þess að sjálfstæðismenn á Suðurnesjum fengu hann til að gera höggmynd af Ólafi. Ekkja hans, Ingibjörg Indriðadóttir Thors, kom ásamt Kristjáni Al- bertssyni vini þeirra hjóna til að taka styttuna út en höfundurinn hafði gert það að skilyrði fyrir því að taka verkið að sér. Hann segir að þau hafi verið ánægð með verkið og hafi sér þótt vænt um það. Að sjálfsögðu er vindillinn í hægri hendi Ólafs. Gerð var afsteypa af höggmynd- inni í Englandi og hún síðan sett upp í Keflavík. Segir Áki að sjálf- stæðismenn hafi safnað fyrir kostn- aðinum. Áki segir að ekki hafi verið mikið hugsað um styttuna, ekki fyrr en nú að nokkrir ungir sjálfstæðismenn hafi lagt stétt að henni og látið setja lýsingu við hana. Segist Áki vera ánægður með þetta framtak þeirra og þann metnað að vilja standa fyr- ir framkvæmdunum sjálfir enda sé styttan eign sjálfstæðismanna en ekki bæjarins. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðar Davíð Oddsson tendrar ljósin í gærkvöldi. Kveikt á lýsingu við styttu Ólafs Thors Keflavík Almannavarnanefnd Suðurnesja utan Grindavíkur Framkvæmdastjórastaða A.V.S. er laus til umsóknar. Um er að ræða hlutastarf. Vinnuframlag er áætlað 165 klst. á ári. Verkefni er að meginstofni: Reglulegt eftirlit með búnaði í eigu nefndarinnar sem staðsettur er hjá stofnunum, björgunar- og hjálparsveitum, einnig skráningar og skjalavistun. Framkvæmdastjóri starfar í nánu sambandi við formann nefndarinnar sem er yfirmaður viðkomandi. Krafist er staðgóðrar menntunar í íslensku, ensku og stærðfræði, einnig tölvukunnáttu. Mikil áhersla er lögð á nákvæm og vönduð vinnubrögð. Vakin er athygli á að starfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun eru skv. 131. launaflokki S.T.F.S. og Launanefndar sveitarfélaga. Laus staða framkvæmdastjóra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.